Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 7. JULl 1976 Heilladísirnar ekki hliðhollar Skaganum — Skagamenn ferðast til Tyrklands, Keflavík fœr v-þýzka liðið Hamborg og Fram lenti gegn Slovan Bratishva f rá Tékkóslóvakíu í Evrópukeppnunum þremur, en drogið var í gœr Gæfan hefur ekki verið hlið- holl Skagamönnum þegar dregið hefur verið í Evrópukeppni. Skagamenn hafa þurft að ferðast til Möltu og Kýpur, Kænugarðs — og nú til Tyrklands. Já, hún brá ekki út af vananum — Skaga- menn drógust gegn tyrknesku meisturunum Trabzonspor í Evrópukeppni meistaraliða. Keflvíkingar fá — eins og áður — verðuga mótherja. Það er v- þýzka liðið Hamborg SV í Evrópu- keppni bikarhafa. A síðasta Keppnin í kvðld Karlottkeppnin heldur áfram í kvöld og möguleikar á íslenzkum sigrum miklir. Klukkan 17 hefst sleggjukast og stangarstökk. Kl. 18.30 hcfst 100 metra grinda- hlaup kvenna og kúluvarp karla. Síðan tekur ein greinin við af annarri og mótinu lýkur með boðhlaupum —4x400 metra boðhlaupum karla og kvenna. Ekki er að efa að áhorfendur munu fjölmenna á Laugardals- völlinn í kvöld. Talsvert var af áhorfendum í gærkvöld og tóku þeir þátt í mótinu af lífi og sál enda keppnin jöfn og spennandi. Það má því búast við földa áhorfenda hvetjandi landann áfram. Hvert sig er mikilvægt og möguleikar á fyrsta sætinu í mótinu, rétt eins og í Tromsö, talsverðir. st., Island 136 stig og Sv'iþjóð 126 stig. 1 kvennagreinum var Noregur efstur með 72 stig, ísland og Svíþjóð hlutu 70 stig, og Finnland 63 stig. 1 karlagreinum voru Finnar hins vegar jafnastir — hlutu 81 stig, Norðmenn 72, íslendingar 66 og Svíar 56 stig. I kvöld heldur keppnin áfram — keppni um sekúndubrot og senti- metra. Veður var ekki hagstætt til keppni, þegar Kalott-keppnin hófst — talsverð gola af suð- austan og ekki sérlega hlýtt. Áföll urðu hjá íslenzka liðinu. Stefán Hallgrímsson gat ekki keppt í 400 m grindahlaupinu — grein, sem hann hefði leikið sér að sigra í eins og í fyrra — og Friðrik Þór Öskarsson gat heldur ekki keppt í langstökki vegna meiðsla. Vegna þessara forfalla varð ísland af mörgum stigum. Fyrstu tvær greinarnar, 400 m grindahlaup karla og kvenna, voru ekki beint uppörvandi fyrir hina íslenzku áhorfendur. Þó fjórða og fimmta sæti þeirra Jóns Sævars Þórðarsonar og Þorvaldar Þórssonar — en í kvennahlaup- inu voru íslenzku stúlkurnar langsíðastar. Fyrsta skipti, sem keppt er í 400 m grindahlaupi kvenna á Kalott-leikum og þar fengu hinar þjóðirnar sjö til tíu stiga forskot á ísland. En það birti fljótt tii. pjarni Stefánsson og Sigurður Sígurðs- son voru í tveimur fyrstu sætun- um í 200 m hlaupi — Erna Guð- mundsdóttir og Ingunn Einars- dóttir i tveimur fyrstu sætunum í 100 m hlaupinu. 1 fyrri riðlinum, sem lngunn hljóp í, áttu keppendur í nokkrum erfiðleik- keppnistímabili í Þýzkalandi var það Hamborg sem veitti meistur- unum Borussia Mönchengladbach mesta keppni og hafnaði í öðru sæti í þýzku Bundeslígunni. með Hamborg — þar er í farar- broddi júgóslavneski landsliðs- maðurinn Oblak. Framarar geta ekki kvartað undan slökum mótherjum — þeir mæta Slovan Bratislava frá Tékkóslóvakíu í UEFA keppn- inni. Nýlega urðu Tékkar Evrópu- meistarar landsliða þannig að í dag'eru Tékkar ,,fremsta“ knatt- spyrnuþjóð Evrópu. Margir þeir leikmenn er tryggðu Tékkum Evrópumeistaratitilinn leika ein- mitt með Bratislavaliðinu. Öll íslenzku liðin eiga heima- leikinn fyrst, um miðjan septem- ber og leika síðan ytra í lok sept- ember. Evrópumeistararnir Bayern Munchen fengu létta mótherja — dönsku meistarana Köge. Liverpool, ensku meistararnir drógust gegn írska liðinu Crusaders. I UEFA keppninni drógust mörg fræg lið saman — Man- chester liðin United og City fengu bæði erfiða mótherja. United fær fyrrum Evrópumeistarana — Ajax frá Amsterdam, City lenti gegn Juventus frá Italíu. QPR leikur gegn Brann, Noregi. Liðið hans