Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 14
14 DACBLAÐJÐ — MIÐVIKUDACUK 7. JULl 1976 wilma ER KOMIN í BÆINN Það eru ekki margir skemmtikraftar sem ís- lendingar fagna meö því aö risa úr sætum. Það geröist þegar Wilma Reading kom fram, eins og í Glæsibæ sl. sunnudags- kvöld, þar sem troðfullur salur fólks ,,lá kylliflatur“ fyrir Wilmu, Steve Hill og Galdra- körlum. Wilma Keading á svo sannar- lega skilið að henni sé fagnað með því að rísa úr sætum og lyfta glösum. Skemmtikraftar eins og Wilma eru nefnilega ekki á hverju strái. Já, drengir, Wilma er komin i bæinn. En hún er farin aftur, því nú í vikunni fer hún út um land og skemmtir á Sv- og Vesturlandi áður en hún heldur víðar og siðar fer hún í laxveiðar norður í land. Á sunnudaginn mun Wilma að öllum líkindum skemmta aftur í Glæsibæ, en þar tók Árni Páll Jóhannsson ljós- myndari DB þessa mynd sl. sunnudagskvöld. -ÓV UTRAS FRA HELUSSANDI HEIMSÆKIR HRÍSEYINGA VKH á Hellissandi sendi poppsíðunni eftirfarandi bréf: Sökum fyrirmæla ykkar til fólks úti á landsbyggðinni um að láta í sér heyra eitthvað um hljómsveitir og tónlistarlff úti á landi sendi ég ykkur eftirfar- andi kynningu á upprennandi hljómsveit frá Hellissandi, — hljómsveitinni Útrás. Útrás var stofnuð hér um árið eftir að hljómsveitin Nú Jæja gaf upp öndina (blessuð sé minning hennar). Hana skipa fimm galvaskir strákar, sem allir eru frá Hellissandi utan bassaleikarinn sem kemur frá Ölafsvík. Útrás hefur leikið á flestum dansleikjum á liðinni vertið og gert mikla lukku meðal Snæfellinga og annarra. Tónlistin sem Útrás flytur er úr öllum áttum, jafnt fyrir unga sem aldna. Inn á milli er svo skotið frumsömdum lögum sem hafa hlotið góðar viðtökur þeirra sem heyrt hafa. — Þess má einnig geta að ýmsir aðilar hafa sýnt þessum lögum mikinn áhuga. Þvi er ekki laust við að sá grunur læðist að manni að sum þeirra eigi eftir að birtast á skffu einhvern tíma í framtíðinni. Hljómsveitina Utrás skipa eftirtaldir fimm rnenn: Ægir Þórðarson, gítar og röddun; • Sigurður Egilsson, bassi, röddun; Eggert Þór Sveinbjörnsson trommuleikari; Pálmi B. Almarsson söngvari og gitarleikari og Benedikt Jónsson, hljómborð og röddun. Sökum mikilla vinsælda meðal vertíðarfólks norðan af landi hefur hljómsveitin Útrás nú ákveðið að leggja land undir fót og heimsækja aðdáendurna fyrir norðan. Fyrsti dansleikur Útrásar verður nú á föstu- daginn í Ljósvetningabúð. Á laugardaginn verður Húsavik heimsótt og á sunnudaginn 11. júlí leikur hljómsveitin f Hrís- ey, sem hiklaust má telja einsdæmi i islenzka popplífinu. VKH Gunnlaugur Melsteð endurreisir Hauka — en hverjir eru nýju meðlimirnir? Gunnlaugur Melsteð bassa- Ieikari og söngvari Hauka hefur haft hljótt um sig undan- farna daga eftir að ljóst varð að ekki yrði úr því að hann stofnaði hljómsveit með Magnúsi Kjartanssyni eða gengi í Fresh. DB ræddi við hann nú i vikunni og spurðist fyrir um framtíðaráætlanir hans. „Maður er alltaf að pæla,“ sagði Gunnlaugur. „Annars hef ég ákveðið að endurreisa Haukana með þremur nýjum mönnum. Ég vil ekkert vera að gefa það upp hverjir það eru fyrr en við byrjum að spila." Nýju Haukarnir koma fyrst fram í Árnesi um verzlunar- mannahelgina. Þar leika þeir í þrjá daga ásamt annarri hljóm- sveit. Síðan verður tekið frí frá