Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 3
n UJKl.Atm) — MIt)VIKl'I)A(H!R 7. JÚI.Í 1976 FLÖT ÞÖK ERU SLÆM I — gera þarf við þau fyrir háarupp- hœðirsegir lesandi Valdemafr Einarsson hringdi: „Ég var aö lesa um n>'ju Borgarbókhlöðuna sem á aö fara að byggja. Hún á aö vera með flötu þaki, að mér skilst. Nú spyr ég, hvers vegna í ósköpunum? Þurfti ekki að gera við flata þakið á Hafnar- búðum fyrir milljónir? Það hafði lekið og komizt raki í allt húsið, svo að segja. Ég hefði haldið að full reynsla sé nú komin á þessi þök. Fólk sem orðið hefur að byggja svona hefur þurft að gera við fyrir liáa upphæð eftir nokkur ár. Þeir sem vildu ekki byggja svona voru skikkaðir til þess, vegna skipulags, t.d. í Fossvogi. Reynslan er fengin, við þurfum ekki að skaðast meira en orðið er á þessum byggingar- stíl. Sleppum því flötu þökunum og þar með sleppum við einnig við milljónatjón. Þetta er teikning af nýja Kringlubænum þar sem Borgarbókhlaðan nýja verður. r Eg heyrði um daginn mann segja við mig — slík málleysa á alls ekki að heyrast í hljóðvarpi — segir Magnús Jónsson Magnús Jónsson trésmiður skrifar: Nú er komið fram yfir sumar- sólstöður og sól tekur aftur að lækka á lofti. Sumardagskrá hljóðvarpsins er gengin í garð fyrir nokkru eins og eðlilegt hlýtur að teljast hjá þjóð þar sem munur vetrar og sumars er jafnmikill og raun ber vitni. Oft hefur vel tekizt til með sumardagskrána og er svo enn —að mörgu leyti. Þrátt fyrir það ætla ég að drepa á þann dag vikunnar, sem oftast hefur verið með hugþekkum og lífleg- um blæ, nefnilega laugardag- inn. Þá hlustar fólk mikið á útarp — ekki sízt ferðalangar. Ég held að það sé almenn skoðun hlustenda að sjaldan hafi tekizt til sem nú og á ég þar við f jögurra stunda dagskrá með „blönduðu efni“. Þáttur þessi er í umsjá menntaðs æskufólks sem gerir vafalítið sitt bezta svo vel megi til takast. Ég er sammála Haraldi Teits- syni, sem nýlega skrifaði í Dagblaðið, að þessi þáttur sé útvarpinu til vansæmdar. Þar á ég við að tvö ungmenni, sem greinilega eru viðvaningar á þessu sviði, eru látin halda uppi þætti í heila fjóra klukkutíma. Er virkilegá svona e.fút aó fylla upp þennan dagskrártímá? Eftir því sem méj skilst hefur þetta fólk mjög frjálsar hendur um efnisval og efnis- flutning og ætti því ekki að standa á fjöibreytninni. Vonandi stendur þetta allt til bóta en þá er ég hræddur um að kennararnir og háskóla- mennirnir í íslenzku máli þurfi að standa sig. Mér dettur til að mynda í hug setning úr þættin- um laugardaginn 26.6. Háskóla- nemanum verður að orði: „Ég heyrði um daginn mann segja við mig“ — frábært eða hitt þó heldur, ég heyrði mann segja við mig! Er þetta hægt, Matthías eða Hjörtur? Þegar þessari maraþondag- skrá er lokið kemur síðan Baldur Pálmason með lestur þýðingar sinnar úr norsku, Eruð þið með til Afríku? — góða ferð, Baldur. Rúsínan í pylsuendanum laugardaginn 26. júní var svo þátturinn Fjaðrafok sem flutt- ur er á bezta hlustendatíma hljóðvarps — milli hálfátta og átta. Annað eins held ég að hlustendum hafi aldrei verið boðið upp á! Því er mér spurn —hver ber ábyrgð á slíkri endaleysu, sem ekki einu sinni er botnlaus vit- leýsa heldur er efnismeðferðin slík hörmung að vart yrði dag- skráin tekin gild á skóla- skemmtun í barnaskóla. Atvinnubótavinna unglinga — svo fá aðrir 100 þúsund í kaup á mánuði Svo er þeim, sem eru orðnir 16 ára og komast í svonefnda garðavinnu hiá borginni, auðvitað gegr.um klíku, borgaðar 20.000 kronur á viku, eða 100.000 krönur á mánuði. Hulda Pálsdöttir hringdi: Það er hræðilegt að sjá þessa krakka í unglingavinnunni og hvernig að þeim er búið. Þau standa úti í hvernig veðri sem er og púla. Drengurinn minn vinnur t.d. við það að bera skarna á til að undirbúa jarð- veginn fyrir tyrfingu. Þetta grey angar svo þegar hann kemur heim, að hann er varla húsum hæfur. Það eru þessir unglingar sem halda við grænu byltingunni hans Birgis ísleifs og hvað fá þau fyrir? Varla nokkurn hlut, 20.000 á mánuði. Væri ekki nær að jafna þetta svolítið? Mér finnst þetta alls ekkert réttlæti. Svona lagað á ekki að eiga sér stað. Ef yfirvinnan væri tekin af bessum krökkum bá væri hægt að koma fleiri að, það væri meira í áttina að því réttlæti sem allir vilja, eða er ekki svo? Aðbúnaðurinn er einnig hræðilegur, eins og komið hefur fram í blöðum. Þetta eru unglingar 14 og 15 ára. Þessir krakkar fá alltaf einhverja fasta yfirvinnutíma á degi hverjum. Hvers vegna er ekki frekar tekið við fleiri unglingum i stað þess að hafa yfirvinnuna? DB-mvnd Arni Páll. Þessi m.vnd er tekin i Ileiömörkinni þar sem f jöldi stúlkna er i ungiingavinnu. Jenetta Bárðardóttir, vinnur á hóteli: Já, það er alveg nauðsynlegt að muna það. Það gæti komið sér illa ef maður hefði það ekki handbært. Spurning dagsins Manstu nafnnúmerið þitt? Haukur Jóhannsson verkamaður: Nei, ég man það nú ekki, en ég hef þetta nú hér einhvers staðar í vasanum. Ægir Geirdal Gíslason af- greiðslumaður: Já, það er 9880- 9864. Það kemur svo oft fyrir að maður þarf á því að halda og það getur verið óþægilegt að þurfa kannski að eltast við eitthvert skírteini. Olafur Laufdai þjónn: Að sjálf- sögðu man ég það. Annað væri mjög óþægilegt, maður þarf svo oft á þessu að halda Jónína Ólafsdóttir: Já, það er 5321-3278. Það er miklu betra að 'muna þetta heldur en að hafa það á einhverju skírteini, sem maður týnir svo. Halldór Snorrason: Auðvitað, það er 3600-1178. Maður kemst ekki hjá því að læra þetta þegar maður hefur þetta svona oft fyrir augunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.