Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 10
10 MltEBIAÐin frfálst, úháð dagblað rturl'amli Dii«l)l;xM<> lil'. Framkvii’mcliisi.jói i: Svcinn R. Kyjólfsson. Rilstjóri: .lónas Krisijánsson. Króliiisijón: Jón Rir«ir I’ólursson. Rilstjórnarfulllrúi: Haukur llolt’ason. Aósloóarfrélta- Ntjóri Atli Stoinarsson. íþróllir: Hallur Símonarson. Ilönnun: Jöhannt'.s Rcvkdal. Handrit Asyriinur Hálsson. Hlaöamcnn: Anna Bjarnason. Asucir Tómasson. Rcrulind Asnvirsdóitir. Rraid Siuurósson. Krna V. lnuólfsdóiiir. (lissur Si«urósson. Iiallur HalLsson. Ilcljii I’clursson. Jóhanna Hirjjis- dóitir. Kalrin Pálsdóltir. Kristin Lýósdóltir. Ölaftir '<uisson Óm :r Vahlimarsson. Ijösmyndir: Arni I'áll Jóhannsson. Rjarnlcifur Rjarnlcifsson. BjÖrjjvin Pálsson. Raunar Th. Siuurósson (ijaldkcri: Práinn Þorlcifsson. Drcifinjíarsljóri: Már K.M. Halldórsson. Askriflarujald 1000 kr. á mánuói innanlands. 1 lausasölu 50 kr. eintakió. rtiistjörn Sióumúla 12. sími 83222. auulýsinjjar. áskriftiroj* afjjreiósla Þverholti 2. sími 27022. Setninu ojí umhrol: Dajjblaóió hf. ojj Sleindórsprenl hf.. Armúla 5. Mynda- oj* plölujjeró: Hilmir hf.. Síóumúla 12. Prenlun: Arvakur hf.. Skeifunni 19. Nokkrir þversum Eftir gróft samningsbrot bandaríska hringsins Union Car- bide gagnvart okkur þurftum viö að hafa heppnina með okkur til þess að ekki færi illa. Af- staðan til erlends fjármagns hefur verið mjög umdeild, en að- alatriðið er, að menn skilji, að við megnum ekki á eigin spýtur að reisa þann iðnaö, sem við þörfnumst svo átakanlega á næstu árum. Magnús Kjartansson fyrrum iðnaöarráðherra braut blað í afstöðu róttækra vinstri manna til erlends fjármagns, þegar hann gekk til samninga við Union Carbide. Með því varð veruleg breyting á viðhorfum margra, sem áður höfðu fortakslaust verið andvígir erlendu fjármagni. Magnús sætti eins og vænta mátti miklu aðkasti í eigin flokki fyrir vikið. Vel var að samningum staðið, og forgöngu- mönnum þeirra verður á engan hátt um kennt, þótt bandaríska fyrirtækið brygðist svo illa, sem raun varð. í viðskiptum við erlend fyrirtæki má aldrei gleymast, að gróðasjónarmiðið skiptir þau mestu. Fyrir þeim vakir ekki að auka atvinnu og velmegun á íslandi, heldur að festa fé í arðbærri fjárfestingu. Við getum hins vegar hagnazt mikið á samningum við erlend fyrirtæki, þegar svo ber undir. Stefna verður aó því að hraðaþeim viðræðum, sem í gangi eru, og hefja nýjar, þegar kostur gefst. í slíkum samningum á að stefna að arðbærri fjár- festingu, þar sem nýtt er íslenzk orka, og íslendingar eiga aó eiga meirihluta fyrir- tækjanna af fremsta megni. Við viljum ekki, að hér rísi að nýju veldi erlendra auðmanna. Við höfum fengið meira en nóg af slíku. Miklar deilur hafa staðið í Sjálfstæðisflokkn- um, hverjir skuli eiga meirihluta í væntanlegri járnblendiverksmiðju, Islendingar eða er- lendir aðilar. Mergurinn málsins hlýtur að vera, að ekki verði ráðizt í byggingu járn- blendiverksmiðjUu, nema hún teljist arðbær, og teljist hún arðbær eigum við hiklaust að hafa meirihluta hlutafjár. 