Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 8
8 IUORCrnvnr (Dif) Fðstudagur 28. april 1960 Fyrirspurnir um ýmis á Alþingi ma S V OHL J ÓÐ ANDI fyrirspurnum var útbýtt á fundi Sameinaðs Al- þingis í gær, en flutningsmenn eru ýmsir þingmenn Framsókn- arflokksins: I. Til ríkisstjórnarinnar um nið urgreiðslu á vöruverði. Frá Hall- dóri E. Sigurðssyni og Ásgeiri Bjarnasyni: 1. Hvaða vörutegund ir eru nú greiddar niður, og hve miklu nemur niðurgreiðslan á hverri vörutegund, miðað við kg eða lítra? 2. Hvað er áætlað, að niðurgreiðsla á hverri vöruteg- und nemi miklu samtals á yfir- standandi ári? II. Til félagsmálaráðherra um framlag til byggingarsjóðs ríkis- Bréf fll Morgunhlaðsins frá skipstjóranum á b.v. Marz DAGBLAÐIÐ Tíminn birtir hinn 20. apríl viðtal við formanninn á m.b. „Sæljón“. Er það um viðskipti hans við skipstjórann á b.v. „Marz“ hinn 28. marz sl., en er alveg óviðkomandi atburð- inum á föstudaginn langa. Þar sem mér kom þessi atburður öðru vísi fyrir sjónir, vil ég segja frá honum eins og ég tel hann sannleikanum samkvæmt. — ★ — Þessi atburður átti sér stað í hinni svokölluðu Selvogsfor og er hún að mestu leyti milli 8 og 12 mílna fjarlægðar frá grunn- línu, en þar er íslenzkum tog- urum heimilt að toga. Umrædd- an dag var ég að toga á þessu svæði og setti niður bauju við hraunkantinn til þess að forð- ast hraunið og jafnframt til þess að miða afstöðu mína þegar dimmdi og forðast þar með að fara yfir net báta, sem voru skammt frá. Togsvæðið var autt fyrir vestan og norðan baujuna, eða nánar tiltekið fyrir norðan stefnu, sem lá í austur að bauj- unni og NA að A frá henni. Fór ég aldrei lengra frá baujunni en 4 sjómílur. Það er því ósatt, að formaðurinn á m.b. „Sæljón" hafi ekki séð nema reyk úr tog- ara, er hann lagði netin, auk þess sem b.v. „Marz“ er olíu- kyntur. Er ég kom togandi að bauju minni úr vesturátt í um- rætt skipti, var komið myrkur. Sá ég ljósbauju í norðaustur, ca 100—200 faðma frá minni bauju og við hana mótorbát. Sveigði ég til norðurs, þannig að ég slyppi fyrir norðan hana, og ætlaði svo að toga til norðaust- urs, eins og ég hafði gert. Kall- ar þá maður á mótorbátnum (sennilega formaðurinn) og spyr, hvort ég fari lengra, en ég svara, miklu lengra. Segir hann þá að net sín liggi í NNA frá baujunni, eða nákvæmlega yfir togslóðina mína, og stefni ég beint á þau. Svara ég því til, að hann skuli hirða þau, eða ég taki þau, beygi síðan til norðurs og svo áfram til vesturs, til þess að forðast netin og til baka sömu leið og ég kom úr. — ★ — Formaðurinn á m.b. „Sæljón" heldur því fram, að ég hafi sagzt eiga þetta svæði. Þetta er ósatt, en hitt ætla ég, að þetta sé hans eigið hugarfóstur, enda ekki hægt að skilja þetta öðru vísi, þar sem hann leggur netin ör- skámmt frá baujunni minni, og viðurkenndi einnig, að hafa séð hana, og ætlast svo til, að ég snauti burtu. Hitt er annað mál, að hann gat skilið, að ég ætlaði að toga þarna áfram, þegar hann væri búinn að draga netin. Mér er ekki grunlaust um, að bátur- inn hafi verið rétt við togbauj- una fyrr um daginn og séð til ferða minna, en ætlað að leika