Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 24
VESKIOG ÝMIS PLÖGG FJÁRMÁLA- LEGS EÐLIS FUNDUST Á STAÐNUM ÞREM TÍMUM Á UNDAN LÍKINU: MYRTUR VEGNA PENINGAMÁLA? Guöjón Atli Árnason Liðlesa þrémur Kiukku- stundum áður ('ii lík (iuðjóns Atla Árnasonar fannst við hús Rörsteypunnar hf. við Fífu- hvammsveg í Kópavogi í gær- morgun, fannst veski hans þar skammt frá. Lögreglumaður úr Reykjavík kom því á lögreglu- stöðina i Kópavogi. Þaðan fóru síðan ntenn á staðinn og fundu þá ýmis plögg frá Guðjóni heitnum. þar á meðal víxla og aðra pappíra. fjármálalegs eðlis. Þá fannst ekkert lík, þannig að ganga má út frá því sem vísu, að í mesta lagi hafi liðið þrír tímar frá því að morðið var framið og þangað til lík Guðjóns Atla fannst. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem DB hefur aflað sér, var líkið hvorki orðið kalt né farið að stirðna, þegar lög- reglan kom á staðinn. Morðinginn var ennþá ófundinn í morgun, þegar DB fór í prentun, en bíll Guðjóns Atla fannst um hádegisbilið í gær á Kaplaskjólsvegi i Reykja- vík. Njörður Snæhólm, rann- sóknarlögreglumaður í Reykja- vík, sagði í samtali við frétta- mann DB í morgun, að telja mætti víst að bíllinn hefði verið notaður í sambandi við morðið. Á staðnum, þar sem líkið fannst, eru ummerki eftir bíl- inn og átök, sem þar virðast hafa orðið. Bílnum hafði verið ekið upp í moldarbarð, sem þarna er, og á hjólförum þar má sjá. að honum hefur verió ekið af stað aftur í miklum flýti. Töluvert blóð var þar, sem líkið hafði legið og einnig fjöl, blóðug með nýiegu broti, eins og hún hefði verið notuð til að greiða með högg. Ljóst þykir. þótt niðurstöður ktufningar liggi enn ekki fyrir, að Guðjóni Atla hefur verið banað með höggum í höfuðið og hefur rannsóknarlögreglan undir höndum steinhnullung og fjöl, sem notuó hefur verið við verknaðinn. V.......... ■—— Guðjón Atli Árnason var 49 ára gamall. Hann hafði undan- farið verið til heimilis i sumar- bústaðnum Elliða við Elliða- vatn. Hann hafði ekki stundað fasta atvinnu um nokkurn tíma, enda átti hann við veikindi að stríðá eftir barsmíð, sem hann varð fyrir í marz sl. Maðurinn, sem veitti honum þá áverka, hefur fullgilda fjarvistarsönn- un, að sögn rannsóknarlög- reglumanna. Guðjón Atli hafði um árabil átt í ýmsum fjármálaviðskipt- um og talinn óreiðumaður í fjármálum, en ekki drykkfelld- ur. — ÓV. Þessa fjöl fundu DB-menn á staðnum, þar sem lík Guðjóns Atla fannst i gærmorgun. Vinstra megin á hennimá sjá nýtt brot. Dökku blettirnir í miðju og á endanum eru blóðblettir. DB-myndir: Árni Páli Jóhannsson. Þarna fannst líkið í gærmorgun. Vinstra megin má sjá förin eftir MoskvitehbílinnG-8244 og á miðri myndinni förin, sem mvndazt hafa þegar bílnum var bakkað í hasti frá staðnum aftur. DB-menn skoða vegsummerki. frfálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 7. JULÍ 1976 Norrœna blaðamanna- sambandið: Styðja krðfur sjónvarps- og útvarpsmanna Formannafundur Blaða- mannasambands Norðurlanda var haldinn í Stokkhólmi 5. júlí. Fundinn sat af hálfu ís- lenzkra blaðamanna .Einar Karl Haraldsson, form. Bí. Gerði hann þar grein fyrir launadeilu fréttamanna út- varps og sjónvarps við fjár- málaráðuneytið. Norræna blaðamannasam- bandið sendi síðan út tilkynn- ingu um að það styddi kröfur þeirra íslenzku blaðamanna sem í baráttu standa til að ná samsvarandi launum og starfs- aðstöðu og aðrir íslenzkir blaðamenn hafa. — ASt. lósvart- bakar lógu Sextán svartbakar lagu eftir er menn frá Náttúrufræði;- stofnuninni fóru á „skyttgrí" á öskuhaugunum á Gufunesi í gær Allt var þeita meo íeyfi gert og aðeins til að þjóna vísindunum. -ASt. Hernámsandstœðingar: Víð skárum ekki NATO-fánann niður llernámsandstæðingarnir hafa algjörlega hafnað því að niðurskurðurinn á NATÓ- fánanum fyrir framan byggingu Loftleiðahótelsins, sé á nokkurn hátt á þeirra vegum. „Atburðurinn var á engan hátt tengdur aðgerðum miðnefndarinnar og er okkur óviðkomandi," sagði einn tals- maður hernámsandstæðinga." EKKI — þó að Bifreiða- eftirlitið fari í f rí númeraklippingum, á meðan Eftirlitið væri í fríi. Sumarfrí Bifreiðaeftirlitsins hefjast 15. júlí og standa til 30, sama mánaðar. Þá fækkar starfsfólkinu úr 33 í 10. Vegna þessarar stórfelldu fækkunar starfsfólks verður hætt að auglýsa aðalskráningu. Þá verður ekki unnt að sjá um verkleg bílpróf. Skoðunar- mennirnir einbeita sér að þvi að umskrá. nýskrá og sjá um eigendaskipti bíla. Eínnig verður unnt að fá skoðaða þá bíla. sem hafa ekki mætt til aðalskoðunar á réttum tima, eða verið klippt af af ýmsum orsökum. Það er árlegur viðburður síöustu vikuna f.vrir verzlunar- mannahelgina. að lögreglan gæti að lélegum bílum og óskoð- uðum og klippi af þeim núm- erin, svo að þeir hætti sér ekki út á þjóðvegina. DB spurði Franklín, hvort þessir bílar yrðu skoðaðir jafnóðum. ..Við revnum það sem við get- ÓSKODAÐAR BIFREIÐAR ÓHULTAR í UMFERÐINNI Óökufæru bifreiðarnar verða skoðaðar þrátt fyrir sumarfrí starfsfóiks Bifreiðaeftirlitsins. um," svaraði hann. „Slíkt hefur þó í för með sér aukinn vinnu- tíma. Til dæmis voru skoðunar- menn að störfum í f.vrra frá klukkan átta á morgnana til eitt á nóttunni. Við erum reiðubún- ir til aó endurtaka það ef með þarf." AT „Nei, nei, lögreglan hættir ekki að klippa númer af óskoð- uðum og óökufærum bifreið- um, þó að Bifreiðaeftirlitið fari í sumarfrí," sagði Franklín Friðleifsson aðalfulltrúi, er DB spurði hann í gær, hvort öku- menn lélegra bifreiða fengju nú loksins að aka óáreittir fyrir ha-gar á meslunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.