Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 27 Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra Hlutafélög um ríkísbankana Hlutabréfasala verður sérstök ákvörðun Alþingis EINKAVÆÐINGARAFORM ríkisstj órnarinnar voru rædd í tengslum við 1. umræðu um frumvarp Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra um breytingu á lögum um fjárfestingu erlendra aðila I atvinnurekstri, nr. 34. frá 25 mars 1991. Viðskiptaráð- herra greindi m.a. frá því að í undirbúningi væri frumvarp um stofnun hlutafélaga um ríkisbankanna en frumvarpið gerði ráð fyrir að ef til sölu hlutabréfa kæmi, þá myndi Alþingi taka ákvörðun um það sérstaklega. Viðskiptaráðherra greindi einnig frá því að til greina kæmi að stofna hlutafélag um Rafmagn- sveitur ríkisins. Frumvarp það sem viðskipta- ráðherra mælti fyrir í gær er flutt í þeim tilgangi að laga reglur um Ú'árfestingu erlendra aðila í at- vinnurekstri á ísland að ákvæð- um samnings um Evrópskt efna- hagssvæði, EES. Jafnframt eru gerðar breytingar á lögunum í átt til aukins fijálsræðis á þessu sviði. í framsöguræðu viðskiptaráð- herra kom m.a. fram að í frum- varpinu er áfram haldið núgild- andi hömlum varðandi virkjunar- réttindi vatnsfalla og jarðhita og hlut í fyrirtækjum á sviði orku- vinnslu og orkudreifíngu. En í samræmi við ákvæði í viðauka við samninginn um EES, væri lagt til að frá og með 1. janúar 1996 nytu ríkisborgarar og lög- aðilar frá hinum EES-ríkjunum sama réttar til Ijárfestingar og lögaðilar frá hinum EES-ríkjun- um sama réttar til fjárfestingar á þessu sviði og lögaðilar. En viðskiptaráðherra benti á að í rétti EES væri ekkert sem bann- aði virkjunar- og veitufyrirtæki í eigu ríkisins eins og nú tíðkaðist hér á landi. Væru þessi fyrirtæki hins vegar seld, mætti hins vegar ekki mismuna á grundvelli þjóð- emis þeim EES-borgurum sem vildu kaupa hlut í fyrirtækjunum. Viðskiptaráðherra sagðist telja það mikilvægast að tryggja rík- inu þau virkjunarréttindi vatns- falla og rétti til auðlinda í jörðu sem mestu máli skiptu. Við- skiptaráðherra sagði að frumvörp þar að lútandi hefðu verið samin í iðnaðarráðuneytinu. Með því væri tryggt að Alþingi og ríkis- stjórn myndu hafa forræði um nýtingu orkulindanna um alla framtíð. Það kom fram í ræðum stjórn- arandstæðinga að þeir töldu litla ástæðu til að hrófla við lögum sem hefðu verið samþykkt með stuðningi flestra þingmanna fyrir tæplega tveimur árum og sú reynsla sem væri komi af þessum lögum væru um flest góð. Þeim þótti sem að í þessu frumvarpi ríkisstjórnarinnar væri „flest opnað upp á gátt“ gagnvart fjár- festingu erlendra aðila. Sýndist Frumvarp til samkeppnislaga Stjómarandstaðan boðar hjásetu SAMKOMULAG er um öll meginatriði í frumvarpi Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra til samkeppnislaga nema um 11. kaflann sem tengist aðild íslands að evrópsku efnahagssvæði, EES. Ef breytingartillaga um brottfall þessa kafla verður felld munu stjórnarandstæðingar væntanlega sitja hjá við lokaatkvæða- greiðslu. Síðdegis í gær var til 3. um- ræðu frumvarp viðskiptaráðherra til samkeppninslaga. Samstaða hefur verið milli stuðningsflokka ríkisstjómarinnar og stjórnarand- stöðunnar um efnisatriði frum- varpsins önnur en 11. kafla lag- anna. En hann varðar framkvæmd samkeppnisreglna samkvæmt samningum um Evrópska efna- hagssvæðið, EES. Þar eru m.a. ákvæði um samning EFTA-ríkja um eftirlitsstofnun og dómsstól að því er varðar samkeppnismál. í umræðunum kvöddu stjórnar- andstæðingar til þess að þessi kafli laganna yrði felldur út en frumvarpið afgreitt með góðri Stuttar þing'ft’éttir: Nægir ekki viðbótarbókun við EES? Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) upplýsti í gær í umræðum um fmmvarp um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, að honum hefði verið tjáð að samkvæmt upp- lýsingum frá utanríkisráðuneytinu væru menn þar á bæ búnir að afskrifa þann möguleika að það nægði að gera einhvers konar bók- un eða viðauka við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, EES, vegna brotthlaups Sviss. Stein- grímur sagði að nú væru menn á þeirri skoðun að fara yrði í samn- inginn sjálfan; strika út nafn Sviss og breyta nafgiftum á stofnunum o.s.frv. Honum var því næst að halda að þá yrði líka að fara í gegnum það frumvarp sem nú væri til umræðu sem og fleiri fylgi- frumvörp EES. Freddi efnir til NBA-Pepsi keppni Bandaríkja- ferð í verðlaun Leiktækjasalurinn Freddi flutti nýlega úr Tryggvagötu í rúmgott húsnæði í Hafnarstræti 18. Af því tilefni hafa eigendur stað- arins ákveðið í samvinnu við Pepsi Cola að efna til keppni í mjög vin- sælu körfuboltaspili. Verðlaun eru ferð fyrir tvo á NBA körfuboltaleik í Bandaríkjunum. Keppnin hefst 6. mars og stendur í 4 vikur. Er skrán- ing þegar hafin hjá Fredda. Leiktækjasalurinn Freddi er elsti starfandi leiktækjasalur landsins. Boðið er upp á mikið úrval leikja í 40 leiktækjum. Nýir leikir koma reglulega beint frá framleiðendum. Opið er alla daga frá 10-23,30. Ald- urstakmark er 14 ár. samstöðu og þingeiningu að öðru leyti. Stjómarandstæðingar minntu á að eftirlitsstofnunin og dómstóllinn væru m.a. þeirra at- riða sem margir teldu einna helst bijóta í bága við stjórnarskrána. Það var skoðun stjórnarandstæð- inga að afdrif og/eða gildistaka EES væri í svo mikilli óvissu að ekki væri ástæða til að samþykkja lagagreinar sem stæðust ekki raunveruleikann og hugsanlega eða mjög líklega yrði að breyta fljótlega. Þar eð stjórnarliðið fellst ekki á brottfall 11. kafla lögðu stjórnar- andstæðingar fram breytingartil- lögu þess efnis að 11. kafli verði brottfelldur. í umræðum boðuðu talsmenn allra þriggja flokkanna að þeir myndu að þessari tillögu samþykktri styðja frumvarpið en að henni felldri myndu þeir sitja hjá. Hringamyndun könnuð Við þessa 3. og síðustu umræðu gerði einnig Vilhjálmur Egilsson formaður efnahags- og viðskipta- nefndar grein fyrir breytingartil- lögu sem samstaða tókst um í nefndinni. Tillagan gerir ráð fyrir að samkeppnisráð skuli á árunum 1993 og 1994 gera úttekt á stjórn- unar- og eignatengslum milli fyrir- tækja er starfa á íslenskum mark- aði. Þetta skal gert til að kanna hvort í íslensku viðskiptalífi sé að fínna alvarleg einkenni hringa- myndunar eða valdasamþjöppunar sem geti takmarkað eða hindrað fijálsa þróun viðskipta. Það tókst að Ijúka 3. umræðu í gær en lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið og breytingartillögu var frestað til næsta fundar sem hefst kl. 13.30 í dag. þeim það stórháskalegt efna- hagslegum yfírráðum íslendinga í eigin landi. Og það sérstaklega þegar þetta væri saman við einkavæðingaráform stjórnar- flokkanna. Var mjög leitað eftir svörum og skýringum viðskipta- ráðherra um þessi áform sérstak- lega varðandi ríkisbanka og orku- fyrirtæki. Opinber forráð í hlutafélögum Viðskiptaráðherra ítrekaði að ekkert í EES-samningnum bann- aði opinbert forræði á orku- og orkudreifingarfyrirtækjum. Þar væri ekkert sem hindraði að Al- þingi gæti haft áfram það skipu- lag sem hefði verið; að fyrirtækin yrðu í eigu ríkis og sveitarfélaga. Viðskiptaráðherra sagði að í þessum umræðum hefði því verið slegið fram sem staðreynd að rík- isstjómin stefndi að þvi að einka- væða orkufyrirtækin og bank- anna. „Það er alls ekki svo að það sé t.d. hvað orkufyrirtækin varðar einhver ákvörðun tekin um það að ríkið ætli að losa sig við sinn hlut í orkuvinnslu eða dreifíngu," sagði viðskiptaráð- herra. En hins vegar greindi ráð- herrann frá því að hins vegar væru uppi