þennan leik, sem er svo sem ekk ert einsdæmi. Hélt ég mig svo vestar um nóttina, en þegar birti togaði ég austureftir og sá að ekki var hægt að toga, nema í norður frá baujunni. Skipaði ég þá formanninum að' taka netin hið bráðasta, annars hirti ég þau, svaraði hann því til, að hann yrði ekki búinn að draga netin fyrr en seinni part dagsins og lét ég það gott heita og snaut- aði burt á meðan. Auk þess bætti ég við, að aðrir bátar skyldu athuga þetta, því að því togsvæði, sem ég væri á, og bú- inn að bauja, héldi ég svo lengi, sem mér sýndist. Kallaði þá for- maðurinn á m.b. „Arnfirðingi" og spurði ,hvort sín net væru í hættu. Svaraði ég því til, að svo væri ekki, þar eð net komin í sjó áður en ég lét baujuna væri það sem ég væri að forðast. Þetta geta þeir formenn borið, sem hlustuðu, en ekki, að ég hafi skipað öllum burt. - ★ - Það hefir aldrei óprýtt neinn skipstjóra, þó að hann hafi not- að rósamál um afla, en vísvit- andi ósannindi og niðurfelling á staðreyndum í sambandi við at- burði. er óprýði. Viðvíkjandi spurningunni, hvar ég hafi verið á skírdag, þá get ég hryggt formanninn á ,Sæljóni“ með því, að á skírdag og einnig föstudaginn langa kom ég ekki nálægt netunum, var meira að segja alla jafna fyrir utan 12 mílna mörkin. Þessi barátta um athafnasvæði á Selvogsbanka er ekki ný, enda hafa bátarnir umráð yfir hon- um öllum, þar sem nokkur veiði- von er. Mótorbátarnir hafa und- anfarin ár fengið einkarétt á öll- um fjörðum og flóum, auk þess stór svæði utan þeirra með fjögra mílna landhelginni, og nú síðast stór hafsvæði með 12 mílna fiskveiðilögsögunni. Til þess að gera missi hinna stóru veiðisvæða ekki eins tilfinnanleg an fyrir togarana, hefir þeim ver ið úthlutað nokkrum svæðum til veiða á innan 12 mílna, t. d. á Selvogsbanka er þeim heimilt að toga upp að 8 mílum á takmörk- uðu svæði. Þetta svæði hafa bát- arnir að mestu tekið af okkur, þegar fiskur er þar ,en auk þess drita þeir netum niður, hvar sem er, stundum í togslóð togaranna, og svo skulu allir togarar burt. Það getur vel verið, að heppi- legra sé að veiða allan fisk i net, til þess að eigi komi annar fiskur til samanburðar til vinnslu. Ef á að flæma okkur út fyrir þau mörk, sem við hðfum núna, þá fæst sú ósk uppfyllt. Það er ekki ósanngjörn krafa, að öllu athuguðu, að núverandi fiskveiðitakmörk ,sem gilda fyr- ir Islendinga, skilji að neta- og togsvæði. Virðingarfyllst, Markús Guðmundsson skipstjóri á b.v. „Marz“. ♦ * ★ ¥ BRID ♦ * Olympíumótið í SJÖTTU umferð á Ólympíu- mótinu, sem fram fer þessa dag- ana á ítalíu, spilaði íslenzka sveitin við Filippseyinga og tap- aði óvænt með 27 stigum gegn 43. England, Kanada og Banda- ríkin unnu sína leiki og er því staða efstu liðanna að sex um- ferðum loknum þessi: England .... 24 st. Kanada .... 17 — Bandaríkin .. 16 — Island 12 — Finnland .... 12 — Brazilía .... 