Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Fóstudagur 28. apríl 1960 „Auðvitað, madame! Peninga! Það vantaði nú bara, að þú fær- ir að borga mér peninga. Ég á næstum eins mikið og þú. Veiztu, hvað þú átt eftir, þegar búið er að draga frá veðsettar eignir, lán og vangoldna vexti, sem safn- ast saman ár frá ári? Nei, þú veizt það auðvitað ekki. Ég þori að fullyrða, að árlegar tekjur þínar nema ekki tíu þúsund frönkum eins og er! En ég mun brátt kippa þeim málum í lag, og það fyrr en síðar“. Hún hafði ósjálfrátt* hækkað róminn, í hita réttlátrar gremju vegna hinna vangoldnu skatta og yfirvofandi eignahruns húsmóð- ur sinnar. Þegar hún sá votta fyrir brosi á vörum Jeanne, hróp aði hún gröm: „Þetta er ekkert hlátursefni, madame. Fátæktin gerir alla að vinnuþrælum“. Jeanne tók um báðar hendur hennar og sagði síðan með sem- ingi: „Gæfan hefur ekki verið mér hliðholl. Allt hefur verið upp á móti mér. Það er eins og forlagadísunum sé sérlega upp- sigað við mig“. Rosalie hristi höfuðið: „Það máttu ekki segja, madame. Þú varst óheppin með eiginmann, það er allt og sumt. Það ætti raunar enginn að giftast á þenn an hátt, án þess að þekkja tilvon andi mann sinn“. Þannig héldu þær áfram að tala um einkamál sín, eins og hverjar aðrar gamlar vinkonur. Þegar sólin kom upp, voru þær enn að tala saman. 12. kafli. Nýtt heimili. Að viku liðinni hafði Rosalie tekið stjóm á öllu og öllum í húsinu. Jeanne var niðurbeygð og viljalaus og hlýddi henni um- yrðalaust. Þótt hún væri mátt- farin og þreklítil, leiddi Rosalie hana út að ganga á hverjum degi eftir hinum gamla stíg baróns- frúarinnar. Hún dróst varla áfram, en Rosalie studdi hana og taldi í hana kjarkinn, eins og hún væri sjúkt barn. Þær töluðu oft um liðna daga, Jeanne með nokkrum klökkva, en Rosalie af þeirri óbifanlegu rósemi, sem svo mörgu sveita- fólki er eiginleg. Sú síðarnefnda minntist oft á hinar vangoldnu rentur, og von bráðar óskaði hún eftir því við Jeanne, að hún fæli henni í hendur öll skjöl varð- andi viðskiptamál, en þeim hafði Jeanne í fáfræði sinni haldið vandlega leyndum í því skyni að gæta hagsmunar sonar sins. I eina viku eftir það fór Rosa- lie til Fecamp á degi hverjum til þess að fá skýringar á lögfræði- legum atriðum hjá lögfræðingi, sem hún þekkti þar. Kvöld eitt, er hún hafði þjón- að húsmóður sinni til sængur, settist hún við rúm hennar og sagði upp úr þurru: „Það er rétt- ast, að við röbbum dálítið saman í ró og næði“. Hún skýrði henni nákvæmlega frá því, hvernig sakir stæðu. Þegar fjárreiðum hennar hefði verið komið í dag, myndi hún hafa um það bil sjö þúsund franka í árlegar tekjur í mesta lagi. „Það er ekkert við því að gera“, sagði Jeanne. „Ég finn það á mér, að mér mun ekki verða langra lífdaga auðið, og þetta ætti því að duga mér“. Rosalie varð gramt í geði: „Það getur verið að það nægi þér, ma- dame, en hvað um Paul — á hann ekkert að fá?“ Hrollur fór um Jeanne: „Ég ætla að biðja þig að minnast ekki á hann í mín eyru. Tilhugsunin um hann veldur mér sársauka". „Það aftrar mér ekki frá því að minnast á hann. Þig skortir hugrekki, madame Jeanne. Hann hegðar sér heimskulega núna. — Hvað um það? Hann mun ein- hvern tímann sjá að sér, kvæn- ast og eignast börn. Hann mun þarfnast peninga til þess að ala þau upp. Taktu eftir því sem ég segi, þú verður að selja Espi- lund“. Jeanne settist snöggt upp í rúminu: „Selja Espilund! Er þér alvara? Nei, aldrei að eilífu!