Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 22

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Síða 22
TÖLVUR OG HUGBÚNAÐUR AF LIFRÆNUM TÖLVUM OG GEISLADISKUM Tölvu- og verkfræðiþjónustan er fyrirtæki sem var stofnað í mars 1986 og er í einkaeign Halldórs Kristjáns- sonar verkfræðings. Halldór vann áður hjá fyrirtækinu Smith & Norland — hjá Siemens. Var hann þar við sölu á síma- og fjarskiptabúnaði og vann þá fyrst og fremst með Pósti og síma. Af þeim sökum komst Halldór líka inn í kerfi er tengdust tölvum og öðru slíku. „Ég byrjaði að vinna við tölvur þegar árið 1979. Mitt nám var að hluta til tölvutengt, en ég er lærður rafmagnsverkfræðingur frá Há- skóla Islands. Allt frá 1979 hef ég verið á kafi í tölvumálum, verið á námskeiðum og yfirleitt haldið mér mjög vakandi í þessum efnum. Samhliða starfi mínu hjá Smith & Norland var ég kominn með mjög áhugaverð verkefni varðandi tölvu- væðingu og það leiddi síðan til þess að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki. Meginmarkmið fyrirtækisins hef- ur verið að aðstoða fyrirtæki við tölvuvæðingu, með skipulagningu og ráðleggingum. Ég hef ekki séð um neina forritun eða neitt slíkt. Við teljum hér í Tölvu- og verkfræði- þjónustunni, að þegar við erum komin út í forritun séum við farin að selja vinnu okkar. Það er að segja að í mörgum tilvikum værum við bæði að ráðleggja og selja lausnirnar, sem getur verið erfitt á stundum. Fyrirtækið hefur rekið lítinn tölvuskóla á veturna, sem í upphafi fólst í námskeiðum um tölvusam- skipti. Síðan fórum við að vera með námskeið í ýmsum kerfum sem við kunnum á og hefur þetta aukist jafnt og þétt. Framundan eru sér- stök námskeið fyrir tölvudeildir fyr- irtækja, þ.e. námskeið sem aðrir bjóða ekki. Ég hef gefið út tvær bækur. Önnur heitir Apple Works og hefur hún til skamms tíma verið notuð sem kennslubók í nær öllum framhalds- skólum. Svo er ný bók er heitir Tölv- ur og hugbúnaður, en hún er aðal- lega fyrir fólk sem vill kynnast tölvutækni án þess að þurfa að læra allt þetta flókna í kringum þær. Hún er eiginlega í rabbstíl. í bígerð eru fleiri bækur, þar á meðal um sam- skipti tölva, stýrikerfi o.m.fi. Auk skólans hefur ráðgjöfin hjá fyrirtækinu verið að aukast jafnt og þétt, ekki sist í sambandi við tölvu- samskiptin." TÖLVUSTUDD HÖNNUN Geturdu sagt okkur frá rtýjung- unum í tölvugeiranum í dag, bæöi hér og erlendis? „Hvað varðar nýjungar, þá er mjög hefðbundin notkun á tölvum hér á landi. Það er helst um að ræða bókhalds- og ritvinnsluvinnu. Menn eru þó smám saman að vakna til vit- undar um að nota megi tölvurnar til annars. Töivustudd hönnun er t.d. að ná fótfestu hér á landi. Menn hafa verið frekar varkárir gagnvart þvi að taka tölvur inn í hönnun kerfa og bún- aðar. Það sem vinnst með því er að margar „hannanir" eða kerfi eru eins eða mjög lík. Þá geta menn nýtt sér það sem þeir hafa gert áður á mjög einfaldan hátt — raðað saman leiningum í tölvunni. Eins er hægt, með því að gefa upp tiltölulega fá- ar stærðir, að teikna t.d. vélarhluta sjálfvirkt eða sjálfkrafa. Kannski er það ekki síður mikiivægt að þú get- ur tengt efnisúttekt þessari tölvu- jstuddu hönnun. Kerfið reiknar hve jmikið af efni þarf og jafnvel hve mikið það efni og vinnan muni kosta, þá út frá forsendum sem þú hefur gefið kerfinu. Þannig má stytta hönnunartímann verulega með notkun svona kerfis. Þessi kerfi 22 HELGARPÓSTURINN eru náttúrulega dýr og hér á landi eru tiltölulega fáar stórar verkfræði- stofur sem eru tilbúnar til og geta keypt þessi stóru hönnunarkerfi. Reyndar hafa minni tölvurnar verið að koma með nothæf kerfi í þessu sambandi. Það sem hefur háð þeim er lítil afkastageta