Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 6
G DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 7. JULl 1976 Hvítur tapír týndur Hvítur tapír. sennilefja sá eini sinnar tegundar i heiminum er enn týndur. eftir ad hann hvarf frá dýragarði í Svíþjóð. Fjölmargar visbendingar hafa borizt til lögreglunnar um ferðir þessa sjaldgæfa suður-ameríska dýrs, en ennþá hafa þær ekki leitt til neins. Dýrið er vel synt og ef það hefur ekki lagzt til sunds á haf út telur stjórn dýragarðsins, að ekki sé útilokað að það lifi einhvers staðar góðu lífi. Ljósmyndarinn Jan Lindblad gaf dýrasafninu hvítingjatapírinn fyrir tíu árum, og ef dýrið finnst einhvers staðar á lífi, verður strax haft samband við hann. því hann kann að herma eftir ástarkalli dýrsins og getur því lokkað það til sín. Brezkt Lockheed-mál í uppsiglingu? „Hið óhœfa andlit a uðvaldsstefnunnar" Stjórnskipuð nefnd gagnrýnir verzlunarhœtti brezkra stórfyrirtœkja Alþjóðlega verzlunarfyrir- tækið Lonrho var í morgun miðdepill í hávaðasamri deilu um siðgæði brezkrar kaup- sýslu eftir að birt var skýrsla um þá starfsemi. Skýrslan var samin af stjórnskipaðri nefnd sem er mjög gagnrýnin á nefnt siðgæði. Brezku blöðin flenntu skýrslúna yfir forsfður sínar í morgun og svo virðist sem eftirmáli rannsóknar stjórnar- innar verði umdeildari en skýrslan sjálf. Fyrir þremur árum lýsti Edward Heath, þáverandi for- sætisráðherra, því yfir að starfshættir Lonrho væru ,,hið óhæfa andlit auðvaldsstefn- unnar.“ Lonrho hefur um hundrað þúsund manns á launaskrá og rekur umsvif- mikla námu- og verzlunarstarf- semi í Miðausturlöndum og Afriku. Aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að skýrslan var birt i gær hafði Angus Ogilvy, sem tengdur er Elísabetu drottningu í gegnum konu sína sagt skilið við viðskipta- lífið, Jafnframt var því haldið frani. að stór brezk fyrirtæki virtu að vuttugi viðskiptabann- ið á Ródesíu, þar sem stjórn hvíta minnihlutans ræður öllu. Búizt er við að þingmenn Verkamannaflokksins muni ræða skýrsluna á þingi í dag. Niðurstöður rannsóknar- nefndarinnar eru m.a. þær, að Lonrho hafi farið „óeðlilega“ með fjármuni sína þeg- ar verið var að fjármagna koparnámur í Ródesíu eftir að stjórn landsins lýsti einhliða yfir sjálfstæði 1965. Ródesia var til þess brezk nýlenda. f skýrslunni er einnig getið um að ýmsir forstjórar hafi búið í ókeypis húsnæði og nokkrir viðskiptavinir erlendis hafi þegið sérstakar fjárgreiðslur. Skýrslan hefur verið send saksóknara ríkisins, en það mun vera venja, þegar skýrsl- ur á borð við þessa eru opinberaðar. BANDARÍKJAMENN GERA KVIKMYND UM ENTEBBE Universal-kvikmyndafélagið hefur tilkynnt, að það muni láta gera kvikmynd sem bera á heitið „Björgunin á Entebbe “ og sem byggð verður á atburð- unum á flugvellinum á sunnu- dagsmorguninn, er ísraelskir hermenn björguðu gíslum úr höndum flugræningja. Leik- stjóri kvikmyndarinnar verður George Roy Hill, sá hinn sami og leikstýrði „The Sting". f tilkynningu frá kvik- mynadafélaginu segir enn- fremur: „Við hófum undir- búning að samningagerð, strax og við heyrðum um hina ótrú- legu björgun, sem hinir frá- bæru og hugrökku ísraelsku hermenn framkvæmdu." Góóa feró tíl Grænlands