Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 36
ar æskunnar. Þetta eru algeng vinnubrögð hér þegar á að drepa mál, kæfa góðar hugmyndir. Svo var slúðrið, þ.e.a.s. rógurinn, settur af stað. Einn af stjórnarmönnum Sinfó hvíslaði að mér: „Er virkilega eitthvað varið í þennan Messiaen?" Tónlistarfrömuður einn spurði beint út: „Er þessi Zukofski ekki afskap- lega erfiður?" (og nokkuð sem ég hef heyrt oft áður): „Ef hann er svona góður — af hverju vill hann koma h-i-n-g-a-ð?“ Það sem var að gerast var þetta: menn — þ.e.a.s. þeir sem ráða í Sinfó og Listahátíð — vildu hvorki fá Zukofski eða Messiaen. Menn þorðu ekki að segja beint nei, og því var gripið til hefðbundinna íslenskra að- ferða. Svo hafa sennilega verið gerðar áætlanir um að þetta væri allt of dýrt. Það var t.d. sennilega gert þegar hindra þurfti að Lutoslavski kæmi hingað. Islending- ar eru giúrnir: þeir leggja ekki út í að framkvæma hluti séu áætlanir of háar, en hins vegar er umframkostn- aður greiddur að lokum (og málið þaggað niður) ef kostnaður er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ef menn vilja framkvæma ein- hverja hugmynd finna þeir leiðir til þess. Ef ekki, þá er henni fundiö allt til foráttu. Eða eins og enskurinn segir: If there is a will there is a way. Þetta er lóðið. Turangalila, Messiaen og Zukofski voru á öðru plani — og að mínu mati hærra — en þeir sem ráða músíkmálum á íslandi. Því bendir allt til þess, að einhverjir hafi óskað eftir að Zukofski stjórnaði ekki Turangalila á þessu ári hér á íslandi. Allur tónlistarheimurinn keppist við að flytja tónlist Messiaens um þessar mundir, hann er „mesta trú- artónskáld eftir Bach“ eins og stend- ur réttilega í grein Leifs Þórarins- sonar. Og Zukofski hefur „aðeins" frumflutt hér á landi — og það frá- bærlega vel — 9. og 5. sinfóniu Mahlers, Pierrot Lunaire eftir Schönberg, Vorblót Stravinskís, þætti úr Wozzeck og svo margt og margt annað. Honum hefur ekki veríd bodid að stjórna Sinfó síöan 1981. Af hverju? Eg veit ekki svarið. En ég veit að gyðingar og Pólverjar geta átt erfitt uppdráttar hjá Sinfó, samanber Lutoslavski, Gilbert Levin og Paul Zukofski. Og lokaorðin í grein Leifs geri ég að mínum: „Mér dettur snöggvast í hug hvort ekki geti verið að þess'i öðlingur (þ.e. Zukofski) eigi, þrátt fyrir allt, kröfu á að skrifstofuliðið í músíklífinu íslenska komi fram við hann eins og manneskju." Atli Heimir Sveinsson Don Carlos í Háskólabíói Óperur eiga heima á sviðinu. Öll Breyttur opnunartími á bensínstöðvum. á höfuðboigar- svæðinu Mánudaginn 7. mars 1988 tekur gildi breyttur opnunartími á bensínstöðvum í Reykjavík, Seltjamamesi, Mosfellssveit, Kópavogi, Garðabæ og Haínarfiiði. Ástæða fýrir breyttum opnunartíma er nýgerður samningur vinnuveitenda við Veikamannafélagið Dagsbrún og Verkamannafélagið Hlíf, er vaiðar bensínaf- greiðslumenn. Samningurinn felur í sér styttingu á opnunartíma bensínstöðv- anna, þannig að framvegis veiður lokað ld. 20.00 í stað 21.15 áður. Sölutími bensínstööva á áðumefndum svæðum verðurskv. samningi'þessunu Virka daga allt árið: Opnað kl. 07.30, lokað kl. 20.00 Sunnudaga í júní, júlí, ágúst og september: Opnað kl. 09.00, lokað kl. 20.00 Aðra sunnudaga: Opnað kl. 10.00, lokað kl. 20.00 Aðrir helgidagar: Opnunartími auglýstur sérstaklega Vidskiptavinum olíufélaganna er vinsamlegast bent á, að sjálfssalar eru opnireftirkL 20.00. w Jm 9SB&BMaÐ06HnCI Skeljungur h.f. músík í óperum er leikhúsmúsík. Og óperumúsík nýtur sín aðeins til fulls á leiksviðinu. Samt er verið að flytja