1 kenningunni um, að við eigum ekki að taka þá áhættu aö eiga meiri- hluta í verksmiðjunni, felst ótti við, að hún reynist ekki arðbær. Væri svo, ætti að hætta við allt saman. rMorðmennirnir. sem ræddu byggingu járnbleridiverksmiðju viC Islendinga fyrii nokkrum dögum, telja, að verksmiðju- reksturinn verði aróvænlegur. Þeir viróast albúnir aö hefja framkvæmdir, þannig aó rekstur verksmiójunnar gæti hafizt á miðju ári 1978.Þaó væri aðeins um hálfs árs seinkun frá því, sem til stóð samkvæmt samningum við Union Carbide. Fyrir vikið stefnir að því, að skaðabæturnar, sem Union Carbide hefur heitiö að greiða, um 850 milljónir króna á núverandi gengi, verði meira en nógar til að bæta okkur tjónið, sem samningsrof banda- -íska fyrirtækisins veldur. Bandaríkja- nennirnir voru engan veginn fúsir að sam- tykkja þessar bætur en létu undan þrýstingi slendinga. Allar líkur eru til, að við förum vel út úr essu máli, þótl illa horfði um hríð. Þversum- icnnirnir, sem setja upp hundshaus í þessu láli, virðast sem betur fer vera í minnihluta í 1 ystusveit Sjálfstæðisflokksins. DAOHLAOIÐ — MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLl 1976 ...... .............. Bandaríkin: Þingmenmrnir eiga nú að fara að hegða sér eins og venju - legt fólk Kynlífs- og kaupgjalds- hneyksli í fulltrúadeild banda- ríska þingsins hafa orðið til þess að ýmsum úrbótum hefur verið hrundið f framkvæmd, en þó eru þeir fjölmargir meðal þingmanna sem ekki finnst nóg að gert. Segja þeir það líklegt að hertar reglur muni koma í veg fyrir minniháttar hneyksli en muni ekki draga úr stærri mis- ferlum og muni heldur ekki endurvekja traust manna á stjórnmálamönnum yfirleitt. Sá þingmaður, er fyrstur varð uppvis að syndsamlegu líferni, var þingmaður frá Ohio, Wayne Hays. Hann hafði látið setja ástkonu sína, Elisabet Ray, á launaskrá hjá þinginu. Hann hefur staðfastlega neitað þeirri ásökun enda þótt hann hafi viðurkennt aó hafa staðið í ástarsambandi við ung- frúna. Ferill hans hefur nú verið til rannsóknar og hann hefur misst öll sín stjórnmála- völd. Nýlega var hann fluttur heim af spítala þar sem hann hafði verið lagður inn eftir að hafa tekið of stóran skammt af svefnlyfjum. Barnið og nóttúran Þegar vorið hefur gagntekið okkur, klætt grundir og börð með ilmandi blómum, þá trúum við því að á bak við allt þetta sýnilega búi kraftur sem við ættum að kynnast betur. Lífið er breytilegt og þurfum við því að stinga við fæti á meðan við leitum skilnings á gátunum. Hver er hinn rétti lífsvegur? er viðfangsefni fjöldans. Allir vilja fara rétt og gera það sem rétt er. Prestarnir segja okkur að vegur Krists hafi verið réttur og við eigum að hafa hann sem fyrirmynd. Eitt þykir mér ganga fram úr öllu hófi. Það er þegar prestarnir nota sér kristindómsfræðslu barn- anna undir ferminguna til að þéna peninga. Um leið og þeir fræða barnið um Krist og kenn- ingar hans, þá rétta þeir út höndina og biðja um peninga. Svartara getur það ekki orðið. Hefði Kristur gert þetta? Hann tók aldrei peninga fyrir sín verk. Þetta eru mennirnir sem segja við okkur: „Vakið og biðjið. Yður mun verða gefið.