dansleikjahaldi og farið að vinna að plötunni, sem átti að taka upp um það leyti sem Haukar leystust upp f sumar. „Annars ætlum við að taka það rólega við spilamennskuna,“ sagði Gunn- laugur. „Við komum til með að spila tvö kvöld í viku og þá sem mest úti á landi. Það er ekkert upp úr því að hafa að vera að gutla þetta í Reykjavík." DB reyndi enn að fá upp úr Gunnlaugi hverjir nýju Hauka- meðlimirnir væru. Hann varðist hins vegar eins og hetja og gaf það eitt upp að þetta væru allt þekktir menn í popp- inu. Þá geta lesendur reynt að reikna út hverjir af þekktum poppurum eru ekki í starfi um þessar mundir. -ÁT- Mál málanna í hnotskurn: •• AF VOLUNDIHINUM VOÐALEGA — og óvinum h ans, Heródesi og Amon Ra Völundarmálið svokallaða, — það er lesendabréf um hljómsveitina Völund og öll skrifin sem hafa orðið í fram- haldi af þvl, — virðist hafa vakið töluverða eftirtekt, svo mikla að samvizka þjóðar- innar, Páll Heiðar Jónsson, gerði Völundarmálið að umræðuefni í þætti sínum,. Hvernig var vikan?, á síðasta sunnudegi. 1 þeim þætti kom annars fram að viðmælendur Páls Heiðars þekktu hvorki haus né sporð á þessu máli. Þeim og öðrum til glöggvunar, sem hafa mi:;st af þessum ritdeilum, kemur hér smá úrdráttur um þessa skemmtilegu deilu. Forleikur Upphaf Völundarmálsins má rekja allt aftur til 19. maí síðastliðins. Þá ritaði Helgi Pétursson grein á poppsíð- una sem nefndist Austfirðingar til Færeyja. Eftir stuttar harmatölur um að reykvískir poppskrifarar frétti sjaldan af hljómsveitum utan af landi var frá því greint að Egilsstaða, hljómsveitin Völundur hygðí á Færeyjaferð i lok júní. Aður en af þeirri ferð yrði, áformaði hljómsveitin að hljóðrita þrjú lög fyrir Tónaútgáfuna á Akur- eyri. 1. þáttur Upphaf 1. þáttar hefst föstu- daginn 4. júní. Þá birtir popp- síðan áskorun til allra penna- færra landsbyggðarmanna um að segja frá hljómsveitum í næsta nágrenni þeirra. Fyrstur til að verða við þeirri áskorun var Björn Jóhannsson Aust- firðingur. Bréf hans „Völundur á ekki hrósið skilið1' birtist 16. júní, og er það mjög harðort í garð meðlima Völundar. Meðal annars telur Björn Völundarmenn upp og lætur tónlistarhæfileika þeirra getið. Höfuðpaurinn Bjarni er kolómögulegur við að nota bassatrommuna, Friðrik gítar- leikari getur ekki sólað á Fendergítarinn sinn, sem vantar annan pickupinn á, Jón bassaleikari er alltaf með óþarfabreik, en — merkilegt nokk — Jón rythmaleikari er ekki sem verstur.. . Þá segir Björn Jóhannsson nokkuð frá lagavali Völundar. Það virðist að mestu leyti vera byggt upp á plötunni Manna- korn, sem hljómsveit Pálma Gunnarssonar sendi á markað- inn í vetur. Ekki er það þó skammlaust, þvi að Jökulsár- hliðargaurinn í Völundi er sífellt að ýta á falskar nótur. Björn klykkti siðan út með því að lofa að segja frá hljóm- sveitinni Heródesi siðar. Hún standi Völundi framar á öllum sviðum. 