Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 11
DAGBL.AÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 7. JULÍ 1976 Hays-hneykslið hefur orðið til þess að ferill fleiri þing- manna hefur verið tekinn til athugunar með þetta í huga. Ennfremur hafa komið fram ásakanir um það að þingmenn hafi misnotað sér sjóði, t.d. með því að draga sér fé með því að taka þar greiðslur fyrir ferða- lög til heimasveitar sinnar. Umræður um þetta mál hafa orðið æ háværari. Forseti full- trúadeildarinnar hefur nú skipað sérstaka nefnd til þess að kanna hvað hæft sé í þeim orðrómi að þingmenn misnoti almennt sjóði þingsins. Endurskoðunarnefnd þessi nýtur mikils stuðnings meðal þingmanna, sérstaklega yngri fulltrúa demókrata, sem óttast að ásakanirnar geti orðið þeim að falli í næstu þingkosningum. Yngri þingmenn stóðu fyrir svipuðum aðgerðum fyrir nokkrum árum, er urðu til þess að nokkrir þingmenn féllu í kosningunum. Vegna ytri þrýstings hefur nú verið lagt fram lagafrumvarp í fulltrúadeildinni sem gerir ráð fyrir því að reikningar þingsins verði opnari almenningi og um leið verði völd stjórnunar- nefndar þingsins gerð minni. Þessi nefnd, sem hefur f jölda manna í sinni þjónustu, var megin valdastoð Wayne Hays þingmanns sem var formaður hejtnar. Lagafrumvarpið er nú til meðferðar hjá þinginu og er búizt við því að miklar breytingar verði gerðar á þvi áður en það fær fullnaðaraf- greiðslu. Sérstaklega ber á tillögum frá yngri þingmönnum repúblikana, sem finnst ekki nóg að gert. Þeir eiga líka enn um sárt aQ binda eftir Watergate- hneykslið, sem varð til þess að Richard Nixon varð að segja af sér forsetaembætti. Ronald Dellums, einn þing- manna demókrata, er einn af þeim sem gagnrýnt liafa frumvarpið og segir það vera ófullnægjandi. ,,Þar er ekki gert ráðfyrirþví að fullnaðarskýring fáist á þeim atburðum, sem gerzt hafa,“ segir hann í blaðaviðtali. „Hvað um þær ásakanir að þingmenn ferðist til útlanda á kostnað ríkisins og hvað um þær ásakanir að þingmenn séu í allt of nánu sambandi við sum- ar erlendar ríkisstjórnir? “ Meira en 100 þingmenn repúblikana, undir forystu repúblikans John Rodes frá Arizona, hafa gagnrýnt lrum- varpið og vilja að þingmönnum verði settar enn strangari reglur. „Frumvarpið mun einfald- lega ekki færa almenningi heim sanninn um að við munum hegða okkur betur héðan af“, segir hann. „Við verðum að sannfæra fólk um að við viljum refsa mönnum fyrir það sem þeir gera rangt.“ Þá hafa menn haldið því fram að siðgæðisnefnd þingsins ætli sér ekki að kanna nánar ásakanir sem bornar hafa verið á hendur þingmanninum Robert Sikes. Þingmaðurinn, sem er frá Flórida og er formaður nefndar sem sér um fram- kvæmdir á vegum hersins, hefur verið sakaður um að hafa lagt þeim framkvæmdum lið sem hann græddi á fjárhagslega. Sikes hefur neitað þessu harðlega og nefndin 'helur enn ekki látið málið til sín taka. Þá er á ferðinni annað mál sem þingmenn hafa enn ekki gefið sér tíma til þess að rannsaka nánar: ólöglegar greiðslur í kosningasjóði frá stórum fyrirtækjum. Því er jafnvel haldið fram að mjög áhrifamiklir þingmenn séu á launaskrá fyrirtækjanna og tali þeirra máli í þinginu. Mörgu er því ólokið ennþá og enn má búast við þvf að nýjar uppljóstranir verði á þessu viðkvæma sviði. ✓ Geirfinnsmólið og dómsmálahneykslið Undirritaður skrifaði fyrir alllöngu tvær greinar í Dag- blaðið um Geirfinnsmálið. Þar voru uppi hafðar spár um fram- vindu málsins og sé ég ekki betur en þær hafi rætzt bók- staflega. Hver vefengir t.d. að nú sé sú staða uppkomin að álit almennings á löggæzlu og dóm- stólum sé fyrir neðan öll núll? í Dagbl. 7.4 1976 skrifaði ég: „Ég sé satt að segja ekki annað en nú hilli undir eitt mesta réttar- hneyksli í íslenzki sögu, þar sem grunaðir stórafbrotamenn muni innan skamms snúa vörn í sókn og fá sér dæmdar óhemju fjárfúlgur frá ríkinu vegr.a skorts á sönnunum." t útvarpserindi um daginn og veginn í vetur vék ég að toll- gæzluembættinu í Reykjavík, benti á furðulítil afköst þeirrar stofnunar í því að koma í veg fyrir smygl og þá sérstaklega splrasmygl. Nú hafa þeir at- burðir gerzt sem varpa sérstöku ljósi á tollgæzluna reykvisku, þar sem 1 eða 2 háttsettir embættismenn þar hafa verið sekir fundnir um þann verkn- að, sem þeir eiga ofar öllu að aftra öðrum frá. Eg get ekki látið hjá lfða að benda þeim Þórarni Þórarinssyni alþingis- manni og Ellert Schram alþingismanni á þetta atvik þar sem þeir vildu, að því er ég bezt veit, fordæma ofangreind um- mæli mín í útvarpinu um toll- gæzluna í Reykjavík. Ég hygg, að bæði þeim og öðrum væri hollara að kynna sér með bæði augu opin þann ósóma, sem