Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 15
Föstudagur 28. apríl 1960 MORCUTSTtLÁÐlÐ 15 Dr. Richard Beck: Snillingurinn William Blake og islenzk býðing verka hans Það er alkunnugt, að mjög skiptir í tvö horn um það, hve skjóta frægð skáld hljóta, og þá eigi síður hitt, hve varanleg skáld frægð þeirra reynist. Á þetta minnti Jakob skáld Thorarensen kröftuglega í upphafi merkis- kvæðis síns á 150 ára afmæli frænda síns, öndvegisskáldsins Bjarna Thorarensens: Oft vill skeika um ,ódauðleikann‘ orðstírs þeirra, er hvarfla frá; fæstir valda fylling aldar, — fönnin skeflir yfir þá. Eru þess sannarlega næg dæmi, að skáld, sem hafa átt miklum vinsældum að fagna á sinni tíð, hverfa fyrri en varir undir tím- ans skafl, fyrnast og falla að miklu eða öllu leyti í gleymsku. Hins vegar eru þau skáldin einn- ig mörg, er af ýmsum ástæðum nutu hvergi nærri þeirrar viður- kenningar samtíðarinnar, sem þau áttu skilið, en hafa, þegar frá liðu stundir, hlotið þann virð- ingarsess í hugum unnenda skáld skapar og í bókmenntum þjóðar sinnar, er þeim bar að verðleik- um. í flokki hinna síðarnefndu er enska skáldið og listamaðurinn William Blake. Hljótt var um hann og honum lítill sómi sýnd- ur í lifandi lífi, og bar margt til þess; bækur hans voru eigi prent aðar með venjulegum hætti, og náðu því lítilli útbreiðslu, og svo var hitt, að hann fór sinna ferða í skoðunum; var mjög ólíkur öðr- um samtíðarskáldum, djúpúðug- ur dulspekingur og byltingamað- ur í senn. f fáum orðum sagt, um margt á undan sínum tíma, eins og síðar hefir á daginn kom- ið. En smám saman opnuðust augu manna fyrir frumleik og snilld og sígildum boðskap þessa fágæta skálds og snillings. Eink- um hafa skilningur og aðdáun á verkum hansf og frægð hans að sama skapi, aukizt á fyrra helm- ingi þessarar aldar, og skipta þær bækur tugum, sem ritaðar hafa verið um hann á ýmsum málum síðan um aldamótin síðustu, og þá ekki sízt í hinum enskumæl- andi heimi beggja megin Atlants- hafs. William Blake átti tveggja alda afmæli árið 1957, og var þess að vonum minnzt með mörgum hætti bæði í heimalandi hans, Englandi, og miklu víðar um lönd. Fyrir atbeiná Þórodds Guð- mundssonar rithöfundar er hlut- ur vor íslendinga í því afmælis- haldi til heiðurs hinum enska skáldsnillingi bæði mikill og merkilegur. í Skírni 1958 skrifaði Þóroddur ítarlega ritgerð í tilefni af af- mæli skáldsins, „William Blake tvö hundruð ára“. Gerir höfund- ur þar fyrst glögga grein fyrir þeim miklu umbrotum í stjórn- málum og þjóðmálum, sem gerð- ust á 70 ára ævi Williams Blakes (1757—1827), og höfðu eðlilega djúp áhrif á hann, mótuðu með mörgum hætti lífsskoðun hans og listastefnu, þótt áhrif úr ýmsum öðrum áttum komi þar vitanlega einnig til greina. Af staðgóðri þekkingu og sam- úðarríkum skilningi rekur Þór- oddur því næst æviferil skáldsins í megindráttum, og væri ævi hans fjarri því að vera nein samfelld gæfubraut, enda er það gömul saga um slíka menn sem hann, er var bæði mikill spámaður og sjá- andi, að braut þeirra er löngum þyrnum stráð. Eftirfarandi ummæli Þórodds í minningargreininni um skáldið hitta því ágætlega í mark og bregða um leið nokkru ljósi á list og lífshorf hans: „William Blake virðist hafa fæðzt undir furðulegri örlaga- stjörnu, sem fyrst varpar ljóma á lífsverk hans eftir dauðann. eins og fjarlægð þessarar stjörnu frá jörð væri tugir eða hundruð Ijósára. Á þetta ekki síður við myndlistarmanninn en skáldið Blake. Við hleypidóma og heimsku samtíðar Blakes og kyn- slóðanna á eftir honum, sem stóðu frægð hans mjög fyrir þrif- um, bættist sú furðulega kald- hæðni, að eitt ágætasta málverk Blakes, mikið snilldarverk lá gleymt og grafið í rusli, frá því að hann gerði það 1821, unz það fannst í Arlington í Devon 1948. Þetta er