Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 24. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994
Davíð Oddsson og dular-
fulli kynblendingurinn
Haraldur Briem, faðir Valgerðar.
Ýmsir hafa grennslast fyrir um það
hjá ættfræðideild DV hvað hæft sé í
þeirri kenningu sem nú gengur fjöll-
unum hærra að Davíð Oddsson for-
sætisráðherra sé afkomandi Hans
Jónatans, kynblendings frá einni af
Jómfrúreyjum Danaveldis. Kenning
þessi hefur vakið mikla athygli en
umræður um hana snúast að vonum
um flest annað en kjarna málsins.
Þekktar ættir
- engin vísbending
Ættir Davíðs, og þá einkum ættir
Valgerðar Briem, ömmu hans, eru
vel þekktar og heimildir um þær
skilmerkilegar. Ekkert í þeim heim-
ildum gefur minnstu vísbendingu
um að Davíð sé einn af niðjum þessa
merka manns.
Eins og „kynblendingskenningin"
hefur verið sett fram á prenti (í bók
Stefáns Jónssonar, Að breyta fjalh,
bls. 32, útg. í Rvk 1987, og í Morgun-
blaðsgrein EMnar Pálmadóttur,
Þrælaeyjar, sunnudaginn 9.1. sl.) er
því einungis slegið föstu að Davíð sé
afkomandi Hans Jónatans en ekkert
um það sagt hvernig tengslunum sé
háttað.
Tveir möguleikar
Ugglaust finnst flestum líklegt að
Hans Jónatan, sem kom til landsins
árið 1816, geti á margvíslegan hátt
verið forfaðir Davíðs sem fæddist
hundrað þrjátíu og tveimur árum
síðar. Staðreyndin er hins vegar sú
að möguleikar í þeim efnum, sem
byggðir eru á lágmarks raunhæfni,
eru varla fleiri en tveir.
a)  Að amma Valgerðar Briem,
Guðný Benediktsdóttir, sem var eig-
inkona Þórarins Erlendssonar, pró-
fasts á Hofi í Álftafirði, og dóttir
Benedikts Þorsteinssonar, prests á
Skorrastöðum, hafi átt Þrúði, dóttur
sína, fram hjá eiginmanni sínum en
með syni Hans Jónatans, Lúðvík
Jónatan Jónatanssyni, bónda á Hálsi
í Hamarsfirði.
b)  Aö móðir Valgerðar Briem,
Þrúður Þórarinsdóttir, sem var eig-
inkona Haralds Briem, hreppstjóra á
Rannveigarstöðum í Áíftafirði og síð-
ar á Búlandsnesi við Djúpavog, hafi
Þrúður Þórarinsdóttir, móðir Val-
gerðar.
Valgerður   Haraldsdóttir   Briem,
móðir Odds Jæknis.
Guðný Haraldsdóttir Briem, systir
Valgerðar.
L v.l f   Á
Ólafur  Haraldsson
Valgerðar.
Briem,  bróðir
Dómhildur Briem, systir Valgerðar.
átt Valgerði fram hjá eiginmanni sín-
um en með öðrum hvorum sona Lúð-
víks Jónatans Jónatanssonar, Hans,
bátasmið á Strýtu við Hamarsfjörð
og síðar í Sjólyst á Djúpavogi, eða
Lúðvfk, bónda á Karlsstöðum.
Paterestquem
numptiae
demonstrant
Hér er það ekki ætlunin að útiloka
þessa möguleika með afgerandi rök-
um enda er það að óllu jöfnu sann-
girniskrafa að hin fræga Pater est-
regla gildi í ættfræði ekki síður en
sifjarétti: Að sá beri sönnunarbyrð-
Oddur Olafsson læknir, faðir Davíðs.
ina sem staðhæfir að barn eiginkonu
sé ekki barn hennar og eiginmanns-
ins heldur launbarn annars manns.
Enginrök...
Sögusagnir um slíkt eru auðvitað
mýmargar með þessari málglöðu og
lauslátu þjóð. En í tiltölulega fáum
tilfellum eiga slíkar sögusagnir við
haldbær lfkindi að styðjast og í und-
antekningartufellum byggjast þær á
nánast óhrekjanlegum rökum.
Blaðamönnum ættfræðideildar DV
er ekki kunnugt um neinar slíkar
röksemdir í þessu máh ef undan er
skihn vísbending um hárprýði for-
sætisráðherrans.
...og engar sogusagmr
í nánast undantekningartilfellum
byggjast framhjáhaldstilgátur af
þessu tagi á sögusögnum - ef ekki
ahnannarómi - sem kvikna og við-
gangast samtímis eða skömmu eftir
að þeir atburðir eiga sér stað sem
tilgátan vísar Hl. Blaðamenn ætt-
fræðideildar DV hafa haft samband
við marga niðja Hans Jónatans sem
lagt hafa sig eftir heimildum um lífs-
hlaup hans, ættir og niðja. Allir þess-
ir aðilar hafa staðfastlega neitað því
að hafa nokkurn tíma heyrt sögu-
sagnir um ættartengsl við forsætis-
ráðherrann áður en bók Stefáns
Jónssonar kom á prent. Sömu sögu
er að segja um þá sem gleggst þekkja
til Valgerðar.Briem, foreldra hennar
og móðurforeldra. Reyndar hefur
okkur ekki tekist að rekja söguburð-
inn aftur fyrir ummæh Stefáns Jóns-
sonar frá 1987.
