Helgarpósturinn - 10.03.1988, Side 9
GREIN ARGERÐ SKÁISS
ERLEND YFIRSÝN
Þessi skoðanakönnun var gerð fyrir Helgarpóstinn laugardaginn & mars
1988. Hringt var í símanúmer eftir handahófsúrtaki, skv. tölvuskrá Landsímans
yfir virk einkanúmer fyrir allt landið. Tölvuskráin var unnin af Skýrsluvélum
ríkisins og Reykjavíkurborgar með heimild tölvunefndar. Spurningum var
beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri og var haft samband við
alls 750 einstaklinga.
Niðurstöðurnar voru ieiðréttar eftir kyni, aidri og búsetu.
Spurt var, í þessari röð:
1. Ef kosið væri til alþingis núna, hvaða flokk myndirðu kjósa?
2. Styður þú ríkisstjórnina eða ekki?
3. Má ég biðja þig að nefna 1—3 stjórnmálamenn sem þú vilt styðja?
4. Var það rétt eða röng ákvörðun (í febrúar sl.) að hætta við heimsókn Vigdísar
til Sovétríkjanna?
VIGDIS ATTI AÐ FARA
Samkvœmt nidurstödum skod-
anakönnunar HP og Skátss er meiri-
hluti landsmanna á þeirri skoöun,
ad ekki hefdi átt ad hœtta viö heim-
sókn frú Vigdísar Finnbogadóttur,
forseta íslands, til Sovétríkjanna í
febrúar síöastliönum.
Sem kunnugt er kom upp „krísa“
innan ríkisstjórnarinnar í febrúar
þegar boð bárust frá Sovéríkjunum
um að forseti íslands kæmi í opin-
bera heimsókn austur á tilteknum
degi. Svo vildi til að sá dagur var
ekki talinn heppilegur að mati ráð-
herra Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks og þegar ekki tókst að hnika
degi þessum til var afráðið að frú
Vigdís færi hvergi. Framsóknar-
menn, með Steingrím Hermanns-
son utanríkisráðherra í fararbroddi,
vildu hins vegar að frú Vigdís færi
þrátt fyrir allt og var sú afstaða sett
í samhengi við erfiðleika við sölu
ullarvara til Sovétríkjanna.
Niðurstöður könnunarinnar eru á
þá lund, að 56% þeirra sem afstöðu
tóku töldu að það hefði verið röng
ákvörðun að hætta við heimsókn-
ina, en 44% töldu ákvörðunina
rétta. Munurinn er vissulega ekki
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslandá.
Niðurstöður könnunarinnar sýna, að
meirihluti landsmanna telur að það
hafi verið röng ákvörðun að hætta
við opinbera heimsókn hennar til
Sovétríkjanna í febrúar.
stórkostlegur, en þó nægiiega afger-
andi til að túlka niðurstöðurnar sem
svo, að í þessu máli hafi, að mati
meirihlutans, verið tekin röng
ákvörðun.
Átti að hætta við heimsókn Vigdísar til Sovétríkjanna?
Fjöldi % af úrtaki Tóku afstöðu
Já 269 35,9 44,0
Nei 343 45,7 56,0
Óákveðnir 124 16,5 —
Svara ekki 14 1,9 —
Alls 750 100,0%
Þar af tóku afstöðu 612 81,6 100,0
HVERJIR STYÐJA STEINGRÍM?
Á meðfylgjandi töflu má sjá í
fyrsta skipti sérstaka greiningu í
skoðanakönnun á því hvaðan stuðn-
ingurinn mikli við Steingrím Her-
mannsson kemur. Að sjálfsögðu nýt-
ur hann mikils stuðnings í Fram-
sóknarflokknum, þaðan sem hann
fær rúman fjórðung tilnefninga
sinna. Hins vegar er hlutfallslegur
stuðningur hans meiri á meðal
þeirra sem voru óákveðnir í afstöðu
sinni til einstakra stjórnmálaflokka,
en 29,4% þeira sem tilnefndu Stein-
grím fylltu þennan hóp. Þá vekur
athygli hversu stuðningsmenn
Kvennalistans eru hrifnir af Stein-
grími, þaðan kemur rúmlega fimmt-
ungur af persónufylgi hans. Þá eru
mjög margir sjálfstæðismenn í röð-
um fylgismanna Steingríms.
