Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 22
22 MORCinsnj.AmÐ Fðstudagur 28. apríl 1960 Troy Harrison og Farrell Larson og Bittick Cíark // Bancíaríkin blanda sér í gullstríð" sundmanna í Róm Sjö met sett og tvö jöfnuð á nýaf- stöðnu sundmóti i Bandarikjunum SUNDMENN í Bandaríkjun- um sanna með hverjum degi, sem líður að þeir munu ekki liggja á liði sínu við undir- búning þátttöku Bandaríkj- anna í Ólympíuleikjunum. Hið nýafstaðna meistara- mót Bandaríkjanna í sundi var, þegar á allt er litið, eitt árangursríkasta sundmót, sem haldið hefur verið í Banda- ríkjunum. I 14 greinum, sem keppt var í á mótinu, voru 7 met slegin og tvö jöfnuð. Þessi afrek voru ekki unnin af þekktum sundmönnum, heldur hið gagnstæða. Þarna Voru æskumenn að verki, sem varla hafa náð fullum þroska né fótastyrkleika. En áður en mótinu lauk höfðu hinir ungu menn gefið íþróttaheiminum eitthvað til að hugsa um. Og til hinna dugmiklu sund- manna Ástralíu og Japans var árangur sundmótsins till /iin- ing um að sundmenn Banda- ríkjanna myndu sem fyrr koma sigurstranglegir til OI- ympíuleikjanna. Enska knattspyrnan 41. UMFERÐ ensku deildarkeppninn- ar fór fram sl. laugardag og urðu úr- slit leikjanna þessi: 1. deild Arsenal — Manchester U......... 5:2 Blackburn — Leicester ......... 0:1 Blackpool — Burnley ........... 1:1 Bolton — Chelsea .............. 2:0 Everton — Leeds ............... 1:0 Fulham — W.B.A............... 2:1 Luton — West Ham............... 3:1 Manchester City — Preston ..... 2:1 N. Forest — Newcastle ........ 3:0 Sheffield W. — Birmingham...... 2:4 Wolverhampton — Tottenham ..... 1:3 2. deild Aston Villa — Rotherham .....—. 3:0 Brighton — Middlesbrough ...... 3:2 Bristol Rovers — Plymouth ..... 2:0 Huddersfield — Charlton ....... 4:0 Ipswich — Liverpool ........... 0:3 Leyton Orient — Bristol City .. 3:1 Lincoln — Scunthorpe........... 2:1 Portsmouth — Hull ............. 1:1 Stoke — Sheffield U............ 1:2 Sunderland — Cardiff .......... 1:1 Swansea — Derby ............... 1:3 Staðan er nó þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin) Wolverhampton 41 23 6 12 101:65 Tottenham _____ 41 20 11 10 Burnley ....... 39 22 6 11 Sheffield W.... 41 19 10 12 N. Forest .... 41 14 7 20 Birmingham .... 40 12 10 18 Leeds ........ 40 11 10 19 Luton ........ 41 9 12 20 82:49 64:49 79:58 50:73 62:79 62:87 50:71 2. deild (efstu og neðstu liðin) Aston Villa .... 41 25 9 7 Cardifí ........ 41 23 11 7 Liverpool ..... 41 19 10 12 Sheffield U..... 41 18 12 11 Plymouth .......... 41 12 Hull .............. 41 10 Biistol City ........ 40 11 9 20 9 22 5 24 90:40 88:60 87:66 69:51 53:80 44:77 58:89 Táknrænt dæmi Táknrænt dæmi um hina miklu framþróun sundsins í Bandaríkjunum voru ósigrar Frank McKinney, yngri (sonur fyrrv. þingleiðtoga Demokrata), en hann hefir verið talinn hezti baksundsmaður sem Bandaríkin hafa átt fyrr og síðar. Tvisvar sinnum á mótinu var McKinney að láta í minni pokann fyrir hinni uppvaxandi stjörnu Charlie Bittick, nemanda við Suður-Kaliforníu háskólann, sem jafnaði bandaríska metið í 100 jarda skriðsundi 54.4 sek. og setti bandarískt met í 220 jarda sundi 2.13.1 mín. — Charlie Bittick sem er 20 ára gamall, játaði hreinskilnislega að sundinuloknu að hann væri lafhræddur við tímann, sem Roger Goettsche hafði fengið í 100 jarda sundinu, en þar var Roger sjónarmun á eftir McKinney. Roger Goettsche er 17 ára og syndir fyrir New Tier sundfélagið. Bezta yfirlit fáum við yfir hina glæsilegu afrek sundmótsins með því að virða fyrir okkur helztu úrslitin. •k Mike Troy jafnaði metið í 100 jarda flugsundi 53.1 sek. (Hann er sjálfur handhafi þess). Ennfremur bætti Mike met sitt í 220 jarda sundi um 4.4 sek. er hann synti vega- lengdina á 2.12.4 mín. Mike Troy er 19 ára og stundar nám við háskólann í Indíana. 