Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 23
23 DACHl.AÐIi) — MIDVIKUDAC.UH 7. JUI.Í 1976 S Útvarp i Útvarp kl. 19.35: Lof tslag og gróður ,,Það má segja að ég komi víða við og rabbi fram og aftur um mismun á gróðri landsins eftir landshlutum," sagði Hörður Kristinsson grasafræð- ingur sem flytur erindi í út- varpinu í kvöld kl. 19.35 er hann nefnir Loftslag og gróður. „Orsakast það í sjálfu sér bæði af mismun berglaga, mó- bergs- og blágrýtislaga. Ég mun ræða um uppblásturinn sem er mestur á móbergssvæðunum og reyni að rekja ástæðurnar til hans. Og mun ég einnig reyna að svara spurningunni hvers vegna uppblástur er svona mik- íll á Islandi en ekki í öðrum norðlægum löndum. Þá kem ég ir.n á mismuninn á landrænu og hafrænu loftslagi. Á íslandi er mismunandi mikið úthafsloftslag og hefur það mjög mikil áhrif á gróður- 'inn. Gróðursvipur landsins er ákaflega breytilegur eftir landshlutum og kem ég inn á þá GRODURSVIPUR LANDSINS ER BREYTILEGUR EFTIR LANDSHLUTUM hliðina einnig. Annars fer nokkuð mikill tími þáttarins í að ræða um loftslag." Hörður Kristinsson er for- stöðumaður Náttúrugripasafns- ins á Akureyri. Hann hefur verið starfsmaður safnsins siðan árið 1970, en safnið hefur verið starfrækt á Akureyri í um 25 ár. — A.Bj. Rofabarð við Kópasker. Ljósa röndin við skóflublaðið er öskulag sem er 2800 ára gamalt. Á íslandi er meiri upp- blástur en í öðrum norðlægum löndum. í kvöld fáum við vitneskju um hvers vegna það er. ASTIR SAMLYNDRA HJONA" Útvarp kl. 20.00: Einsöngur // HANN SEMUR 0G HUN SYNGUR sem tekin eru til flutnings í leikhúsunum? „Jú, frekar er það. Þetta verður söngur og síðan elektrónísk músík af segulbandi og leikhljóð." Annars samdi Gunnar Reynir músíkina við verk Sigurðar Pálssonar, Undir suðvestur- himni, sem flutt var sjö sinnum á Norrænu músíkdögunum. „Það var alltaf troðfullt út úr dyrum og við hefðum getað haft 15 eða jafnvel 30 sýningar til viðbótar," sagði Gunnar. — Hvers vegna voru þá ekki sýningarnar fleiri? „Við bjuggumst satt að segja ekki við svona viðtökum og fólkið, sém tók þátt 1 sýningunni, sem var úr fjórða bekk Leiklistarskóla Islands, var búið að ráða sig annars staðar til vinnu.1 Ásta Thorstensen, sem er eiginkona Gunnars Reynis, söng einnig á Norrænu músík- dögunum. Var það lagaflokkur eftir Skúla Halldórsson við ljóð eftir Hannes Pétursson. „Við erum núna að byrja að æfa næsta lagaflokk, sem hún syngur. Er það við ljóð eftir Dylan Thomas". — Hvar verður hann fluttur? „Jafnvel á Háskóla- tónleikum," sagði Gunnar. „Fyrst svo góður rómur var gerður í vetur að verkinu, sem ver.ður ('lutt í útvarpinu í kvöld, báðu forráðamenn tónleikanna mig eindregið að koma með eitthvert meira efni. Annars voru Háskólatónleikarnir, sem haldnir voru hálfsmánaðarlega, frekar illa sóttir. Eg er einnig að gera laga- flokk við ljóð eftir Sigurð Pálsson. Er það að boði hins unga og bráðefnilega H Það lilýtur að vera gaman að vera söngkona og eiga eiginmann sem semur lög. Iljónin Gunnar Reynir og Ásta Tliorstensen. I kvöld syngur Ásta Thorstensen lagaflokkinn „Undanhald samkvæmt á- ætlun" fyrir altrödd og píanó eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð eftir Stein Steinarr. Undirleikari er Jónas Ingi- mundarson og sagði Gunnar að hann væri alveg frábær píanóleikari. Lagaflokkinn samdi Gunnar Reynir sl. vetur og var hann frumfluttur á Háskólatón- leikum 7. febrúar sl. „Gagnrýnendur létu hvorki sjá sig eða til sín heyra," sagði Gunnar Reynir og kímdi við. „Þeim gefst þá tækifæri til þess að hlusta í kvöld." Lagaflokkurinn er í fimm atriðum semheita:l) Eldur 2) Tileinkun 3) Elín Helena 4) Vögguvísa 5) Grautur og brauð 6) Lágmynd. — Að hverju ertu að vinna núna? „Eg er að semja músík við leikrit eftir Svövu Jakobsdótt- ur sem á að taka til flutnings f Iðnó i hausl og heitir Húsráðandinn." sagði Gunnar. — Er það ekki fremur óvenju- legt að íslenzkir höfur.dar semji músík sérstaklega fyrir leiknt Gunnar Reynir hefur tekið vibrafóninn sinn fram á nýjan leik og hyggst „jamma" næsta vetur. DB-mvndir Arni Páll. tenórsöngvara, Jóns Þorsteins- sonar, sem er úti í Norgi. Hann bað mig að semja lagaflokk fyrir tenór og fagott og svo ætla ég að hafa kammerhljóðfæri með.“ Gunnar Reynir Sveinsson var mjög áhugasamur jassleikari á árum áður og lék á vibrafón. Hann sagðist vera búinn að taka vibrafóninn sinn fram að nýjan leik og taka aftur til við jassleik. „Eg ætla að reyna að ná saman nokkrum jassleikurum og spila jass fyrir andann og sálartetrið", sagði Gunnar. „Við ætlum að halda jasskvöld I haust og næsta vetur og koma saman og jamma.“ -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.