vatnslitamynd, máluð á þykkan pappír, þegar Blake var rúmlega sextugur, mjög fullkom- in að allri gerð og næsta tákn- ræn fyrir hann, sýnir kjarna og þungamiðju listar hans, sem var endurfæðing mannsins. Málverk þetta sem var í gylltum ramma undir gleri, vafið í Timesblað, prentað 11. janúar 1820, þegar það kom í leitirnar, er því sama efnis og t. a. m. Jerúsalem, víð- feðmasta bókmenntaverk Blakes. Að dómi hans er endurfæðingin skilyrði þess, að líkami manns- ins nái sáttum við sálina, en það er nauðsynlegt til samræmis í lífinu". Og þessi vandaða ritgerð Þór- odds er einmitt merkilegust og þakkarverðust fyrir það, hve prýðilega hann túlkar verk skáldsins, af djúptækri þekkingu og sambærilegu innsæi, svo að þeir, sem eigi hafa áður kynnt sér ljóð Blakes eða önnur verk, fá þar ágætar lýsingar á þeim, snilld þeirra og tímabærum boð- skap, því að hann var, eins og þegar hefir að nokkru verið gefið í skyn, allt í senn, listamaður, ljóðskáld, uppreisnarmaður, dul spekingur og spámaður. Hinu er ekki að leyna, að ýmis rit hans eru, eins og greinarhöfundur seg- ir réttilega, „dulúðug og torskil- in“, ekki sízt hinar svonefndu spámannsbækur hans, en í þeim lýsa djúp réttlætiskennd hans, frelsisást og friðarboðskapur, sér einnig eftirminnilega. Dulmögn- uð eru kvæði þessi, og ósjaldan fagur og stórbrotinn skáldskapur. II. En Þóroddur Guðmundsson lét ekki lenda við það eitt, að segja löndum sínum frá William Blake, skáldritum hans og listaverkum, I með mikilli prýði í fyrrnefndri Það er gaman að sigra nýjan heim segir Oscarsverð- lunahafinn, Simone Signoret ÞANN 4. apríl s.l. var Oscars- verðlaununum úthlutað í Hollywood eins og skýrt hef- ur verið frá áður hér í blað- inu. Franska leikkonan Sim- one Signoret gekk að þessu smni með sigur af hólmi sem bezta kvikmyndaleikona árs- ins fyrir leik sinn í „Room at the top“, sem sýnd var hér í Tjarnarbíó í vetur undir ......... " nafninu „Dýrkeyptur sigur“. Fyrst statisti — síðan stjarna Simone Signoret er fædd í Wiesbaden skömmu eftir heimsstyrjöldlna fyrri. Arið 1940 fluttist hún til Parísar og vann við vélritun, þýðingar, og var nokkur ár statisti i kvikmyndum. Hún vakti fyrst athygli fyrir nokkur djörf hlut verk í kringum 1946, en eftir að hafa hlotið Suzanne Bianc- hettiverðlaunin 1947 fyrir leik sinn sem vændiskona í „Veit- ingakonan“, stóð stjörnuheim urinn opinn fyrir henni. Áhrifamikið hlutverk fékk hún þó ekki fyrr en 1956—’57 í kvikmyndinni „Nornava.ð- ar“. Simone Signoret fór fyrir nokkru til Bandaríkjanna ásamt eiginmanni sínum Yves Montand, sem um þessar mundir er að ljúka við að leika í kvikmyndinni „Let’s Make Love“ á mót/. Marilyn Monroe, en eins og kunnugt ei fékk hann hlutverkið eftir að Gregory Peck rauk burt í fússi eftir mikið rifrildi. Þau hjónin „slógu í gegn“ næstum því samtímis í Ameríku, hún í kvikmyndinni „Room at the top“, þar sem hún leikur full- orðna konu, sem verður ást- fangin af yngnl manni og hann á leiksviðinu með söng sín- um. Þau hafa verið spurð að því, hvernig þeim fyndist að vera „stjörnur“ i Bandaríkjunum eftir að hafa verið svo lengi á toppnum í Evrópu og svör- uðu þau: — Það er undarleg tilí’.nning að sigra stóran, nýj- an heim. Áætlunin til vorsins Simone Signoret segir um framtíðina: — Sigur eigin- manns míns á leiksviðinu fyr- ir vestan hefur haft það í för með sér, að ég mun taka ein- hverjum þeirra bandarísku til boða, sem mér hafa borizt á undanförnum mánuðum. Ég hef feng ð mörg freistandi til- boð, en ekki getað hugsað mér að dveljast ein í Ameríku, þó ég hafi ekkert á móti því að leika í amerískri mynd, ef hlutverkið fullnægir kröfum mínum, en ég geri þær kröfur að það sé heilsteypt og bjóði upp á eitthvað. Innantómu hlutverkin og þau yfirboðs- kenndu eru verst Sama er að