Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 7. JULl 1976 ' Laxveiðarnar i sumar: Kona úr Keflavík landaði þeim stœrsta í sumar Víðast hvar tregara nú en í fyrra Laxveiðar eru nú stundaðar af miklum krafti í öllum helztu veiðiám landsins. Eitthvað hefur verið kvartað yfir lélegri veiði og laxakaupmenn hafa barmað sér sáran yfir afla- tregðu. DB hafði samband við menn sem staddir voru við nokkrar kunnustu árnar. Veiðihúsið v/Grímsó Veiði þar hefur verið mjög treg. Um 120 laxar eru komnir á land. Þeir hafa verið allvænir og mun sá stærsti vera 18 pund. í ánni eru nú 10 stangir og þar eru um þessar mundir ein- göngu útlendingar. íslendingar veiða þó eitthvað í henni. Veiði hófst í Grímsá 20. júní. Veiðihúsið v/Norðurá í Borgarfirði Veiði hefur þar verið mjög V góð og mjög svipað magn hefur borizt á land og á sama tíma í fyrra. Alls hafa veiðzt 480 laxar og þar hafa 90 komið á land það sem af er júlímánuði. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur, var tæplega 20 pund. Fiskurinn, sem veiðimennirnir fá, er þræl- lúsugur og bendir það til þess að krökkt sé af laxi. Við Norðurá er eingöngu veitt með flugum en alls eru 12 stangir í ánni. Mjög rúmgott hús er við ána og geta þar með góðu móti dvalizt 30 manns. Laxahvammur í Miðfirði Laxveiði hefur verið þar fremur dræm. Þar hafa veiðzt 183 laxar frá því opnað var 5. júní. I Miðfjarðará er veitt á 9 stengur og þar er búið að selja öll veiðileyfi fyrir sumarið. Veiðihúsið v/Hvító Þar hefur verið ákaflega lítil veiði síðan opnað var 20. maí. Sá sem varð fyrir svörum, Hannes Ölafsson, kvaðst hafa fylgzt með laxveiðum í yfir 50 ár og myndi varla eftir lélegra sumri. Hann sagði að það væri athyglisvert hve smálaxinn hefði komið snemma að þessu sinni. Veiðimenn við Hvítá höfðu bundið einhverjar vonir við út- fall í sambandi við Jónsmessu- strauminn en ekki virtist ætla að rætast úr. Veiðihúsið hjá Laxamýri í S-Þingeyjarsýslu Vigfús Jónsson bóndi þar sagði að laxinn hefði komið óvanalega seint. Það væri samt búið að veiða hátt á þriðja hundrað laxa. Stærstu laxarnir hefðu náð 20 pundum. 5 stangir eru í ánni en Laxár- félagið hefur hana á leigu. Elliðaárnar Þar er búið að veiða tæplega tvö hundruð laxa en 450 höfðu veiðzt á sama tíma í fyrra. Laxar eru yfirleitt smáir í Elliðaánum og töldu stangveiði- menn að þar hefðu engir stór- laxar vakið athygli í ár. Elliðaárnar verða opnar fram til 10. september. Leirvogsá Sú á var ekki opnuð fyrr en 1. júlí. Þar veiddust strax við opnun 11 laxar. Hefur fram- haldið einnig verið prýðilegt. Stóra Laxá Veiðin þar hefur verið fremur dræm og stærstu laxar, sem borizl hafa á land, verið 18 punda. I ánni eru 5 stangir en Stangveiðifélag Reykjavíkur hefur hana á leigu. Þar annast félagsmenn um viðhald veiði- húss. Þverá í Borgarfirði Fjölskyldan á Guðnabakka er með annan helming árinnar en útlendingar eru að mestu með hinn. Ekki tókst að afla upplýs- inga um hið síðarnefnda. Áin var opnuð 11. júní. Veiði hefur verið mjög góð í Guðnabakkahelmingnum. Þar hafa veiðzt 418 laxar á 6 stangir en nýlega hefur verið bætt við þeirri sjöundu. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur, var 21 pund og var það Lillý Steingríms- dóttir úr Keflavík sem krækti í hann. —BÁ SkUH Pálsson bendir á staðinn þar sem leggja á hraunið, væntanlega til mikiiiar prýði fyrir umhverfið. Kópovogsbúar eygja gang- stéttir við lóðir sínar ■r sjást fjórmenningar sem vinna við að ganga frá NvbýIaveginum-þa.iúig að hann verði eigi ófegurri en göturnar í Reykjavík til dæmis. ..Gangstéttalagning hefst þegar búið verður að ganga frá köntun- um," sagði Ölafur Gunnarsson bæjarverkfræðingur í Kópavogi, en þar er nú verið að gera mvndarlegt átak í gatnamálum. Er fyrirhugaö að leggja slitlag ofan á malbik á nokkrar af götun- um sem eru farnar að gefa sig. Þá er ætlunin að ganga frá köntun- um og má víða sjá menn við kant- steypingu. Loks fá þá Kópavogs- búar langþráðar gangstéttir. Frá nokkrum götum, svo sem Borgarholtsbraut, verður alger- lega gengið, til dæmis komið upp götulýsingu. Bæjarverkfræðingurinn benti á að sums staðar væru reyndar komnar heimtaugar í staura en fyrirhugað væri að grafa þær í jörð. Það er Rafmagnsveitan sem greiðir fyrir raflýsingarnar. Til gatnaframkvæmda var út- hlutað 150 milljónum króna á nú- verandi fjárhagsáætlun. Ólafur benti hins vegar á að þær myndu kosta meira þar sem kaupstaður- inn ætti til dæmis þó nokkuð af olíumöl til á lager og auk þess fengjust væntanlega lán. Fyrir- hugað er að malbika sumar götur en leggja olíumöl á þær sem til þess eru hæfar. Nokkrar af götun- urn eru þannig á sig komnar að ekki hefur verið byggt undir þær og á þeim mæðir mikill umferðar- þungi, þýðir þá ekki að hugsa um olíumöl. Nokkur atriði réðu því að ákveðið var að ráðast i þessar framkvæmdir í sumar og má þar nefna atvinnuleysi hjá skólanem- endum. Eru það mest unglingar sem vinna við að ganga frá könt- unum. 3 verktakar annast aðal- lega um framkvæmdir, eru það Miðfell, Hlaðbær og Véltækni. Á horni Hlaðbrekku og Nýbýla- vegar er verið að undirbúa lagn- ' ingu á þökum í kantinn. Var verið að bera mold í kantinn þannig að þökurnar greru sem bezt. Loftur Þorkelsson er þar með 4ra manna sveit sem er að „plægja jarðveginn". Sagði hann að þarna yrði lagður V4 km af þökum í vegarkantinn, einnig væri fyrirhugað að leggja gang- stíga niður brekkurnar fyrir ofan Nýbýlaveginn. Þá væri hug- myndin sú að gagnstétt kæmi fyrir ofan þökurnar. Ætti þetta að fyrirbyggja að menn væru að ganga nokkuð á umferðargötunni. Loftur er nýkominn aftur til starfa hjá Kópavogskaupstað eftir 10 ár. í>orsteinn Valur var að hamast þarna í kantinum með skóflu, enda benti hann á að ekki veitti af þar sem þarna yrðu lagðir 30000 fermetrar af þökum. Þorsteinn sagði okkur að þarna ætti að reyna að fegra svolítið umhverfið, þar sem hraun yrði lagt á milli akreinanna tveggja. —BÁ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.