Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 23
Föstudagur 28. apríl 1960 MORGVNBLAÐIÐ 23 — Kláus 1. Framh. af bls. 6. fram ekki síður en menntamála- ráðherrann? — í»að er löng saga að segja frá því, það er heildarskipulag á bak við þetta allt saman. Prins- inn þarf að vera ungur, helzt ógiftur, ræðinn, skemmtilegur og hrókur alls fagnaðar og yfirleitt að kunna að koma fram. Skyldi menntamálaráðherrann hafa þessa hæfileika jafnt og póst- þjónninn, gæti hann evo sem alveg eins komið til greina. — Hafið þér alla þessa hæfi- leika? — Ég geri það, sem ég get. — Og hverjir kjósa? — Þar kemur einmitt sagan. Hér í borg er félag eitt eigi all- ómerkilegt, sem heitir Narrhalla. Er það félag háttsettra borgara, einkum þeirra, sem standa á einhvem hátt að öllum fagn- aðarfyrirtækjunum í sambandi við Fasching, svo og annarra Faschingvina. Þessu félagi stjórn ar svokallað ellefumannaráð (Elfenrat), og það velur prins- inn eftir framkomnum tillögum. — Narrhalla sögðuð þér. Á það eitthvað skylt við Valhalla, Valhöll? — Jú, reyndar. Val — er breytt í Narr-, Flón-, og þá veit mað- ur strax, hverjir þar ráða ríkj- um. Velur sjálfur prinsessuna. — Hver velur svo prinsess- una? — Ég, það er segja Faschings- prinsinn. Síðan er kosið stórfellt fylgdarlið handa parinu, hirð- dömur, hirðsveinar, lífvörður (11 fagurleggjaðar blómarósir, fáklæddar), 11 ungriddarar o. fl. Yfirleitt er talan 11 afar mik ill þáttur í Narrhalla. Þann 11. 11. 11 mín. yfir 11 var prinspar- ig fyrst kynnt félaginu. Á þrett- ándanum var það svo krýnt með promt og pragt, og borgarstjór- inn afhenti prinsinum borgar- lyklana sem tákn þess, að yfir hátíðina skyldi öll stjórn borg- arinnar (og aðallega látanna), vera í hans höndum. Og svo hófst ballið. __ Böllin! Ekki þurfið þér þó að heimsækja öll þessi 573 böll, eða hvað? — Nei, ekki nema 140. __Það var lítið! Og alls staðar þurfið þér að vera jafn andlegur og tala af viti. __ Já, og vera þó skemmti- legur. __Hvað segið þér mér af prins- essunni Kristínu I. frá Schloss- rondel? __ Ég get eiginlega lítið sagt, þar sem ég valdi hana sjálfur. Hún er helzti ung, blessunin, en — Afhugasemd Framhald af bls. 17. netjalögnum hrakið hvert það skip burtu, sem notar annað veið aræri en þeir, þá mundi þeim auðveldlega takast að leggja und ir sig allt landgrunnið, að minnsta kosti hér við suðvest- urstrondina, með því að dreifa vel úr netjastagnum. Ef það er þetta sem koma skal, þá er hætt við að dagar togaraútgerðarinn- ar fari að styttast. Á það má benda að innlegg togaraflotans í atvinnulíf þjóðarinnar er of stórt til þess að réttmætt sé að amast við tilveru þeirra. Togaarskipstjórarnir gera því þá kröfu að á hinu umdeilda svæði fái þeir að fiska óhindr- aðir vegna netjalagna, ef bát- arnir legga net sín þar, þá geri þeir það á eigin ábyrgð. Að lokum þetta: Togaraskip- stjórar neita því harðlega að hafa sýnt bátamönnunum yfir- gang, heldur þvert á móti. Tog arar hafa margsiimis tekið upp vörpu sína og farið af veiðisvæði sinu til að rýma fyrir bátunum og forðast skemmdir á veiðar- færum þeirra. Skipstjóra- og sýrimannafélagið Ægir. ég held að hún muni bara standa sig veL — Væri kannski hægt að fá sér einn dans við hana, ef hún yrði einhvers staðar á vegi manns? — Vissulega, það er að segja, ef hún verður ekki orðin of þreytt, þegar þér komizt að. — Maður á sannarlega margt í vændum, e. t. v. að dansa bæði við prinsessu og markaðskerl- ingu. En hvernig er nú málum máttað annars staðar í Þýzka- landi? Eru alls staðar haldnar svo hressilegar kjötkveðjuhátíð- ir sem í bjórborginni Munchen? — Alls ekki. Aðeins í kaþólsk- um borgum. Köln og jafnvel Berlín hafa löngum verið fræg- ar fyrir sínar hátíðir. Þar eru einnig kosin prinspör. En t. d. í Stuttgart er lítið um að vera. ■— Þið eruð furðulegir, Þjóð- verjarnir. Hér í Miinchen hafið þér bæði Októberhátíð og Fasc- hing. Hvenær hafið þið eiginlega tíma fyrir ykkur margprísaða verzlunarundur? — Það er einmitt fólgið í þessu. — Það