Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 28
TÖLVUR OG HUGBÚNAÐUR skamms tíma svartími, áreiðanleiki og notagildi. Ekkert af þessum atrið- um var í lagi fyrir um tveimur árum. f dag eru þau öll komin í viðunandi horf.“ Eruö þiö einir aö garfa í þessum netum? „Nei, það eru fleiri sem hafa séð að net eru sniðug, þ.á m. Einar J. Skúlason, IBM og fleiri. Þau fyrir- tæki sem selja einnig hefðbundnar tölvur geta lent í samkeppni við sjálf sig, þar sem þau verða að gera upp við sig hvort þau vilja selja mönnum netlausn, sem í dag er hagkvæm lausn, eða mini-kerfi. Fyrir þau verður þetta samviskuspurning því að mini-tölvurnar gefa af sér miklu meiri söluhagnað. Við sem erum eingöngu í netkerfum erum lausir við þessar hugleiðingar." MEIRI PENINGUR í VERÐBRÉFAVIÐSKIPTUM En hvad meö sölumennsku og ráögjöf, fara þeir hlutir saman ef taka á tillit til hagsmuna viöskipta- vinarins? „Þetta veltur á heiðarleika hvers sölumanns. Málið er mjög einfalt. Ef þú ætlar að vera í tölvusölu og -þjón- ustu til langframa, þá gerir þú það ekki með því að svindla einu sinni á öllum sem þú nærð í og hætta svo. Ef þú ætlar að vera í þessu verðurðu að selja mönnum heiðarlegustu iausnina á hverjum tíma. Þú verður að trúa á það. A meðan svo er get- urðu selt þessa hluti með góðri sam- visku. Hið eigingjarna sjónarmið er alltaf ráðandi. Ef þú ert ekki heiðar- legur gagnvart þeim sem vill versla við þig og raunverulega selur hon- um ekki þann búnað er hentar hon- um færðu viðskiptavininn ekki aftur eftir tvö ár, þegar kemur að endur- nýjun. Við erum farnir að gefa okkur það að það skuli afskrifa allan tölvubún- að á tveimur árum og það sé ekki verjandi að kaupa tölvubúnað nema það sé hægt. Ef viðkomandi var ánægður með það sem hann keypti þá, kaupir hann af þér aftur hafi allt verið í lagi. Við erum að upplifa þessa endur- nýjun kaupenda sem 7 ára gamalt fyrirtæki —_en við erum næstelsta fyrirtæki á íslandi sem hefur verið stofnað beinlínis til að selja tölvu- búnað og sem er enn við lýði, að- eins IBM er eldra. Hér á landi er ekki hægt að selja mönnum einu sinni og vera síðan alitaf að leita að nýjum viðskiptavin- um, til þess eins að græða fé. Auð- veidast er að láta selja sér sniðugar lausnir og selja þær síðan áfram, þá trúir maður væntanlega á það sem maður er að gera. Það dugir ekki að fara út í töivu- sölu á sama hátt og menn fóru út í myndbandaleigu. Töivuþjónusta er erfið. Það þarf mikla þekkingu áður en hægt er að hefja sölu á tölvum og hugbúnaði þannig að eitthvert vit verði í. Menn ættu frekar að fara út í verðbréfaviðskipti ef þeir vilja græða peninga, ekki tölvuviðskipti. FÓLK LÆTUR SEUA SÉR EN KAUPIR EKKI Þegar fólk hugsar um kaup á tölvu á það að gera það á fullkomlega eigingjarnan hátt. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að íslendingar haga sér einkennilega við kaup á tölvubúnaði. Það er ætlast til þess af okkur að við séum að hringja í við- skiptavininn með reglulegu millibili og ota að honum nýjungunum. Þetta er oft hópur sem ekki hefur tíma til að kynna sér allar nýjung- arnar. Það er nokkuð ríkt í okkur hér í Micrótölvunni, að við viljum ekki stunda sölumennsku á þennan hátt. Þá komum við að þeirri stóru spurningu hvort kaupandinn sé að kaupa tölvubúnað eða láta selja sér tölvubúnað. Þarna er nokkuð langt á milli. Hér hefur verið ríkjandi að menn hafi látið selja sér tölvubúnað, en ekki haft þekkingu til að kaupa það sem hentar þeim. Þeir hafa jafn- vel keypt tölvubúnað til að Iáta undan þrýstingi sölumannanna. Það er engum greiði gerður með því. Að selja mönnum tölvubúnað, sem ekki er endilega samræmdur þörfum kaupandans, getur gengið í stærri fyrirtækjum. Sölumenn þeirra eiga auðveldara með að sleppa frá þessu þar sem þeir eru bara sölumenn búnaðarins. Síðan taka aðrir við gagnvart þjónustu. Sölumaðurinn er ekki látinn svara fyrir sig, heldur tæknideildin. Þeir fara siðan i ákveðna leiki sín á milli innan fyrirtækisins... „Nú, já. Lofaði hann þessu sölmaðurinn? Hann fór nú ekki alveg rétt í málið, o.s.frv."... Þar með er ábyrgðinni kastað milli manna innan sama fyrirtækis og viðskiptavinurinn stendur eftir varnarlaus. í minni fyrirtækjum er miskunnarleysið meira. Þar er mað- ur kallaður til ábyrgðar og látinn svara fyrir sig. Hvað er það sem maður hefur verið að selja? Það er þó varasamt að alhæfa of mikið í þessu sambandi. Það eru til sölumenn í stærri fyrirtækjum sem hafa fyllilega sömu samvisku og sölumenn í smærri fyrirtækjum. Þó má ekki skilja þetta þannig að styðj- ast eigi við stærð fyrirtækja þegar samviska sölumanna er skoðuð. Þrýstingurinn á sölumenn stærri fyrirtækja getur þó verið meiri, sal- an verður að ganga vegna þess að laun þeirra taka mið af söluárangri." FYRIRTÆKIN VERSLA INNBYRÐIS „Þessi mál eiga eftir að þroskast og hafa gert það. Samkeppnin er ekki eins grimm og áður. Fyrirtækin versia mun meira innbyrðis. Það er að verða ljóst að ekkert eitt fyrir- tæki hefur ailar lausnir. Því hefur myndast samvinna margra fyrir- tækja varðandi sölu á tölvubúnaði. Það versla nokkurn veginn allir við aila. Menn viðurkenna að það er frek- ar blæbrigðamunur en eðlismunur á töivubúnaði." Hvaö meö Jón úti í bœ?Á hann aö fá sér tölvu? „Ég er ekki á þeirri skoðun að all- ir eigi að fá sér tölvu. Ég sé fyrir mér stóran hóp manna sem ekkert hefur við tölvu að gera. Það er alls ekki tímabært fyrir þá að fá sér tölvu. Svo eru aðrir, eins og skrifstofufólk, fólk sem þarf að skrifa og reikna, fólk sem þarf að halda skrár, fólk sem vill læra — og leika sér, og er þá tilbúið til að veita í það peningum, sem kaupa sér tölvur. Aðrir gera það ekki.“ ATfÞÚ RÉTTÁ HÚSN4ÐISBÓTUM? Aðeins þeir sem keyptu eða hófu byggingu íbúðarhúsnæðis í fyrsta sinn til eigin nota á árunum 1984-1987 eiga rétt á húsnæðisbótum. Upplýsingabæklingur með nánari skýringum um húsnæðisbætur svo og umsóknareyðublöð um húsnæðisbætur liggja frammi hjá öllum skattstjórum sem einnig veita nánari upplýsingar. Frestur til að skila umsóknum um húsnæðisbætur 1988 til skattstjóra viðkomandi umdæmis ertil 1. april n.k. -Sendið inn umsókn sem fyrst RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.