Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Helgi Már Arthursson og Ólafur Hannibalsson Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Þormóðsson, Friðrik Þór Guðmundsson, Jón Geir Þormar, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Páll Hannesson. Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Jim Smart Útlit: Jón Öskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Sölu- og markaðsstjóri: Auglýsingar: Áskrift: Afgreiðsla: Aðsetur blaðsins: Útgefandi: Setning og umbrot: Prentun: Birgir Lárusson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Guðrún Geirsdóttir Bryndís Hilmarsdóttir er í Ármúla 36, Reykjavik, sími 91-681511. Goðgá hf. Leturval sf. Blaðaprent hf. Draumur Davíðs martröd Sjálfstæðisflokksins „Varus, VaruSj fáðu mér herskarana mína aftur,“ kvein- aði hinn mikli Agústus Rómarkeisari, þegar hann heyrði um úrslit orrustunnar í Tevtóborgarskógi, þar sem germ- anskir barbarar upprættu Rómarherinn og settu út- þenslu heimsveldisins þau mörk, sem síðan hafa haldist. Eitthvað svipaður var tónninn í leiðara Morgunblaðsins, sem komst að þeirri niðurstöðu, að ótilhlýðilegt væri að bera saman Davíð Oddsson og Kastró. Kastró er ekki kos- inn. Davíð er kosinn með miklum meirihluta. Kastró pyntar fólk. Það gerir Davíð ekki. Allt er þetta satt og rétt hjá Morgunblaðinu. En í svonefndu Ráðhúsmáli virðist Davíð staðráðinn í því að reyna á hvar endimörk valds hans og vinsælda liggja. Ráðríki hans — sem á sér sína aðdáendur — er farið að jaðra við ofríki. Samtökin „Tjörnin lifi“, sem helst hafa beitt sér gegn ákvörðunum borgarstjórnarmeirihlutans í þessu máli, segja að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra, sem við þau hafa samband og skrifa sig á undirskriftalista, sem liggja frammi, sé gamalgróin og innfædd flokkssystkin borgarstjórans. í hneykslan sinni lýsa þau yfir, að verði draumurinn um ráðhúsið í Tjörninni að veruleika muni þau aldrei geta greitt flokknum sínum atkvæði aftur. Þung orð mælt í hita baráttunnar, en þó er hætt við að seint grói um heilt, svo heilagt tilfinningamál sem þetta er mörgum Reykvík- ingum. Davíð vill hafa hraðan á. Hann vill þeyta ráðhúsinu upp svo að það verði orðið grjótharður og óafturkallan- legur veruleiki 1990, þegar næst er kosið til borgarstjórn- ar. Svo mikill er asinn að lögbundnum ákvæðum um kynningu á skipulagi hefur naumast verið framfylgt nema að nafninu til og með hæpnum túlkunum laga. Svo mikill er asinn, að áður en óskað var eftir staðfestingu á deiliskipulagi voru hugmyndir manna um stærð hússins ekki fullmótaðar og nú er óskað eftir stækkun þess á lengd, breidd og hæð og aukna uppfyllingu út í Tjörnina. Svo mikill er asinn að verkið skal boðið út og fram- kvæmdir hafnar áður en hönnun þess er lokið. Svo mikill er asinn að anað skal út í verkið áður en nokkrar kostn- aðaráætlanir af viti geta legið fyrir. Allir vita, hvernig far- ið hefur fyrir sæmilega unnum kostnaðaráætlunum hér á landi síðastliðin ár og er flugstöðvarbyggingin nýjasta vítið til að varast. Hér liggur ekkert fyrir nema munnleg hreystiyrði Davíðs um að hann muni sjá um að kostnaður fari ekki yfir milljarð. Menn hafa meiri trú á að efndir fylgi orðum Davíðs en flestra annarra stjórnmálamanna, en jafnvel til hans gera menn kröfur um rökstuðning fyrir framkvæmd upp á milljarð. Ekki síst þegar ráðhúsið tek- ur núna nær daglegum breytingum og tútnar út á lengd, breidd og hæð og út í Tjörnina án þess að Davíð virðist sjá minnstu ástæðu til að efna til nýrrar kynningar meðal