Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1976 Kröflu- virkjun: EINBUNT A ORKULEIT EN EKKIORKUNÝTINGU Kröfluvirkjun er og hefur verið mjög í sviðsljósinu. Nokkrir hafa lofað hana og aðrir gagnrýnt harðlega þessar dýru framkvæmdir. Flestir virðast þó telja að of seint sé að snúa aftur, sérstaklega þegar haft er í hug að þegar er búið að skuldbinda sig fyrir um 90% af kostnaði þeim sem verður af framkvæmdunum. En hvað er það sem menn hafa helzt sett út á við framkvæmd verksins og framtíðaráætlarnir fyrir Kröflu. „Það virðist ekki hafa verið hugsað neitt út í hagræna hlið málsins þegar farið var út í virkjunarframkvæmdir," sagði Jónas Elíasson prófessor, en hann hefur skrifað greinar um Kröfluvirkjun. Þar hefur hann m.a. fjallað um það hvernig unnt væri að reka virkjunina þannig að hún skilaði ekki miklu tapi. Jónas kvaðst telja að menn hefðu einblínt um of á það að framleiða ódýra orku, hins vegar hefði ekki verið hugsað um það hvort markaður væri fyrir hendi. En verður orkan nokkuð ódýrari þegar fjárfesta þarf svona gífurlega mikið? Kostnaðaráætlun er 7—8 millj- arðar. Þýðir hin aukna orka, sem þarna verður virkjuð, ekki hærra orkuverð fyrir lands- menn? Reiknað er rpeð að orku- verð hækki um 20% samkvæmt útreikningum Jónasar. Það dugar hins vegar ekki til enda þótt öll hækkunin yrði látin koma virkjuninni til góða. Þetta myndi aðeins nægja að V4 af fjárfestingunni yrði frestað um 5 ár. Jónas Elíasson benti á að vélasamstæðurnar, sem keyptar hafa verið til Kröflu, myndu geta framleitt meiri orku en lögin frá Alþingi um virkjunina gerðu ráð fyrir. Hægt mun vera að knýja þær til að framleiða 70 megavött en lögin gera ráð fyrir 55 mega- vöttum. Á sama tíma og unnið er af krafti við Kröflu er verið að leggja byggðalínuna norður í land. Þegar hún verður tilbúin á hún að geta flutt 35 megavött til Akureyrar. Virðist þessi orka eiga að-fullnægja orku- þörfinni fyrir norðan um sinn, sérstaklega þegar það er haft í huga að engar áætlanir um orkufrekan iönað á Norður- landi liggja fyrir. Orka hefur ekki verið nægi- leg fyrir norðan á undanförn- um árum. Þá hefur krap í Laxá oft valdið rafmagnstruflunum hörðustu vetrarmánuðina. Nú er verið að stækka hita- veituna á Siglufirði og verið er að bora eftir heitu vatni að Laugalandi í Eyjafirði. Fáist þar nægilegt heitt vatn getur það þýtt að rafmagnskynding leggist niður á Akureyri. Smíði stórs stöðvarhúss við Kröflu er lokið og í smíðum eru kæliturnar og annað í sam- bandi við virkjunina. Er fyrir- hugað að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun í kringum næstu áramót. Þegar Kröflumálið var tekið fyrir á Alþingi var hins vegar ekki reiknað með að virkjunin yrði tekin í notkun fyrr en á árinu 1978. Síðar var ákveðið að flýta framkvæmdum um 2 ár. Þá var hins vegar búið að ákveða að leggja byggðalínuna norður. Mun hún væntanlega flytja orku norður seint i haust. Orka ætti því að flæða yfir Norðlendinga í byrjun vetrar. Unnt að framleiða orku en ekki að selja hana alla. Jónas Elíasson bendir á það að til þess að Kröfluvirkjun framleiði í raun alla þá orku, sem kostnaðartölur gera ráð fyrir að þurfi til þess að við- halda hinni lágu krónutölu pr. KWST, þyrftu vélarnar að ganga 24 tíma hvern einasta dag ársins. Orkuþörfin er hins vegar ákaflega misjöfn, mein á veturna en sumrin og daginn en nóttinni. Fram til þessa hefur nýtingartíminn á rafmagns- kerfinu ekki verið nema um 6000 tímar á ári. Að lokum benti Jónas á að tími væri kominn til að menn hættu að einblína algerlega á orkuleit og farið yrði að gera hagkvæmnisathuganir áður en ráðizt væri í framkvæmdir. Það virtist svo sem algerlega hefði verið hlaupið yfir þann þátt við Kröflu. Kröflunefnd virðist bera meginábyrgð á öllum fram- kv. Iðnaðarráðuneytið gaf út erindisbréf til hennar þar sem Kröflunefnd er falið að sjá um byggingu virkjunarinnar. Orkustofnun var síðan fengin til að annast boranir og bygg- ingu gufuveitu. Rafmagnsveit- unum var falið að reisa línuna til Akureyrar, svo og aðveitu- stöðina. — BÁ Simcreíkningarnir finnost ekki — gœtu legíð undir borði einhvers