segja um sönglög. Það er ekki eilíflega hægt að syngja um ást og rauðar rós.r það verðúr að gerast eitthvað í visunni. Mesta ánægju hefði ég af því að leika á móti eiginmanni mínum og hefur það aðeins komið til tals. En fljótlega mun ég fara aftur til Evrópu og leika í franskri mynd, sem tekin verður í Italíu. Yves fer aftur á móti til Japans og fleiri landa og heldur söng- skemmtanir. Næsta vor fer hann í konsertferðalag og mun m. a. koma til Norðurlanda og mun ég verða í fylgd með hon um. Áætlun lengra fram í tím ann höfum við ekki gert. afmælisgrein. Hann færðist það * vandaverk í fang að kynna þeim skáldverk hans með íslenzkum þýðingum tveggja frægustu og að margra dómi snilldarlegustu ljóðaflokka hans, en það eru Söngvar sakleysisins og Ljóð lífs- reynslunnar. Komu þeir út í bók- arformi á vegum ísefoldarprent- smiðju í fyrra haust og annaðist þýðandi einnig útgáfuna. Fylgir hann henni eftir með snjallri rit- gerð um skáldið, sem er að miklu leyti samhljóða hinni ágætu grein argerð hans í Skirni, en þó ný að ýmsu leyti, og um allt hin athyglisverðasta. Einnig fylgja ljóðaþýðingunni prýðisgóðar at- hugasemdir um þau eftir þýðand- ann. I ljósi ritgerðarinnar um skáldið og skýringanna við ljóð- in geta menn lesið þau með stór- um gleggri skilningi og að sama skapi sér til aukinnar ánægju og andlegs gróða. En lítum nú nánar á þýðing- arnar. Eg hefi borið þær saman við frumkvæðin, og eru þær gerð ar af mikilli vandvirkni, nákvæm ar en þó um leið íslenzkar vel, í heild sinni snilldarlega af hendi leystar. En þessi frægu kvæði Blakes eru í einfaldleik sínum bæði ljóðræn og myndræn svo að af ber, og búa yfir sjaldgæfu seið- magni og yndisþokka. Efni Söngva sakleysisins fæ ég eigi betur lýst en 1 þessum orðum þýðandans: „í Söngum sakleysisins lýsir skáldið hugmyndaheimi barnsins, skoðunum þess á lífinu, undrun og áhyggjuleysi, sorg og von- brigðum með frábærum einfald- leik og óviðjafnanlegri fegurð. Snilldarlega er túlkuð barnsleg gleði, frelsislöngun og leikþrá. Ófölskvuð er bjartsýni skáldsins og trú þess á sigur góðafla tilver- unnar þar sem sá sterkari vernd- ar þann veika, en situr ekki yfir hlut hans . . . Þá er þessi ljóð voru ort, virðist Blake hafa trú- að því, að skin ástar og um- hyggju í tilverunni væri svo bjart, að sorg og önnur þjáning væru aðeins stundleg fyrirbrigði, eins og þegar ský dregur snöggv- ast fyrir sól á heiðum himni“. Eitt af frægustu kvæðunum I þessum flokki er „Lambið", og er það á þessa leið í þýðingunni: Veiztu, hver á verði vakir, hver þig gerði, litla, hvíta lambið mitt, leiddi þig um engið sitt, gaf þér líf og gaf þér ma^ gaf þér mjúka ull í fat, svona blíðan barnaróm, berjahlíðum glaðan óm? Veiztu, hver á verði vakir, hver þig gerði? Lamb mitt, satt ég segi, svo þú gleymir eigi: Lamb hann nefnir sjálfan sig. sama nafni eins og þig, miskunnsamur, mildigjarn, mannsins son, er gerðist banv Nafn hans berum bæði trú, barnið ég og lambið þú. Góður guð þig blessi! Góður guð þig blessi! Gefur þetta kvæði ágæta httg- mynd um þann hugljúfa blæ, sena svipmerkir þennan ljóðaflokk, ljóðræna fegurð hans og djúpa undiröldu tilfinninganna. „Vöggu ljóð“ er yndislega fagurt kvæði. Hreimmikið og fallegt, ómrænt og myndrænt er kvæðið „Vor“, og nýtur sín ágætlega í þýðing- unni, en þannig er upphafser- indi þess: Harpa góð hefji óð, fossa nið, fugla klið, kátan söng kvöldin löng vekur blær, vatnið hlær og fagnandi býður þig velkomið, vor. í Ljóðum lífsreynslunnar kveð- oir við allt annan tón. Þau eru alger andstæða Söngva sakleys- isins. Og aftur verður mér til- tæk skilgreining þýðandans: „f stað barnslegrar gleði, áhyggju- leysis og trúnaðartrausts hefur rótfestzt í sál skáldsins þjáning, / Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.