Helgarpósturinn - 10.03.1988, Page 34

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Page 34
VALÞJOFS STAÐARHURÐIN Litið inn a Þjoðminjasafn Þjóðminjasafn íslands er uppfullt af munum sem bera sjálfum sér og eigendum sínum afar merkilegt vitni. öm leið hafa þeir víðari skírskotun sem söguheimild um menningu íslensku þjóðarinnar um árhundruð. Pú reikar um sali Þjóðminjasafns og fellur í dularfulla leiðslu fortíð- ar. Saga Islands rifjast upp í óreglu með óvæntum teng- ingum og atburðum' og þú þreifar á þúsund ára sögu þjóðarinnar um leið og hún þreifar á þér. Hún og þú eruð eitt. Skarkali bílanna og nútímans er víðs fjarri, þögnin er við hæfi svo hvísl hlutanna nái eyrum þínum. Þeir hafa allir líf. Biskupar klæðast skrúða og maddömmur setjast í söðul. Ungmeyjar grípa um hrífu og gantast við sjó- mann sem kemst ekki úr stakknum. Húsiö er fullt af for- tíð. Þór Magnússon þjóðminjavörður opnar okkur hlið að sögunni, að uppruna Valþjófsstaðarhurðar. Hún er einn merkasti gripurinn á Þjóð- minjasafninu og um leið einn af elstu hlutum þess. Hurðin er frá Val- þjófsstað i Fljótsdal austur á Héraði. Talið er að hún sé frá því um tólf hundruð, frá frumkristni á íslandi. Það hafa verið uppi getgátur um að hurðin hafi verið stærri en hún er nú, þrjár kringlur í staðinn fyrir tvær. Það eru til nokkrar lýsingar á hurðinni sem gefa slíkt til kynna. Þá mun væntanlega hafa verið sagað ofan af henni, eða kannski neðan. Síðustu áratugina sem hurðin var á Valþjófsstað var svo sagað ofan af henni og efri helmingurinn fastur við kirkjuna. Þá var einungis gengið um kaflann sem eftir er fyrir neðan. Menn hafa því þurft að beygja sig töluvert svo þeir kæmust í beint samband við guðdóminn inni. Hurðin var flutt til Kaupmannahafn- ar 1851 og þar fóru menn svolítið harkalega með hana. Þeir fylltu upp í skráargatið sem var afar voldugt og hreinsuðu af henni málningu, en hún var þá hvítmáluð. Áður hafði hún hins vegar verið skrautmáluð, því við rannsóknir hafa fundist lit- leifar í hurðinni. Þó hún hafi verið þrjár kringlur eins og sumir telja en ekki tvær eins og nú, þá er ómögu- legt að giska á hvaða myndskurður hafi verið í þeirri þriðju. LJÓNIÐ OG GRÖFIN í myndskurði neðri kringlunnar sjáum við fjóra dreka vafða saman og bítur hver sér í sporð. Ef þú fylgir hverjum dreka frá höfðinu og áfram sérðu að þú endar á halanum í kjafti þessa sama dreka. Hitt er líka merkilegt að þeir eru allir nákvæm- iega eins. Þú getur sett þá hvern of- an í annan og þeir stemma næstum nákvæmlega. Útskurðurinn er því gerður af mjög mikilli nákvæmni. Dreki sem bítur í skottið á sér hefur síðar verið tákn eilífrar hringrásar, eilífðarinnar. Það er ekki Ijóst að tré- skurðarmeistarinn á Valþjófsstað hafi verið meðvitaður um þetta. Efri kringla hurðarinnar er síðan elsta myndasaga sem til er á íslandi. Þetta er Tinni síns tíma. Sagan segir frá því að riddari er á ferð úti í skógi og veiðihaukur hans fyigir honum. Haukurinn er reyndar þannig í útliti að hann gæti verið allt frá hænu upp í fálka. Hann kemur þar að sem dreki hefur vafið sig um ljón og ætl- ar að færa það upp í hreiðið til unga sinna þriggja sem sjást efst í horn- inu. En riddarinn vegur drekann með sverði sínu og bjargar með því Ijóninu. Á efri myndinni fer riddar- inn heim og ljónið fylgir lífgjafa sín- um í þakklætisskyni. Að lokum, þegar riddarinn er dáinn og grafinn, leggst ljónið á gröfina og syrgir hann. Bakgrunnurinn þar er kirkja, lík þeim sem þá voru algengar á ís- landi. Á gröfinni undir ljóninu er áletrun sem segir; „Sjá hinn ríka konung hér grafinn er vó dreka þennan." Myndasagan er einsdæmi í íslenskum