Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 16
16 MORCV1SBLAÐIÐ Föstudagur 28. apríl 1960 Herdís Hannesdóttir GUÐMUNDUR á Sandi taldi yfrið starf konu að vinna fyrir engan héraðsbrest á verða, þótt hartnær sjötug ekkja félli í val- inn. Svo verður heldur ekki, þótt Herdís Hannesdóttir kveðji þennan heim, og þeim mun síð- ur, þar sem aldur Herdísar var tveimur tugum ára hærri en ekkjunnar norður þar og heilsa og kraftar þrotnir. Samt er það svo, að venzla- menn, frændur og vinir kveðja og minnast Herdísar með bljúgu hjarta og hlýju þeli, því að hvar vetna stráði hún yl og ástúð á veg þeirra mörgu kynslóða, sem hún var samferða á langri ævi. Herdís Hannesdóttir fæddist 1. okt. 1872 að Lambahaga á Álítanesi. Þann 17. des. 1889 giftist hún Ölafi Þorkelssyni stýrimanni í Hafnarfirði. Þeim Herdísi og Ólafi varð fjögra barna auðið, þriggja dætra og eins sonar . Mann sinn missti Herdis árið 1917. Féll það nú í hlut Herdísar að sjá börnum sínum ein og óstudd farborða. En maðurinn með sigðina lét skammt stórra höggva á milli. Knöppu ári eftir lát manns síns, varð Herdís áð sjá á bak einka- syni sínum, 15 ára að aldri. Ekki bugaðist vJIerdís. Hennar beið ærið starj að koma dætrum sín- um ungum til manns. Tókst henni það með miklum sóma. Ætla mætti, að það hefði vevið fjögra manna fjölskyldu á árun- um kringum 1920. Þetta var þó Herdísi ekki nóg. Hún var þess umkomin að rétta vinum hjálp- arhönd, þegar gaf á bátinn hjá þeim. Þrátt fyrir öll þessi áföll, hélt Herdís sólarró og jafnaðargeði til hórrar elli, enda naut hún óvenjulegrar umönnunar dóttur sinnar, tengdasonar svo og barna þeirra í Tjamargötu 34 í Reykja- vík, en hjá þeim átti hún skjól síðastliðin 20 ár. Börn Herdísar vom þessi: Þorkell, dáinn 1918. Guðrúr) gift Eyjólfi Kristins- syni, skipstjóra, Hafnarfirði. Þórhildur gift Páli Sigfús- syni, skipstjóra, Reykjavík. Elm, dáin 1943, var gift Ein- ari Sigmundssyni, bónda, Hamra endum. Herdís var þortin kröftum og heilsu hin síðustu ár. Báðar dætur hennar léttu henni hel- stríðið, en hún lézt á sumardag- inn fyrsta að heimili þeirra Þór- hildar og Páls. Yfirsöng fær Herdís í Hafn- arfjarðarkírkju, en jörðuð verð- ur hún áð Görðum við hlið manns síns og einkasónar. Jón Á. Gissurarson. — Tamningastöð Framh. af bls. 10 ! mikil, að hægt hefði verið þess Enn kvaddi dauðinn dyra hjá veSna að taka aðra 20 hesta til __ ., . ■ , I tamnmgar. Hinsvegar var þao Herdisi. Rett fynr jol 1943 , , . , , . . ■ , J j ekki hægt að þessu sinni, þar druknaði yngsta dóttir hennar J sem Gísli er ráðinn sem tamn- skammt fyrir utan vörina á I ingamaður norður í Skagafirði Hamraendum á Snæfellsnesi, en þangað var hún á heimleið, ný- gift, úr kynnisferð til móður og systra. Happdrættisíbúð okkar að Hátúni 4, 1. hæð er til sýnis daglega þessa viku frá kL 5—10, á laugardag og sunnudag kl. 2—10. Ibúðin er sýnd með: Húsgögnum frá VerzL Skeifunni, Kjörgarði, Glófteppum frá Axminster h.f., Gluggatjöld frá Gluggatjöldum, Kjörgarði, Lömpum frá Lýsing h.f., Hverfisg. 