Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. apríl 1960 - Nýjar námsbækur Framh. al bls. 11 en börnum er talið skylt að muna en auk þeirra eru mörg fróðleiks atriði önnur bundin stuðlum og rími. — Er þetta þá ekki argvítugt hnoð? mun einhver spyrja. Það læt ég nú allt vera. Auðvitað er ekki um skáldverk að ræða, og það.er höfundi ljóst. Ekki eru heldur allar vísurnar jafnvel gerð ar, en — ja, það er bezt, að þær kynni sig sjálfar. — Hér er fyrsta vísan: Óðinn Borsson eineygði eignast Þór með jörðinni, á í Hliðskjálf hásæti, um heima alla sjáandi. Hvað er nú sagt hér. Hvers son Óðinn var, að hann var ein- eygður, hvað hásæti hans hét, og að þaðan sá hann um allan heim, og loks hverjir voru foreldrar Þórs. Hér er önnur úr goðafræð- inni: Skaði oft á skíðum rann, skauzt með fjallabrúnum. Öndurdisin átti mann, eftir fótum valdi hann, Njörð í Nóatúnum. Naddoður, Garðar og Hrafna- flóki fá sína vísuna hver. Hér er vísa Garðars: Garðar slyngur geystist kringum landið. Eftir hringinn hægði á. Húsvíkingur gjörðist þá. Og hér er önnur eins kveðin: Sveinn og hrund, er sætu um stund og læsu finna mundu í fræðum senn 400 landnámsmenn. Hér koma tvær vísur, sem ég bar undir eins á borð fyrir nem- endur mína, 10 ára börn: Eiríkur hinn rauði rær röskur sinni kænu. Átta tvö hans nökkvi nær nýju landi og grænu. Víkingurinn víðförli vildi Kristna á íslandi; kom hér níu átta eitt. Ekki gat hann miklu breytt. Daginn eftir að ég fór með seinni vísuna, kom einn af drengj unum til mín og sagði: „Ég var nú að reyna að rifja upp vísuna“. „Hvaða vísu?“ spurði ég — var þá búinn að gleyma þessu. Þá þuldi hann, fór raunar ekki alveg rétt með á einum stað, en hafði þó ekki afbakað hana efnis lega. Þessi vísa er til að minna á þátt klaustranna í fornbókmenntun- um. Margt af fornu frægðinni farið væri í kaf, Matráðskona óskast á Hótel úti á landi. Upplýsingar í síma 10039. Plymouth 1957 til sölu Bíllinn er 6 eylindra, hefir á,valt verið einkavagn og og mjög lítið keyrður. Skipti möguleg á eldri vagni með peninga milligjöf. Bíllinn er til sölu og sýnis í dag. Upplýsingar í sima 16205. Sendisveinn Viljum ráða röskan og ábyggilegan sendisvein í sum- ar. Ákjósanlegt að viðkomandi hafi reiðhjól með hjálparvél. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu okkar, ekki í síma. Óláfur Gíslason & Co. h.f. Hafnarstræti 10—12. TILKYNIMING um lóðahreinsun í Hafnarfirði Samkvæmt 2. kafla heilbrigðissamþykktar fyrir Hafnarfjarðarkaupstað, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þriflegum. Eigendur og umráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja burt af lóðum sínum, allt er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því fyrir 20. maí n.k. Hreinsun verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað lóðareiganda. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að óheimilt er að fleygja í lækinn, höfnina innan hafnargarða, í fjörur eða annars staðar á land bæjarins neinum úrgangi eða rusli og er aðeins heimilt að losa slíkt rusl þar sem sorp bæjarins er látið í sjóinn, fyrir sunnan Hellnahraun. HEILBRIGÐISNEFNDIN. Hafnarfirði, 28. apríl 1960. I ef aldrei hefði ábóti j átt sér fjöðurstaf. Ég sagði áðan, að þessar vís- ur væru ekki skáldskapur. Hér er þó ein, sem nálgast það. Lindin í Odda var ljós og mild, læknum í Hvammi miklu tærri. Þaðan kom íslandi Snorra snilld. Hin snjáðu blöð væru annars færri. Um Magnús Stephensen: Magnús Leirárlávarður landsins keypti prentsmiðjur. Fræðslustefnuforkálfur festi margt á blaðsíður. Andlát Jónasar Hallgrímsson- ar: örlög reyndust raunaleg og grimm, rændu lífi íslands glæstu von. 1845 fóta missti Jónas Hallgrímsson. Þetta nægir sem dæmi um inni hald bókarinnar. En er þá nokk- urt gagn að þessum kveðskap? Það er ég sannfærður um að get- ur orðið, en „Veldur hver á held ur“. Allir þeir sem kenna fslands sögur, ættu að eiga þessa bók og nota hana eftir því sem peim virðist skynsamlegast. Víst er, að margar vísurnar geta orðið var- anleg eign barnanna og styr'kt þannig söguminni þeirra. En það skiptir miklu máli, að þær séu Ope/ Caravan '60 ' nýr og óskráður til sýnis og sölu í dag. Skipti möguleg. U BfimLAN Aðalstr. Sími 15014 og 19181 P 70 Stafion óskast til kaups. — Cifreiðasalan Njálsgötu 40. — Sími 11420. Til fermingargjafa Fyrstadags-umslög Frímerki í pökkum Frímerkjaseríur Einnig fermingaserviettur. — Frímerkjasalan Lækjargata 6-A. Pottaplöntur Glæsilegt úrval. j Gróðrastöðin við Miklatorg. | Sími 19775 og 23598. kenndar og æfðar í sambandi við kennslu á því efni, sem þær fjalla um. Þá verða þær „krydd í mat- inn“. Flestar eru vísurnar ferskeytl- ur. Þær ætti að kveða og fá börnin til að kveða með. Ekki skaðar, þótt nútímabörn kveði vísur, svo sem gert var í gamla daga, þótt annað sé nú meir í tízku. Bókin lítur vel út bæði utan og innan. Pappír er vandaður og kápan smekkleg. Teikningar Helgu Sveinbjörnsdóttur prýða. Að lokum: Allar þessar bæk- ur bera vott um áhuga kennara á störfum sínum. Það er ánægju- legt. Þær eiga erindi í skólana, en jafnvel einnig víðar. Vonandi kemur ekki tízkutómlætið í veg fyrir ,að þær verði reyndar víða og af mörgum. Eiríkur Stefánsson. Góð vertíð í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 21. apríl. — Afli hefur verið mjög misjafn í Stykkishólmi undanfarna daga, eða frá 2 tonnum og upp í 19 tonn á bát. Seinustu dagana hafa verið landlegur vegna storms, en nú fara allir bátar út í kvöld og eru væntanlegir aftur annað kvöld. Annars má segja að vertíðin hafi gengið vel. í byrjun apríl var hæsti báturinn kominn með rúm lega 600 tonn. Er það Svanur en skipstjóri hans er Eyjólfur Ólafs- son. Þess ber að geta að bátar hér hófu ekki róðra fyrr en rúm vika var af janúar. Vinna við frystihúsin hefur því verið all- sæmileg í vetur. — Fréttaritari. Meira og hefra ALLGOTT þótti mér nú sem fyrr að fá áskriftarbæturnar frá Bóka útgáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins. Þó var ég ekki vel ánægður. Saknaði vinar í stað er ekki kom út nein bók úrvalsljóða. Á þeim flokki bóka vil ég engan bláþráð hafa og því síður að alveg: slitni þráðurinn, eins og varð síðastliðið ár. Af nógu er að taka, en ein er sú bók Ijóða er ég vil fá öðrum fremur í flokki þessum. Það er öll Ijóð og vísur Jóns biskups Arasonar, allt sem vitað er með vissu að hann hefir kveðið —- og má fljóta með það sem honum er eignað, þó að eigi verði vitað með sannindum hvort rétt er feðrað. Kveðskapur Jóns biskups er lítt tilgengilegur al- þjóð manna, það er illa farið og þarf úr að bæta, engum er skyld- ara að koma því í framkvæmd en Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Þó að fáir lesi nú Ijóð, svo að orð sé á gerandi, trúi ég ekki öðru en að kveðskapur Jóns biskups yrði lesinn til jafns við meðalskáld- skap þess áratugs þessarar aldar, sem nú er langt liðinn. 