Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. apríl 1960 MORCWSnr 4Ð1Ð 3 0 0-0 0.0-+ 0 0 0 0 * 0.0 0 ^ millionir ÞESSI mynd var tekin fimmtu daginn 21. þ. m., er þeir hnefa- leikakapparnir, Svíinn Ingi- mar Jóhannesson (við leyfum okkur, að skrifa nafn hans á íslenzkan máta) og Floyd Fatterson hinn handaríski, undirrituðu samning um keppni um heimsmeistaratitil inn í þungavigt, sem fram skal fara í New York mánudaginn 20. júní nk. — á Polo Grounds- leikvanginum. — Kempurnar takast í hendur, er samning- urinn hefir verið undirritaður — Patterson til vinstri, Ingi- mar til hægri, en milli þeirra situr fulltrúi „Feature Sports Inc.“, sem gengst fyrir keppn- inni. Það eru engar smá-peninga upphæðir, sem velta í sam- bandi við keppni þessa. — Gert er ráð fyrir, að hinn sænski heimsmeistari, sem nú berst við Patterson í fyrsta sinn eftir að hann vann af hon um heimsmeistaratitilinn í fyrra, muni vinna sér inn sem svarar rúmlega 20 milljónum ísl. kr. (!) fyrir keppnina, eft- ir ýmsum leiðum. Ótrúlegt — en þetta segja sænsk blöð. — Hann hefir nú þegar tryggt sér fyrirframgreiðslu að upphæð 200 þúsund dollarar, sem lögð verður inn á bankareikning hans í Sviss í síðasta lagi fjór- um íögum fyrir kappleikinn. Ennfremur er gert ráð fyrir því í samningnum, að Ingimar fái í sinn hlut 35% aftekj- unum af sjónvarpi frá keppn- STAKSltll^AR fyrir að verja titilinn? inni — og fjórða hluta alls Svíþjóðarútvarpið hefir nú þess, sem inn kemur fyrir sölu tjáð sig hafa hug á að útvarpa aðgöngumiða að leikvangin- frá heimsmeistarakeppninm um. — í>á hefir hann tryggt — en það neitaði að útvarpa sér útvarps- og kvikmyndasýn frá keppninni, er Ingimar Jó- ingarrétt í Svíþjóð, og er gert hannsson sigraði Patterson, og ráð fyrir, að það eitt færi hon- vakti það gremju margra í Sví um allt að 4 millj. kr (ísl.) þjóð. ±&*0-,0 f .0i.f j~i<~ i«~' ii~ 0' Kvennadeild Slysa- varnafélagsins 30 ára FYRIR 30 árum, sunudaginn 28. apríl var stofnuð í Reykjavík fyrsta kvennadeildin innan sam- taka SVFÍ. Var það gert að til- hlutan Jóns Bergsveinss. erind- reka félagsins og nokkurra áhuga samra kvenna, sem töldu að störf kvenna í þágu þess félags kæmi að betri notum og yrði til meiri gagns ef þær störfuðu í sérstök- um deildum. Ekki mun þörf á að lýsa því fyrir landsmönnum hvort þarna var rétt ráðið, 30 ára störf þessarar kvennadeildar svo og hinna sem á eftir hafa komið hafa rækilega sannað það. í fyrstu stjórn deildarinnar voru kosnar þessar konur: Guðrún Jónasson, formaður; Inga L. Lár- usdóttir. ritari; Sigríður Péturs- dóttir gjaldkeri Guðrún Brynj- ólfsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Lára Schram og Jónína Jónatans- dóttir meðstjórnendur. Deildin var stofnuð með 100 konum. Nú munu vera í deildinni um 1500 konur og fer alltaf fjölgandi. Rík ir þar mikill og góður félags- andi sem lyft hefur mörgu Grett- istaki í slysavarnamálum á liðn- um árum. Hefur fé því sem þær hafa safnað verið notað til marg- vislegra framkvæmda, svo sem með byggingu Sæbjargar og skipbrotsmannaskýla, öflun björg unartækja og svo ótal margs ann- ans sem of langt yrði upp að telja. Ætla konurnar áð halda upp á 30 ára afmælið með hófi í Sjálfstæðishúsinu föstud. 