64, Heimilistækjum frá Samb. ísl. Samvinnufél. Happdrætti D.A.S. Damask glnggatjaldaefiii gluggatjaldafóður Gardímibúðin Laugaveg 28. Eintýlishús óskast Höfum kaupendur að einbýlishúsum af ýmsum stærð- um, ennfremur nýtízkulegum einbýlishúsum háar útborganir. tmeifBÁl F&STEI6RIB Austurstræti 10, 5. hæð. Sími 24850 og eftir kl. 7 sími 33983. og er það þriðja árið í röð, sem hann er þar. Aðeins ein hryssa í hópnnm Skúii Kristjánsson tók í sama streng. Sagði að hestefnin hefðu verið mjög misjöfn. Ta’ldi hann að bændur og hestaeigendur væru ekki nógu vandlátir með ásetning reiðhesta. Þá taldi hann að 8 vikur væri of stuttur tími til tamningar. Hins vegar mætti eftir þann tíma greinilega sjá, hvort ástæða væri til þess að halda tamningunni áfram í von um að fá góða reiðhesta. Þá taldi Gísli það athyglisvert, að af þess um 20 hrossum hefði aðeins verið ein hryssa í hópnum. Taldi hann áhuga bænda hér í héraðinu fyr- ir því alltof lítinn að ala upp og temja góðar reiðhryssur. Að lokum skal þess getið að tamningargjald var að þessu sinm krónur 1200 fyrir hvern hest og verður það að teljast mjög hóf- legt. Hesteigendur lögðu sjálfir til fóður handa hestum sínum á tamningartímabilinu — H. J. Vetur og sumar frusu saman STYKKISHÓLMI, sumardaginn fyrsta. — Veturinn kvaddi með góðu veðri. Aftur á móti er kalt í veðri í dag og kaldi. Vetur og sumar frusu saman hér og telja sumir það góðs vita og vænta menn hér góðs sumars. Sýslufundi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu lauk í dag, en hann hefir staðið undanfama tvo daga hér í Stykkishólmi. Það var ekki margt, sem setti svip sinn á sumardaginn fyrsta hér í Stykkishólmi. Lúðrasveitin lék úti við barnaskólann og það- an var gengið til kirkju með lúðrasveitina í fararbroddi. Fáni var borinn fyrir göngunni. Börn- in fjölmenntu í gönguna og til barnaguðsþjónustu, sem prófast- ur hélt. — Fréttaritari. Iðiiskólanum í Stykkisliólmi slitið STYKKISHÓLMI, 26. apríl: — Iðnskólanum í Stykkishólmi var ' slitið í gær, en hann hefur starf- , að í vetur. Skólastjórinn, Lúðvík ' Halldórsson sleit skólanum og af- ^ henti fullnaðarprófsskírteini fjór I um nemendum, sem útskrifuðust. Hæstu einkunn að meðaltali hlaut Bragi Guðmundsson, 8,23. Auk skólastjóra voru sex stunda- kennarar við skólann í vetur. i -— Fréttaritari — William Blake Framh. af bls. 15. beygur og tortryggni líkt og eit- urtréð, sem Blake orti um ódauð- legt Ijóð. Það spratt upp af sæði fjandskaparins. Höfúndur Ljóða lífsreynslunnar er djúpt særður af þeirri grimmd, sem ríkir í mannlegu samfélagi. „Frægasta kvæðið í þessum Ijóðaflokki er „Tígrisdýrið", og um leið víð- frægasta kvæði skáldsins, þrung- ið málkyngi og sterku áhrifa- magni, sem ekki verðui auðveld- lega með orðum lýst, en það hljóðar þannig í þýðingunni: Ljóna bróðir, logi þinn læsir sig um myrkviðinn. Hann, sem skóp þig, hugar frýr, hræðilega kynjadýr. Hvar í himna afgrunns ál æstust þmna sjóna bái? Var ei prekraun þeim að ná, þegar sveif hann vængjum á? Hvaða afl og snjalla snilld sneið þér stakk að sinni vild? Þegar hjartað heita sló, hvað var það, sem geig oss bjó? Hvaða ofn og hamar gaf heila þínum stál og raf? Hver var steðjinn? Helgreip rauð hræðilegan ótta bauð. Þegar stráðu stjörnur glóð, streymdi af himni táiciflóð, gladdist hann við skúr og skin? Skóp hann þig sem lamhsins kyn? Ljóna bróðir, logi þinn læsir sig um myrkvið inn. Hann, sem skóp þig, háskadýr, hugar eilíflega frýr. Beri lesendur þetta kvæði sam- an við „Larnbið", verður and- stæðan augljós. „Lambið er í- mynd mildi og sakleysis, en tígris dýrið tákn grimmdar, krafts og hárðýðgi.