Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 44

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 44
Bjarni Fridriksson júdómaöur STEFNIIIL SIGURS Á ÓL — þangaö til annaö kemur í Ijós Hinn ágæti árangur Bjarna Friörikssonar júdókappa, bæöi hér innanlands og erlendis, hefur ekki hlotið mikla eftirtekt og umfjöllun um Bjarna og júdóið verið af skornum skammti í fjöl- miðlum. Það er athyglisvert að þegar Bjarni hefur unnið til verð- launa á mótum erlendis birtast um það smáklausur í blöðunum, á meðan hinar „klassísku hóp- íþróttir" leggja undir sig fleiri blaðsíður. Þegar Bjarni vann til verðlauna á Olympíuleikunum í Los Angeles 1984 var það fyrsta sem menn sögðu: Nú, var hann að keppa þarna?! Það var því eiginlega ákaflega eðlilegt að reyna að forvitnast um hagi Bjarna og þá sérstaklega hvaða böndum hann er tengdur júdó- íþróttinni. Bjarni Friðriksson er 37 árs gamall, fæddur í maí 1956 í Fteykjavík. Hann ólst upp í Voga- hverfinu þar til um fermingu, er hann flutti norður til Blönduóss. Til Reykjavíkur flutti hann aftur um tvítugt og það er þá sem áhugi hans á júdó vaknar. Bjarni lærði útvarpsvirkjun í Iðnskól- anum en starfar í dag sem bók- sali, sér um að selja og dreifa rit- verkum út um allt land. Hann er fjölskyldumaður, tveggja barna faðir. Júdó er ættað frá austur- löndum fjær. Það er rúmlega aldar gamalt, búið til af Japana nokkrum sem valdi að sinu mati það besta úr nokkrum austur- lenskum bardagagreinum. Til- gangurinn var að búa til fang- brögð sem hægt væri að nota til líkamlegrar uppbyggingar og í keppni, án þess að menn ættu á hættu að slasa sig. Nafn íþrótt- arinnar er komið til af þessu, júdó, sem þýðir hin milda aðferð. Júdóið barst hingað til lands á 6. áratugnum, júdódeild glímu- félagsins Ármanns var stofnuð árið 1957. Sagan segir að jap- anskur sjómaður sem var vel að sér í júdó hafi orðið innlyksa hér á landi og gerst leiðbeinandi í júdó. Það var og á þessum árum sem hnefaleikar voru bannaðir á íslandi og fóru boxararnir þá í júdóið. ÖGUÐ ÍÞRÓTT Leiðir Bjarna og júdósins „liggja saman" árið 1976, þegar hann er tvítugur. Þá var hann dreginn á æfingu hjá Júdófélagi Reykjavíkur. Hann æfði þó aldrei með því félagi heldur flutti sig strax yfir í Ármann, því þar voru japanskir þjálfarar. Hvað er það við júdóið sem heillar þig, Bjarni? „Júdó er mikil úthaldsíþrótt, það reynir á allan líkamann en ekki bara einstaka hluta hans," sagði Bjarni, „ennfremur sem tæknin er höfuðatriði. Á þessum árum vildi ég ekki eyða öllum frítíma mínum í að skemmta mér og laðaðist einfaldlega að júdóinu." Hann sagöi að sig hefði í raun aldrei langað til þess að æfa aðrar íþróttir og að um önnur áhugamál væri vart að ræða, allur tíminn færi í júdó. Þó hefði hann alltaf öðru hverju verið með fjarstýrðar módelflug- vélar og hefði sólópróf í flugi. En júdóið, er það ekki bara ofbeldi og slagsmái? „Nei, þetta er ákaflega mild íþrótt og öguð, agaðri en margar aðrar. Menn komast t.d. ekki upp með neitt múður gagnvart dómara; ef keppandi opnar munninn inni á vellinum þá er hann umsvifalaust dæmdur úr keppni. Einnig er slysatíðni lág miðað við aðrar íþróttagreinar." Hvað æfirðu mikið? „Það er misjafnt eftir því hvað stendur til. Þegar lítið er um að vera æfi ég þrisvar í viku. Það þýðir heldur ekkkert að æfa meira allt árið um kring. Þegar eitthvað er framundan, eins og Ólympíuleikarnir í Seul eru núna, þá er æft 8—10 sinnum í viku. Árið 1985 gerði ég tveggja ára áætlun vegna Ólympíuleikanna en hún fór úrskeiðis þegar ég sleit liðbönd í apríl í fyrra. Ég var frá æfingum þangað til í sept- ember, en nú er ég sem sagt kominn á fulla ferð." Hvers konar æfingar eru þetta sem þú tekur? „Það eru júdóæfingar þrisvar í viku, ennfremur lyftingaæfingar, júdótækniæfingar og hlaup þegar veður leyfir." Hvernig hafa þjálfaramál verið hjá þér í gegnum árin? „Fyrstu árin naut ég leið- sagnar japanskra þjálfara hjá júdódeild Ármanns og þeir veittu mér góða undirstöðu. Fyrir Ólympíuleikana '84 æfðum við saman þrír, ég, Kolbeinn Gíslason og Gísli Þorsteinsson, sem þjálfaði okkur. Þessar æfingar voru sams konar og þær sem ég geri núna. Ég legg mikið upp úr því að taka þátt í sem flestum keppnum. I fámenninu hérna byggist þetta að mestu leyti á manni sjálfum, maður verður hreinlega að fara af stað og sjá til." FRÁBÆR ÁRANGUR Bjami hóf keppni á mótum stuttu eftir að hann byrjaði að iðka júdó. Árangur hans hefur vægast sagt verið frábær. Hann á að baki 18 íslandsmeistaratitla, þar af hefur hann sigrað 9 