29. apríl til að minnast velheppnaðr- ar samvinnu þeirra í deildinni inn á við og út á við sem fært hef ur þeim margar ánægjustundir og sigra í baráttunni fyrir því sem er kjörorð allra slysavarna- deilda að vinna að því að hjálp sé fyrir hendi, þá er sjóslys eða önnur slys ber að höndum. Stjórn kvennadeildarinnar skipa þær: Gróa Pétursdóttir, formaður, Eygló Gísladóttir, ritari, Guðrún Magnúsdóttir, gjaldkeri, Ingi- björg Pétursdóttir varaformað- ur og Guðrún Ólafsdóttir, Þór- hildur Ólafsdóttir, Steinunn Guð mundsdóttir, Sigríður Einarsdótt ir og Hlíf Helgadóttir meðstjórn- endur. Ný loítskeytastöð í Ægi VARÐSKIPIÐ Ægir er hér inni núna. Er verið að endurnýja loftskeytastöð skipsins, en fyrravetur eyðilagðist stöðin að mestu er varðskipið fékk á sig hnút. Nú er kominn nýr Sendir í skipið og öll stöðin verður lag- færð og endurnýjuð. Nýr bústjóri á Korpúifsstöðum SÍÐASTI fundur bæjarráðs hófst með því að borgarstjórarnir, á- samt bæjarráðsmönnum fóru að Korpúlfsstöðum og skoðuðu bú- ið. Síðan var haldið í bæinn aft- ur og tekið að fjalla um þau mál sem fyrir þessum fundi lágu. Var þar m.a. tekin ákvörðun tim ráðn ingu nýs bússtjóra að Korpúlfs- staðabúi. Með 4 samhljóða atkv. var samþykkt að ráða fyrst um sinn Aðalstein Þorgeirsson, sem nú er bústjóri í Nesi á Seltjarn- arnesi. Leiðin til bættrE lífskjara íslendingur á Akureyri kemst nýlega að orði á þessa leið: Stjórnarandstæðingar hafa haft í flimtingum það kjörorð Sjálfstæðismanna, að leiðin til bættra lífskjara sé fyrir hendi með nokkurri lífsvenjubreytingu. Ríkisstjórn og Alþingi hafa nú gert þær ráðstafanir, sem ætlazt er til að stöðvi þá óheillaþróun í efnahagsmáiunium, sem of lengi hefur verið við haldið. Þessar að- gerðir koma á þann hátt við þjóð- ina, sem einstaklingur sem iifað hefur um efni fram ræki hnefann í borðið og segði: „Tekjur og útgjöld standast ekki á. Nú verð ég að spara. Kaupi ég ekki fyrr en næsta ár vélina, sem ég ætlaði að kaupa núna, þá ná endarnir saman“. Reyna að breiða yfir lánleysið Blöð kommúnista og Framsókn armenn reyna nú eftir fremsta megni að breiða yfir það lán- leysi þeirra Lúðvíks Jósefssonar og Hermanns Jónassonar að sker- ast úr leik á örlagastundu í bar- áttunni fyrir málstað tslands á sjóréttarráðstefnunni í Genf. I g ar nær fullvíst var talið á ráð- stefnunni að bræðingstillaga Kanadamanna og Bandaríkjanna, sem tryggt hefði Bretum hvorki meira né rninna en 10 ára „sögu- legan rétt“ til þess að fiska upp að 6 mílunum á íslandsmiðum yrði samþykkt, var það skylda íslenzku sendinefndarinnar að freista þess að hindra slíka sam- þykkt. Meirihlqiti sendinefndar- innar hikaði heldur ekki við að gera þessa tilraun. En þeir Lúð- vík og Hermann snerust gegn þessari þýðingarmiklu viðleitni til þess að tryggja hagsmuni ís- lands. Sú staðreynd verður ekki sniðgengin. Sú ráðabreytni þeirra mun aldrei verða talin þeim til sóma. HeSgitónleikar í Laugar- neskirkju Á ANNAN páskadag var efnt til helgitónleika í Laugarneskirkju, og voru þar fluttar eingöngu tón smíðar og raddsetningar eftir dr. Hallgrím Helgason. Alþýðukór- inn, SVÍR, söng undir stjórn tón- skáldsins, sem einnig lék ein- leik á fiðlu, en Páll Kr. Pálsson lék einleik og annaðist undirleik á orgel. Meðal kórlaganna voru átta is- lenzk þjóðlög, auk mótettu um islenzkt þjóðlag, „Svo elskaði guð auman heim”, og fimm laga eft- ir ýmsa höfunda. Ekki eru lög þessi í upphafi öll jafn merkileg eða athyglisverð, en í meðförum tónskáldsins verða þau flest næsta sviplík og naumast eins blæbrigðarík og æskilegt væri. Þessu veldur still tónskáldsins og handbragð, sem þó ber vott mik- illi vandvirkni og lærdómi. Svip- mest og rishæst af kórlögunum var að sjálfsögðu mótettan, „Svo elskaði guð auman heim’, en einnig hún mundi hafa aukizt að áhrifamætti við það, að