Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 13
DA(IBLAf)H) — MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1976 13 íún beinlinis stakk hinar stúikurnar í 400 m hiaupinu af. Arangurinn var gott 'hluta hlaupsins. Næsti keppandi — norska stúlkan Eimhjellen - hljóp á 59.0 *jlangt á undan öðrum keppendum í ekki lengra hlaupi. ins og á gull- frjálsíþrótta! Ákaf lega tvísýn keppni og lítill stigamunur um. Mótvindur í hámarki — eða um 6.5 sekúndumetrar, en tals- vert hafði lægt, þegar síðari riðill- inn fór fram, 3.5 sekúndu- mnetrar. Erna sigraði á 12.4 sek. — Ingunn varð önnur á 12.6 sek. og norska stúlkan Mona Evjen, sem sigraði í fyrra á 12.1 sek. varð nú í þriðja sæti á 12.7 sek. íslandsmet Ingunnar Glæsilegasta afrek kvöldsins vann Ingunn í 400 m hlaupinu þar sem hún stakk aðra keppendur af. Hljóp á 56.6 sek. og bætti met sitt um sex sekúndubrot. Það var gott við þær aðstæður, sem voru í gær. Bryjunarhraði Ingunnar var ótrúlega mikill — það svo, að ég varð beinlínis hræddur um að Ingunn lyki ekki hlaupinu. En það var öðru nær — að vísu var hún örþreytt í markinu. — Ég varð að hlaupa hratt af stað í byrjun til að nýta vel með- vindinn á beinu brautinni, sagði Ingunn eftir hlaupið, og sýndi vel í hlaupinu, að hún þekkir getu sína á vegalengdinni. Persónu- lega fannst mér þetta hlaup há- mark keppninnar í gær. Tímarnir segja líka sina sögu —Ingunn fékk 56.6 sek. Næsta stúlka hljóp á 59.0 sek. I kringlukastinu kom Finninn Kemppainen á óvart og sigraði. Kastaði 57.48 m. Sigraði Erlend Valdimarsson örugglega en hann náði bezt 56.04 m. Óskar Jakobs- son stóð vel fyrir sínu — varð 3ji með 54.30 m. í kúluvarpinu var Guðrún Ingólfsdóttir, Hornafirði, hinn öruggi sigurveg- Gunnar Páll Jóakimsson, IR, er hlaupari í gífurlegri framför og sýndi mikinn kjark í 800 m hlaup- inu. Hafði forustu 750 metra, en missti þá Norðmennina og Svíana framúr. Hljóp á 1:55.5 mín. Norð- maðurinn Terje Johansson sigraði á 1:54.4 mín. I 1500 m hlaupi kvenna varð Lilja Guð- mundsdóttir að láta sér nægja annað sætið — ung norsk stúlka, Elin Skjellnes, sigraði á 4:36.4 mín., en Lilja hljóp á 4:37.6 mín., enda kvefuð. ,,Ég var ekkert þreytt eftir hlaupið — en fæt- urnir vildu beinlínis ekki hlýða í lokin," sagði Lilja eftir hlaupið og hún var bjartsýn á, að betur tækist til í 800 metra hlaupinu, sem verður háð í kvöld. I þessari grein hefur aðeins verið stiklað á stóru — getið nokkurra helztu greinanna. Eitt er vj.st að keppnin í kvöld kemur til með að verða ákaflega skemmtileg — fjölmörg spenn- andi hlaup.þar sem íslenzku þátt- takendurnir hafa góða sigur- möguleika. En sjón er sögu ríkari — og ástæða til að hvetja áhorf- endur til að fylgjast með þessarí skemmtilegu keppni. —hsím. ari — varpaði lengst 11.48 m, en Sigurlína Hreiðarsdóttir varð sjö- unda. Þó aðeins fimm sentimetr- Iþróttir um frá fjórða sæti. Þar munaði heldur betur um sentimetrana. Fora fœrri á leik- ana en œtlað var? — Þrír íslendingar, sem eiga að keppa í Montreal, hafa átt við þrálát meiðsli að stríða Svo kann að fara að þátttakendur íslands á Olympíu- leikunum í Montreal, sem hefjast 17. júlí — eða eftir tíu daga — verði færri en upphaflega var ákveðið. Þrír af kunnustu íþrótta- mönnum landsins, Erlendur Valdimarsson, KR, og Gústaf Agnarsson, KR, og Stefán Hallgrímsson, KR, hafa átt við þrálát meiðsli að stríða, undanfarna mánuði. Hafa litlð getað keppt með árangri og eru jafnvel að verða fráhverfir því að fara til Montreal eins og málin standa. Meiðsli Gústafs tóku sig enn upp sl. föstudag, þegar keppni Olympíudagsins var háð í lyftingum, Stefán gat ekki keppt í 400 m grindahlaupinu í Kalott- keppninni í gær, og Erlendur náði ekki þeim árangri í kringlukastinu, sem hann hafði vonast eftir. A morgun fara þessir þrír íþróttamenn í læknisskoðun á vegum Olympíunefndarinnar —og eftir hana