Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 11
s
^^Mlagurinn á peningamarkaðn-
um er harður og mikið komið undir
því að auglýsingar innlánsstofnana
heppnist vel. Gullreikningur Bún-
aðarbankans, sem svo er nefndur,
hefur slegið í gegn á þessum skrítna
markaði og er það jafnvel svo að
biðraðir hafa myndast í aðalbankan-
um í Austurstræti ...
Íhfl^eira um banka og stjórn-
mál. Nú mun vera komin upp ný
staða innan Framsóknarflokks-
ins varðandi afstöðuna til Búnað-
arbankans. Sem kunnugt er hafa
löngum verið þar ákveðin tengsl á
milli, sem m.a. hafa lýst sér í því að
innnan þingflokks Framsóknar sem
og víða annars staðar í flokknum
hefur Búnaðarbankinn átt hauka í
Ólafur
Hannibalsson
Hannibalsson
ritstjóri
Ólafur Hannibalsson hefur verið
ráðinn annar tveggja ritstjóra HP.
Hann hefur verið blaðamaður á HP
um skeið. Ólafur hefur starfað við
blaðamennsku um árabil, og hefur
auk þess víðtæka reynslu af marg-
víslegum öðrum störfum. Ólafur var
m.a. ritstjóri Frjálsrar þjóðar og ým-
issa annarra blaða.
Helgarpósturinn væntir góðs af
starfi hins nýja ritstjóra og býður
hann hjartanlega velkominn til
starfa.
horni, þegar talið hefur borist að
sameiningu Búnaðarbanka við aðra
banka hvað þá ef rætt hefur verið
um að bankinn skuli gerður að
hlutafélagi. Hins vegar hafa verið
ýmis teikn á lofti um nokkurn tíma
að þessi sambúð fari kólnandi og að
framsóknarfurstarnir líti nú öðru
vísi á Búnaðarbankann. Jafnvel þó
að bankinn sé stærsti viðskipta-
banki landbúnaðarins eru margir
innan framsóknar farnir að leyfa sér
að kalla bankann „heildsala-
banka“ og að hann sé í fáu frá-
brugðinn öðrum bönkum. Þá telja
þeir sömu að fyrst Stefán Valgeirs-
son kom ekki til baka til flokksins sé
hann þeim endanlega glataður
sauður og þar með hafi þeir engan
bankaráðsmann. Stefán Pálsson
var ráðinn án tilhlutunar flokksins
og Stefán Hilmarsson sé farinn að
haga sér eins og hann eigi bankann.
Sá síðastnefndi vildi ekki taka mið
af samningi Framsóknar um að
Kjartan Jóhannsson settist í stói-
inn hans og vilji senniiega að
Sveinn Jónsson endurskoðandi
komi í sinn stað. Búnaðarbankinn
láti sem sagt ekki að stjórn lengur
og því sé til lítils að vera að púkka
upp á hann, Framsókn hafi einfald-
lega ekki sömu ítök í bankanum og
fyrir fáum mánuðum. Staðan innan
Framsóknar sé því sú að nú eru
menn tilbúnir að ljá máls á alls kyns
möguleikum um framtíð bankans.
Til greina komi að skella honum
saman í hlutafélag með Útvegs-
banka eða jafnvel að hann verði
sameinaður Landsbanka. Því má
segja að flest sé í heiminum hverf-
ult...
RAGNAR BJÖRNSSON HF.
Dalshrauni 6 Hafnarfirði - Sími 50397-651740
BLÁFJALLA-
NEFND
Fátt er betra til að efla samstöðu innan
fjölskyldunnar en að fara á skíði í Bláfjöllum og
njóta samverunnar í snjónum. Ungur nemur,
gamall temur eða öfugt - brekkur eru við allra
hæfi.
Um helgar eru námskeið fyrir byrjendur og
lengra komna. Ef einhver vill koma með og prófa
er skíðaleiga í þjónustumiðstöðinni - allir geta
verið með.
Komið í Blátjöll
og standið saman
-þaðerheilbrigð
skemmtun.
Símanúmer í Bláfjalla
skála: 78400
Símsvari: 80111
■nHBaBnBaMBBnaaBaaanMBBaBaMMBNCHnnH;
HELGARPÓSTURINN 11