Hafi hins vegar gengið sögur á sín-
um tíma um hugsanlega rangfeðrun
Valgerðar eða Þrúðar er afar ólíklegt
að þær sögur hefðu ekki varðveist í
einhverri mynd því hér hefðu átt í
hlut mjög áberandi og umtalaðir
frammámenn í sínu héraði. Flest
Davíð Oddsson forsætisráðherra.
bendir því til þess að „kynblendings-
kenningin" eigi hvorki við rök né
gamlar gróusögur að styðjast.
Tilgáta um
misskilning
í ljósi framangreinds sér ættfræði-
deild DV ekki ástæöu til að endur-
skoða það sem deildin hefur áður
birt um ættir Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra.
-KGK
Hér skal ósagt látið hvort Stefán
Jónsson er upphafsmaður kenning-
arinnar. En hafi hann eða einhver
hugsanlegur heimildarmaður hans
sett fyrstur fram kenninguna nú á
síðustu árum er ekki ólíklegt að
kenningin byggist á tilteknum mis-
skilningi: Eftir að Hans Jónatan lést
1827 giftist Katrín, ekkja hans, Birni
nokkrum Gíslasyni og bjuggu þau
lengst af á Búlartdsnesi. Björn lifði
Katrínu og kvæntist aftur, nú konu
að nafni Þórunn Eiríksdóttir, og bjó
á Búlandsnesi til dauðadags 1882.
Tveimur árum fyrir dauða Björns og
ári eftir að Valgerður fæddist fluttu
foreldrar hennar, Haraldur Briem
og Þrúður Þórarinsdóttir, að Bú-
landsnesi sem mótbýlingar Björns.
Eftir dauða Björns átti Haraldur tvo
syni fram hjá konu sinni en með
ekkju Björns, Þórunni. Þessir hálf-
bræður Valgerðar voru því synir
Þórunnar, sem var seinni kona
Björns, en hann var seinni maður
Katrínar sem upphaflega var kona
Hans Jónatans.
Ekki er ólíklegt að Stefán eða hugs-
anlegur heimildarmaður hans hafi
misskilið þennan gang mála á þann
veg að forsætisráðherrann sé afkom-
andi Hans Jónatans.
Fullorðnir  afkomendur
HansJónatans
í  þ r i ð j a  I i ð
HANSJONATAN,
f. á Þrælaeyjunni St Croix í Jómfrúreyjaklasanum
1785, sonur svartrar ambáttar og að öllum líkindum
landshöföngjans þar, Heinrich Ludwig Emst von
Schimmelmans. Hans Jónatan flutti með Schimmelman
og konu hanstil Danmerkurog komtil íslands 1816.
Hann var verslunarstjóri hjá Örum & Wulf á Djúpavogi
fra 1818, kvæntist 1820 Katrinu Anthoníusdótturog
bjugguþaulengstafíBorgargerði. Þauekjnuðust
tvö böm sem komust á legg og geíð er um í Ættum
Aústfirðinga. [ rtrjnu Undir Búlandsrjndi telur Brikur
Sigurðsson þó að börnin hafi verið fleiri þó ekki séu af-
komendur frá fleirum en pessum tveimur. Hans Jónatan
kést 1827, harmdauði llestra enda afar vel lárJnn af
sveilungum sinum.
"""""
*~"
Lúðvík (Stefán)
Jónatan
Jónatansson,
f. 1821, d. 1850,
b. á Hálsi í
Hamarsfirði,
kv. Hansínu
Jónsdóttur.
Hans Lúövíksson,
bátasm. á Strýtu,
t. 1844
Lúövík Hansson.
hatnsm. í Sjólist, Djúpav.
Jón Hansson,
skósm. á Reyöarfiröi
Jóhann Hansson.
stofn. Vélsm. Seyðisfj.
Karl Hansson,
húsasm. i Kanada
Kristján Hansson,
vinnum. á Austfjöröum
Hansína Hansdóttir,
húsm. á Seyöisfirði
Benjamín Hansson,
vélsm. á Seyöisfirði
Luðvik Luðvikss.
b. á Karlsst.,
I. 1854
Jón Lúðvíksson,
b. á Teigarhorni
Anna M. Lúövíksd..
húsm. á Djúpavogi
Jóhanna Lúðvíksd.,
húsm. í Reykjavík
Lúðvik Lúðvrksson,
skipstj. iVestmeyjum
I  Katrín Lúðvíksd.,
I  húsm. í Reykjavík
Katrín Lúöviksdóttir
húsmóðir
\
Karl Kristjánsson.
málari I Bergen
Björg Kristjánsdóttir,
húsm. í Kaupmh.
^^
Hansína Regína
JónatansdótrJr,
f. 1825,húsfreyja
á Hálsi í Hamarsf.,
gift Briki Brikssyni,
b. þar.
Björn Eiríksson,
trésm. á Eskif.,
'¦ 1847
Emelie S. Björnsd.
húsm. á Reyðarf.
Hansína R. Bjómsd.
húsfr. áTeigarhomi
Georg E. Bjömsson,
f. 1885
Katrfn Björnsdóttir,
f. 1887
Elise S. Bjömsdóttir,
f. 1889
Niels P.E. Weywadt,
f. 1892
Björn Björnsson.
f. 1894
Georg Einloson,
drukknaöiokv. ogbt.
f
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64