2. þáttur Þann 23. júní birtist bréf frá þeim Sigurbjörgu Hjaltadóttur og Heiðu Óskarsdóttur frá Reyðarfirði. Þær eru ekki í nokkrum vafa um, að skrif Björns Jóhannssonar séu sprottin af einskærri öfund. Engin óþarfa breik séu í lögum Völundar og söngurinn sé með því bezta sem á Austurlandi heyrist. Reyðarfjarðarstúlkurnar telja að beztu meðmæli, sem Völundur geti fengið, sé aðsóknin á dansleiki þeirra. Að lokum kasta þær að sjálfsögðu skít í Hcródes aumingjann og spyrja hve langt sé þangað til hann komist af Mpíu- og pela- stiginu Meðlimi llerodesar segja þær svo afspyrnu lélega, að þó að lögin sem þeir flytja séu ágæt með upprunalegu flytjendunum þá séu þau svo léleg eftir að hafa farið í gegn- um hendurnar á Heródesi að þau séu nær óþekkjanleg. Tvær vinkonur af Héraðinu taka í sama streng og snótirnar frá Reyðarfirði. Þeim finnst Björn Jóhannsson vera vondur maður og hann geti ekki haft neitt vit á tónlist fyrst hann kunni ekki að meta Völund. Til marks um gæði Völundar nefna þær sem dæmi, að fyrir nokkru var sunnlenzk hljóm- sveit á ferð fyrir austan. Nokkur lög á prógrammi hennar voru þau sömu og Völ- undar og að sjálfsögðu stóðust þau engan samanburð. Annað og mun alvarlegra fundu stöll- urnar í fari Sunnlendinganna: Þeir voru svo skelfilega fullir á sviðinu. 3. þáttur Þann 30. júní birtist greinin: „Svo kemur Heródes eins og okkur var lofað," undirrituð af SS. Þar er talin upp hljóðfæra- skipan Heródesar og meðlimir tíundaðir. I lok bréfsins óskar SS Heródesi gæfu og gengis í framtíðinni og vonar að hljóm- sveitin starfi sem lengst. Þennan sama dag blandar Gunnlaugur Ólafsson sér í deil- una og segir Birni Jóhannssyni óspart til syndanna. Hann leið- réttir ýmsar rangfærslur í bréfi Björns og telur þær vera sprottnar af því að Björn sé Fáskrúðsfirðingur. Gunn- laugur endar sitt málefnalega bréf með þvi að benda Birni á að hann skuli hætta að ljúga upp á Völund.Hann eigi frekar að minnast þess þegar Völundarmenn lánuðu honum nýja bassamagnarann sinn og boxið í vetur. þegar Birni bráð- láá. 4. þóttur (og sd síðasti í bili) Á fyrstu poppsíðu júlí- mánaðar birtust tvö bréf, — annað frá Reyðarfirði og hitt frá • Fáskrúðsfirði. Reyð- firðingurinn gefur skít í báðar hljómsveitirnar, sem fyrr hafa verið nefndar, en heidur fram að hljómsveitin Amon Ra sé ein sú bezta á Fróni. Eftir að hafa dásamað Amon Ra getur bréfritari ekki stillt sig um að blanda sér í Heródesar/Völundardeilurnar. Segir hann að hvorug eigi skilið að kallast hljómsveit. Þó sé Völundur skömminni skárri en Heródes. Völundarmenn geti þó stillt hljóðfæri sín skamm- laust saman. Reyðfirðingurinn óskar Völundi góðrar ferðar tjl Færeyja, en vonar í leiðinni, að hljómsveitin eigi aldrei eftir að koma til Reykjavíkur, því að þá myndu poppskrifarar fá að heyra allan ósómann. Fáskrúðsfirðingurinn bvg heldur uppi merki hljóm- sveitarinnar Heródesar og segir Reyðfirðinga og Héraðsmenn andlega vanskapaða fyrst þeir taki grúppur eins ogVölund og Amon Ra fram yfir Heródes. Þar eru að hans sögn flinkir menn á ferð, sem spila enga Lónlí blú bois músík, heldur þunga tónlist sem vonlaust sé að troða inn í hausinn á öðrum en Fáskrúðsfirðingum. Greini- legt er að hljófæraleikararnir eru á toppmælikvarða, því að söngurinn er betri en góður, bassaleikarinn er sá 13. bezti á landinu og trommarinn kann að nota bassatrommuna. Hér hefur Völundarmálið svokallaða verið rakið fram að deginum í dag. Því er þó örugg- lega ekki lokið, en héðan í frá ættu allir að geta fylgzt með. — Missið ekki af næstu bréfum, ef þið viijið vita allt um Völundar- málið! Völundarmálið er mál málanna á meðan Geirfinns- málið er í sumarfríi! -ÁT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.