Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 14
SIGRI EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR JIM SMART HP hitti að máli fjögur pör sem taka þátt í íslandsmeistarakeppninni á laugardaginn. Þau eru í dansskólum innan Dansráös Islands, en tveir skólanna, Dansskóli Sigvalda á Akureyri og Dansskóli Sigurdar Hákonarsonar, sáu sér ekki fœrt aö senda nemendur á okkar fund. Þeir nemendur sem við rœðum við eru úr dansskólum Heiðars Astvaldssonar, Hermanns Ragnars, Auðar Haralds og úr Nýja dansskólanum. ÞAÐ VERÐUR ERFITT AÐ SIGRA Hún kom á móti okkur með bleikar slaufur í hárinu. Danskjóllinn var líka bleikur og skórnir silfurlitaðir. Herrann var búinn að fá slaufuna en verið var að sauma lindann. Líkt og aðrir keppendur sem ætla að taka þátt í keppninni segjast þau stefna að sigri. Dagmar Heida Reynis- dóttir og Hreinn Gústafsson eru níu ára gömul, nemendur í Dansskóla Heiðars Astvaidssonar. Þau hafa lært samkvæmis- dans frá fjögurra ára aldri og ætla nú á iaugardaginn að keppa um Islandsmeist- aratitilinn í samkvæmisdönsum í sínum aldursflokki: „Við keppum í cha-cha-cha og enskum valsi,“ sögðu þau og aðspurð hvort þau langaði að sigra svöruðu þau hiklaust: „Já, okkur langar að verða íslandsmeistarar. En það verður erfitt. Það þarf að æfa mikið fyrir svona keppni og ef við æfum og æfum kemur kannski einhvern tíma að því að við vinnum keppni." Þau segjast hafa dansað saman frá því þau voru sex ára, enda orðin vel samæfð: „En við kvíðum samt svolítið fyrir keppninni," sögðu þau. Spurningunni um það hvað þurfi að gera til að sigra svona keppni svöruðu þau: „Það þarf að æfa mikið, dansa vel, vanda sig rosalega og bera sig vel.“ ÞAÐ STEFNIR ENGINN HÆRRA EN Á FYRSTA SÆTIÐ! Útlendingarnir á Hótel Loftleiðum ráku upp stór augu. Það er ekki á hverjum degi sem fólk klætt að hætti spænskra dansara arkar um í móttökusal hótelsins. Enda ekki nein tilviljun hér á ferð. „Spánverjarnir" voru þau Friögerdur María Fridriksdóttir og Adolf Bergsson, nemendur í Dansskóla Auðar Haralds, sem ætla að keppa í suður- amerískum dönsum í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Þau Friðgerður og Adolf tóku einnig þátt í íslandsmeistarakeppn- inni í fyrra og lentu þá í fimmta sæti: „Maður fer auðvitað ekki hærra en í fyrsta sætið í ár,“ sögðu þau brosandi en bættu við að án gamans þá stefndu þau auðvitað að því að komast hærra en síðast: „Annars væri ekkert gaman að þessu!" Þau segjast æfa fjórum til fimm sinnum i viku, „stund- um allt að þrjár klukkustundir í senn. Þetta er virkilega skemmtilegt og má segja að við lifum alveg fyrir dansinn. Flestar frístundir fara í að dansa", segja þau. Keppni sem þessa telja þau nauðsynlega en segja þó að sér finnist alveg mega halda annars konar keppni líka: „Keppni þar sem fólk fær sjálft að ráða, dansa frjálst eins og gert er í keppni erlendis. í þessari keppni ráða undirstöðusporin ferð- inni en í alþjóðakeppni eins og við tókum þátt í í Blackpool í Bretlandi í fyrra var byggt á frjálsum dansi, án þess þó að grunnsporin breyttust.“ Þau segjast ekki ætla að hugsa um kvíða fyrr en í keppnina er komið: „Kvíðinn gleymist hvort sem er um ieið og lagið byrjar og við hverfum inn í dansinn," sögðu þau Friðgerður og Adolf. DANSINN OG VINNAN HALDA í MANNI LÍFINU Meðal keppenda um helgina eru nokkur hjón, þeirra á meðal nemendur í Nýja dansskólanum, Esther Arnardóttir og Siguröur Halldórsson, sem hafa lært dans í sjö ár. „Þetta er þó fyrsta keppnin sem við tökum þátt í,“ sögðu þau hjónin og kváðu keppnina leggjast vel í sig. „Við hugsuðum lítið út í að taka þátt í keppninni í fyrra, enda fannst okkur það ekki tímabært þá. Nú er viðhorfið breytt og við ákváðum að spreyta okkur í ár. Undirbúningstíminn hefur verið skemmtilegur, það hefur verið gaman á æfingunum og félagsandinn góður.“ Þau Esther og Sigurður segjast hafa æft fyrir keppnina síðan um áramót og „má segja að dansinn og vinnan séu það sem heldur manni lifandi", sagði Sigurður brosandi. Þau segjast telja keppni af þessu tagi tvímælalaust nauðsynlega, „alveg til jafns á við keppni í öðrum íþrótt- um. Við tökum aðallega þátt í keppninni til að vera með, en auðvitað verður keppnisandinn að fylgja"! ÆTLUM AÐ HALDA ÁFRAM AÐ KEPPA ÞÓTT VIÐ FÁUM GULL! Systkinin Guörún Sóley og Árni Hrafn Gunnarsbörn taka þátt í Islandsmeistara- keppninni í annað skipti nú á laugardag- inn, bæði í sígildum samkvæmisdansi og suður-amerískum dansi, en þau eru nem- endur í Dansskóla Hermanns Ragnars. Guðrún Sóley er sex ára og Árni Hrafn nýorðinn átta ára, átti afmæli á hlaupárs- dag. í fyrra lentu þau í fimmta sæti í samkvæmisdönsum og sjötta sæti í suður- amerískum dönsum, „og fengum brons", sagði Árni Hrafn. „Núna ætlum við að reyna að fá gull!" sagði hann og brosti. „Verðlaunapeningarnir sem við fengum í fyrra hanga ennþá uppi á vegg hjá okkur." Árni Hrafn hafði orð fyrir þeim systkinum, afar hress og öruggur strákur, og sagði að þau hefðu sótt nokkrar aukaæfingar fyrir þessa keppni: „Við kvíðum ekkert fyrir keppninni," sagði hann hiklaust og þegar hann var spurður hvort þau myndu hætta að keppa ef þau sigruðu núna svaraði hann að bragði: „Nei ég ætla að halda áfram að keppa þótt ég fái gull.“ Helduröu oð þiö vinniö? „Það fer alveg eftir því hvernig dómararnir dærna," svaraði Árni Hrafn. Er erfitt aö fylgja reglunum? „Já, það er stundum erfitt, en ef við ruglumst þá leiðréttum við það bara — eða reynum það að minnsta kosti." 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.