var og, .... Og nú var einkaritarinn kominn og nagaði óþolinmóður blýantinn sinn, stundarfjórðungurinn var út- runninn, og ég sá á öllum sól- armerkjum að mál væri komið að fara og kveðja hans hátign og spilla ekki hans dýrmæta tíma. Því þakkaði ég kærlega fyrir, óskaði góðs gengis og smokraði mér út, en prinsinn fór að lesa fyrir sín viðskiptabréf. Verður feginn hvíldinni. Að sjláfsögðu knúði hinn djúpstæði áhugi á framandi helgi siðum undirritaðan til þess að skyggnast obbolítið inn á örfá mannamót á Fasching og kynna sér málið af eigin raun. Það voru ósköp svipuð því, sem hann hafði ímyndað sér. Risastórir salir voru skreyttir af hugmyndarík- ustu leiktjaldamálurum staðar- ins. Davy Crockettar, speis- menn, fakírar og Tarzanar spíg- spora um alla sali, og á dansgólf. inu má sjá Frankenstein leggja umdeilanlega snotran vanga að mjúkum vanga drottningarinnar af Saba eða Ku-Klux-Klanara dansa charleston við ómótstæði- lega blökkustúlku. Og alveg gengur fram af manni, hvað allt í einu er til mikið af fallegu kvenfólki í heiminum, í sínum teygj ubuxum. Mjög er misjafnt hvaða til— gangi hvert mannamót þjónar Þannig getur maður valið úr hinu og þessu eftir því, hvaða sértrúarflokki maður tilheyrár, T. d. má finna Nornaball, Teen. ager Party, Ball kúrekaklúbbs- ins, Frumlegt ránriddaraball, Sígaunaball, Rokkball, Hlæj- andi lítramálið, Ball kátra ekkna, Geimferðarball, O mia bella Napoli, Nótt í Feneyjum, Nótt hinnar miklu blekkingar Wodka og Whisky, Ga-Bö-Bu- Ba (Ganzböserbubenball, óféta ball), Nótt turnfálkanna, Foot- warmers Ball o. fl. o. fl. Eftir því sem á líður eykst spennan í hlutunum, og mun hún ná hámarki á sprengidegi. Þá mun öll borgin taka þátt í helgi. athöfninni. — Sem sagt, das ist Fasching, og ekki tel ég fært að lýsa í smá- atriðum öllu því, sem fyrir augu ber . . . . En ég verð að segja, að ekki lái ég Faschingprinsinum að vera feginn hvíldinni í gröf- inni, þá er allt er yfirstaðið. ólm. Camlir flugmenn fieiðr- aðir af Flugmálafélaginu AÐALFUNDUR Flugmálafélags Islands var haldinn þriðjudaginn 26. þ.m í Oddfellowhúsinu. Formaður prófessor Alexander Jóhannesson flutti skýrslu stjórn ar, en merkasti atburður ársins var 40 ára afmæli flugsins hér á landi, sem Flugmálafélagið minntist. Þá gat formaður þess að fjárhagur félagsins hefði ekki um árabil, verið eins góður sem nú. Á þessu ári verður haldið heims meistaramót í svifflugi við Köln Þýzkalandi, og var ákveðið að taka þátt í því af íslands hálfu, og verður þátttakandi Þórhallur Filippusson núverandi íslands- meistari í þessari grein. Tveir brautryðjendur, þeir Björn Pálsson, sem um 10 ára skeið hefir stundað sjúkraflug, svo sem þjóðinni er kunnugt, og Sigurður Jónsson hinn fyrsti at vinnuflugmaður hér á landi, voru sæmdir gullmerki félagsins. Formaður baðst eindregið und- an endurkosningu, en fundar- menn hylltu hann fyrir störf hans í þágu félagsins og störf hans í þágu íslenzkra flugmála. Formaður fyrir næsta ár var kosinn Baldvin Jónsson, hæsta- réttarlögmaður. Þeir Páll Mel- sted, forstjóri og Björn Br„ Björns son, tannlæknir áttu að ganga úr stjórninni, en voru endurkosnir Fyrir í stjórninni voru þeir Björn Pálsson og Ásbjörn Magnússon. 1 varastjórn voru kosnir Björn Jónsson, deildarstjóri hjá flug málastjóri. Hafsteinn Guðmunds- son, prentsmiðjustjóri og Úlfar Þórðarson, læknir. Að lokum aðalfundarstörfum sýndi Björn Pálsson skuggamynd ir við mikla hrifningu fundar- manna . — Helgitónleikar Frh. af bls. 3- um fyrsti þátturinn, mjög áheyri- legt. Um flutning verkanna er ekki ástæða til að fjölyrða. Þó er skylt að geta þess, að Alþýðukórinn hefir tekið mjög -niklum fram- förum undir stjórn dr. Hallgríms og var söngur hans nú oft, eink- um þegar veikt var sungið, blæ- fagur og hreinn og samtök góð. En ljótur er sá ávani, að höggva sundur sérhljóðana með h-i, þeg- ar tvær nótur eða fleiri koma á sama atkvæði. Þetta lýtti mjög flutning mótettunnar, og varð sumstaðar að hreinum karíkatúr (í Babýlon við vötnin ströng). Tónleikarnir hófust og þeim lauk með því að séra Garðar Svavarsson flutti ritningarorð og bæn, og að lokum tóku kirkju- gestir undir „Vor guð er borg á bjargi traust“. Setti þetta hátíð- legan blæ á þessa kvöldstund. í J.