11 — Islenzka sveitin á eftir þrjá leiki, við Bandaríkin, Egypta- land og Kanada. Eins og kunnugt er hefur ítalska sveitin sigrað fjórum sinnum í röð á Evrópumótum og þrisvar í röð á heimsmeistara- mótum. Hafa undanfarin ár sömu 6 spilararnir spilað fyrir Italíu. Þrátt fyrir glæsilega sig- urgöngu eru allmiklar deilur meðal bridgespilara á Ítalíu um val tveggja spilara í liðið að þessu sinni. Italska bridgesam- bandið hefur þann hátt á við val á liði hverju sinni,- að valinn er fyrirliði, sem spilar ekki, og vel- ur hann síðan 6 spilara. Er hann algerlega einráður um val og undirbúning. Að þessu sinni, sem svo oft áður, er Alberto Perroux fyrirliði liðsins og nýtur hann mikils álits meðal erlendra bridgespilara. Að þessu sinni valdi hann 4 spilara úr hinu fræga heimsmeistaraliði en bætti við tveimur, sem margir inn- fæddir gátu ekki sætt sig við, en þeir eru Roberto Bianchi og Giorgio Menca. Verður gaman að fylgjast með hvernig þessum tveimur vegnar og hvort álit Perroux á þeim er á rökum reist. ins. Frá Ingvari Gíslasyni: Hve- nær má vænta framlags þess til byggingarsjóðs ríkisins, sem rík isstjórnin tilkynnti 21. febr. sl. að hún mundi útvega sjóðnum til útlána? III. Til fjármálaráðherra um vörukaupalán í Bandaríkjunum. Frá Eystein Jónssyni: 1. Hverju nemur nú samtals andvirði þeirra vara ,sem keyptar hafa verið frá Bandaríkjunum samkv. sérstök- um vörukaupasamningum (P.L. 480)? 2. Hve mikið af andvirðinu 'verður til útlána í landinu, og hve miklu héfur þegar verið ráðstaf- að og til hvaða framkvæmda? 3. Hve miklar vörukaupaheimildir eru ónotaðar, og hve mikið láns- fé fellur til samkv. þeim? Hefur ríkisstjórnin gert áætlanir um, hvernig því lánsfé verði varið? IV. Til fjármálaráðherra um lántöku í Bandaríkjunum. Frá Eysteini Jónssyni: Hve mikið af 6 millj. dollara láninu í Banda- ríkjunum hefur nú verið tekið og notað, og hverju nemur sá hluti lánsins í íslenzkum krón- um? V. Til viðskiptamálaráðherra um reikninga ríkisins í Seðla- bankanum. Frá Eysteini Jóns- syni: Hvernig standa reikningar rikisins við Seðlabankann, þeg- ar viðskiptin samkvæmt efna- hagslöggjöfinni hafa verið gerð upp? VI. Til viðskiptamálaráðherra um lán út á afurðir. Frá Eysteini Jónssyni: Hvaða reglur um lán út á landbúnaðarafurðir og sjáv- arafurðir hafa nú verið settar, og að hvaða leyti eru þær frábrugðn ar þeim, sem giltu fyrir gengis- breytinguna? VII. Til ríkisstjórnarinnar um sérstakar ráðstafanir eða fyrir- ætlanir í efnahagsmálum sjávar- útvegsins. Frá Gísla Guðmunds- syni og Sigurvin Einarssyni: 1. Hefur ríkisstjórnin nú eftir ára- mótin tekið ákvörðun um að auka uppbætur á sjávarafurðir ársins 1959 eða rekstrarstyrki til útgerðar á því ári, og ef svo er, hve mikið? 2. Hvað ætlar ríkis- stjórnin að gera til að bæta úr erfiðleikum við sjévarsíðuna vegna niðurfalls sérbóta á ein- stakar fisktegundir, smáfisk og fisk veiddan á vissum tímum árs? 3. Ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir ráðstöfunum tíl að létta undir með þeim, sem eiga fiskiskip í smíðum erlendis eða skulda verulegan hluta af andvirði fiskiskipa í erlendum gjaldeyri? VIII. Til ríkisstjórnarinnar um lánsfjármál stofnlánasjóða Bún- aðarbankans. Frá Asgeiri Bjarna syni og Páli Þorsteinssyni: 1. Hef ur byggingarsjóði sveitabæja ver ið útvegað fjármagn til útlána á þessu ári, og ef svo er, hve mik- ið? 2. Hvenær verða afgreidd lán úr sjóðnum út á íbúðarhús þeirra bænda ,sem samkv. regl- um bankans gátu fengið fyrstu útborgun lána á árinu 1959, en hafa ekki fengið hana ennþá? 