“ Þannig kemst þýðandi að orði í markvissri skýringu sinni við kvæðið. Og í þessum ljóðaflokki er hvert kvæðið öðru snjallara og eftírtektarverðara. í þeim logar byltingahugur og heit umbótaþrá skáldsins, sem lét svipu sina dynja á grimmd mannanna, heimsku þeirra, hleypidómum og þröngsýni, en ljóð þessi eru einnig þrungin djúpri samúð með mannanna börnum, sorgum þeirra og þján- ingum. Bókin er ljómandi vel og fallega úr garði gerð, eins og sæmir efní hennár. Hún er prýdd myndum eftir Blake sjálfan, sem var snilldarmálari og eirstungu- maður eigi síður en skáld. Auka myndirnar drjúgum á fegurð bókarinnar og eru lesendum til GleSiIeikurinn ,HjónaspiI“ hefur verið sýndur að und- anförnu í ÞjóðleikhúsinO við ágæta aðsókn. Leikurinn verður sýndur í 13. sinn annað kvöld. Þetta er bráð- snjall gamanleikur, sem keraur öllum í gott skap. — Myndin er af Herdísi Þor- valdsdóttur í hlutverki hjú- skaparmiðlarans Dolli Levi. skilningsauka á skáldinu og við fangsefnum þess. Með þessari prýðilegu þýðingu af snilldarverkum hins heims- fræga skálds hefir Þóroddur Guðmundsson lagt merkilegan og varanlegan skerf til íslenzkra bókmennta, víkkað landnám þeirra. Ljóð Williams Blakes eru bæði auðug að skáldlegri fegurð og þannig vaxin um yrkisefni og lífsviðhorf, að vekja til umhugs- unar um mannlífið og kveikja í brjósti hvers þesj, sem krefur þau til mergjar, aukna mannást og réttlætiskennd. Og þau tala sérstaklega til vorrar tíðar og kynslóðar, ems og þýðandinn leggur áherzlu á í þessum ioka- orðum skýringar sinna: „Enn lifum vér á timum raun vísinda, ranglætis og kúgunar, líkum þeim sem ólu William Blake. Enn á ný ógna vélar, kjarnorkusprengjur, harðstjórn og ofbeldi hug vorum og hjarta, trú og tilveru, eigi síður en þá. Gegn þeim háska, en fyrir tign mannsins, bræðralagi og ham- ingju barðist William Blake af spámannlegum eldmóði lengst af ævi sinnar. Þess vegna á hann brýnna erindi til vor en margur sá, er nú hóar hæst og þykist ætla að bjarga heiminum." Félogslíf Knattspyrnufélagtð Fram 5. fl. b.-íið: mánudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 5—6. 5. fl. A og B: mánuaaga, þriðju daga og fimmtudaga kl. 6—7. — 4. fl. C. mánudaga, miðvilcU- dagaog fimmtudaga kl. 7—8. 4. fl. A og B.; mánudaga, þriðju daga og fimmtu^aga ki. 8—9. 3. fl.: mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9—10,15. — — Þjálfarar. Knattspyrnufélagið Fram 2. fl.: Æfing í kvöld kl. 7,30. Meistarafl. og 1. fl. kl. 8,30. — — Þjálfari. Sundfélagið Ægir Áður auglýstum aðalfundi fé- lagsins, sem halda átti í kvöld (föstudag), er frestað til laugar- dagsins 7. maí kl. 3 e.h., í fund^ir sal ÍSÍ að Grundarstíg 2. — atjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.