Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 35
Hann trúir að lagið sé á einhvern hátt svar við atómbombunni.
Er í hvers manns hjarta
segir Johnny Triumph, sem er blíöur innst inni
Ein af mestu rokkhetjum vorra
daga er Johnny Triumph. Á því leik-
ur enginn vafi. Lag hans ,,Luftgitar“
hefur farid sem eldurísinu um land-
ið og snert strengi í hjarta sérhvers
drengs. Johnny er í viðtali við HP og
var fyrst beöinn aö lýsa tilfinningum
sínum, nú þegar hann geysist upp
vinsœldalistana.
„Þetta er mjög þægileg tilfinning.
Þetta er margra ára gamall draumur
sem er að rætast. Ég hef lengi verið
að reyna að komast inn á hina ýmsu
vinsældalista, en þetta er satt. Ég
trúi þessu varla en þetta er satt. Ég
hefði ekki haldið áfram svona lengi
ef ég hefði ekki trúað því að það
væri Johnny Triumph í hvers manns
hjarta."
— Ogerþaðlykillinn aðvinsæld-
unum, að Johnny sé í hvers manns
hjarta?
„Já, það er lykillinn, og eins og ég
hef margoft bent á þá sló ég þarna
á strengi sem voru farnir að rykfalla
í brjóstum hins sterkara kyns og ég
held að það hafi komið einhverju af
stað."
— Heillar Johnny þá ekki ung-
meyjar?
„Jú, afskaplega mikið. Þær vilja
helst falla í trans í faðmi hans og
reyna að taka þátt í þessu. Það má
segja að það sé það næsta sem þær
komast þessu; að falla í trans í faðmi
Triumphsins."
— En hvernig er með erlendan
markað?
„Jú, jú, það er stefnt á eriendan
markað og það berast fréttir af því
erlendis frá, að á einhvern dularfull-
an hátt sé þetta farið að spyrjast um
heiminn. Éins og oft áður í mann-
kynssögunni koma upp svipaðar
hugmyndir víðsvegar um hnöttinn,
samanber Marx og Engels. Fréttir
berast af Luftgitar-keppnum í Osló
og Miami svo það er ekkert til fyrir-
stöðu að sigra fólk þar.“
— Hvernig náungi er Johnny,
svona innst inni?
„Innst inni er hann afskaplega
blíður. Já, og fullur af réttlæti, hefur
áhyggjur af stöðu jarðarinnar í
augnablikinu..."
— Og sprengjunni og öllu því...
„Já, hann er mjög hræddur við
sprengjuna og trúir því að á ein-
hvern hátt sé þetta lag svar við
atómbombunni og sér fyrir sér að ef
leiðtogarnir, sem einu sinni voru
ungir drengir og stigu sinn Luftgitar
án efa, myndu sameinast honum í
þessu þá væri þetta allt betra."
— Syngur hann í baði?
„Nei, hann syngur ekki í baði.
Nei. Hann syngur þegar hann er í
bílum."
— Að lokum. Johnny hefur fengið
hrós fyrir textagerðina. Eru ein-
hverjar líkur á því að hann reyni fyr-
ir sér sem rithöfundur?
„Að hann reyni fyrir sér sem rit-
höfundur? Nei. Margir af hans bestu
vinum eru rithöfundar og honum
sýnist að það sé ekki vænlegt til
vinsælda né að heilla þjóðina, svo
hann er að hugsa um að halda sig
bara við rokkið."
KK
LEIKLIST
Tveggjabrúabil
Leikfélag Akureyrar
Horft af brúnni
Höf. Arthur Miller
Leikstj. Theodór Júlíusson
Það er ailtaf ánægjulegt að vita að
þeir sem eru að hefja feril sinn í leik-
stjórn skuli hafa djörfung og sannar-
lega gleðilegt þegar kemur í ljós að
þeir hafa sömuleiðis dug. Theodór
Júlíusson hefur hvort tveggja. Horft
af brúnni er erfitt verk, krefjandi
fyrir alla sem þar koma nálægt og
þá ekki síst fyrir leikstjórann.