Á annan máta má lesa úr tölum
könnunarinnar að 74% framsókn-
armanna hafi tilnefnt Steingrím,
48% stuðningsmanna Kvennalist-
ans, 33% hinna óákveðnu og 27%
stuðningsmanna Borgaraflokksins.
Minnstrar hylli nýtur Steingrímur
hjá stuðningsmönnum Alþýðu-
flokksins, aðeins 7% þeirra sem
lýstu yfir stuðningi við krata til-
Steingrímur Hermannsson, utanríkis-
ráðherra.
Er enn langvinsælastur islenskra
stjórnmálamanna, þótt fylgi Fram-
sóknarflokksins hafi dalaö nokkuð.
Greining á fylgi hans leiðir í Ijós að
hann er vinsælastur í eigin flokki,
meðal hinna óákveönu í afstöðunni
tii flokka og meðal stuðningsmanna
Kvennalistans.
nefndu Steingrím í persónukönn-
uninni.
Hvaðan kemur stuðningurinn við Steingrím Hermannsson?
Kjósa flokk Fjöldi % af heild % þeirra sem kjósa ákv.flokk
Alþýðuflokk 5 2,3 3,2
Framsóknarflokk 59 27,1 38,3
Sjálfstæðisflokk 27 12,4 17,5
Alþýðubandalag 11 5,0 7,1
Kvennalista 45 20,6 29,2
Flokk mannsins 1 0,5 0,6
Borgaraflokk 3 1,4 1,9
Þjóðarflokk 2 0,9 1,3
Samtök um jafnrétti 1 0,5 0,6
Óákveðnir kjósendur 64 29,4 —
Alls 218 100,0 100,0
Bush varaforseti græddi á her-
bragði suðurfylkjademókrata
Hátt á aðra öid hefur engum varaforseta Bandaríkj-
anna auðnast að ná kjöri til að taka við forsetatigninni
sjálfri af forseta sem endaði kjörtímabil sitt. George
Bush, varaforseti Ronalds Reagan, er nú vel settur til
að létta þessum álögum af lítilsmetnu embætti vara-
forseta. Fyrir það getur hann fyrst og fremst þakkað
forustuliði andstæðingaflokksins, demókrata, á
heimaveili sínum í suðurfylkjum Bandaríkjanna.
EFTIR MAGNÚS TORFA ÖIAFSSON
íhaldssöm forusta Demókrata-
flokksins í suðurfylkjunum þykist
litlu hafa getað ráðið á síðari árum
um val forsetaefna fyrir flokkinn,
með þeim afleiðingum að þar hafa
einatt orðið hlutskarpastir frjáls-
lyndir frambjóðendur, sem illa
hefur gengið að safna sér atkvæð-
um suður þar i forsetakosningun-
um sjálfum. Úr þessu skyldi nú
bætt með því að hnappa saman
forkosningum milli þeirra sem
keppa um útnefningu í forseta-
framboð á einn dag, roknaþriðju-
daginn 8. mars.
Niðurstaðan af þessu frum-
kvæði varð að þá fór fram val full-
trúa á flokksþing demókrata í 20
fylkjum og á flokksþing repúblík-
ana í 16. Slíkt hefur aldrei áður átt
sér stað í baráttunni um útnefn-
ingu til forsetaframboðs í Banda-
rikjunum.
Útkoman er að George Bush
hefur svo gott sem tryggt sér út-
nefningu á flokksþingi repúblík-
ana í New Orleans síðsumars.
