Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 1
íriálst, oháð dagblað RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, 4UGLÝSINGAR OG AFGREIOSLA. ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022, Engin aðalskoðun þennan mónuðinn — baksiða ■mn Ingunn gerði það ekki endasleppt — bróðskemmtileg Kalottkeppni — íþróttir málið og dómsmála- hneykslið" Hilmar Jónsson setur fram harðar ákœrur Sjá kjallaragrein bls. 11 2. ARG. — MIÐVÍKUDAGUR 7. JÚLÍ 1976 — 146. TBL. „Guðjón Atli fór héðan frá okkur í leigubíl um klukkan ellefu á mánudagskvöldið," sagði nágrannakona hans í sumarbústaðahverfinu við Elliðavatn i samtali við DB- menn i morgun. „Hann kom hingað, kynnti sig óg bað um að fá að hringja V a leigubil,” sagði unga konan, sem við hittum að máli. „Það var náttúrlega sjálfsagt. Hann hringdi á Bæjarleiðir og spurði eftir kunningja sínum, sem hann kallaði Bjarna. Sá var ekki við og þá bað hann um einhvern annan bíl, lýsti glöggt hvar þetta væri og gekk síðan niður á veginn, því við töldum óvíst að leigubílstjór- inn rataði hingað að.“ Nágrannakona Guðjóns Atla heitins sagði að hann hefði skilið bíl sinn eftir. „Við urðum aldrei vör við að hann kæmi aftur eða einhver til að sækja bílinn, en um morgun- inn var hann horfinn. Lögregl- an hefur ekkert sézt hér, en þó attum við meira og minna von á þeim I allan gærdag eftir að við fréttum hvað hafði gerzt.“ Að sögn nágrannakonunnar þótti henni og manni hennar Guðjón heitinn koma undar- lega fyrir þegar hann fékk að hringja hjá þeim, en vínlykt af honum fannst engin. — AP/ — óv. V Heimili Guðjóns Atla við Rjúpnahæð. A GUÐJÓN HEIMAN litla kortinu bendir örin á staðinn, sem hann fannst á. DB-mynd: Arni Páll. ATLI FÓR AÐ I LEIGUBIL — klukkan 11 á mánu- dagskvöldið. Þá stóð bíll hans eftirheima UMFANGSMIKIL MORÐRANNSÓKN — rannsóknarlögreglumenn úr Reykjavík og Kópavogi vinna að lausninni á dularfutlu morði — baksíða Rannsóknmorðsínsá Guðjóni Atla Arasyni er í höndum rann- sóknarlögreglumanna frá Bæjarfógetaembættinu í Kópa- vogi, þeirra Asmundar 'Guðmundssonar og Jóns Sigur- geirssonar. Þá er fulltrúi bæjarfógeta, Leó Löve þeim til aðstoðar. Tveir rannsóknarlögreglu- menn úr Reykjavík, Njörður Snæhólm og Haukur Bjarna- son, munu áfram vinna við rannsóknina og að sögn Ásmundar verða aðgerðir þeirra allra sameinaðar í dag og gögnum safnað. Lík Guðjóns Atla var flutt til krufningar í gær, en niðurstaða hennar liggur enn ekki fyrir. EG FANN STRAX AÐ er fann lik Guðjóns Atla MAÐURINN VAR LÁTINN" ## „Eg ætlaði að skola steypubílinn eins og við. erum vanir að gera á morgnana. Til þess verks veljum við staði eftir vindátt og veðri“, sagði Asgeir Ölafsson steypubílstjóri hjá Breiðholti í Kópavogi, sem fann lík Guðjóns Afla Árnasonar við Fifuhvammsveg í Kópavogi í gærmorgun um klukkan 8.30. „Eg hef oft valið þessa kvos við veginn til þess að þrífa bílinn og vegna aðstæðna ákvað ég að fara þangað í gær. Eg ók í kvosina og mér brá þegar allt í einu ég sá liggjandi mann fyrir framan bilinn. Ég sá strax að hann var blóðugur, bæði i and- liti og á höndum. Fæturnir voru krosslagðir. Þarna var blóðpollur sem þó að mestu var undir manninum. Það var enga blóðslóð að sjá, þannig að helzt virtist að hann hefði verið lagður þarna til. „Ein og ég sagði brá mér í brún við sýnina. Mitt fyrsta verk vai' að fara lil mannsins og ég tók í fót hans. Ég fann þegar að hann var látinn. Við bíl- stjórarnir höfum talstöðvar í bílunum og ég bað þegar um að lögreglunni yrði tilkynnt um þetta. Hún kom fljótlega á staðinn. Ég færði bíl minn til og skolaði hann annars staðar. Þetta var morgunn". óþægilegur -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.