Þ. — Herskipin Framh. af bls. 1 staða ríkisstjórnarinnar er kunn, eru útgerðarmenn mjög varaðir við þeim aflciðingum, sem það kynni að hafa, ef skip þeirra væru tekin innan 12 mílna Hn- unnar“. — Togaraeigendur hafa óskað eftir viðræðum við ríkis stjórnina um málið þegar í stað „í því skyni að skýra ástandiö”. ★ Mr. Cobley, varaforseti togara- eigenda-sambandsins, hefur mælzt til þess við togara, sem þegar eru á leið til Islands „að rasa ekki um ráð fram — og bíða við Færeyjar eftir frekari fyrir- mælum áður en haldið er á ís- Iandsmið“. Fyrirbvggja árekstra Dennis Welch, sem er framkvæmdastjóri félags yfir manna á togurum í Grimsby, lét svo um mælt í kvöld, að ekkert væri hægt að aðhafast, fyrr en ríkisstjórnin hefði tek ið endanlega ákvörðun. „Við vonumst eftir þeirri ákvörð- un hið fyrsta", sagði Weich, „með tilliti til fisklandana ts- lendinga, sem hefjast í Grims- by í næstu viku. — Það er nauðsynlegt að koma i veg fyrir hvers konar beiskju og árekstra". ★ Blaðið Scotsman skýrir frá því, að félag togaraeigenda í Aberdeen hafi á miðvikudaginn eindregið ráðið togaraskipstjór- um til að halda ekki á íslands- mið fyrr en fyrir lægju „óyggj andi upplýsingar um verndar- ráðstafanir" — en skipstjórar hafi flestir verið mjög ákafir að halda til Islands. — íþróttir Framh. af bls. 22. við þjálfunina i sumar, en þá verður æft á lengri sundbrautum eða við sömu aðstæður og verð- ur keppt við í Róm. Fyrir nokkrum mánuðum var útlit fyrir að sundkeppni Olym- píuleikjanna yrði algert einka- stríð miili Ástralíu og Japans. En með bandariska meistaramót- ið í huga ættu bandarískir sund- menn að geta orðið skeinuhættir keppinautar í hverri grein. Þessi skoðun kemur ljóst fram í orðum Phil Moriarty, sem er einn af sundþjálfurum Yale háskólans, en hapn sagði: „Þessir æskumenn hafa sett takmarkið hátt. Þeir sjá enga hindrun, hvað snertir sundafrek". Kiputh og Moriarty, sem eru einu þjálfararnir sem vitnað er í hér að framan, komu hingað til lands fyrir nokkrum árum. Þá þjálfuðu þeir íslenzka sundmerm og þótti koma þeirra og dvöl koma fljótt fram í árangri og þjálfun sundmanna okkar. Æf — Utan úr heimi Framh. á bls. 23. þær og meta — með og móti — og skýra og afsanna á grundvelli skynseminnar. En þeir mega ekki láta freistast til þess að sann- færa aðra með valdi. Þannig mun aldrei nást neinn raunverulegur árangur. . . . Og nú hafa valdhafarnir reynt að þagga rödd þessa einarða átt- ræða vísindamanns — með því j ingarnar gerbreyttust og árang- valdi, sem hann hafði lýst van- urinn að sama skapi. trú sinni á. * ------------- Sandgeröi Oss vantar ungling eða fullorðinn mann til að annast afgreiðslu Morgunblaðsins í Sandgerði. Upplýsingar hjá Axel Jónssyni, Sand- gerði eða afgreiðslu blaðsins í Reykjavík. JHflrgwiftlaftift * Félag Arneshreppsbua heldur skemmtifund í Tjarnarcafé niðri laugardag- inn 30. apríl n.k. Skemmtunin hefst kl. 9 e. h. með kvikmyndasýningu frá Ströndum. Skemmtiatriði Dans. STJÓRNIN. BILASALINIM við Vitatorg — Sími 12500. Höfum kaupendur að góðum Chevrolet ’53 og ’54. Skoda station ’55—’56. BÍLASALIIMN við Vitatorg — Sími 12500. Systir okkar % GUÐBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR frá Steinboga í Garði, lézt að Sólvangi í Hafnarfirði 26. apríl. Fyrir hönd okkar systkinanna. Halldór Þórarinsson. Faðir minn GUÐJÓN SIGURÐSSON frá Dægru, andaðist þann 25. þ. m. að heimili mínu Þrastargötu 5. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 4. maí kl. 1,30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sigríður Guðjónsdóttir. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför konu minnar og dóttur JÓRLAUGAR GUÐRtíNAR GUÐNADÓTTUR Lómatjörn. Sverrir Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.