Hann varð efstur forsetaefna í öll-
um 16 fylkjum, náði 95 af hundr-
aði flokksþingsfulltrúa sem kosið
var um og er kominn með tvo
þriðju af þeirri fulltrúatölu sem
þarf til sigurs við fyrstu atkvæða-
greiðslu á flokksþinginu.
Hjá demókrötum skýrðust línur
hins vegar ekki hót. Þar skiptu
þrjú forsetaefni á milli sín megin-
fylginu, þannig að ekki ber ýkja
mikið á milli. Við bætist, að þeir
tveir sem virðast þegar þetta er
ritað ætla að skipa efstu sætin í
atkvæðafylgi og tölu kjörinna
flokksþingsfulltrúa eru úr hinum
frjálslynda armi Demókrata-
flokksins, sem höfundar rokna-
þriðjudagsins ætluðu einmitt að
klekkja á.
Michael Dukakis, fylkisstjóri í
Massachusetts, kom mest á óvart
meðal forsetaefna hjá demókröt-
um. Hann virðist ætla að skipa
efsta sætið, sigraði í langfjöl-
mennustu fylkjunum sem í var
kosið, Texas og Flórída, auk
heimafylkis síns.
Svo er að sjá að annar í röðinni
verði svertingjapresturinn Jesse
Jackson. Ljóst er að hann hefur
orðið efstur í fimm fylkjum,
Mississippi, Louisiana, Alabama,
Georgíu og Arkansas. Auk þess að
safna um sig fylgi svertingja eins
og það leggur sig hefur Jackson
hlotið tíunda hluta af atkvæðum
hvítra kjósenda.
Albert Gore, öldungadeildar-
maður frá Tennessee, ætlar eftir
því sem best verður séð að skipa
þriðja sætið. Hann er þó sá forseta-
efnanna sem íhaldssamir forustu-
menn demókrata í suðurfylkjun-
um flykktust um í því skyni að ná
tilætluðum árangri á roknaþriðju-
deginum.
Richard Gephardt, fulltrúadeild-
armaður frá Missouri, átti það
helst erindi í átökin í suðurfylkj-
unum að draga Gore niður um
nokkra hundraðshluta. Hann sigr-
aði hvergi nema í heimafylki sínu,
þrátt fyrir ákafa og vel fjármagn-
aða kosningabaráttu.
Helsti keppinautur Bush vara-
forseta í forkosningunni hjá repú-
blíkönum, Robert Dole, leiðtogi
flokksins í öldungadeild Banda-
ríkjaþings, fór enn verri hrakför.
Hann náði ekki einu sinni að sigra
í Missouri, sem liggur þó að
Kansas, heimafylki hans. Dole
hafði, þegar úrslit voru orðin ljós,
stór orð um að klekkja á Bush í
Illinois í næstu viku, en hvernig
sem þar fer er vandséð hvernig
unnt er að hnekkja forskotinu sem
varaforsetinn fékk á þriðjudag.
ílöku þriðja sæti hjá repúblíkön-
um er sjónvarpsprédikarinn Pat
Robertson. Forkosningarnar á
þriðjudag tóku yfir biblíubeltið,
heimkynni heittrúaðra mótmæl-
endasafnaða, og árangurinn var
hraklegur fyrir Robertson. Ástæð-
an er að verulegu leyti, að nú
stendur hann afhjúpaður fyrir
hræsni og yfirdrepsskap. Þegar
það bætist við röð hneykslismála
hjá öðrum sjónvarpsprédikurum
hlýtur eitthvað undan að láta, jafn-
vel á biblíubeltinu.
Þar að auki er ávirðing Pats
Robertson sér á parti. Hann flek-
aði ekki safnaðarritara og sætti
síðan fjárkúgun eins og Jim Bakk-
er. Hann leigði ekki skækjur til að
fara með sér í tímaleiguherbergi í
mótelunum meðfram Airline
Highway milli Baton Rouge og
New Orleans og halda þar fyrir sig
klámsýningar eins og Jimmy
Swaggart. Brot hans er enn alvar-
legra í augum kynrembinna og
herskárra suðurfylkjamanna.