við- gengizt hefur við bæjardyr þeirra, trúlega árum saman, áður en þeir hafa efni á að kasta hnútum í þá, sem reyna af veikum mætti að hamla gegn þessari öfugþróun. í framhaldi af þessu hefur það síðan skeð, að dagblaðið Tíminn, málgagn sjálfs dóms- málaráðherrans, hefur kastað grímunni og hafið hatramma rógsherferð á hendur tveim þekktustu og virtustu rann- sóknarlögreglumönnum okkar, þeim Kristjáni Péturssyni og Hauki Guðmundssyni. Þessi rógskrif Tímans virðast mér sanna ótvíræð tengsl Kristins Finnbogasonar framkvæmda- stj. Tímans við þá menn, sem mest hafa verið á döfinni í Klúbb- og Geirfinnsmálinu. Af þessum skrifum Tímans má einnig ráða að forysta Fram- sóknarflokksins með Ólaf dómsmálaráðherra í broddi fylkingar sé staðráðin í að koma í veg fyrir að mál þessi verði upplýst og almenningi gerð heyrinkunn. Augljóst er að þau orð dómsmálaráðherra, að hann sé reiðubúinn að að- stoða og efla Geirfinnsrann- sóknina, er yfirvarp og fals. Hvers vegna er það ekki gert? Hvers vegna er ekki annar sakadómari skipaður, ef sá, sem nú hefur málið með höndum, vill ekki taka á þvi af krafti? Og hvers vegna þessi tvískinnung- ur, hr, dómsmálaráðherra? Á sama tíma og þú segist vilja auka og efla rannsóknina fyrir- skipar þú í þínu blaði svívirði- leg rógskrif um þá, sem skeleggastir hafa verið í barátt- unni við Klúbb-mafíuna? Kœra á saksóknara í undirbúningi Fyrir allmörgum árum kærði ég tiltekinn lögreglustjóra fyrir meintan lélegan embættisrekst- ur. Þáverandi dómsmálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, staðfesti þá kæru með því að láta þann embættisman víkja úr embætti. Ég sé ekki annað en framkvæmd dómsmála í höndum ráðherra og ríkissak- sóknara kalli í dag á slíkar aógerðir. Mörgum hættuleg- ustu eiturlyfjasölunum er nú t.d. sleppt með litlar sem engar refsingar samkvæmt fyrirmæl- um frá Þórði Björnssyni ríkis- saksóknara. Mann skal ekki undra þótt duglegir rann- sóknarlögreglumenn séu gramir og finnist störf sín unnin fyrir gýg. Er Klúbburinn merkilegasta menningar- fyrirtœki Reykjavíkur? Það er staðreynd að í umræð- um um mannshvörf og morð í vetur og vor hefur veitmgu- húsið Klúbburinn mjög verið á dagskrá. Furðuleg tilviljun má það vera í sambandi við mannshvörfin að sumir þeirra, sem þar um ræðir, hafa unnið í Klúbbnum ellegar eru að koma úr honum eða eiga þar sitt síðasta stefnumót. Þrátt fyrir þetta virðist veitingahús þetta vera eitt þarfasta menningar- fyrirtæki borgarinnar. Þegar gamalgrónu fyrirtæki eins og útgáfu — og prentsmiðju- rekstri Björns Jónssonar ráð- herra, ísafold, er lokað vegna vangoldins söluskatts, þá þykir nauðsyn að sjá í gegnum fingur við merkisstarf eins og það sem stundað er í Klúbbnum. Klúbburinn getur skuldað himinháar upphæðir I söluskatt án þess að eiga á hættu stöðvun atvinnurekstrar, enda er sagt að eigendurnir eigi marga vini, sem standa dyggir um menninguna, ef hallar undan fæti hjá fyrirtækinu. Hvað skal til bragðs taka? Eins og áður segir er lítill áhugi hjá æðstu mönnum dóms- mála að leiða morðmálin til lykta, enda strax í upphafi ofviða þeim, sem þau voru fengin í hendur. Nú er beðið eftir að blöðin þagni, svo hægt sé að enda á einhverri enda- leysu eins og t.d. því að stúlkan hafi drepið Geirfinn. Það erfiðasta sem Kristinn Finn- bogason, Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn í Klúbbnum glíma við um þessar mundir er að þagga niður í Kristjáni og Hauki, Ólíklegt er að hinir amerísku eiturlyfjasalar, er höfðuðu mál á þá félaga, muni afreka mikið á þeim vettvangi. Á meðan þeir Kristján og Haukur hafa ekki verið flæmd- ir úr starfi er ómögulegt að vita upp á hverju þeir kunna að taka. óll lögreglustarfsemi Kjallarinn Hilmar Jónsson hefur verið lömuð og er embættið í Keflavík bezta dæmið þar um. Duglegur full- trúi var fluttur úr yfirstjórn lögreglunnar, lítt reyndir menn ráðnir í beztu lögreglumanna- stöðurnar, svo sem stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns og varðstjóra. Afleiðingin: margir vökulustu lögreglumenn liðsins er á förum í önnur störf. Upp á þessa þróun horfir al- menningur sljóum augum, unz ný morð munu vekja hann á ný. Að blöðunum verður hert á vanalegan hátt og reynt að gera alla heiðarlega gagnrýnendur útlæga þaðan. Er virkilega ekkert, sem við getum gert? spyr það fólk, sem gjarnan vill spyrna við fótum. Jú, við getum sitthvað gert. Fyrsta skrefið er að stofna samtök, sem hefðu það að markmiði að berjast gegn glæpastarfsemi. Þeir, sem áhuga hafa á því máli, eru beðnir að hafa samband við undirritaðan. Hilmar Jónsson bókavörður, Keflavik.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.