verður svo tekin ákvörðun í málinu. Elzta Íslandsmetíð stóðst átökin — metið ÞEGAR HAUKUR CLAUSEN VANN UPP 3JA M F0RSK0T RÚSSANS í síðustu grein Kalott- keppninnar á Laugardalsvellin- um munaði ekki miklu að ís- lenzka boðhlaupssveitin í 4x100 m boðhlaupi karla næði merkum áfanga — tækist að hnekkja hinu fræga íslandsmeti á vegalengd- inni. Það er 41.7 sek. og elzta ísiandsmetið í frjálsum íþróttum. Sett á Evrópu- meistaramótinu í Brussel 1950. En sveitina'. í gær skorti þrjú sekúndubrot á hið fræga met, — hljóp á 42.0 sek. Magnús Jónas- son, A, hljóp fyrsta sprett — beygjuna á móti vindinum á 11.42 sek. Næsta sprett hljóp Sigurður Sigurðsson, A, eftir beinu braut- inni með vindinn í bakið á 10.10 sek. Fyrir beygjuna hljóp Vil- mundur Vilhjálmsson, KR, glæsi- lega á 9.55 sek. og Bjarni Stefáns- son, KR, lokasprettinn — á móti vindinum — á 10.89 sek. Þessir tímar eru samkvæmt tímatöku Guðmundar Þórarinssonar á raf- magnstöflu og teknir um leið og keflinu var skiiað milli hlaupara. Hann er fjórum hundruðustu úr sek. betri, en hinn opinberi tími sveitarinnar. á lokasprettinum eitt frægasta hlaup á ferli sínum. Bezti sprett- hlaupari Sovétríkjanna á þeim árum hljóp endasprettinn gegn Hauki — en Haukur fór fljótt að saxa á forskot hans, og þegar í markið kom hafði hann unnið upp allan muninn. Það svo, að markdómarar treystu sér ekki til að skera úr um hvor var á undan. Islenzka boðhlaupssveitin í 4x100 m boðhiaupi kvenna bætti Islandsmetið heldur betur í Kalott-keppninni í gær. Hljóp vegalengdina á 48.0 sek. og var heilli sekúndu á undan sænsku sveitinni í mark. Norska sveitin varð í 3ja sæti — síðan sú finnska. Eldra íslandsmetið var 49.4 sek. — og var einmitt sett í Tromsö í fyrra, þegar ísl. sveitin sigraði þar. Erna Guðmunds- dóttir, KR, hljóp fyrsta sprett á 12.0 sek. Skipting hennar og Ing- unnar Einarsdóttur, iR, tókst prýðilega og Ingunn hljóp beinu Sveitirnar voru dæmdar jafnar og fyrstar í mark á 41.7 sek. og voru þar með komnar i úrslit. Úrslitahlaupið var háð daginn eftir og þá tókst íslenzku hlaupurunum ekki að endurtaka afrek sitt. Þeir náðu lakari tíma í úrslitunum — en sovézku hlaupararnir urðu Evrópumeist- arar í boðhlaupinu. brautina undan vindinum á 11.40 sek. Önnur góð skipting og María Guðjohnsen, lR, hljóp beygjuna í 3ja spretti á 12.70 sek. og loka- sprettinn hljóp svo bráðefnileg stúlka frá Akureyri, Sigríður Kjartansdóttir, á 11.70 sek. Þessa tíma tók Guðmundur Þórarinsson •— og jafnframt voru vegalengd- irnar nokkurn veginn reiknaðar út hjá hverri stúlku. Erna hljóp 100 m á fyrsta spretti — Ingunn 108 m — María 101 m og Sigríður 91 metra. Tími Guðmundar er aðeins betri en hinn opinberi tími sveitarinnar í methlaupinu. Metið féll heldur betur Þegar íslandsmetið var sett í Brussel keppti íslenzka sveitin þar í undanrás og í henni hlupu Einnbjörn Þorvaldsson, ÍR, Guð- mundur Bjarnason, KR, og Asmundur Bjarnason, KR, og Haukur Clausen, ÍR. Þegar að síðustu skiptingunni kom hafði sovézka sveitin um 3ja metra for- skot á þá íslenzku, en Ilaukur Clausen, sem þá var 18 ára, hljóp Eini ítalski keppandinn í 800 metra hlaupi á Olympíuleikunum í ár, Carlo Grippo náði fjórða bezta tímanum í heiminum í ár í 800 metra hlaupi á ítalska meist- aramótinu i gær. Hann hljóp vegalengdina á 1:45.3, sem er tæpum tveimur sekúndum lakara en heimsmet landa hans, Marcello F’iasconaro — heimsmetið er 1:43.7, sett fyrir tæpum þremur árum. Þessi árangur hins 21 ára gamla lögreglumanns frá Cara- binieri er jafnframt næstbezti árangur Itala í 800 metra hlaupi frá upphafi. Þessi árangur Grippo eykur möguleika hans á verðlaun- um í Montreal. þó auðvitað verði keppnin hörð. Methafarnir í 4x100 m boðhlaupi. Talið frá vinstri Erna, Sigríður, María og Ingunn. DB-mynd Bjarnleifur. ítölsk von í Montreal

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.