Að mörgu er að hyggja og í sam-
vinnu við leikmyndarsmiðinn og
Ijósamanninn hefur Theodór komið
sýningunni haganlega fyrir —
snyrtilega fyrst og fremst. Theodór
hefur náð fram kraftinum og
sprengihættunni sem býr undir yfir-
borði verksins. í takmarkalausri ást
Eddies Carbone á fósturdóttur sinni.
Ást sem magnast og verður þrá-
hyggja, leiðir til sturlunar. Þessi
persónuþróun Eddies Carbone er
hápunktur sýningarinnar. Theodór
nýtur góðs af stórleikaranum sín-
um, Þráni Karlssyni, en góður leik-
ari þarf góða leikstjórn — að öðrum
kosti er hann tæplega jafngóður og
hann annars getur verið. Hann hefði
að mínu mati hins vegar mátt leggja
meiri rækt við persónu sögumanns-
ins — mikilsverð persóna, en dettur
um of úr samhengi oft á tíðum,
einkennilega litlaus. Já, og það
verður bara að segjast eins og er.
Afskaplega slælega leikin. A.m.k. á
frumsýningunni. Það veikir óneit-
anlega uppfærsluna nokkuð.
Stærsti annmarki LA er sá að þar
eru of fáir leikarar. Af þeim sökum
fá áhorfendur engan frið fyrir þeim.
Þetta er að vísu illa orðað, en það
sem ég er að reyna að segja er það
að maður sér þessa leikara í hverju
hlutverkinu á fætur öðru og
persónusköpunin verður, nema
leikarinn sé þeim mun betri, dálítið
keimlík milli verka — sömu radd-
brigðin, sama líkamsbeitingin.
Þetta verður greinilegt af saman-
burði. Meðan stórleikarinn Þráinn
Karlsson býður manni upp á hverja
persónuna á fætur annarri án þess
að endurtaka sig eru aðrir ekki jafn-
sannfærandi hvað það varðar. Af
þessum sökum er leikur Þráins enn
betri en hann væri ella — undan-
tekningarlítið er hann í þremur eða
fjórum burðarrullum á ári, en hann
er aldrei eins. Og kannski sjaldan
jafngóður og nú. Hann ER Eddie
Carbone, kannski hafði Miller hann
í huga þegar hann skrifaði verkið,
stundum finnst mér eins og það geti
ekki hafa verið öðruvísi. Þráinn er,
afsakið slettuna, „outstanding" —
um það þarf ekki að hafa fleiri orð.
Nema að „outstanding" er hræði-
lega sjaldgæft. Og Þráinn einleikur
ekki bara vel. Hann rífur líka með-
leikarana upp í hæðir með sér. Bæði
Sunna Borg og Erla Ruth Harðar-
dóttir, eiginkona og fósturdóttir
Eddies, njóta góðs af því. Hins vegar
er Sunna einnig afspyrnugóð ein og
sér.
Horft af brúnni er dúndurverk.
Því verður ekki neitað. Með því að
leggja áherslu á hinn mannlega
þátt, sögu Eddies, hefur tekist að ná
fram eilífðarstefi verksins — það
skiptir ekki öllu hvar eða hvenær
verkið gerist, þó mér hafi skilist að
það hafi skipt töluverðu í öndverðri
ævi þess. Eddie er hreinn og sannur
karakter; eins og svo mörgum öðr-
um verður dauðinn honum lausn —
hann hrekur sjálfan sig til tortím-
ingar. Ást hans á sjálfum sér í gegn-
um Katrínu, fósturdóttur sína, verð-
ur til þess að hann getur ekki unnt
henni frelsis til athafna. Hann reynir
að eyða henni með því að halda
henni innilokaðri, en á endanum
verður hann til þess að eyða sjálfum
sér og með því þeim sem hann
elska. Sigur í ósigri. Uppreisn í nið-
urlægingu. Eddie sem krefst þess
fram í dauðann að borin sé virðing
fyrir sér þrátt fyrir að hann sé búinn
að brenna allar brýr að baki sér. Og
á einhvern hátt öðlast hann virðing-
una fyrir hreinleika sinn. Fyrir ofs-
ann sem rekinn er áfram af kröft-
ugri og um leið sannri ástríðu.