borgaranna og hyggist jafnvel reyna enn á þanþol skipu- lagslaganna, sem á að tryggja borgurunum rétt til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Hún er annars undarleg þessi árátta borgarstjóra Sjálf- stæðisflokksins til þess að taka vinsældum sínum gröf í Tjörninni með því að vilja reisa sér þar minnisvarða. Þetta henti Gunnar Thoroddsen fyrir margt löngu. Nú virðist Davíð ætla að endurtaka þá sögu. En hætt er við því að hann eigi eftir að komast að því, að eftir því sem ráðhúsið í Tjörninni stækkar í meðförum minnkar hann sjálfur. 10 HELGARPÓSTURINN Að hleypa út fuglum í vikunni voru Thor Vilhjálmssyni veitt bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. En það eru víst tæplega fréttir. Hefðu kannski þótt það fyrir fimmtán árum, enda langur vegur frá því þegar maðurinn var alltaf einn. Og þó. Kannski er hann enn jafn einn og hann hefur ailtaf verið. Hvað um það. Þegar ég sá Thor Vilhjálmsson fyrsta sinni, norður á Akureyri, var mér bent á hann með þeim orðum að hann væri bitur út af því að þjóðin skildi ekki list hans og mæti hann ekki að verðleikum. Að hann væri óalandi og óferjandi og það sem hann gerði best væri að lyfta hendi skáldlega og hiksta og tafsa til að stæla Laxness. Sjálfur var ég þá að byrja í menntó og hafði ákveðið að bókmenntir væru mitt svið og leit þessvegna þóttalega á frásagnarmanninn og spurði á þennan krítíska hátt sem maður lærir þegar maður umgengst krakka sem vilja vera fullorðnir og frjálslegir í senn. Hvort hann hefði lesið eitthvað eftir þennan mann. Nei, varð viðmælandinn að viður- kenna og þar með duttu öll hans rök dauð. Eg varð nokkuð ánægður með þennan sigur minn í orða- glimunni, enda mikilvægt á þessum árum að fara með sigur af hólmi í slíkum glímum til að efla sjálfs- traustið og sýnast vera sjálfstæðari en maður í raun og veru var. Nema hvað þessi gráskeggjaði maður fannst mér heillandi og í einhverju uppreisnarkasti ákvað ég að kaupa bók eftir hann og lesa. Bókabúðir á Akureyri voru hreint ekki auðugar að verkum Thors en að lokum rakst ég á Faldafeyki, greinasafn, og svo skáldsöguna Fuglaskottís og svo annað greinasafn, Fiskur í sjó, fugl úr beini. Og í gegnum þetta pældi maður. Las hvað þessi maður hafði að segja um aðra listamenn, heims- fræga erlenda snillinga sem hann skrifaði um eins og þeir væru dag- legir gestir hjá honum (líklegast voru þeir það en kannski ekki á þann hátt sem mér fannst í fyrstu), hvernig hann tætti í sig ónefndan kollega sinn fyrir að falsa heimsbók- menntasöguna og margt fleira. Það væri lygimál að segja að maður hafi gleypt í sig Thor, enda var það kannski aldrei ætlunin. Næst sá ég Thor í háskólanum, hann kom til að halda fyrirlestur, svara spurningum nemenda sem urðu aldrei margar og engin um verk eftir hann. Hann sagði hins- vegar frá því þegar hann var í París, frá manni sem horfði svo fast á vegg að það var eins og hann ætlaði að brjóta á hann gat með augnaráðinu einu saman. Og tilhvers sagði skáld- ið og leit yfir bekkinn. Var það kannski til að hleypa út fuglum? spurði hann svo sjálfur. Svarið skipti ekki máli, kom kannski aldrei, enda iíklegast ekki til. Sjálfur túlka ég þessa litlu sögu svo að Thor hafi ver- ið maðurinn — að hann hafi brotið göt á vegginn með augnaráðinu einu saman og hleypt fuglum út um götin og fuglarnir flugu víða og hafa snúið aftur til að segja okkur frá hvernig heimurinn lítur út. Helgarpósturinn óskar Thor til hamingju með verðlaunin. Kristján Kristjánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.