Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. apríl 1960 Cötubardagar í pólskri borg Þúsundir mótmcsltu, er taka skyldi niður krossmark Varsjá, Póllandi, 28. apríl. — (Reuter-NTB-AFP) — TIL mtkilla árekstra kom í stálframleiðslubænum Nowa Huta í gær, að því er tryggar heimildir hér herma. — A. m. k. 30 lögreglumenn og mjög margir þeirra þúsunda, sem þátt tóku í óeirðunum, særð- ust meira og minna, þegar til götubardaga kom. Lagður var eldur í ráðhús bæjarins og fleiri skemmdir unnar. — Borgararnir byggðu sér götu- vígi, en Iögreglan reyndi að hreinsa til og dreifa mann- fjöldanum. — Stóðu blóðug átök allan daginn og fram á nótt, en kyrrt mun hafa ver- ið í bænum í dag. ★ Krossmarkið Uppþotið hófst sem mót- mæli gegn því, að fjarlægja átti stóran kross frá stað, þar sem lengi hefur staðið til að reisa kirkju. Yfirvöldin höfðu nú ákveðið að reisa þarna skóla í staðinn og hafið kirkjubygging- una annars staðar. Hefur þetta kirkjumál lengi verið mikið hita- mál í bænum. Þegar byrjað var að grafa upp krossinn, hófu kaþólskar konur upp sálmasöng. Safnaðist brátt að mikill mann- fjöldi, en lögreglan kom á vett- vang og reyndi að dreifa honum. Kaupstefnan í Poznan í júní HAFINN er undirbúningur að hinni árlegu kaupstefnu í Poznan í Póllandi, en hún stendur yfir dagana 12.—26. júní í sumar. Mun nú allt sýningarrými vera upppantað og hefur í sumum til- fellum orðið að láta í té minna svæði en beðið var um, að því er segir í fréttatilkynningu um sýninguna. Vörusýningunni í Poznan var komið fyrst upp árið 1921, og hefur verið haldin árlega síðan, að undanskildum fáum árum meðan heimsstyrjöldin síðari stóð yfir. f fyrra tóku 48 lönd í kaup- stefnunni, og höfðu 27 þeirra þjóðlegar sýningar. Hefur þátt- taka erlendra aðila farið vax- andi, þannig að í fyrra voru er- lendir sýnendur 63,6%. Svæði Poznankaupstefnunnar nær yfir 230.000 fermetra. Þar af eru 118,180 fermetrar fyrir sýn- ingardeildir og þjónustu. 15 sýn- ingarsalir og nærri 100 sýningar deildir ná yfir 78.000 fermetra svæði, en 1272 fermetrar eru und ir sýningarpöllum og 40.000 ferm. óyfirbyggt rými. Eru uppi áform um að færa út sýningarsvæðið og að færa smám saman sýning- arsali og óyfirbyggt sýningar- rými í nýtízkulegt horf. Dagskrá Alþingis DAGSKRA á fundum Alþingis í dag kl. 13.30 eru sem hér segir: Efri deild: 1. Orlof húsmæðra, frv 2. umr. 2. Jarðræktarlög, frv. 3. umr 3. Sala lands í Vestmannaeyjum í eigu ríkisins og eignarnámsheimild á lóðar- og erfðafesturéttindum, frv. 3. umr. Neðri deild: 1. Innflutnings- og gjald eyrismál, frv. Frh. 2. umr. 2. Reykja- nesbraut, frv. 1. umr. 3. Abúðarlög, frv. 2. umr. 4. Matreiðslumenn á skip- um, frv. 1. umr. 5. Menntaskóli Vest- firðinga, frv. 1. umr. 6. Dýralæknar, frv. 1. umr. 7. ráðstöfun erfðafjár- skatts o gerfðafjár til vinnuheimila, frv. 3. umr. 8. Sala tveggja jarða í A- Húnavatnssýslu, frv. 3. umr. Hófust þá átök, sem jukust stig af stigi, unz sló í harðan bar- daga. A Mikil spenna Lögreglan, sem fékk liðs- auka frá Krakow, beitti tára- gasi og kylfum, en fólkið, sem einnig fékk liðsauka frá ná- grannaborginni, barðist með berum hnefunum og hverju, sem til náðist. — Síðan lögreglunni tókst að ryðja göturnar og dreifa mannfjöldanum, er ekki kunnugt um nein frekari átök, en heim- ildir herma, að mikil spenna sé ríkjandi í borginni. Ekki hefur verið gerð ný tilraun til að fjar- lægja hinn umdeilda kross. ★ Fréttahömlur Mjög erfitt er að afla ná- kvæmra frétta frá Nowa Huta, og sumir vestrænir fréttamenn, einnig þeir, sem starfa fyrir kommúnistablöð á Vesturlönd- um, hafa' ekki getað fengið símasamband til heimastöðva sinna. Munu þær hömlur hafa verið settar eftir fyrirmælum stjórnarinnar í Varsjá. — Fjölskyldumorð Framh. af bls. 1. í útjaðri Seoul, þar sem Rhee hyggst eyða ellidögunum sem óbreyttur borgari. — Þögull mannfjöldi fylgdist með ferðum þeirra. En á spjaldi, sem fest hafði verið upp í grennd við bú- stað þeirra, stóð: „Lengi lifi fað- ir okkar — megi guð hjálpa þér til að vera áfram þjóðartákn okkar“. — Einn stúdent heyrð- ist hrópa: „Gerum Syngman Rhee forseta á ný!