Um þýðingu Jakobs Benedikts-
sonar hef ég ekkert að segja nema
hún hefur elst illa. Afar illa. Mjög
misráðið að lappa ekki upp á hana.
Alltof hátíðleg og forn til að ganga
sem talmál í nútímanum.
Semsagt — metnaðarfull sýning
hjá LA sem gengur mestanpart upp.
Að vísu nokkrir veikir hlekkir —
leikarafæðin, sögumaðurinn, þýð-
ingin og það að yngri leikararnir
valda ekki alveg hástemmdum til-
finningasenum. (Undarlegt hvað
þær verða oft eins og holar, slíkar
senur, í íslensku leikhúsi.) Annars
bara þetta: Allir í leikhús!
PS: Tvö atriði sem vert er að nefna
þó þau komi leikritinu ekki beint
við. Fyrsta: LA verður að gera eitt-
hvað í loftræstingarmálum í húsinu.
Hitinn í salnum hlýtur að hafa slag-
að í fjörutíu gráður. Annað: Leikhús-
gesti — frumsýningar altso — verð-
ur að biðja um að hætta að sam-
kjafta þegar sýningin er hafin. Blað-
ur sem þetta er megn óvirðing við
leikara og aðra áhorfendur. Fólk
hlýtur að geta fundið sér annað
tækifæri til að segja nýjustu fréttir af
sér og sínum. Ef ekki, verður að
sleppa þeirri frásögu.
Kristján Kristjánsson
TÓNLIST
Zukofsky og
Turangalila
Ég held það séu þrjú ár síðan
undirritaður stakk upp á því, að
Sinfó tlytti Turangalila eftir Messi-
aen, undir stjórn Zukofskis, á þessu
ári, því 10. desember nk. verður
snillingurinn Messiaen 80 ára. Einn-
ig lagði ég til að honum yrði boðið
hingað, og flutt yrði önnur tóniist
eftir hann um leið. Orgeltónleikar
haldnir með seinustu orgelverkun-
um, svo og kammertónleikar með
Kvartett um enda tímans og öðru
góðgæti. Þá var ég fulltrúi tón-
skálda í verkefnavalsnefnd Sinfó —
sem — a.m.k. þá — var mjög undar-
leg nefnd. Menn hummuðu það fram
af sér að taka afstöðu. Menn spurðu:
„Hver er þessi Messiaen?" „Hann er
í tónlist það sem Picasso er í málara-
list á okkar öld," svaraði ég. Þá
þögðu menn og glottu. Síðan var
næsta mál á dagskrá tekið fyrir
(Messiaen og Zukka frestað til næsta
fundar): hvort ung íslensk söngkona
gæti sungið tiltekna aríu úr títt-
nefndri óperu Mozarts. Urðu þá um-
ræöur fjörugar.
í DV sl. laugardag, þann 5. mars,
er því lýst í viðtali Leifs Þórarins-
sonar við Paul Zukofski hvernig
þessu öllu reiddi af. Listahátíð
komst í málið, það þvældist á vana-
legan íslenskan hátt milli Sinfó,
Listahátíðar og Sinfóníuhljómsveit-
HELGARPÓSTURINN 35
ÚTVARP
Svo má böl bœta
Einhver bryddaði upp á því
hvort ekki væri rétt að selja rás 2
fyrir skemmstu. Ólíklegustu
menn vorutilbúniraðkannamál-
ið. Hringja í útvarpsstjórann á
Bylgjunni, spurja hann hvort
Bylgjan myndi kaupa, hvort hún
myndi ekki kaupa. Hvað myndi
hugsanlega geta gerst ef og
kannski einhverjum dytti í alvöru
í hug að kanna möguleikann í
óskilgreindri framtíð. Þá brást út-
varpsstjóri ríkisútvarpsins við —
reit grein í Morgunblaðið og sagði
frá því, í óspurðum fréttum, að rás-
in væri ekki til sölu og bað menn
vinsamlegast að láta hana í friði.
Það var auðvitað kominn tími til
að útvarpsstjóri léti í sér heyra,
jafnvel þó greinilegt sé að hann fái
minnstu um þróun mála ráðið.