meiri andstæður hefðu fengið að njóta sín í meðferð efnisins. Um tvö orgelverk, Ricercare og Tokkötu, má segja svipað og um kórlögin, að þau eru næsta blæ- brigðalítil og verða því ekki eins áhrifamikil né eftirminnileg og annars mundi vera. í kirkjusón- ötu fyrir fiðlu og orgel kveður við annan og athyglisverðari tón Þar er tekið á efninu léttari hönd um og þó með fullri festu og ör- yggi, og var það verk, þó eink- Framh. á bls. 23. íslendingar á Grœnlandsjökli ÞRÍR forráðamenn Aðalverk- taka voru á dögunum boðnir yfir «1 Grænlands til að skoða ýmsar Þamkvæmdir, sem þar hafa far- ið fram á vegum Bandaríkjahers. Fóru þremenningarnir til Syðri Straumf jarðar með Skymaster- flugvél Flugfélags íslands, sem annast þangað leiguflug fyrir Danish Arctic Contractors. Mbl hafði tal af Gunnari Gunn arssyni, skrifstofustjóra Aðal- verktaka, sem var með í förinni. Kvað hann þá félaga hafa m.a. fengið tækifæri til þess að skreppa upp á Grænlandsjökul — þangað sem Bandarikjamenn reisa nú radarstöð. Þetta er á há jöklinum, miðja vegu milli Syðri Straumfjarðar á vesturströnd- inni og Kulusuk á austurströnd- inni. .— Við fórum þangað með bandarískri flutningaflugvél frá Straumfirði, sagði Gunnar Her- inn hefur komið upp „loftbrú" þarna í milli, mikill floti stórra flutningaflugvéla er í daglegum flutningum upp á jökul — og lenda þar á skíðum. Allt efni til radarbyggingarinnar er flutt loft- leiðis og þessar vélar taka um 15 tonn í ferð. — Ratsjárstöðin er í rauninni furðuleg bygging, sex hæða stál- grindabygging reist á stálsúlum á hjarninu. 1 þessum súlum eru dúnkraftar svo alltaf er hægt að rétta báknið við, enda þótt hreyf- ing verði á jöklinum Þarna uppi vinna um 100 manns að fram- kvæmdunum. Markaði skýra stefnu íslenzka sendinefndin hafði allt frá upphafi markað skýra stefnu á ráðstefnunni. Enginn þurfti að fara í grafgötur með það, að það sem fyrir íslendingum vakti var fyrst og fremst að tryggja 12 mílna fiskveiðitakmörk. Áhugi okkar beindist því ekki aðallega að 12 mílna landhelgi, enda þótt ýmsar 12 mílna þjóðir legðu meg- ináherzlu á víðáttu landhelginn- ar en alls ekki fiskveiðitakmörk- in. Þannig hugsaði fyrst og fremst hver um sína eigin hagsmuni. Það er þess vegna hrein firra, þegar kommúnistar og Framsóknar- menn halda því fram, að íslenzka sendinefndin hafi með tillögu sinni um að undanþiggja ísland hinum sögulega rétti verið að „svíkja“ einhverja bandamenn okkar! Rússar greiddu atkvæði gegn okkur Á það má svo benda enn einu sinni, að það er hin mesta fjar- stæða, þegar kommúnistablaðið þrástagast á því að Rússar hafi verið okkar einu, sönnu og tryggu stuðningsmenn á ráðstefnunni. Allir vita, að Rússar greiddu at- kvæði gegn báðum tillögum ís- lands og miðuðu alla sína afstöðu fyrst og fremst við sína eigin hags muni. Þetta vita íslendingar að er sannleikur og staðreynd. Hjal kommúnistablaðsins um að Rúss- ; ar hafi verið bjargvættur okkar — Þá sagði Gunnar frá þvi, að , á ráðstefnujini er þess vegna út þeir félagar hefðu skoðað nyja hótelið og flugstöðvarbygginguna í Syðri-Straumfirði og sagði að allt þar væri mjög til fyrirmynd- ar. Flugfélagið SAS hefur nú dag lega viðkomu í Straumfirði á flugleiðinni Kaupmannahöfn — Los Angeles. í bláinn. ‘ Rússar hugsuðu sannarlega fyrst og fremst um sinn eiginn hag. Þeir töldu sér hernaðarleg- an liag í 12 mílna landhclgi. Þess- vegna börðust þeir fyrst og fremst fyrir henni, en greiddu at- kvæði gegn tillögu íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.