stoðor „Við erum alltaf að vonast eftir að týndu reikningarnir finnist því gaman væri að vita hvernig í þessu liggur,“ sagði Guðmundur Árnason, stöðvarstjóri Pósts og síma I Kópavogi. Fyrir skömmu týndist talsverður fjöldi símreikninga, sem fara áttu í Garðabæ og hafa þeir ekki enn komið fram þrátt fyrir mikla leit. „Reikningunum var pakkað í kassa,“ sagði Guðmundur „og er það hald okkar að kassinn eða kassarnir gætu legið undir borði einhvers staðar. Það kemur ekki að sök þótt þeir finnist ekki, því búið er að gefa út nýja reikninga sem voru sendir út nú um mánaðamótin. Ekki mun koma til lokunar hjá þeim, sem ekki greiða, fyrr en i kringum þann tuttugasta. Þetta eru ákaflega sjaldgæf mistök og það er engin von til þess að skattseðlarnir týnist á þennan sama hátt,“ sagði Guð- mundur er hann var spurður að því hvort þeir gætu ekki farið sömu leið. -KL. Hnattflugmenn- irnir logðu aldrei af stað Flugvélin American Spirit, sem átti að slá núgildandi hnattflugs- met í tilefni af 200 ára afmæli Bandaríkjanna, virðist ekki hafa lagt af stað frá Bandaríkjunum. 1 bréfi, sem Flugstjórnarmið- stöðinni á Reykjavíkurflugvelli barst í síðasta mánuði, var sagt að flugvélin legði af stað frá Washington á miðnætti 30. júní og kæmi til íslands á fimmtudag eða föstudag. t þessari flugferð hugðust tveir Bandaríkjamenn, Clarkstone og Garfinkel, fljúga umhverfis jörðina á undir 100 tímum. Núgildandi met á skrúfuflug- vélum eiga tveir Astralíumenn og er það 122 klukkustundir. í þessari ferð frá Washington átti ísland að vera fyrsti viðkomustaðurinn, síðan Tyrkland, Indland, Ceylon og loks Kalifornía í Bandaríkjunum. Flugvél þessi er af gerðinni Aerostar 601P. Þar eð íslenzku flugumsjóninni barst engin tilkynning um að flugvélin hefði yfirgefið flugstjórnarsvæði Gander á Nýfundnalandi ályktar hún að vélin hafi aldrei lagt af stað. Það verður því einhver bið á að þeir Clarkstone og Garfinkel heimsæki ísland í hnattflugi sinu. -AT- Það er líka hótel að Hafralœk í Hafralækjarskóla í Aðaldal er rekið sumarhótel, Hótel Hafralækur. Það er í um 20 km fjarlægð frá Húsavík og 75 km frá Akureyri. Hótelið er i nýlegu húsnæði og þar eru bæði sundlaug og gufubað. Ennfremur veitist hótelgestum aðgangur að leik- tækjastofu og bókasafni. Þá eru einnig útveguð leyfi til silungs- veiða í Laxá efri. Á Hótel Hafralæk eru 16 her- bergi og auk þess svefnpoka- pláss. Verð er sem hér segir: lxl kr. 2.450, 1x2, kr. 3.200, 1x3 kr. 4.200, morgunverður kr. 550, aðrar máltíðir kr. 800—1500. Matur er ókeypis fyrir börn innan við sex ára aldur en á bilinu sex til tólf er 50% afsláttur. Afsláttur er veittur af gistingu ef dvalizt er lengur en þrjá daga. Hótelstýra er Ragnheiður Jónsdóttir. —JB „STRÁKARNIR VORU ALDREI í II iCTTI I CT A nniD" — segjaforráðamennsiglinga- fl#C I IU dlAlll#lli klúbbannaSiglunessogKópaness Einn af forráðamönnum Siglingaklúbbsins Sigluness, Gísli Árni Eggertsson, hafði samband við Dagblaðið i gær og bað um að komið yrði á framfæri leiðréttingu á frétt um hrakfarir siglingaklúbbsmannanna sem þeir urðu fyrir úti af Seltjarnar- nesi. „Það sanna í málinu var það,“ sagði Gísli, „að strákarnir voru að koma úr hinni árlegu skemmtiferð sem siglinga- klúbbarnir Kópanes og Siglunes fara upp í Saltvík á Kjalarnesi. Við lögðum af stað frá Saltvík á sunnudaginn í góðu veðri og fengum ágætis byr þar til við komum að Seltjarnarnesi. Það var ranghermt að hrakningarnir hefðu orðið við Gróttu. Það var við Sauðanes, sem skútunum þremur hvolfdi." Þá vildi Gísli Árni ennfremur koma því á framfæri að sæfararnir hefðu ekki verið í neinni hættu. Þeir voru allir í björgunarvestum og hlífðar- fatnaði svo að engum varð meint af volkinu. Einnig voru í fylgd með seglbátunum tveir gúmmí- bátar og einn trébátur. I þeim- voru menn sem áttu að vera til taks ef eitthvað bæri út af. „Þá er það einnig ranghermt að lögreglan á Seltjarnarnesi hafi séð um að aka strákunum heim eftir að þeir komu í land," sagði Gisli Árni. „Þeir óku reyndar tveimur heim en nina sáu menn frá Siglingaklúbbnum um." -AT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.