Hins vegar vaknar sú spurning
óneitanlega enn og aftur þegar
rætt er um sölu á rás 2, hvort það
sé ekki rétt að hún hætti að keppa
við frjálsu útvarpsstöðvarnar og
fari að þjóna einhverju öðru hlut-
verki, eins og hún gerir að hluta til
með dægurmáiadeildinni. Það er
engin ástæða og reyndar óverj-
andi að ríkisapparatið láti síbylju-
stöðvarnar draga sig niður í skít-
inn til þess að grafa þar eftir aug-
lýsingum frá hamborgarastöðum
og vídeóleigum. Ef einkaaðilar
vilja reka metnaðarlaust, -lítið,
útvarp, þá þeir um það. Almenn-
ingseign á ekki að draga niður í
þann auma farveg sem engin til-
brigði eru í, bara endalaus mónó-
tónískur niður. „La det svinge-
hugmyndin, svo vitnað sé í Thor
Vilhjálmsson, á engan einkarétt
inni á útvarpsstöðvunum og þó rás
2 sé skömminni skárri en hinar
tónlistarstöðvarnar í það heila er
hún síður en svo nógu góð. Sam-
anburðurinn skiptir þó í raun
minnstu þó það sé sýnt og sannað
að svo megi böl bæta að benda á
eitthvað annað, svo vitnað sé í
annað þjóðskáld. Þó ein stöð sé
vond þýðir það ekki að aðrar þurfi
bara að vera örlítið betri til að telj-
ast frambærilegar.
Kristján Kristjánsson
SJÓNVARP
Hemmi stimplar
Magasínið hans Hemma virðist
ætla að ganga á meðan hann sjálf-
ur birtist í nýjum jakkafötum. Þátt-
urinn er sennilega með því vin-
sælla sem ríkissjónvarpið hefur
framleitt og Hemmi velur gesti
sína af kostgæfni. Tónlist er afar
áberandi hjá Hemma og gestirnir
ganga hver fram fyrir annan í að
flytja tónlist og tónverk af ýmsu
tagi. Ég hef sérstaklega tekið eftir
því að alltaf er um frábæra lista-
menn að ræða og hugsa til þess
hversu duglegur Hemmi er að
grafa upp frábæra listamenn. En
svo tóku að renna á mig grímur
þegar Hemmi opnaði vart munn-
inn án þess að segja frábær lista-
maður: „Við skulum gefa þessum
frábæra listamanni gott klapp (all-
ir klappa) — og þegar lófatakinu
linnir segir Hemmi: Mig langar að
kynna fyrir ykkur frábæran lista-
mann..." Það er sama hvort hann
heitir hörpuleikari, dávaldur,
ræðuskörungur, eftirherma eða
söngkona, allir eru frábaerir lista-
menn hjá Hemma Gunn. Ég tók að
efast. Eru þetta allt jafn frábærir
listamenn og Hemmi segir? Er
Hemmi kannski að skrökva að
þjóðinni? Er sannleikurinn sá að
allir sem birtast á tali hjá Hemma
Gunn verða við það frábærir lista-
menn og þáttur hans þá eins kon-
ar flöskuháls fyrir fagrar listir? Nei
þetta er of langsótt. Skýringin
hlýtur að vera einfaldari. Ef einn
maður úthrópar alla sem hann
kemst í færi við sem frábæra lista-
menn er skýringanna að leita hjá
honum sjálfum en ekki hinum.
Mér varð ljóst að Hemmi hafði
komið sér upp stimpli sem hann
klíndi á alla sína gesti, ekki gest-
anna vegna heldur þáttarins. Á
tali hjá Hemma Gunn verður fyrir
bragðið frábærralistamannaþátt-
ur. Hann varar sig hins vegar ekki
á því að klifunin fletur út merk-
ingu orðanna og gerir umsögnina
marklausa. Símasónninn hefur
dýpri merkingu en frábær lista-
maður af vörum Hemma og mað-
ur fær kjánahrol! í hvert skipti sem
hann stimplar.
Freyr Þormóðsson