Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 9
DACMI.AÐH) — MIÐVIKUDACUK 7. JULÍ 1976 9 Umferðaröngþveiti Breiðholtsbúa brótt úr sögunni Kýi vegurinn fró Stekkjarbakka að Hólahverfi tilbúinn í haust ,,Ég er bjartsýnn á aö lokiö vcrði við gerð nýja vegarins upp í Breiðholt III á tilsettum tíma, eða 15. október," sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri í samtali við Dagblaðið. Vegurinn mun liggja frá Stekkjarbakka, eða norðan Breiðholts I, og beina leið upp í Hólahverfi. Með tilkomu þessa vegar styttist leiðin í Hólahverfið að miklum mun því menn losna við hringakstur um allt Breiðholtshverfið núverandi. í þennan nýja veg verða lagðar þípur sem hleypa má á Skólastjóri Álftamýrarskólans: Vítir Vestfjarðo- leíð haiðlega — fyrir að fara með unglinga eftirlitslaust í skólaferðalag i júlimónuði Ragnar Júlíusson skólastjóri Álftamýrarskólans hefur beðið Dagblaðið að koma á framfæri eftirfarandi vegna fréttar á baksíðu i gær um drykkjulæti unglinga í Þórsmörk um síðustu helgi. ,,Það kann að vera rétt, að unglingarnir, sem áttu hlut að máli í Þórsmörk, hafi verið úr Álftamýrarskólanum," sagði Ragnar, ,,en eftir því sem ég hef komizt næst er þarna um gamla nemendur að ræða. Ég ætla ekki að bera í bætifláka fyrir þessa unglinga og hegðun þeirra en vil hins vegar víta harðlega flutninga- fyrirtækið sem sá fyrir því að flytja hópinn í Þórsmörk. Þetta er Vestfjarðaleið sem hefði átt að vita að engir skólar fara í skólaferðalög í júlímánuði. Alftamýrarskóli fer í ferðalag í Þórs'mörk á hverju vori með hóp af nemendum úr áttunda bekk. Þá er skipt við Guðmund Jónasson og hefur það samstarf gengið í alla staði vel. Þá eru einnig 6-8 kennarar í för með hópnum. Ég tel það mjög undarlegt,“ sagði Ragnar Júlíusson að Íok- um, ,,ef stórt flutningafyrir- tæki, sem Vestfjarðaleið er, sér ekkert undarlegt við að fara með unglingahóp í skóla- ferðalag í júlimánuði og algjörlega eftirlitslaust þar að auki.“ ‘ÁT- heitu vatni. Má þvi telja fullvíst, að með tilkomu hans ljúki erfiðleikum íbúa í Hólahverfi á snjóþungum vetrardögum, að minnsta kosti á heimreiðinni. Frekari vegaframkvæmdir eru áformaðar með tengingu Breið- holtshverfis við Árbæjarhverfi. Eins og flesta rekur minni til urðu mjög miklar tafir á umferð á Breiðholtsbrautinni sl. vetur. Þegar snjórinn var mestur komst fólk ekki til vinnu sinnar fyrr en eftir hádegi. Bensínkostnaður hefur einnig verið mikill fyrir fólk í Hólahverfi. En nú er raunum Hólhverfinga senn lokið hvað þetta snertir og byggðin þar aðgengilegri en áður. -KP Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við nýja veginn upp í Breiðholt III. Millisvœðamótið i Manila: MECKING OG HORT TALDIR ÖRUGGIR Baróttan stendur um hver verður þriðji maðurinn Peningageymsla Sparísjóðs vél- stjórarísaf grunni Brátt fer að líða að því að hús Landssambands íslenzkra útvegsmanna og Sparisjóðs vélstjóra rísi af grunni við Borgartún. Er Dagblaðið átti þar 'eið fram hjá í gærdag var unnið að því að steypa grunninn — og þar á meðal fyrirhugaða pen- ingageymslu sparisjóðsins. Svo sem lög gera ráð fyrir verður peningageymslan ólíkt ramm- gerðari en veggir hússins. Venjulega eru veggir 20 sentí- metra þykkir en múrar pen- ingageymslunnar verða