tréskurði. Sagan er frönsk riddarasaga, en á tólftu öld- inni voru riddarasögur mjög vinsæl- ar og víðkunnar. Þessi frásögn kem- ur meðal annars fyrir í Þiðriks sögu af Bern. Þetta segir okkur að erlend menning var fljót að kömast til ís- lands á miðöldum, riddarasögurnar voru vinsælar og þekktar hér. Þær voru skráðar hér og trésmiðir breyttu þeim í myndskurð. Maður hefði kannski búist við kristinni fyr- irmynd, kannski úr biblíunni, þegar skorið er út í kirkjuhurð. Það er hins vegar kristilegt ívaf á hurðinni, ridd- arinn er með kross á skildinum og þar eru bæði kirkja og kirkjugarður. Síðan er franska liljan áberandi. Hún er skott Ijónsins og einnig vex hún í skóginum. Skyldi vera einhver flóknari merking í myndunum? Eru drekarn- ir og hringirnir aðeins til skrauts? Riddarinn í skóginum, þá voru krossferðirnar í fullum gangi. Ridd- arinn vinnur á hinum illa dreka, eins og Sigurður Fáfnisbani, og bjargar Ijóninu sem sýnir honum hollustu upp frá því. Hið góða sigrar hið illa. Engar flóknari vangaveltur um biblíustef? Maður skal hafa í huga að hér er um íslenska frum- kristni að ræða, engin hefð eða regla fyrir yrkisefnum þegar skreyta skal kirkjur. Því má líta á út- skurðinn sem hægfara þróun frá hetjulegri heiðni til helgrar trúar. Það er einhvern veginn ótrúlegt að hurðin sé jafngömul höfundi Njálssögu. Kannski hefur hann gengið um þessa hurð, séð hana og tekið í hringinn. Það er ekkert ósennilegt að hann, sunnanmaður- inn, hafi skroppið austur á hérað í messu. Það fylgir því töframáttur þegar svo áþreifanlegur hlutur teng- ir okkur beint við forfeðurna og frumbyggja landsins. Tengslin verða á einhvern hátt skýrari, slíkur er máttur efnisins. Manni verður á svipstundu margfaldlega ljóst mikil- vægi fornminja fyrir samtímann, eigin rætur og ekki síður framtíðina. I SEX HUNDRUÐ SUMUR Hurðarhúnninn er voldugur silf- ursleginn hringur á hurðinni miðri. Það er vitað um tvo aðra hringa af sömu gerð, annar frá Staðarfelli í Lóni og hinn frá Hofi í Vopnafirði. Þetta sýnir að íslensk tréskurðar- og málmsmíðalist hefur staðið á háu stigi á miðöldum undir verndar- væng kirkjunnar. Svo er engin ástæða til að ætla að Valþjófsstaðar- hurðin hafi verið sú eina sinnar teg- undar á íslandi. Við eigum það mik- ið af útskornum hlutum að íslenskir tréskurðarmenn hafa verið mjög mikils megnugir. Það er líka alveg ljóst að Valþjófsstaðarhurðin er ekki fyrsta verk höfundar síns. Skurður- inn er það hnitmiðaður og teikning- in svo nákvæm að einungis mjög vel þjálfaður tréskurðarmeistari hefði getað skilað svo góðu verki. Hins vegar er hvorki vitað um önnur verk sama höfundar eða nafn hans. í sögu Valþjófsstaðarhurðarinnar hefur eitt atriði vafist mikið fyrir mönnum. í heimildum er talað um að kirkjan á Valþjdfsstað hafi brunn- ið um 1300. Hvernig gat þá hurðin bjargast, fyrst kirkjan brennur? Þessi ráðgáta hefur síðan verið leyst. Það var ekki Valþjófsstaðar- kirkja í Fljótsdal á Héraði sem brann, heldur Valþjófsstaðarkirkja í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu. Bruninn hafði því ekkert að gera með hurðina. Árið 1851 lætur danska fornleifa- deildin flytja hurðina til Kaup- mannahafnar, þar sem hún var geymd í heila öld. Þar var skorið ofan í hana til að skerpa það sem máðst hafði og sjást þess til dæmis merki við hjálm riddarans. Valþjófs- staðarhurðin kom heim á Alþingis- hátíðinni 1930. Hún hafði þá verið um hundrað ár í Kaupmannahöfn og á kirkjunni á Valþjófsstað í meira en 600 ár... FÞ A'ei,/I*i! V"ef/?<i ytsess á / Áún Áe/c/ur- a J* e/jf af e.fna~ ( /rojn/nya fo /ji /y?&J/7 OJr . . |1 I 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.