FLUCFÉLAG LOFTLEIBIR /SLAJVDS Félög þeirra 'sem feróast þotum félaganna eöa SAS. Flestir þeir sem fara til Narssarssuaq dvelja þar nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl ef vill. ( Narssarssuaq er gott hótel meö tilheyrandi þægindum, og óhætt er aö fullyrða aö enginn verður svikinn af þeim skoöunarferöum til nærliggjandi staöa, sem i boöi eru. í Grænlandi er stórkostleg nátturufegurö, og sérkennilegt mannlíf, þar er aö finna samfélagshætti löngu liöins tima. Þeir sem fara til Grænlands i sumar munu örugglega eiga góða ferö. Til Kulusuk fljúgum viö 5 sinnum í viku með Fokker Friendship skrúfuþotum okkar. Feröirnar til Kulusuk, sem er á austur- strönd Grænlands, eru eins dags skoðunarferðir, lagt er af staö frá Reykja- víkurflugvelli, aö morgni og korpið aftur aö kvöldi. ( tengslum viö feröirnar til Kulusuk bjóöum viö einnig 4 og 5 daga ferðir til Angmagssalik, þar sem dvaliö er á hinu nýja hóteli Angmagssalik. Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á vesturströnd Grænlands, er flogiö 4 sinnum i viku frá Keflavíkurflugvelli meö Peking: Þjóðarsorg eftir dauða Chu Teh Fánar blöktu í hálfa stöng í Peking í gær til minningar um hinn látna herforingja, Chu Teh, mestu strlðshetju Kin- verja og af sumum talinn stofn- andi Rauða hersins. Fólk kom saman í litlum hóp- um til þess að lesa minningar- greinar um herforingjann, sem var niræður, er hann lézt. Var hann alla tið einn af valda- mestu mönrium í Kína, jafnvel talinn hafa haft jafnmikil völd og Mao formaður. Á forsiðum dagblaða í Pek- ing voru birtar ljósmyndir af Chu Teh og í minningargrein- unum sagði: „Við munum eilif- lega minnast hins mikla her- foringja og félaga, Chu Teh, eins mesta byltingarmanns, kínversku þjóðarinnar.“ Þó mun minning hans serini- lega haldast hvað lengst á lofti fyrir það að hafa stjórnað hinni sögufrægu göngu Rauða hersins fyrir 41 ári, er byltingarmenn gengu samfellt í tólf mánuði frá Suður Kína til fjallahéraðanna norður í Yennan. Sú ganga hefur síðan verið tákn byltingarinnar þar í landi. t tilkynningu um lát Chu Teh, var ekki greint frá dánar- orsök, aðeins sagt, að hann hefði látizt eftir læknismeð- ferð. Grœnlendingar deila um olfuvinnslu Ef vinna á málma og oliu úr landgrunninu umhverfis Grænland. eiga grænlenzkir verkamenn að vinna við það verk, ekki erlent vinnuafl. Land- grunnið er eign grænlenzku þjóðarinnar. Þessi harðorða yfirlýsing .var samþ.vkkt einróma á þingi ung- mnnnoeomf *i1z *i enm Hol/tíA onv í Holsteinsb.org á Grænlandi, rétt áður en heimastjörnarnefndin fjallar um þessi mál á fundum sínum. Nefndin á meðal annars að fja*!a um það. hverjir séu hinir ■ 'iur. ,'erulegu eigendur land- grunnsins. Einíng er innan nefndarinnar um að þaðoröalag í lögum sem segir, að landgrunnið sé eign „rikisins." verði endur- skoðað én alls ekki hverníg. A þingi ungmennasamtakanna var einnig samþ.vkkt að leggjast gegn þvi að málmleit verði gerð að undirstöðuatvinnuvegi nú, — grænlenzkra verkamanna verði lokið. Formaður grænlenzku lands- stjórnarinnar, Lars Chentnislz, segir. að yfirlýsing þingsins sé „háfleyg og án nokkurs sambands við raunverulogan gang mála .

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.