111 þótti mér breytingin á broti Andvara. Rétt var að breyta broti og útgáfu, en illa tel ég að hafi til tekizt með framkvæmdina. — Nóg um það. Svo er það bókaflokkurinn Lönd og Lýðir. Nú kom Ástralía og Suðurhafseyjar eftir hinn góðkunna og ágætlega ritfæra mann Björgúlf Ólafsson. Ekki er að lasta það, og ekki vil ég neitt segja til lasts um þær bækur 11 að tölu sem út eru komnar í þessum flokki. Samt vil ég segja sem er, að mér finnst mjög farið aftan að siðunum með val og röð verkefna í bókalokki þessum. \ Bansað i kvöld \ \ frá kl. 8—1. í i 1 Hafnarfjörður Óska eftir 2ja herb. íbúð nú þegar eða í haust. Uppl. í síma 50364 í dag og næstu daga milli kl. 12—13 og eftir kl. 19 á kvöldin. Nú er oss heitið á næstunni (næstu árin) til viðbótar: Rret- Iand — Áfríka og Þýzkaland. En hvað eigum vér að bíða iengi eftir ritum um þau lönd og oær þjóðir er oss standa næst að Norðurlöndunum frátöldum? Og enn höfum vér ekki fengið bæk- ur um tvö Norðurlandanna, eins og ég vil telja þau í víðustu og réttustu merkingu og með sögu- legum rökum talið. Enn vantar bókina um Færeyjar, og enn vantar bókina um Grænland. Þær tvær bækur áttu að koma meðaí þeirra fyrstu. Og þá er bókin um Kanada. Hún átti að koma eigi síðar en bókin um Bandarikin, svo náin eru þjóðtengsl vor við Kanadaþjóðina. Enn vil ég nefna að mikils meir mæti ég að fá góða bók um írland, aðra um eyjalöndin Orkneyjar, Hjaltland og Suðureyjar, ennfremur um Skotland heldur en um Afríku. (Ef til vill mætti rúma eyjalönd- in öll og Skotland í einni og sömu bók). Allt eru þetta lönd og þjóðir og þjóðabrot sem oss er skyldara og liggur meira á að fá góðar bækúr um, heldur en Asíulönd og Afríku, að fróðleik um þau miklu lönd ólöstuð. I þessu finnst mér að oss farist svipað eins og þegar þess er krafist við landspróf að börnin viti nöfn á 5 fjörðum sem skerast austan í Jótlandsskagann o.s.frv. þó að sömu börn beri ekki úr být um í skólanum sæmilega vitn- eskju um sýslumörk á sínu eigin landi — íslandi. Er ekki rétt- ara að lfta sér nær — fyrst — og víkka svo sjónarhringinn stig af stigi, einnig við útgáfu hinna þörfu og góðu bóka sem bera samheitið Lönd og lýðir. Ekki er skammarlaust að láta oss fá bæk- ur um fjarlægustu lönd meðan ókomnar eru bækur um Fær- eyjar, Grænland og Kanada. Árni G. Eylands. Athugasemd í TILEFNI af fréttaklausu í út- varpi og dagblöðum Reykjavík- ur nú fyrir skömmu, um bann við vorveiði á vatnasvæði Ytri- og Eystri-Rangár og Hólsár, skal tekið fram: Umræddur fundur, sem um mál þetta fjallaði var ólögmæt- ur vegna ónógrar fundarsókn- ar og hafði þar af leiðandi ekki neina heimild til að ákveða eitt eða annað viðvíkjandi umræddu vatnasvæði. Er því vorveiði heimil i vátnasvæðinu eins og verið hefur undanfarið, eða þar til lögmætur aðalfundur hefur tekið lokaafstöðu til þessa máls, hver svo sem hún verður. Frímann ísleifssson, OddhóL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.