“ Rosalie lét engan bilbug á sér finna. „Ég segi þér að gera þetta vegna þess eins, að það er óhjá- kvæmilegt". Hún útskýrði ná- kvæmlega fyrir húsmóður sinni, á hvern hátt hún hefði komizt að þessari niðurstöðu. Ef hún myndi selja Espilund og bændabýlin tvö, gæti hún haldið fjórum bændabýlum hjá St. Leonard og af þeim myndi hún hafa átta þúsund og þrjú hundruð franka árlegar tekjur. Þrettán hundituð frankar af því myndu fara til viðhalds eigninni, en þá yrðu sjö þúsund frankar eftir. Fimm þúsund yrði hún að nota sér til lífsviðurværis en tvö þúsund gæti hún lagt fyrir. „öllu öð.ru hefur verið sóað í vitleysu, og það er kom- inn timi til þess að binda endi á slíkt. Ég mun taka að mér stjórn fjármálanna, og Paul má ekki fá meiri peninga af eignunum — þá mun ekki verða neitt handa hon- um síðar“. Jeanne, sem grét hljóðlega, stundi upp: „En ef hann hefur ekkert að borða?" „Hann getur komið og borðað með okkur, ef hann er svangur. Hann mun alltaf eiga víst húsa- skjól og fæði hjá okkur. Held- urðu, að hann hefði farið svona að ráði sínu, ef þú hefðir neitað honum um peninga í upphafi?" „En hann var skuldum vafinn og hneyksli vofði yfir honum". „Heldurðu, að hann hleypi sér ekki í skuldir eftir sem áður, er hann hefur komið aleigu þinni fyrir kattarnef? Þú hefur borg- að skuldir hans, úr því verður ekki bætt — en þú gerir það ekki aftur að mér heilli og lif- andi! Góða nótt, madame". Jeanne kom ekki dúr á auga, tilhugsunin um að selja Espilund Og yfirgefa æskustöðvar sánar hélt fyrir henni vöku. Morguninn eftir, þegar Rosalie kom inn í herbergið til hennar, sagði hún: „Ég gæti aldrei sætt mig við að fara héðan“. Þjónustustúlkan byrsti sig: — „Svo verður þó að vera, madame. Lögfræðingurinn kemur á hverri stundu með manninn, sem ætlar að kaupa eignina. Að öðrum kosti muntu standa uppi blásnauð inn an fjögurra ára“. Jeanne, sem var gersamlega niðurbrotin, stagaðist sífellt á sömu orðunum: „Ég gæti það ekki! Ég mun aldrei geta það“. Klukkustundu síðar kom póst- urinn með bréf frá Paul, þar sem hann bað um tíu þúsund franka. Hvað gat hún gert? — í örvæntingu sinni ráðgaðist hún við Rosalie, sem fórnaði upp höndum og hrópaði: „Þetta sagði ég, madame! Þið hefðuð farið laglega út úr þessu bæði tvö, hefði ég ekki komið til þín“. Je- anne beygði sig undir vilja þjón- ustustúlkunnar og skrifaði syni sínum eftirfarandi bréf: „Elskulegi sonur minn: Ég get ekki framar hjálpað þér um neitt. Þú hefur svípt mig öllum eignum. Ég neyðist jafnvel til að selja Espilund. En hafðu það hugfast, að þú munt ávallt eiga athvarf hjá aldraðri móður þinni, þótt þú hafir valdið hénni mikl- um þjáningum. — Jeanne“. Mánuði síðar var gengið frá samningum um sölu hússins og jafnframt keypti hún lítið hús í Batteville, skammt frá Goder- ville og þjóðveginum til Monti- viliers. Daginn, sem gengið var frá samningunum, fór hún út að ganga. Hún gekk fram og aftur eftir stíg móður sinnar og kvaddi í huganum með söknuði alla þá staði í landareigninni, sem henni voru kærastir og jafnframt í nánum tengslum við fortíðina. Það var bekkurinn undir platan- viðartrénu, lautin í skógarrjóðr- inu, hæðin, sem hún hafði svo oft setið á og horft yfir slétturn- ar. Þaðan hafði hún séð de Four ville greifa hlaupa í áttina til sjávar, daginn, sem hinn vofeif- lega dauða Juliens bar að hönd- um. Hún kvaddi einnig gamla álmviðartréð, sem á vantaði efstu greinarnar — hún hafði svo oft staðið á þeim bletti í garð- inum og hallað sér upp að því. Rosalie kom út, til þess að fá hana inn með sér. Hún tók undir handlegg hennar og leiddi hana heim að húsinu. Hávaxinn sveitapiltur, á að gizka tuttugu og fimm ára, beið þeirra við húsdyrnar. Hann heils aði henni alúðlega, eins og þau hefðu þekkzt lengi: „Góðan dag- inn, frú Jeanne. Ég vona, að yð- ur líði vel. Mamma sagðj mér að koma til þ'ess að hjálpa yður að flytja. Þar sem ég ætla að veita þessa aðstoð í frístundum mín- um frá búskapnum, vildi ég gjarnan vita, hvað það er, sem þér ætlið að taka með yður“. Þetta var sonur þjónustustúlku Skáldið og mamma litla 1) Taktu leikföngin þín saman svo að þú getir farið að hátta .... 