“ — og fagn- aði þá nokkur hluti mannfjöld- ans. • Lögregluleit 1 dag tókst að skipa að mestu hið nýja ráðuneyti, sem fara skal með völd, þar til stjórnarskrár- breytingin hefur verið fram- kvæmd og nýjar kosningar hafa farið fram, en það skal skipað 12 ráðherrum. Hafa nú 9 þeirra verið skipaðir. — Flestir gera ráð fyrir, að Song Yo Chan hers- höfðingi, sem stjórnað hefur framkvæmd herlaganna af festu og raunverulega verið hinn sterki maður landsins síðustu dagana, verði forsætisráðherra, er þar að kemur. Gefin hefur verið út skipun um að handtaka nokkra leiðtoga Frjálslynda flokksins, sem studdi Syngman Rhee, þar á meðal skipulagsstjóra flokksins við kosningarnar illræmdu. Fara þessir menn nú flestir huldu höfði, en lögreglan hefur hafið umfangsmikla leit að þeim. 10 0 0 0 0 0 0 0*0*00000 / A/A /5 hnúhr / SV 50 hnutar Snjókoma 9 Oðí *** \7 Skúrir K Þrumur WZ& -S. KuUaskil H/ftski) H Ha» 1 L LcsqÍ \ -ír\ í *r\e-n tsi n I k K T7 J \qio A i foio j Tosö" Óvenjolegt veður í gær VEGNA útvarpstruflana náðust veðurskeyti erlend- is frá ekki í gær, eins og veðurkortið ber með sér. Það vantar sem sé veður frá París, Hamborg og Kaup- mannahöfn að austan, en veðurskipi C, Goose Bay og Gander að vestan. Óhemju skúrir gerði víða suðvestanlands um hádegis- bilið í gær. Á Eyrarbakka var haglél með 8 stiga hita. Þetta var fremur óvenju- legt veðurlag hér á landi, i þegar loftvog stendur jafn ^ hátt og hún gerði í gær, en s þá var 1025 millibara loft- ' þrýstingur í Reykjavík. • Veðurhorfur kl. 22 I gær- j kvöldi: S Suðvesturland til Norður- i lands og miðin: Hæg breyti- ^ leg átt, skýjað sumstaðar rign s ing með köflum. Norðaust-1 urland til Suðausturlands og | miðin: Hægviðri skýjað, en s víðast úrkomulaust. ) S Stórátök í Miklagarði Tyrknesk blöð sett undir Járra- hæl riiskoðunar Miklagaröi, Tyrklandi, 28. apríl. TIL harðra átaka kom hér í dag með lögreglu og miklum mannfjölda, sem fór um göt- ur borgarinnar og afhrópaði ríkisstjórnina. Það voru há- skólastúdentar, sem hófu mótmælin gegn stjórnarvöld- unum og stóðu þar fremstir í flokki. Fyrst og fremst voru þeir að mótmæla ofbeldisað- gerðum, sem þeir töldu að hafðar hefðu verið í frammi við 13 þingmenn stjórnarand- stöðunnar. —- Sjónarvottar segja, að 7 stúdentar hafi fall- ið og 15 særzt, er lögreglan skaut á mannfjöldann. Talið er, að um 10.000 manns hafi tekið meiri og minni þátt í óeirðunum, en af þeim voru a. m. k. 1000 stúdentar. Her- lög hafa nú verið sett í Mikla- garði og Ankara, þar sem einnig voru farnar mótmæla- göngur. Frumvarp stjórnarinnar um Viðskipta- og at■ hafnafrelsi — Önnur umræða í gær í GÆR var til 2. umræðu á fundi Neðri deildar Alþingis, fríverzlunarfrumvarp ríkis- stjórnarinnar. Hafði fjárhagsnefnd deild- arinnar lokið athugun sinni á frumvarpinu og flutti Birgir Kjaran ýtarlega framsögu- nefndarinnar, sem lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Síðan töluðu þeir Skúli Guð- mundsson og Einar Olgeirs- son, en að því búnu var um ræðunni frestað. — Vegna' rúmleysis í blaðinu verður frá sögn af umræðunum því mið ur að bíða til morguns. ræðu með áliti meirihluta \*'*.*-**jH0 t» » *. 0t * *,.*■*. ** , J*-0 .0 * ie- *■ 0 :**■*.