Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 7. JUU 1976 15 Ástarævintýri Johns F. Kennedys og hinnar stórauðugu Judy Campell Exner var leyndarmál sem aðeins fáir vissu um. Það var ekki fyrr en CIA- rannsóknar- nefnd, sem var að kanna Kennedymorðið, komst að þessu að Judy fékkst til að skýra frá kynnum sínum af for- setanum fyrrverandi. En það kom fleira fram við þessa rannsókn. Judy var í tygjum við mafíuforingja að nafni Sam Giancana á sama tima og hún hélt við Kennedy. Virðist svo sem samband henn- ar við mafíuforingjann hafi orðið til að binda endi á samband Judy og Kennedy. Það hófst árið 1960, en í marz 1962 kom J. Edgar Hoover forstjóri FBI með skýrslu til forsetans um samband Judy við Giancana og eftir það hitti Kennedy stúlkuna ekki oftar. Hér fer á eftir frásögn Judy um stefnumót þeirra: Hvernig í ósköpunum er hægt að halda áfram ástarsam- bandi við forseta Banda- rikjanna? Þetta var spurning sem ég spurði sjálfa mig sífellt nóttina sem elskhugi minn, John F. Kennedy, var kjörinn forseti. Ég gat alls ekki hugsað mér að eiga stefnumót við hann í Hvíta húsir.u. En það gat Jack (John. F. gekk undir því gælunafni). Við höfðum verið sarnan frá því að fyrstu for- kosningarnar fóru fram í New Hampshire og Jick var ekki á þeim buxur.um að sambandi okkar þyrfti að ljúka við það eitt að hann yrði forseti. Hann gerði mér þetta ákaf- lega vel ljóst þegar við hittumst á laun í Chicago .3 mánuðum eftir að hann hafði svarið embættiseiðinn. Það var í fyrsta skipti sem við elskuðumst eftir að hann varð forseti. Þar gafst okkur ekki tími til að dvelja saman nema í 20 mínútur og notfærðum við okkur þær til hins ýtrasta. Við höfðum ekki sézt í nokkra mánuði og auðfundið var að hann hafði saknað mín. Viku seinna átti ég stefnumót við hann í Hvíta húsinu. Ritarinn hans boðaði mig til stefnumótsins. I samtalir.u notaði hún starfstítil Jacks, þegar hún nefndi hann. Það var eins og eitthvað færi af stað innan í mér þegar ég heyrði orðið forseti. Það var eins og rynni upp fyrir mér hvað ég væri komin út á hættulega braut. Að forseti Bandaríkjanna væri elskhugi minn. Ég var ennþá að hugsa en verið kölluð aftur að flug- stöðinni. Ég hef aldrei fengið eins mikið af augnagotum á ævinni eins og þegar ég kom upp í vélina. Hjá Jack gætti afbrýðisemi í garð Teds bróður hans. Ég held að það hafi stafað af því að þegar ég hitti Jack i fyrsta skipti var bróðir hans með honum. Þetta kvöld reyndi Ted ákaft að fá mig til að sænga inoð sór. Fyrstu kynnin Ég hitti Jack í fyrsta skipti í Las Vegas í febrúar 1960. Við fyrstu sýn féll ég fyrir honum. Mér var boðið að setjast við borðið þar sem bræðurnir sátu ásamt Frank Sinatra. Elskuleg- heit Jack, sjarmi og skopskyn töfraði mig algerlega fyrir utan það hvað hann var myndar- legur. Þá veitti ég því og athygli hvað hann var góður áheyrandi og átti eftir að sannfærast um að ekki var notalegra að tala um sjálfan sig við nokkurn annan mann. Þetta kvöld reyndi Ted ákaft að fá mig til að fara með sér til Denver, en þangað átti hann að fljúga um miðnætti. Ég gat alls ekki fallizt á það enda þó mér litist í rauninni vel á hann. Ted var 27 ára gamall, en virkaði ákaflega barnalegur samanborið við Jack. Ted hringdi morguninn eftir og hafði þá frestað ferð sinni og fór þess enn á leit við mig að ég kæmi með.en ég móðgaði hann hálfpartinn með því að neita því stöðugt. Þennan sama morgun hringdi Jack. Það leið hins vegar heill mánuður þar til við sáumst aftur. Allan þann tíma sendi hann mér blóm og hafði oft símasamband við mig. Hann spuröi mig mikið um fjölskyldu mína. Hann var sjálfur mjög ánægður með það að vera úr stórri fjölskyldu. Ég man eftir því að einu sinni ræddum við um Hubert Humphrey. Hann var þá að keppa um útnefningu sem forsetaefni fyrir demókrataflokkinn á móti Jack „Aumingja Hubert,“ sagði ég einu sinni. „Það eru svo fáir Humphreyar og svo margir Kennedyar. Hver sem er gæti orðið forseti, sem ætti að fjölskyldu eins stóra og viljuga og þína. Hvernig getur eitt land borið svona marga Kennedya.“ Þá hló Jack og sagði: „Gleymdu ekki barnabörnunum. Bíddu bara þangað til að þau fara að vekja eftirtekt. Við munum yfirtaka allt landið — ef til vill allan heiminn". Judy Exner eins og hún lítur út í dag og John F. skömmu áður en hann var myrtur. ÁSTARLÍF JOHNSF KENNEDYS um þetta þegar ég kom að Hvíta húsinu. Það virtist eins og fólk væri alls staðar hvar sem litið var. Mín fyrsta hugsun var: hvernig í ósköpunum eigum við að geta verið ein? Eitthvað hafði komið upp í millitíðinni þannig að við gátum ekki verið saman þetta kvöld. Jack bað mig að hitta sig daginn eftir. Ég varð óneitanlega fyrir miklum vonbrigðum. Þegar ég kom svo aftur næsta dag stakk hann upp á því að við fengjum okkur sundsprett. Það kom óneitan- lega fát á mig og síðan aftók ég það. Jack lét sér fátt um finnast og s.vnti sjálfur. Þegar við vorum setzt að hádegisverðar- borði byrjaði hann strax að pumpa mig um það fólk sem við könnuðumst bæði við. Einkum og sér í lagi hafði hann áhuga á Frank Sinatra. Jack var ekki fyrir það að sýna ástarhót, kossa og slíkt, nema því aðeins að eitthvað meira stæði til. Eftir að við höfðum elskazt lágum við lengi og töluðum saman. Ég hafði hins vegar áhyggjur af því að ég þyrfti að ná í flugvél. Hann bað mig að hafa ekki áhyggjur af því. Loksins komst ég út úr Hvíta húsinu og sérstakur bíll, sem einn af bílstjórum forsetans ók, keyrði mig út á flugvöll. Ég flýtti mér eins og ég gat til þess að ná Chicagovélinni. Mér brá heldur en ekki þegar ég áttaði mig á því að vélin hafði verið farin af stað eftir flugbrautinni JFK og Frank SinsMra. „Jack vissi að við Frank vorum mjög nánir kunningjar og hann re.vndi óspart að fá slúðurfrétlir upp úr mér,“ scgir Judy. i» s ■ •Jud.v Exncr: Það var undarlcg tilfinning að hvíla i örmum manns scni ég þckkti scm Jack cn aðrir scm forseta Banda- rikjanna. Edward (Tcd) og John F. Kcnncdy. Myndin cr tckin um 1960. „Ég licld að Jack liafi vcrið mjög ána-gður nici’.aðhafa komizt yfir mig. þ.ír scm Tcd lókst það ckki". scgir Judy.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.