sinnum í röð í opnum flokki og ætlar að bæta þeim tíunda við nú síðar í mánuðinum. Á fyrsta erlenda mótinu sem hann keppir á, Norðurlandamótinu '78, vinnur hann til verðlauna. Síðan fylgir hvert mótið á fætur öðru og skal stiklað á stóru: 6—8. sæti á ÓL '80 í Moskvu, Norðurlanda- meistari '82 og '84, bronsverð- laun á ÓL '84 í Los Angeles, silfurverðlaun á Shoricocup í Japan '85, silfurverðlaun á opna skoska meistaramótinu '86 og '87, gull á opna skandinavíska meistaramótinu i nóvember '87 og loks á þessu ári brons á opna belgíska meistaramótinu og gull á því skoska. Árangur Bjarna á ÓL '84 kom almenningi mjög á óvart enda athyglin beinst meira að hand- boltalandsliðinu og Einari Vil- hjálmssyni spjótkastara. Þeir sem þekkja til júdósins segja að frammistaða Bjarna í Los Angeles hafi ekki verið óvænt í Ijósi ferils hans. En hvað segir Bjarni sjálfur? „Ég reiknaði ekki með þessu, ég var auðvitað ekki viss um þetta en var ákveðinn í því að komast áfram." Nú var talað um það eftir leikana að Einar hefði verið undir gífurlegri pressu að heiman sem þú hefðir verið laus við. Hjálpaði það þér? „Já, Einar var undir ægilegri pressu. Annars spáði ég ekki svo mikið í þetta. Mér er alveg sama um alla umfjöllun. Annars heyrist það alltof oft að menn fara út í keppni með því hugar- fari að vera bara með. Ég vil endilega koma því á framfæri að þetta er alger misskilningur og ■rangt hugarfar, því það sýnir sig trekk í trekk að Islendingar hafa enga ástæðu til þess að hafa minnimáttarkennd." Hver er staða þín sem júdó- manns núna? „Mér finnst ég aldrei hafa verið betri." Nú hafðir þú í huga fyrir síðustu Ólympíuleika að hætta keppni eftir þá. Hélstu að þú værir búinn? „Ég reiknaði jafnvel með því. Ég var búinn að æfa í 8 ár. Hins vegar ná júdómenn oft ekki toppnum fyrr en eftir 10—12 ár og ég ákvað að reyna áfram. Hins vegar reikna ég fastlega með því að hætta eftir leikana í Seul. Það fer í þetta óhemju- vinna og er mjög erfitt." Hvaða vonir gerirðu þér um árangur á ÓL í haust? „Ég stefni á að sigra, þangað til annað kemur í Ijós." FJÖLSKYLDAN SITUR Á HAKANUM Hvernig finnst þér umfjöllun fjölmiðla? „Það er lítill áhugi fyrir júdó á þeim bæ. Þó er það auðvitað misjafnt eftir íþróttafréttamönn- um og einnig tímabilsbundið. Það verður þó að viðurkenna að júdóið er ekki vinsælasta íþróttin hér á landi og því eðlilegt að hún hljóti minni umfjöllun en margt annað." Er mikið um unga upprenn- andi júdómenn? „Já, það er fullt af taktískum, efnilegum unglingum á leiðinni, svona 15—18 ára. Það verður bara að styðja við bakið á þeim." Jókst áhuginn á júdó hér á landi eftir ÓL '84? „Hann gerði það fyrst, en hefur svo dalað. Ég held að júdósambandið hafi ekki haldið rétt á spöðunum í þessum efnum. Það hefur verið skortur á júdóþjálfurum. Það væri ekki fjarri að áætla að um 100 manns væru virkir í íþróttinni í dag hér á landi og eru unglingar yngri en 15 ára þá ekki taldir með." Hvað finnst fjölskyldunni um þetta brölt? „Ég hef auðvitað alla samúð fiölskyldunnar fram yfir Ólympíuleika en þá verð ég að fara að sinna henni á ný. Hún situr á hakanum eins og er. Það fer gífurlegur tími í þetta, maður borðar ekki heima hjá sér nema um helgar." Ertu á styrkjum? „Já, ég hef fengið styrk úr Afreksmannasjóði frá því í apríl '87. Þaðan fæ ég núna 36 þús- und krónur á mánuði. Einnig fékk ég '86 sameiginlegan styrk frá íþróttabandalagi Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundaráði. Á tímabilinu '76—'86 borgaði ég að meira og minna leyti allar mínar ferðir sjálfur. Flugleiðir styrkja mig einnig á þann hátt að ég fæ farmiðann hjá þeim á 10 þúsund, sama hvert ferðinni er heitið." Einn kunningi Bjarna rifjar upp þegar hann fór á Skandinavíska meistaramótið 1980. Keppnin var á laugardegi en á júdóæf- ingu miðvikudagskvöldið næsta á undan sá Bjarni ekki fram á að komast. Hann fékk ekki styrk, var að kaupa sér íbúð og því peningalítill. Þá ákváðu félagar hans á æfingunni að skjóta saman í ferðina fyrir hann. Bjarni fór og vann gullverðlaun. Þegar tveir kunningjar Bjarna í júdóinu voru beðnir að taka til hverjir væru helstu kostir hans og gallar nefndu þeir að hann hefði góða tækni, hið rétta keppnisskap, trú á sjálfan sig og væri yfirvegaður í keppni. Þeir nefndu síðan að einna helst vantaði hann að glíma meira og kasta. Bjarna vantaði í rauninni skrokka til þess að æfa sig á. í fámenninu hér heima væru fáir til þess að glíma við og því vantaði ákveðna breidd. 44 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.