2) .... ef þú gerir það ekki strax verð ég reið. 3) Já, ef þú verður ekki búin eftir fimm mínútur kemur pabbi ti lskjalanna. 4) (Síðar). — Láttu þetta eiga sig, Lotta mín. Það er svo spennandi saga í útvarp- inu .... flýttu þér að hátta. Verið öll sæl. Þingmaðurinn oglurinn er með kaffi og brauð-1 Jæja, þá erum við komnir, ég förum að Ketilskletti. Gangi sneiðar, ef þið verðið svangir. | þetta er Ketilsklettur. Bezta elg- ykkur vel Finnur. Leiðsögumað- I Klukkutíma seinna dýrasvæðið hér um slóðir og mjög þægilegt! Ég kann að meta þægindi! hennar, sonur Juliens — bróðir Pauls. Henni fannst hjartað í brjósti sér hætta að slá, en jafnframt varð hún ósjálfrátt gripin löngun til að faðma piltinn að sér. Hún virti hann fyrir sér, leit- aði að einhverju í svip hans, sem minnti á eiginmann hennar og son. Hann var hraustlegur og þrekiegur, ljóshærður og bláeyg- ur eins og móðirin. Þó líktist hann Julien. Hún gat ekki gert sér grein fyrir á hvern hátt hann líktist honum, en þó var eitthvað í svipmóti hans, sem minnti mjög á hann. Ungi maðurinn hélt áfram: — „Mér væri mjög kærlkomið, aó þér sýnduð mér þetta án tafar“. En hún hafði enn ekki komizt að neinni niðurstöðu um, hvað hún gæti tekið mikið með sér, þar sem væntanleg húsakynni hennar voru mun minni en þau, sem hún hafði nú. Hún bað hann því um að koma aftur í viku- lokin. — Hún eyddi nokkrum dögum í að velja úr húsgögnum og búslóð þá hluti, sem henni voru kærast ir og flestar endurminningar tengdar við, þótt notagildi sumra þeirra væri harla lítið. Rosalie mótmælti því harðlega, að þær flyttu allt þetta skran með sér, en Jeanne sat fast við sinn keip, og að þessu sinni varð Rosalie að láta í minni pokann. Morgun einn kom imgi bónd- inn, Denis Lecoq, sonur Juliens, með vagn sinn til þess að fara fyrstu ferðina. Rosalie fór með honum til þess að hafa yfirum- sjón með flutningnum og niður- röðun húsgagna. Jeanne hafði gengið út að klett inum, og er hún kom heim var Rosalie komin aftur. Hún var í sjöunda himni yfir nýja húsinu og kvað það mun skemmtilegra en þennan gamla húshjall, sem stæði ejkki einu sinni í alfaraleið. Jeanne grét allt kvöldið. Kvöldið áður en þau fóru, varð henni gengið út í fjósið. Henni brá mjög, er hún heyrði lágt urr. Þarna var hundurinn Massacre, sem hún hafði tæpast munað eft- ir svo mánuðum skipti. Hann var orðinn blindur og farlama, SHtltvarpiö Föstudagur 29. apríl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr, 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Bræð- urnir“ eftir Karen Plovgárd; XI, (Sigurður Þorsteinsson banka- maður), 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Þingfréttir. —- Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Landsnefndin 1770—71, — erindi (Bergsteinn Jónsson cand. mag.), 20.55 Islenzk tónlist: Verk eftir Jór- unni Viðar. 21.20 „Villisvanirnir**, einleiksþáttur — eftir Steingerði Guðmundsdóttur (Höfundur flytur). 21.40 Tónleikar: „Coppelia**, ballett- músik eftir Delibes (Operuhljóm sveitin í Covent Garden leikur; Robert Irving stjórnar), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Garðyrkjuþáttur: Axel Magnús- son garðyrkjukennari talar um áburðarþörf jarðvegsins. 22.25 I léttum tón: Ymis lög sungin og leikin. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 30. apríl 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Bræð- urnir“ eftir Karen Plovgárd; XII, — sögulok. (Sigurður Þorsteins- son bankamaður þýðir og flytur). 19.00 Frægir söngvarar: Irmgard See- fried syngur. — (19.25 Veðurfr.). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Djúpt liggja rætur'* eft- ir Arnaud d’Usseau og James Gow. Þýðandi: Tómas Guðmunds son. — Leikstjóri: Þorsteinn O. Stephensen. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.