tölvanna. Það segir mér verkfræðingur, er notar tölvu við hönnun, að hann hafi stytt hönnunartímann niður í fjórðung, með því móti. NOTKUN UPPLÝS- INGAKERFA MUN AUKAST „Ég held að islensk fyrirtæki muni í vaxandi mæli nota sér öll þau upplýsingakerfi sem til eru erlendis og færist mjög í vöxt að séu notuð. Menn geta tengst ýmiss konar kerf- um á mjög ódýran hátt, t.d bókunar- kerfum flugfélaga þar sem hægt er að panta flug, hótelherbergi, bíla- leigubíl og jafnvel sumarleyfisferðir í gegnum einkatölvuna. Það eru til alls konar upplýsingakerfi varðandi fjármálin í heiminum. Nú á jafnvel að leyfa kaup og sölu á erlendum verðbréfum og hlutabréfum. í því sambandi eru til mjög öflug kerfi, þar sem maður getur fylgst með er- lendum mörkuðum, keypt og selt hlutabréf og annað slíkt.“ GAGNABANKARÁ GEISLADISKUM „Fyrir skólana eru mjög athyglis- verðir gagnabankar að komast á legg. Þeir geyma geysilega miklar upplýsingar um ákveðin sérsvið, fyrst og fremst í því formi að þú færð tilvísanir í greinar, útdrætti úr grein- um, upplýsingar um höfunda og möguleikann á að panta greinarnar sjálfur, en í mörgum tilvikum eru líka upplýsingar um sjálfval í kerf- unum. Þarna eru miklir möguleikar fyrir skóla og þá sem stunda rann- sóknir og ekki síður fyrir fyrirtæki. í gegnum þessi kerfi er hægt að leita sér að vörum og vöruflokkum og þeim fyrirtækjum er hafa þetta á boðstólum. Möguleikarnir eru fjöl- margir, t.d. fréttakerfi fyrir þá er stunda rannsóknir. Svo við víkjum aftur að skólunum held ég að fari að sjá í efsta hluta ísjaka sem á eftir að koma betur í ljós. Þar á ég við geisladiskana, sem menn hafa rætt mikið um og þá af mikilli hrifningu yfir stórfengleika tækninnar. Á einum geisladiski, er vanalega rúmar um 10 lög, geturðu geymt ígildi 1.000 vasabrotsbóka. Það samsvarar litiu skólabókasafni í lengdarmetrum, ef kilirnir eru lagð- ir hlið við hlið. Það er verið að tala um að dreifa diskum með alls kyns upplýsingum, alfræðibókum og fræðiritum. Talað er um að hægt sé að dreifa hverjum diski fyrir um 4.000—8.000 krónur. Fyrir skóla þar sem nemendum er kennt að rann- saka getur það verið gífurleg bylting að eiga nokkra geisladiska, sem eru fyrir hin ýmsu sérsvið og geta notað tölvu við leit að ákveðnum upplýs- ingum. Einn nemandi fer ekki í gegnum 1.000 titla og leitar þannig að einu atriði. Það gerir tölvan aftur á móti leikandi. Öll upplýsingaöflun verður því stórkostleg." Halldór Kristjánsson hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. TALAÐ VIÐ TÖLVUR „Hið gífurlega magn upplýsinga þarf að komast inn á diskana og sú aðferð sem notast þarf við, ef ekki er búið að prenta þetta inn fyrir- fram, er lyklaborðsaðferðin. Hún er afar hægvirk. Það vandamál verður að leysa og í því sambandi hefur ver- ið reynt að fá tölvur til að skynja taL Þar eru ýmis vandamál í veginum. í fyrsta lagi tölum við ekki öll jafn- skýrt. í öðru lagi eru til mismunandi mállýskur, aðallega erlendis, og í þriðja lagi eru mjög mörg tungumá! í heiminum. Til þess að tölva geti greint á milli 1.000 orða og skynjað þau þarf alveg gífurlegt minni og af- köst. Ef okkur tækist að búa til ódýr- an búnað, er gæti skilið okkur á auð- veldan hátt, er hægt að tala um sjö- földun afkasta þegar upplýsingar eru settar inn í tölvu." MANNLEG VÉLMENNI LANGT UNDAN „Þegar talað er um vitringakerfi er einfaldast að útskýra það á þann hátt, að ef við tökum ailt sem við vit- um um akveðið svið, útbúum þá vitneskju á ákveðnu formi, setjum inn í tölvu, gagnabanka eða upplýs- ingakerfi og höfum sérstök forrit sem samin eru af sérfræðingum í viðkomandi efni, er hægt að vinna

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.