* ■**■ .0 0 Aðalástæðan til mótmæla stúdenta var sú, að þegar þingið ræddi stjórnarfrumvarp um höft á fréttaflutningi í gær, var Is- met Inoenu, foringja stjórnar- andstöðunnar og fyrrverandi for- seta landsins, vísað af fundi og bönnuð þingseta 12 næstu fundi, vegna ræðu, þar sem hann var talinn hafa „æst til uppreisnar og andstöðu við landslög og gert árás á þjóðina, herinn og þing- ið“. — Tólf aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru einn- ig reknir af fundi með lögreglu- valdi fyrir að valda hávaða, grípa fram í fyrir ræðumönnum og kalla í sífellu: „Svívirðing!" * FRÉTTABANN Samkvæmt frumvarpi þessu, sem síðan var samþykkt í gær- kvöldi, skal veita 15 manna þingskipaðri rannsóknarnefnd vald til að hindra birtingu hvers konar frétta og banna þau blöð, sem ekki lilýða fyrirskipunum nefndarinnar. Þá, sem á einhvern hátt vinna gegn nefndinni eða ákvörðunum hennar, má dæma til fangavistar, frá einu og upp í þrjú ár. — Hún skal starfa með leynd, og hver, sem gefur einhverjar upplýsingar um rann- sóknir hennar, skal sóttur til saka. •k HERNAÐARÁSTAND I kvöld var Mikligarður í sannkölluðu hernaðarástandi. Lögregla og herlið stutt skrið- drekum var hvarvetna á verði á götunum. Hvers konar funda- höld og samkomur hafa verið bannaðar. Bannað er að birta frásagnir eða myndir frá óeirð- unum í dag — og sett hefur ver- ið útgöngubann í nótt. Afmæli Sjötug verður í dag frú Sess- elja Stefánsdóttir, Þrastarg. 12, ekkja Guðmundar Jónssonar, verkstjóra. í dag verður Sesselja á heimili Kristínar dóttur sinn- ar, Grettisgötu 92. Fimm dæmdir tU dauðo RABAT, MAROKKÓ, 28. april. (Reuter): — Eftir 17 daga réttar- höld sem lauk í gærkvöldi, voru fimm kaupmenn dæmdir til dauða og þrír til lífstíðarfangels- is af þeim 24, sem stefnt var fyr- ir réttinn, en kaupmenn þessir voru sakaðir um að hafa blandað flugvélaolíu í matarolíu, sem þeir seldu, og þannig valdið því, að um 10 þúsund manns veikt- ust alvarlega sl. haust. 6000 þeirra lömuðust meira eða minna og hafa nær enga batavon. — Þrett- án mannanna voru sýknaðir, en réttarhöldum í máli þriggja frest- að meöan frekari rannsókn fer fram. — ★ — Kaupmennirnir voru dæmdir samkvæmt lögum, sem Mohamm- eð konungur V. lét setja í nóv. sl. og látin voru gilda um afbrot sem framin voru áður en lögin voru sett, en með þeim var lögð dauðarefsins við „afbrotum gegn heilbrigði þjóðarinnar”, eins og það er orðað. — ★ — Flugherinn bandaríski, sem hafði selt umframbirgðir þær af olíu, sem kaupmennirnir síðan notuðu til að blanda matarolí- una með, var ekki sóttur til sakar í máli þessu. — Hin bland- aða matarolía var seld við væg- ara verði en önnur á markaðnum, og var það því yfirleitt fátæk- asta fólkið, sem keypti hana og sýktist af því að neyta hennar. MUNIÐ revíuna „Eltt Iauf«, sunnudaginn 1. maí. Sjá aug- Iýsingu inn í blaðinu. — Bjarni Benediktsson Frh. af bls. 1. þjóð, sem á allt undir fiskveið- um komið hljóti að vera undan- þegin slíku ákvæði. Það er mín skoðun, að ef við hefðum ekki freistað þess, að fá okkur undanþegna hinum sögu- lega rétti, þá hefðum við veikt aðstöðu okkar mjög. Furðulegur misskilningur Það er annars furðulegur mis- skilningur, sem orðið hefur vart, að allar þær þjóðir á ráðstefn- unni, sem börðust fyrir 12 mílna landhelgi, hafi verið fylgjandi auknum fiskveiðiréttindum strandríkis utan við 12 mílna fiskveiðitakmörkin. Það var ein- mitt öll rússneska „blökkin” sem var eindregið gegn slíkum fbr- réttindum strandríkis fyrir utan 12 mílurnar. Sást þetta greini- iega á atkvæðagreiðslunum, þar sem Rússar fengust ekki til að styðja tillögu íslands um þetta atriði og greiddu atkvæði gegn tillögum SuðurAmeríkuríkja, er gengu í sömu átt, sagði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra að lokum. Af fulltrúum íslands á Genfar- ráðstefnunni eru nú ókomnir heim þeir Davíð Ólafsson, Her- mann Jónasson, Lúðvík Jósefs- son og Guðmundur í. Guðmunds son utanríkisráðherra. Utanrík- isráðherra mun ekki koma heim fyrr en að lokinni NATO-ráð- stefnu, sem hefst í Istanbul í næstu viku. Lúðvík Jósefsson mun hafa far j ið beint frá Genf austur til Tékkó j slóvakíu. Jón Magnússon frétta- stjóri útvarpsins var einnig með- al farþega heim í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.