áform um að breyta rekstrarformi Rafmagnsveitna ríkisins, að leita að þeirri skipu- lagslausn sem best svaraði þörf- um og kalli tímans og þeirra sem þjónustunnar ættu að njóta. Við- skiptaráðherra sagði að meðal þess sem kæmi til greina væri „hlutafélagsstofnun um Raf- magnsveitur ríkisins, um önnur orkufyrirtæki. En ég tel að á þessu stigi ekki hafa verið til umræðu að selja úr opinberri eigu hluti í þeim fyrirtækjum. Það er að sjálfsögðu mál sem Alþingi getur hvenær sem er tekið ákvörðun um. En tillögur um það eru ekki á döfínni." Ráðherra sagði það ekki hafa verið í undir- búningi að breyta Landsvirkjun í hlutafélag en væri það gert, væri það á valdi Alþingis að búa svo um hnúta að það fyrirtæki yrði í eigu opniberra aðila ef það væri niðurstaða þingsins. Alþingi ræður bankasölu Jón Sigurðsson sagði rétt að mikið væri um það rætt að fínna bönkunum hið besta skipulags- form, m.a. hvort það væri ekki skynsamlegt að rekstur allra fyr- irtækja á þessu sviði liti sömu reglum, lögum og starfsskilyrð- um. Það mátti leiða að því líkur að viðskiptaráðherra taldi hluta- félagsformið um margt vænlegt í þessu tilliti. Síðar í umræðunni sagði viðskiptaráðherra að í und- irbúningi væri frumvarp um stofnun hlutafélaga um ríkis- bankanna. „Ákvörðun um sölu á hlutum í þessum félögum er sam- kvæmt þeim hugmyndum alveg sjálfstæð ákvörðun.“ Ákvörðun sem krefðist atbeina Alþingis sérstaklega en væri ekki fólgin í samþykkt frumvarpsins. MMM3 Úr kvikmyndinni „1492: Conquest of Paradise“. Sagabíó sýnir mynd um Columbus SAGABÍÓ hefur hafið sýningar á myndinni „1492: Conquest of Paradise". Framleiðendur eru Alain Goldman, Mimi Polk Sot- ela og Iain Smith. Leikstjóri er Ridley Scott og aðalhlutverk íslenskur foringi í heim- sókn hjá Hjálpræðishemum OFURSTI Guðfinna Jóhannesdóttir, íslenskur Hjálpræðishersfor- ingi ættaður úr Hafnarfirðinum, er stödd hér á landi um þessar mundir í boði Hjálpræðishersins og mun tala á samkomum í Her- kastalanum dagana 24.-28. febrúar og jafnframt verða Biblíulestr- ar um helgina. Samkomur verða á hverju kvöldi nema á laugardag- inn, en þá verða tveir Biblíulestrar eftir hádegi. Morgunblaðið/Kristinn Æft fyrir keppnina Margir hafa skráð sig nú þegar í NBA-Pepsi keppnina hjá Fredda. Ofursti Guðrún Jóhannesdóttir hefur fyrr gegnt mörgum störfum innan Hjálpræðishersins hér á landi, bæði sem flokksforingi og æskulýðsritari deildarinnar og jafnframt verið leiðtogi Hjálpræð- ishersins á íslandi og í Færeyjum. í Noregi hefur hún einnig starfað í mörg ár í flokknum (söfnuðum) við aðalstöðvarnar, á Herskólan- um og sem deildarstjóri. Hún er eini íslenski foringinn sem hefur orðið ofursti. Hún er nú komin á eftirlaun, en starfar við leitunarstöð Hjálp- ræðishersins sem aðstoðar fólk við að fínna týnda ættingja og vini. (Úr fréttatilkynningu.) eru í höndum Gérard Dep- ardieu, Sigourney Weaver, Ar- mand Assante og Angela Mo- lina. 1 Sérhvert barn hefur heyrt sög- una af því hvernig Kristófer Kól- umbus lagði úr höfn á Spáni í ágústmánuði 1492. Hann ætlaði sér að fara í austurveg en fann í staðinn hinn nýja heim, óspjallað- an og ósnertan eins og Eden, Ameríku. Isabella drottning og Ferdinand konungur héldu honum mikla veislu þegar hann snéri til baka og lofuðu hann sem hetju en það er mikið af sögunni sem látið hefur verið ósagt. En bak við goðsögnina um* sæfarann er maður sem á voru kostir og gallar. Jafnvel þótt för hans hafí endað með sigri, kostaði hún hann auðmýkingu, ofbeldi og aðra hræðilega hluti. Hvort sem hann var hetja eða þijótur var hann sá fyrsti til að sýna fram á leið milli Evrópu og. Ámeríku og með því setti hann í gang atburði sem hafa markað djúp spor í veraldarsöguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.