3. Verður veðdeild Búnaðarbank- ans útvegað fjármagn til útlána á þessu án, og ef svo er, hve mik- ið? 4. Hafa verið gerðar ráðstaf- anir til þess, að ræktunarsjóður geti veitt lán út á þær fram- kvæmdir ársins 1959, sem enn hafa ekki verið veitt lán út á, og út á framkvæmdir ársins 1960? Skipulagsmál Akraness rædd AKRANESI, 25. apríl. — Stúd- entafélagið hér gekkst fyrir al- mennum umræðufundi um skipu lagsmál Akraness á sunnudaginn sl. Sóttu hann 50 manns og fór fundurinn fram í Hótel Akraness. Frummælendur voru Zophonías Pálsson skipulagsstjóri er talaði um skipulagsmál almennt og Björgvin Sæmundsson bæjar- verkfræðingur er útskýrði nýj- asta skipulagsuppdrátt bæjarins. Á eftir urðu fjörugar umræður og tóku 7 fundarmanna til máls. Stóð fundurinn yfir í 3 klst. — íbúöarhúsabyggingar bændum örðugasíar — Frá uroræðum um írumvarp Jóns Pálmas. FKUMVAKP Jóns Pálmason- ar um að Nýbýlastjórn ríkis- ins verði heimilað að styrkja fátæka bændur til íbúðar- bygginga á jörðum sinum kom til fyrstu umræðu á fundi Neðri deildar í fyrra- dag. Ræktun og byggingar bænda Flutti Jón Pálmason fram söguræðu um málið og vék fyrst að því, að hann hefði á Alþingi 1957 benti á það, að ekkert sam- ræmi væri í þeirri aðstoð, Jon Palmason sem bændur fengju til ræktunar og bygginga. „Eins og verið hefur að und anförnu”, sagði ræðumaður, „hefur verið það mikill styrk- ur og lán út á ræktun, að hægt hefur verið að koma ræktun- inni áfram, þar sem verkfæri hafa fengizt til. En það, sem mestum örðugleikum hefur valdið fyrir bændastéttina á síðari árum er það að koma upp nauðsynlegum bygging- um, íbúðarhúsum og fénaðar- húsum”. Sagði ræðumaður, að ástand- ið í þessum efnum hefði farið stórversnandi síðustu 3 árin og því væri hér um mikið nauð- synjamál að ræða. 1 lögunum um byggingarsjóð, hefði verið gert ráð fyrir lánum upp í allt að 75% byggingarkostnaðar, en á síðustu árum hefðu lánin ekki getað orðið nema 25—40%. Ekki farið fram á fjárveitingu Ekki væri farið fram á sér- staka fjárveitingu til þess að sinna þvi verkefni, sem frum- varpið fjallaði um, þar sem fé væri til eins og sakir stæðu. Hins vegar mætti gera ráð fyrir því, ef jafnt héldi áfram ræktun og byggingar í sveitum, eins og verið hefði, að samþykkt frum- varpsins mundi síðar hafa aukna fjárþörf í för með sér. Ásmundur Sigurðsson tók næst ur til máls og ræddi nokkuð um hina auknu fjárþörf, en taldi auk þess nauðsynlegt að setja fastar reglur um úthlutun fjár- ins Mikill minnihluti bænda Jón Pálmason kvaðst álíta að Nýbýlastjórn yrði ekki skota- skuld úr því að úthluta fé til íbúðabygginga af sömu sann- girni og réttsýni og því fé öðru, er hún hefði veitt á undanförn- um árum. Þá benti J. P. á, að það væri nú mikill minnihluti jarða, sem ekki hefðu verið byggð ný hús á, en í flestum til- fellum væri þar um fátækari bændur að ræða. Fleiri tóku ekki til máls og var málinu vísað til landbún- aðarnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.