hvorki meira né minna en 50 senti- metrar. Ekki var annað að sjá á byggingarmönnum í gær en þeir legðu sig fram um að gera peningageymsluna sem traustasta úr garði. Þeir voru þó spurðir að því, svona til vonar og vara, hvar akkilesar- hæll geymslunnar væri. „Við segjum nú ekki frá því,“ svöruðu þeir. „Veika puntkinn höfum við fyrir okkur sjálfa!" -ÁT- Sextánda umferð millisvæða- skákmótsins í Manila var tefld í gær. Hún olli engum breyting- um — ennþá — á röð efstu manna í mótinu því engum þeirra fjögurra, sem bezt standa að vígi eftir 15 umferðir og að öllum biðskákum loknum (nema einni) tókst að ljúka sinni skák i 16. umferðinni. Mecking valdi Sikileyjarvörn gegn Balashov sem hafði hvítt. Hort valdi einnig Sikileyjar- vörn (lokaða afbrigðið) í skák sinni við Ljubojevic. Polugajevsky stýrði einnig svörtu mönnunum í skák sinni gegn Mariotti. Rússinn valdi einnig Sikileyjarvörn en skákin fór í bið eftir 40 leiki. Czeskovsky hafói hvítt gegn Uhlmann. Sú skák fór i bið eftir 49 leiki. Svo virðist nú sem hinn ungi Brasilíumaður, Henrick Mecking, og Tékkinn Hort séu orðnir nokkurn veginn öruggir um að komast í átta manna keppnina sem sker úr hver fær að skora á Karpov heims- meistara. Hver þrið.íi maðurinn verður, sem áfam kemst, er ölluól jósara Verðurþar fyrst og fremst um að ræða innbyrðis keppni milli Sovétmannanna Czeskovsk.vs og Polugajevskys. Ribli, Ung- verjalandi, hefur möguleika á því ennþá aö blanda sér í þá baráttu. Möguleikar hans eru þó smáir því aðeins fjórum um- ferðum er nú ólokið á mótinu. Staðan að lokinni 15. umferð. þá er boröiö stóð svo til hréint. vai þannig: 1. Meeklilg 11,5 2 lioii 11 .?. ('zoskovsky 10 4. Polugajevsky 10 5. Ribli . 9 1. Qubojevic 2 — O i 1 1 O 0 1 — — i O — — 2. Balasjov o m 1 - — - — O — i o 2 2 — 2 — 3. Spasskij — 0 % 2 — — i 0 o — — — — 2 - — 4. Ribli 2 — o t 0 i 1 1 1 — — JL - o - — 5. Torre o — — 1 m o — 1 2 0 o O o o o 6. Mariotti o - — o 0 — 1 1 - o - o 2 2 7. Harandi o — 0 0 i i o 0 — O 0 o o o 8. Panno 1 2 i 0 — — 1 % o o o 2 - - 1 o 9. Kavalek 1 — i o o 0 1 w 2 - — — — o 2 — 10. Pachmann 0 0 — — o 0 % — - 0 - o o — - O 11. Polugajeyskij — 1 — — i — ‘W, 1 1 2 — 0 — - i - 12. LianAnnTan — 0 — Q o - o ‘W 0 O Q o 1 2 — o 13. Quinteros 0 0 — 1 — 2 0 2 yy/ — 0 — i O 1 0 14. Georghiu 1 — — 2 — — o 2 — '/yyb — 0 — 2 0 — 15. Mecking — - 2 2 - 2 - 1 í % 2 2 — 1 16. Hort 2 1 i O — 2 1 1 — í — v/v, 2 — 2 o 17. Browne — 1 - 2 - 2 — O 0 — o 0 o 18. Uhlmann o i 1 1 2 — o — — o 2 0 o — 19. Biyiasaa o — — 1 0 O o — i o — O ± — O H 20. Tjeajkovskij — - - — 1 ö 1 i — 2 2 — o i i 2 z 3 y r é 7 í $ lo 11 lí i23 1Y lh' ií. 1? ít 11 Zc Staðan eftir 15. uniferö. Við lestur töflunnar ber þess að gæta að lárélt strik þýðir jalntefli. 6. Ljubojevic 8,5 Balashov 8,5 8. Panno 8 Kavalek 8 Georghiu 8 ll.Spassky 7,5 12. Uhlmann 7 Sá síðastnefndi á einu biðskákina, sem ólokið er, móti Browne frá Bandaríkjunum. Þrir efstu í þessu móti komast i 8 manna keppnina um áskorendaréttinn. Þrír vinna sér rétt af öðru millisvæða- móti, sem fer að hefjast. Auk þess eiga rétt til keppni Bobby Fischer fyrrum heimsmeistari og Korchnoj Sovétríkjunum, sem næstefsti maður á slðasta áskorendamóti. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.