Pat Robertson er uppvís að því
að hafa um langan aldur logið til
um frammistöðu sína og þátttöku
í Kóreustríðinu. í ræðu og riti hef-
ur hann lýst þrengingum sínum og
dáðum á vígvöllunum þar. Engum
sem tók þær lýsingar trúanlegar
gat dulist að Pat Robertson væri
stríðshetja.
Paul McCloskey, fyrrverandi
fulltrúardeildarþingmaður repú-
blíkana frá Kaliforníu og á sínum
tíma frægur fyrir að bjóða Nixon
forseta byrginn, veit betur. Hann
gegndi herþjónustu í Kóreu í land-
gönguliðasveitunum eins og sjón-
varpsprédikarinn. í fyrra var opin-
bert, að McCloskey hafði í bréfi til
þingmanns skýrt frá því, að
Robertson hefði í Kobe í Kóreu
gortað af því við sig, að faðir sinn,'
A. Willis Robertson, þá áhrifamik-
ill öldungadeildarmaður frá
Virginíu, hefði notað aðstöðu sína
til að tryggja að sonur sinn kæmi
hvergi nærri vopnaviðskiptum,
þótt hann yrði sendur til Kóreu.
Robertson höfðaði meiðyrða-
mál og krafðist 35.000.000 dollara
í bætur. í september í fvrra urðu
málsaðilar ásáttir um að málið
kæmi fyrir 8. mars í rétti í
Washington.
Það er einmitt roknaþriðjudag-
urinn, og þegar hann nálgaðist
óskaði Robertson allt í einu eftir
að taka kæru sína aftur. Þá hafði
hann fengið vitneskju um að
McCloskey hefði undir höndum
bréf frá öldungadeildarmanninum
föður sínum til yfirstjórnar land-
göngusveitanna, þar sem gamli
maðurinn segir: „Eg er yður þakk-
látur fyrir að fullvissa mig um, að
sonur minn verði ekki látinn
koma nærri vopnaviðskiptum."
McCloskey neitar að leyfa
Robertson að taka kæruna aftur,
nema hann greiði sér 400.000
dollara í málskostnað. Eftir þessa
útreið á sókn sjónvarpsprédikar-
ans í forsetastólinn varla mikla
framtíð.
Eftir þriðjudaginn er ljóst að
George Bush er merkisberi íhalds-
samra suðurfylkjamanna. í átta
fylkjum gátu kjósendur valið um í
forkosningu hvors flokks þeir
greiddu atkvæði, óháð því hvernig
flokksfylgi þeirra er tilfært á kjör-
skrá. Ljóst er að veruleg brögð
hafa verið að því að skrásettir
demókratar hafa notað sér þetta
tækifæri til að hafa áhrif á valið
hjá repúblíkönum.
Suðurfylkjamenn hafa því sýnt,
að hægra fylgið meðal þeirra, sem
oftast hefur reynst í meirihluta,
kýs að framhald verði á reagan-
ismanum í breyttri mynd undir
leiðsögn George Bush. Kornrækt-
arfylkin og gömlu iðnfylkin í
norðri sýna óskir um breytingu,
að svo miklu leyti sem þar er búið
að velja milli forsetaefna. Val
repúblíkana virðist ráðið. Nú er að
sjá hvernig fer hjá demókrötum.
Líklegast er að þar verði allt í
óvissu fram að flokksþingi í
Atlanta eftir mitt sumar.
Georg Bush meðal fagnandi liðsmanna eftir úrslit í forkosningum í Suður-Karólínu á sunnudaginn. Þar kom i Ijós
að hverju stefndi á roknaþriðjudeginum.
HELGARPÓSTURINN 9