Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 2
DAGBI.AÐIÐ — MIÐVIKUDACUK 7. JULÍ 1976 2 Réttið þurfandi hjálparhönd 1368-1686 skrifar: Ég las nýlega auglýsingu í Dagblaðinu. Sá ég þar að aug- lýst var gólfteppi hverjum þeim sem vildi þiggja það. Aug- lýsandinn bauðst til að gefa það. Þá sá ég að enn er til fólk sem veit að hér á landi eru ennþá einhverjir sem lítil aura- ráð hafa. Ég þekki sjálf fólk sem ekki á einu sinni stól til að sitja á. Þetta fólk verður að notast við kassa því það hefur ekki efni á að kaupa neitt dýrt. Þess vegna ofbýður mér þegar maður sér fólk flytja ágætis húsgögn á öskuhaugana. Ég vil leyfa mér að skora á ykkur að gera það sama og gólf- teppagefandinn. Það sem þið getið misst verður áreiðanlega vel þegið af þeim sem þurfandi eru. Mogga þokkað — en það var DB sem tók af skarðið Einn lesenda okkar skrifar: Þakka þér elsku, kæri Mogginn minn! — Eitthvað í þessum anda var grein sem ég rakst á í Vísi í dag, 28. júní. Ekki er greinin ýkja merkileg vegna öfganna sem vaða þar uppi, en hvað um það. Hún gengur m.a. út á að verið er að þakka Morgunblaðinu fyrir að hafa riðið á vaðið og bent á Raddir lesenda vafasamar aðferðir við kennslu við einn unglingaskólann í Kópavogi. Frá útkomu Dagblaðsins á síðasta ári hefur ýmislegt breytzt í íslenzkri blaða- mennsku, — verulega til bóta finnst mér. Og þakkir til handa Morgunblaðinu í þessu máli eru næsta hæpnar, og líklega taka Morgunblaðsmenn þeim þökkum rjóðir í vöngum og of- boðlítið skömmustulegir. Staðreyndin er nefnilega sú að það var Dagblaðið sem reið á vaðið með gagnrýni á kennsl- una í Kópavogi þar sem komm- únísk fræði voru kennd börn- unum af einum forsprakka Fylkingarinnar. Greinin birtist í Dagblaðinu 18. maí sl. og greinarhöfundur- inn var Leó Jónsson tæknifræð- ingur. Efast ég satt að segja um að hann hefði fengið inni með þá grein f Morgunblaðinu, — en Dagblaðið þorði. Fullyrði ég þó ekki um þetta. En loksins eftir að Dagblaðið hafði tekið af skarið með þessari ágætu grein, sem þegar vakti mikla athygli, hrökk sjálfstæðismálgagnið loks upp með harmkvælum miklum. Er mér kunnugt um að sjálfstæðismenn í Kópavogi höfðu þó lengi hamazt á Morgunblaðinu að gera eitt- hvað í málinu. Þeir sem unnu stríðið við Bretann voru ekki i iandi heldur úti á sjö. Hverjir fengu rjónrann? — takk fyrir segja undirmenn á varðskipunum Nokkrir undirmenn á varðskip- unum okkar komu að máii við DB: Mikið var nú gaman í veizl- unni sem við fengum að mæta í vegna afmælis Gæzlunnar um daginn. Skárri er það nú höfð- ingsskapurinn. Þarna var hann Pétur og svo allir hinir sem hafa staðið í stríðinu við Bret- ann. Hafa staðið við stýri varð- skipanna. Hafa staðið vaktir á skipunum úti af Austfjörðum, Vestfjörðum, fyrir Norðurlandi og Suðurlandi. Þetta voru allt menn sem fengu rjómann, vegna þess að þeir unnu stríðið. Við viljum svo þakka kær- lega fyrir kræsingarnar, þó við höfum ekkert bragðið fundið. Á AÐ FARA AÐ BLÁSA UPP EITURLYFJAVANDAMÁUD? Hermann Óiason hringdi: Mér fé'l allur ketill í eld eftir að hafa lesið viðtabð við Kristján Pétursson I Morgunblaðinu 29. júní. 10 þúsund ungmenni hafa neytt fikniefna, segir hann. Hann nefnir einnig að ársnotkunin sé á að gizka 200-250 kíló. Hvernig fær þetta staðizt? Þetta ætti að duga í milljón pípur á ári. Er meirihluti unglinga þá undir áhrifum stóran hluta ársins eða hvað? Ég skil ekki hvers vegna á að leggja farbann á alla þá sem hafa þetta efni undir höndum. Einnig vill Kristján þyngja refsingu og spyr þá bara hvar hann ætli að koma þessum 10 þúsund unglingum fyrir? Mér finnst að það ætti nú fyrst og fremst að vinna að alvöru glæpamálum hérlendis. Þau eru í algjörum ólestri eins og allir vita. Á kannski að fara að blása upp eitthvert eitur- lyfjavandamál til að láta önnur mál falla I gleymsku? Væri ekki nær að ganga 'vel fram I þessum margnefndu glæpa- málum? 200-250 kíló af hassi ættu að duga i milljón pípur á ári hverju, segir lesandi. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.