100 jardar eru 91,4 m. 220 jardar um 202 m. -yé Meistaratitillinn í 100 jarda bringusundi hafnaði hjá hin- um 18 ára Dick Nelson, nem- anda við háskólann í Michig- an. Um Nelson segja þjálfar- arnir, að hann sé um það hil að ná tökum á hinum erfiða sundstíl, þrátt fyrir þá stað- reynd, að hann setti nýtt met 1.02.4 mín. Á í 400 jarda fjórsundi (flug- sund, baksund, bringusund og frjálsaðferð) vann George Harrison (20 ára) nemandi við Stanford háskólann. Tími Harrisons var 4.28.6 mín., en það er 2.6 sek. betri tími, en nokkru sinni hefir náðst á þessari vegalengd. Ummæli Kiphuth, (sem hingað kom og þjálfaði) þjálfara Yale háskólans lýsa bezt þeirri aðdáun, sem þetta afrek Harrisons vakti: „Tæknilega séð er Harrison bezti alhliða sundmaður heimsins". Afrek sjóliðsforingjans John McGill vakti ekki síður at- hygli og aðdáun. í 200 m fjór- sundi synti hann vegalengd- ina á 2.03.3 mín. og setti nýtt bandarískt met, auk þess sem þetta er 7.8 sek. betri tími, en hann hefir áður náð. John McGilI er skráður nem andi við Syracuse háskólann og er 23 ára gamall. ★ í 100 jarda skriðsundi, var Jeff Farrel sigurstranglegast- ur, en hann varð á mótinu sigurvegari í 220 jarda skrið- sundinu á mettíma 2.00.2 min. I undankeppninni jafnaði Farrell hið skráða met 48.9 sek. En Steve Clark (16 ára) frá Los Angeles synti á 48.8 sek. — í úrslitasundinu náði Farrell góðum veltu-snúning- um og vann sundið á 48.2 sek. (Clark var fimmti á 49.4 sek.) Tímarnir voru frábærir í þessu úrslita sundi. Ástralíumaðurinn Jon Hen- ricks (24 ára), sem nú stund- ar nám við Suður-Kaliforníu háskólann og sem hlaut gull- verðlaunin á Olympíuleikjun- um 1956, komst ekki í úrslita- keppnina. ★ Þriggja þjóða stríð Bandarískir sundþjálfarar hafa fulla trú á að bandaríslcu ung- mennin muni ná bættum árangri Framh. á bls. 23. Knattspyrna í Keflavík FYRSTI knattspyrnukappleikur sumarsins í Keflavík fór fram á sunnudaginn. Kepptu þar UMFK og KFK. Leikar fóru þannig að UMFK sigraði með 7 gegn 3. í hálfleik stóðu leikar 7:0. KFK byrjaði leikinn með 10 mönnum og ýmsir hinna eldri Knattspyrnumanna, sem voru að- al-máttarstólpar félagsins sl ár voru nú ekki með s.s. Páll Jóns- son, Guðmundur Guðmundsson, Haukur Jakobsson, Sigurður Al- bertsson, Svavar Færseth og Garðar Pétursson. — B.Þ. Úrval Ameríkona keppa við Í.R. í kvöld f KVÖLD kl. 20:30 keppa að Há- logalandi íslandsmeistarar ÍR við úrval körfuknattleiksmanna úr varnarliðinu á Keflavíkurflug velli. Samstarf hefir verið gott Guðmundur Þorsteinsson skorar í leiknum við varnar- liðsmenn milli varnarliðsmanna og körfu- knattleiksdeildar ÍR með æfinga- leiki í körfuknattleik, og á það samstarf þátt í hinni miklu fram för, sem körfuknattleikslið ÍR hefir tekið á sl. ári. Nýlega keppti úrvalslið varn- arliðsmanna við úrval körfuknatt leiksmanna úr Reykjavíkurfélög unum og fóru varnarliðsmenn með nauman sigur af hólmi 64:61 eftir eina tvisýnustu og skemmti legustu körfuknattleikskeppni, sem háð hefir verið að Háloga- landi. Á undan leik varnarliðsmann- anna við íslandsmeistaranna munu yngstu meðlimir ÍR, sem körfuknattleik iðka, keppa. — Byrjar leikur þeirra kl. 20 og verða það a og b-líð 4. flokks sem keppa. IR vann úrvalið í GÆRKVÖLDI léku íslands- meistarar ÍR í körfuknattleik gegn úrvalsliði annarra körfu- knattleiksliða. ÍR sigr / i með yfirburðum 74 gegn 42 stigum í ójöfnum og því leiðinlegum leik. í hálfleik stóð 30:23 fyrir ÍR. Á undan leiknum léku * 3. aldursflokkur ÍR og KR. Þann leik vann ÍR með 16:12. Fljótt brugðið við Vetrar-Olympíuleikirnir voru varla afstaðnir, þegar skíðaráðið í Insbruck hóf undirbúning fyr- ir næstu Vetrar-Olympíuleiki, sem fram eiga að fara í inns- bruck 1964. Framkvæmdanefndin