okkur óperur í „konsertformi". Af hverju? Svarið er ekki einfalt. En það gæti verið svona: Við upplifum veruleikann oft í gegnum aðra. Fréttir í dagblöðum eru frásagnir í rituðu máli af því sem gerðist. Við upplifðum nær ekkert af því sjálf — við styðjumst við frásagnir annarra. Sama er að segja um sjónvarpið: við sjáum það sem myndavélin beindist að; ekkert annað. Og við myndum okkur skoðun á veruleikanum þó hann birtist okkur sem svart/hvít Ijósmynd í dagbiaði. Og þannig er óperan í „konsertformi" — einhvers konar svart/hvít Ijósmynd cif því, sem gerist í óperuhúsinu — ekki al- fullkomin en þó betri en ekki neitt. Sama er að segja um grammófón- plötuna (afsakið hvað ég er gamal- dags — ég ætti að segja geisladisk- inn). í því tilfelli verður áheyrandinn að ímynda sér framvinduna á svið- inu. Ef það tekst, þá er það gott. Þannig er það líka með textann. Ef maður vill njdta óperunnar til fulls verður maður að þekkja text- ann. Núna er það vandamál leyst með því að sjónvarpa honum fyrir ofan sviðið í ýmsum óperuhúsum. Amerískt uppátæki og þess vegna „það sem koma skal“, hvort sem manni líkar betur eða verr, eða í „takt við tímann". En textinn dregur þá athyglina frá því sem fram fer á sviðinu, eða dreifir henni. Gamla aðferðin er því enn í fullu gildi: kynna sér texta óperunnar, efni hennar og tónlist áður en maður fer að sjá hana. Það tekur meiri tíma en hitt, en gefur kannski meira í aðra hönd. í listinni gildir ekki lögmálið mikla: tími=peningar. Listin þarf sinn tíma til að vera skilin eða með- tekin. Mikinn eða lítinn eftir atvik- um. Nú er ég kominn langt frá efninu, en því skyldi mér ekki leyfast það, alveg eins og stjórnmálamönnum sem byrja að tala um lífskjör, en enda á því að þrasa um %? Flutningurinn á Don Carlos var prýðilegur. Söngvararnir voru ágætir, og sómdi Kristinn okkar Sigmundsson sér vel í þeirra hópi. Sinfó spilaði mjög vel og stjórnand- inn var öruggur. Þó vantar meiri snerpu og hraða af og til. En sér- fræðingar segja mér að hrynur dofni og hraði hægist eftir því sem fjær dregur frá miðbaug. Söngvurum okkar er oft hælt, t.d. þessa dagana. Hér fengu áheyrend- ur samanburð við hið besta sem gerist. Það er alltaf hollt. Við eigum gott fólk — en — betur má ef duga skal. Atli Heimir Sveinsson Mose Allison slœr í gegn Af og til berast hingað myndir þar sem djasstónlist leikur stórt hlut- verk. A Listahátíð voru tvær slíkar sýndar: Down by Law eftir Jim Jarmusch, þar sem John Lurie samdi tónlistina og lék eitt af aðal- hlutverkunum, og She’s Gotta Have It (Island/Skífan) eftir Spike Lee með tónlist föður hans, bassaleik- arans Bills Lee. Þegar skífu eins og She’s Gotta Have It er brugðið á fón- inn verða tilfinningarnar blendnar. Lögin eru oftast brot sem þjóna hlut- verki sínu í myndinni vel en þó ný- bopparar einsog Harold Vic og Cedar Walton séu í bandinu breytir það engu. Þeir fá aldrei tækifæri til að tjá sig. Skemmtileg upprifjun fyr- ir þá sem sáu myndina, gullnáma fyrir þá sem pæla í kvikmyndatón- list — en fyrir djasshlustandann er þetta of brotakennt til að sveiflan nái að blómstra og þroskast. Jeff Beal nefnist ungur trompet- leikari sem nýlega hefur gefið út sína fyrstu hjá Island-samsteypunni: Liberation (Antilles/Skífan). Tónlist- in er vaxin út úr frumskógi raf- gervladjass/rokk/poppsins. Miles Davis er honum hugleikinn eins og tilfellið er hjá níutíu prósentum ungra trompetleikara og þegar hann setur upp demparann verður skyldleikinn ljósastur. Tónlistin er ekki eins poppuð og hjá Miles á Tutu — en samt