“ Eru peningarnir svona mikil- vægir? Valda þeir byltingu i lífi mannanna? Hvað er þá um mein mannlífsins, að ekki verði við þeim gert? Ég lít svó á að allir menn ættu ekki að láta peningana hafa svo sterkt vald yfir sér að þeir noti börnin sem eru að afla sér fræðslu um Guðsríki til að þéna á. Við þyrftum að minnka þessa peningaþrá hjá okkur. Enginn lifir á einu saman brauði. Það er andlega þráin sem verður að glæðast. Hitt gerir menn fráskila and- legri lifsstefnu. Vorið er nokkurs konar symból fyrir líf barnsins. Heið- rikjan og hinn þiði mildi blær er barnssvipurinn. Það er þetta sein maður á að vernda. Það á áö hiigsa um að halda því ó- ilekkuóu. Maður á ekki að ágirnast peninga. Eg man eftir telpu á þriðja ári sem fann fitnmeyring. Hún tók hann og setti i glas og stakk síðan glasinu í holu í bæjar- veggnum. Þetta var í sjálfu sér ekkert merkilegt. Ég minnist þess hve barnið var laust við gróðahugsunina. Þar kom fram samlíking við vorið eins og ég gat um áður, heiðríkjan, mildin og blíðan. Þar var engin söfnun efnislegra gæða sem gátu haft spillandi áhrif. Hjá barninu er ekki um neina söfnunaráráttu að ræða. Hjá því er hreinleiki vorsins, fegurðin og ljóminn. Það man betur eftir fallegu blómi, sem því er gefið, heldur en aurunum. Það er að segja á Kjallarinn Jón Arnfinnsson meðan það er ungt og er ekki búið að drekka í sig peninga- þrána. Það kemur ekki fyrr en hinn spillti heimur hefur sest að í huga þeSs. Því er ekki hægt að sam- einast föðurnum i bæn og biðja um hinar daglegu þarfir oss til handa án þess að láta peninga vera æðstu hugsjónina? Venjum börnin á að elska ekki peningana, en elska í þess stað bænina og alheimsföðurinn. 1 sambandi við peningana eru svo margir spillingarklækir sem sverta og lama hreinleika barnssálarinnar. Það er and- legi kraflurinn sem á að eflast. Krafturinn í sambandi við fegurðina, listina og lífið. Barnssálin er hrein sem vorið. Okkar skylda er að sjá um að henni verði ekki spillt. Þetta mikla vald sem pening- arnir ná á manninum er bölvun fyrir barnið. Látum myndir vorsins vera aflið sem leiðir æskuna. Vorið fyllir oss af hreinleika sínum. Fyllir oss af yl og gróðurkrafti. Hjálpum börnun- um til að lesa úr rúnum náttúr- unnar. Hvernig ísland varð til. Þar eigum við Surtsey sem svar við þeirri spurningu. Inn I það er svo fléttuð saga loftslags- ins, sem finna má í surtar- brandinum, sem bendir á heitara loftslag. Eins eru það steingervingarnir sem skilja eftir myndir og upplýsingar um veðurfarið. Ef við lítum svo til jarðvegsins þá eigum við svo góða heildarmynd, í mómýrun- um okkar, sem er saga eldgosa, sagan eins og hún hefur birst frá fyrstu tíð. Þá má meira að segja sjá úr hvaða fjalli gosið er komið. Hvort það er stórt eða lítið og hvaða ár. Að vísu eru jarðfræðingarnir okkar búnir að mæla þetta allt og auðvelt fyrir unglingana að ganga að upplýsingum þeirra. Við þurfum alls ekki að vera að slást út af aurum, Við eigum vorið, náttúruna, til að hrífa sál barnsins til sín. Heilbrigðar og sannar myndir sem fylltar eru af ást og fegurð. Það er ekki sama hver viðfangsefni barns- ins eru. Nei, þau verða að vera heilnæm og göfgandi. Allt náttúrulíf er veruleiki, heil- brigður sannleiki sem fræðir barnið og göfgar það. Borgarbörn og börn úr stærri kauptúnum hafa afar gott af veru sinni í sveit á sumrin. Þau læra að skilja náttúruna og fræðast af henni. Þessum skiln- ingi má ekki spilla með röngu viðmóti. Elskið öll börn eins og þið eigið þau sjálf. Jón Arnfinnsson garðvrkjumaður ^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.