hélt ný- lega þriggja daga ráðstefnu og var þar ákveðið að hefja þegar allan undirbúning. Byrjað verð- ur á að leggja sleðabraut, sem á að vera tilbúin til notkunar við Heimsmeistarakeppnina, sem á að fara fram í Insbruck 1962. — Auk þess verður byrjað á að yfir- byggja is.svæði, og verður klæðn- Bjarni Felixson þjálfari í Keflavík A SUMRI komanda munu IFK og Ungmennafélagið í Njarðvík æfa knattspyrnu sameiginlega og munu æfingarnar fara fram til skiptis á völlum félaganna. Hinn snjalli knattspyrnumaður KR, Bjarni Felixsson hefir tekið að sér að sjá um þjálfun á æfing- unum fyrst um sinn, en þær hefj- ast fyrsta þriðjudag eftir páska. Vonir standa til að einn til tveir af félögum Bjarna í KR aðstoði hann við þjálfunina, en ekki er vitað hverjir það verða. Dýrt nefbrot Mel Hopkins nefbrotnaði í leik gegn Skotlandi í nóvem- ber sl. og hefur síðan keppzt við að vinna aftur stöðu sína í aðalliði Spurs. En vegna þess að tilkyrant hefur verið að skurðaðgerð verði fram- kvæmd vegna nefbrotsins, hef ur Knattspyrnusambandið í Wales, ekki séð sér fært, að telja Hopkins fullkomlega heilbrigðan, til þess að leika í landsliðinu. Reyndin er og sú, að Hopkins mun ganga und ir Iæknisaðgerð í lok keppnis- tímabilsiras, til að gera hið útflatta nefn dálitið ásjálegra. Nefbrotið virðist þó ekki hafa haft mikil áhrif á knatt- spyrnugetu Ilopkins, því hann hefir leikið með varaliði Spurs og staðið sig með hinni mestu prýði. . . . Margar eru þær þolraunir, sem brezkir knattspyrnumenn verða að ganga í gegnum, til þess að halda störfum sínum, eftir að þeir eru komnir inn í aðallið atvinnumanna þar í landi. Sömuleiðis eru á- stæðurnar margbreytilegar, sem verða til þess að þeir missa stöður sínar í liðunum. Fáir hafa þó lent í sporum Mel Hopkins, brezka atvinnu mannsins, sem leikur fyrir Spurs og Wales, er hann var settur út vegna „nefbrots“. . . . „Fegrunar aðgerðin", varð til þess að Ilopkins tapaði af hinni föstu 50 punda greiðslu, fyrir þátttöku í milliríkjaleik, auk þess sem hann varð af leik við írland. ing byggingarinnar sér í lagi vönduð, þar sem ekki þykir heppi legt að hita bygginguna upp. Byggingin mun rúma 8000 áhorf- endur í sæti. Skautahlaupabraut verður einnig lögð og þegar í sumar verður byrjað á lagningu brauta fyrir alpagreinarnar. íþróttir í Stykkishólmi Körfuknattleikur Hinn 10. apríl kepptu ung- mennafélögin Snæfell í Stykkis- hólmi og Skallagrímur í Borgar- nesi í körfuknattleik. Fór keppn- in fram i Stykkishólmi. í karla- flokki sigraði Umf. Snæfell með 89:52. í B-flokki sigraði Snæfell einnig með 51:14 stigum. Þá kepptu stúlkur úr miðskólum bæjanna, og sigruðu Borgarnes- stúlkurnar með 16:9. Frjálsar íþróttir Nokkur ínnanfélagsmót hefur Umf. Snæfell haldið í vetur. Beztu árangrar á þeim eru: Hástökk með atr. Karl Torfa- son, 1,70. Langstökk án atr. Brynj ar Jenss. 3,05 m. Þrístökk án atr. Brynjar Jensson 8,95 m. Svala Lárusdóttir setti nýtt Islandsmet í hástökki innanhúss hinn 5. apríi stökk hún 1,44 m. Badminton. Innanfélagsmót Umf. Snæfells í badminton fór fram um pásk- ana. Úrslit urðu þessi: Meistaraflokkur: Ágúst Bjart mars sigraði í einliðaleik karla Bjarna Lárentínusson með 17: 15 og 15:3. Ágúst Bjartmarz og Sigurður Helgason sigruðu í tví- liðaleik karla og ölöf Ágústsdótt- ir og Ágúst Bjartmarz í tvennd- arleik. I. flokkur: Jón Höskuldsson tsigraði í einliðaleik karla en Hulda Gestsdóttir í einliðaleik kvenna. Jón Höskuldsson og Her mann Guðmundsson í tvíliðaleik Emma Jónsdóttir og Jón Hösk- uldsson í tvenndarleik. Unglingaflokkur: Þorsteinn Björgvinsson og Svala Lárusdótt ir sigruðu í einliðaleik. Umf. Snæfell mun senda 6—8 keppendur á íslandsmótið í bad- minton sem fer fram í Reykjavík í maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.