ekki eins djössuð! Það er nefnilega sama hvaða undirleik Miles hefur — djasssálin í blæstri hans er svo djúp og hrein að ekkert fær henni haggað. Hvorki vilji hans né tilhneigingar. Svo var einnig um rödd Armstrongs. Það er margt vel gert á þessari skífu en ekki snertir hún mig djúpt. Kannski hún hafi meiri áhrif á raf- vædda æsku með trommuheila í hjarta stað. Aitistinn David Mann á góða spretti innan um og saman við og bestur er Beal þegar hann er með kvintett sinn í gangi — verri þegar hann blæs í trompetinn, slær hljómborðin og stýrir trommuheil- anum. En hver er það ekki? Eftir að hafa setið yfir þessum tveimur skífum er stórkostlegt að fá í hendurnar skífu Mose Allison: Ever Since the World Ended (Blue Note/Skífan). í þrjátíu ár hefur hann leikið með eigin tríói og heill- að flesta með söng sínum og píanó- leik. í einum ópusnum á þessari skífu segir: Thirty years in show-biz only had one wife! Eigin ævi hefur verið helsta yrkisefni Mose Allison og gagnrýnendur ýmist líkt honum við Faulkner eða Vonnegut. Það eru fimm ár síðan síðasta skíf- an kom frá Moses Allison og ekki vansalaust hversu hljómplötufyrir- tæki hafa sýnt honum lítinn sóma. Blue Note á heiður skilinn fyrir framtakið og gripurinn er í einu orði sagt stórkostlegur. Besta Mose Allison-skífa sem ég hef heyrt! Píanóleikur hans upprunninn í búggablús jafnt sem hörkuboppi Horaces Silver og töfrandi röddin enn jafnstráksleg, þó Mose sé kom- inn yfir sextugt. Jafnólíkir listamenn og John Lee Hooker, Nat King Cole og Louis Jordan höfðu áhrif á Mose og áður en hann fór að leika með tríói sínu hafði hann verið í hljómsveit- um Gerrys Mulligan, Stans Getz og með A1 Chon & Zoot Sims (innskot: A1 Chon lést í síðasta mánuði, sextíu og tveggja ára gamall). Tríóferillinn lagði grunninn að frægð Mose og megnið af ópusun- um samdi hann sjálfur og eru það einstaklega persónulegar og inni- legar tónsmíðar. Á nýju skífunni eru margir kappar í liði Mose: saxófónleikararnir Arthur Blythe, Benny Wallace og Bob Malach, gitaristinn Kenny Burrell, bassistinn Dennis Irwin (er lék með Art Blakey í Austurbæjar- bíói) og trommarinn Tom Whaley. Blásararnir gæða skífuna öðruvísi lífi og mikið eru sólóarnir hans Bennie Wallace skemmtileg blanda af því framsækna og hinu hefð- bundna. Fyrir gamla Mose Allison-aðdá- endur er hér kominn gimsteinninn í safnið þeirra og fyrir þá sem ekki þekkja Mose — er eftir einhverju að bíða? Ekki ef þið hafið gaman af blúsuðum nútímadjassi með væn- um skammti af frumleika og sjarma! Vernharður Linnet MYNDLIST „Margt og mikiö drymbi langar!u Um sýningu Sœmundar Valdimars- sonar Ferdinand Cheval var bara ósköp venjulegur póstberi, sem gekk klyfj- aður endursendum ástarbréfum á degi hverjum um hæðadrög Dróme- héraðs í sunnanverðu Frakklandi, þartil dag einn árið 1879 að hann rakst á steinvölu. Nóttina áður hafði hann dreymt undarlegan kastala og nú varð honum að orði: „Hér er draumurinn lifandi kominn. Þessi steinn hefur að geyma öll form og öll dýr. Náttúran færir mér högg- myndir. Ég verð að gera eitthvað í þessu." Uppfrá þeim degi gekk Cheval með augun á stilkum og tók heim með sér hvaðeina, smátt eða stórt, sem fangaði athygli hans og ímyndunarafl. Nágrannarnir fóru að líta hinn ráðvanda póstbera horn- auga þegar þeir sáu hann rogast með allskyns rusl heim í garð til sín, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Loks kom sá dagur að ná- grannarnir fengu einhvern botn í hinn ankannalega sorpburð póst- 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.