Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 7
DACBl.AfMÐ — MlÐVIKUDAtiUK 7. JULÍ 1976 7 „Kenyamenn vígbúast við landamœrín" — segir Idi Amin Idi Amin forseti Uganda, hefur nú sakað Kenyastjórn i um að auka mjög liðstyrk sinn við landamærin, sem tiggja að Uganda. Hann segir þó að' Kenyamenn þurfi ekki að óttast árás frá Uganda í framhaldi af „atburðunum undanfarið". Þessi staðhæfing kom fram í orðsendingu, sem Amin sendi Jomo Kenyatta, forseta Kenya, í gær, Efni orðsendingarinnar var ,,hin sorglega innrás í Uganda, sem nýlega var gerð af hermönnum Zionista í ísrael.“ Orðsending Amins var lesin upp í Uganda-útvarpinu. Þar sagði Amin einnig: „Samkvæmt öllum þeim upplýsingum, sem ég hef aflað mér, var áhlaupið gert með fullri vitneskju yðar ágætis og stjórnar yðar.“ Amin lét í ljós mikta undrun sina á því að yfirvöld í Kenya skuti hafa veitt Israelsmörinum aðstoð við aðgerðirnar á Entebbe-flugvelli aðfaranótt sl. sunnudags. Eins og fram hefur komið leyfðu Kenyamenn flug- vélum ísraelsmannanna aö lenda á Nairobi-flugvelli á leið heim frá Uganda með gíslana hundrað og fjóra. í.sraelsmcnn hafa neitað þvi, að Ken.vamenn hafi átt þátt í áhlaupinu. Sovétmenn óti í geimnum: Annað geimskot í undirbúningi? Geimfarinu Suyuz 21 var skulið á loft í gær, frá ókunnum stað i Mið-Asiu. Eftir því sem næst verður komi/.t, mun annað geim- far fylgja í kjiilfar þess og háðar áhafnirnar munu dveljast við vísindastörl' úti i gcimnum. • Tveir sovézkir geimfarar eru nú komnir á braut umhverfis jörðu í geimfari sínu, og er talið að þeir munu tengja það ómann- aðri geimstöð sem fyrsta lið í til- raun mei) sameiginleg verkefni fyrir þrjú geimför i einu. Geimfararnir, Boris Volynov höfuðsmaður og Vitaly Zholobov liðþjálfi héldu í ferð sína í gær frá skotstöð t Mið-Asíu, nákvæm- lega tveim vikum eftir að hinni mannlausu geimstöð var skotið á loft. Geimfar þeirra heitir Soyuz 21, en geimstöðin Salyut 5. Þeir komust strax á sporbraut geimstöðvarinnar og miðað við fyrri reynslu, er búizt við því, að þeir verði i námunda við hana í kvöld eða á morgun. Samkvæmt fréttum frá Tass-fréttastöðinni sem eins og venjulega voru ekki ýtarlegar, var sagt, að þeir myndu vinna við „ýmis verkefni", en að sögn vísindamanna, sem fylgzt hafa með geimferðum Rúsa, er búizt við því, að geimförin verði tengd saman, þegar þar að kemur. Ennfremur halda þeir því fram, að ef allt gengur að óskum, muni enn eitt geimfar verða sent á loft innan nokkurra vikna og tengt geimstöðinni. Erlendar fréttir REUTER Myndin var tekin viö Grátmúrinn í Jerúsalem á föstudaginn í sifiustu viku, þegar boðiö var fyrír lífi og limum gíslanna, sem þá voru i Uganda. Á laugardaginn, daginn óöur en þeim var bjargað, var beöiö fyrír lífi þeirra i öllum bænahusum landsins. GRATUR OG BÆNIR VH> GRÁTMÚRINN Bretjand: Leiðtogi Frjálslynda flokksins valinn í dag Nýr leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi verður útnefndur i dag. Fastlega er búizt við að fyrir valinu verði David Steel, 38 ára, feiminn og unglegur, sem vill leiða baráttuna fyrir félagslegum umbótum heima fyrir og mannréttindum erlendis. Frjálslyndi flokkurinn, sem i tíð Viktoriu drottningar var stærsti flokkur landsins, hefur að undanförnu reynt að afla sér aukins fylgis með því að skipu- leggja og gangast fyrir „for- kosningum“ um land allt. Þar hefur kjósendum verið gefinn kostur á að velja forystumann flokksins í stað hinnar venjulegu aðferðar, þ.e. að láta þingmenn flokksins útnefna hann. Þetta er í fyrsta skipti, sem Bretar fá tækifæri til að hafa áhrif á flokksforystu stjórnmála- flokka. Félagar í Frjálslynda flokknum eru tuttugu og fimm þúsund. Helzti keppinautur Steels um stöðu flokksformanns er ákafur og duglegur kaupsýslumaður, John Pardoe að nafni. I febrúar í fyrra tók Margaret Thatcher við formennsku íhalds- flokksifls, í apríl í ár varð James Callaghan forsætisráðherra Breta og um leið flokksformaður. Jeremy Thorpe, leiðtogi frjálslyndra, var neyddur til að segja af sér vegna grunsemda, ósannaðra og upploginna, um að hann hefði átt í kynvillusam- bandi. Spánn: SUAREZ LOFAR AÐ HERÐA Á UMBÓTAÁÆTLUN SINNI Adolfo Suarez, hinn nýi for- sætisráðherra Spánar, hefur heitið því að flýta fyrirumbótum í lýðræðisátt. þrátt tyrir að helztu umbótasinnarnir i sijórn hans hafi neitað að starfa með honum. I tíu mínútna langri sjónvarpsræðu í gærkvöld sagði Suarez að umbæturnar, sem fyrst litu dagsins ljós eftir dauða Francos í nóvermber, verði látnar taka gildi „með því raunsæi, sem timar okkar kef jast.“ Talið er að Suarez reynist erfitt að koma stefnumiðum sínum í framkvæmd eftir að umbóta- sinnar á borð við de Areilza utan- ríkisráðherra og Fraga Iribarne innanríkisráðherra hafa yfirgefið stjórnina. Lítið var um viðbrögð við ræðu forsætisráðherrans í gærkvöld, nema hvað að Ugt- verkalýðssambandið sagði hana sýna, að spænsku þjóðinni væri enn neitað um fullveldi sitt. Adolfo Suarez Gonzalcs, hinn nýi forsætisráðherra Spánar heíur lofað skjótum úrbótum í lýðræðisátt. Búnir að finna lendinggrstgð fyrir Mgrsfígugina Víkina /. Bandarískir vísindamenn, sem vinna að skipulagningu geimferðar Marsflaugarinnar Vikings 1. segjast nú vera vongóðir um að hægt verði að lenda flauginni mjúkri lendingu á Mars 17. þ.m. Fundizt hefur auðveldur lendingarstaður. sennilega uppþornað stöðuvaln á norðurhluta plánetunnar. Upi)haflega hafði verið áællaó aó lenda flauginni á þjóðhátaðar- degi Bandarikjanna. fjórða júli, en lendingarstaðurinn, sem þá hafði verið valinn. reyndist of grýttur og að auki alsettur gígum, til þess að slikt mvndi takast. Einn vísindamannanna sagði í viðtali við fréttamenn í gær: „Svo virðist sem vió höfum allt að 98 prósent líkur fyrir þvi, að þarna sé hentugur lendingarstaður. samkvæmt þeini myndum, sem okkur hafa borizt." Stefnu Marsflaugarinnar verður nú breytt á niorgun til þess að undirbúa lendinguna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.