Atla Þórs Héðinssonar í Danmörku, Holbæk ferðast yfir landamærin til Þýzkalands — leikur gegn Eintracht Brauns- schweig. Það var hrífandi að horfa upp i stúkuna á Laugardalsvellinum i gærkvöld, þegar hlaupararnir geystust í mark í síðustu grein- inni — 4x100 m boðhlaupinu . Um þúsund áhorfendur voru allir staðnir á fætur og hvöttu Bjarna Stefánsson, sem hljóp lokasprett- inn fyrir ísland, af öllum lífs og sálar kröftum. Þegar Bjarni sleit marksnúruna vel fyrstur var fögnuðurinn innilegur — slík stemmning hefur ekki verið á ís- landi á frjálsíþróttamóti síðan á gullöld íslenzkra frjálsiþrótta fyrir rúmum 25 árum. Já, hrifning var mikil á Laugardals- vellinum — Kalott-keppnin er ljúf keppni, hrífandi fyrir áhorf- endur og keppendur. íslenzku áhorfendurnir höfðu líka oft tækifæri til að fagna. í sex greinum af 16 sigruðu íslend- ingar — og fimm þeirra sigra voru í hlaupum — Finnar unnu í fjórum greinum, Norðmenn og Svíar í þremur greinum. Þrátt .fyrir flesta sigra eru ís- lendingar þó ekki efstir í stiga- keppninni eftir fyrri daginn. Noregur og Finnland hafa 144 Bretland, Kanada og Pólland háðu landskcppni í frjálsum íþróttum um helgina. Keppnin fór fram á Crystal Palace í Lundúnum — Bretland sigraði bæði í karla og kvennagreinum. Þó var fátt um fína drætti —en keppnin skemmtileg. Kanada- maðurinn Dave Hill kom talsvert á óvart með sigri sínum í 1500 metra hlaupi — sigraði þar eina helztu von Breta á Olympíu- leikunum, Brendan Foster. Hill fékk tímann 3.41.92 í 1500 metrunum, Foster 3.42.93. Þess ber þó að geta að Foster hleypur ekki í þessari grein í Montreal heldur 5000 og lOOOO metrunum. Englendingurinr. Geoff Capes sigraði örugglega í kúluvarpinu, varpaði kúlunni 20.83 — rúmum tveimur metrum lengra en keppinautar hans. Pólverjinn Bronilav Malinowski sigraði í 3000 metra hindrunarhlaupinu — hann sigraði Bretann Tony Staynings örugglega í steikjandi sólinni. Malinowski fékk tímanrt 8:22.48, Staynings 8:28.48. I þrístökkinu sigraði Bretinn Alan Moore — stökk 16.41, tveimur sentimetrum lengra en Pólverjinn Jocchimowski — 16.39. Bretar sigruðu Pólverja 106-103 í karlagreinum, fyrsti sigur þeirra gegn Pólverjum. Þess ber þó að geta að Pólverjar voru ekki með sitt sterkasta lið. Kanada- menn sigruðu Bretarnir með 127- 101. í innbyrðiskeppni Póllands og Kanada sigruðu þeir fyrr- nefndu með 1,31-71. í kvennagreinum sigruðu brezku stúlkurnar þær pólsku með 74‘/4 gegn 7114 og þær kana- dísku með 71-64. Kanadísku stúlkurnar sigruðu þær pólsku með .70-65. Ingunn Einarsdóttir, IR, var mesti yfirburðasigurvegarinn i keppninni í g*r — íslandsmet hjá Ingunni, sem hijóp á 56.6 sek., þrátt fyrir mikinn mótvind sióar sek. Á DB-mynd Bjarnleifs að ofan sést Ingunn koma i mark — hreint Atrúlegi Stemmning e öld íslenzkra — í Kalott-keppninni á Laugardalsvelli í gœrkvöld Sigurinn kom mér skemmtilega á óvart þar sem ég hef ekkert getað æft kúluvarp i tæpt ár, sagði Guðrún Ingólfsdóttir frá Hornafirði en hún sigraði í kúluvarpi á Kalottkeppn- inni í gærkvöld. Hún varpaði kúiunni 11.48 og skaut þeim Emmu Grönmo og Pirjo Keraenen aftur fyrir sig. Ég hef ekkert getað æft í tæpt ár vegna vinnu minnar. Eins er aðstaðan á Horna- firði ákaflega bágborin. Hins vegar er ég ákveðin í að æfa í vetur. Ég mætti á æfingu í gær hjá Guðmund; Þórarinssyni og varpaði þá tæpa tólf metra. Það kom mér mjög á óvart. Ég bjóst þó ekki við sigri, reiknaði með að Emma Grönmo frá Noregi myndi sigra. I ^ ^ ^ ^ Guðrún Ingólfsdóttir - ir sigurinn í gær. DB-mynd Bjarnleifur. í Kerlingarf jöllin Skíðamarkaður: Skíðafatnaður, 10% afsl. Skíðaskór á börn frá kr. 3.000,- Skíðaskór á fullorðna frá kr. 6.000.- Moonboats kr. 3.900 (40% afsl.) 20% afsl. af sumum skíðagcrðum. Parablack og skíðastopparar og margt, margt fleira. Komméráóvort Góðir sigrar Breta

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.