Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 17
Föstudagur 28. aprfl 1860 Moncnisni 4 fíio 17 Athugasemd frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Ægi Herra ritstjóri. í sambandi við útvarpsfréttir og blaðaskrif varðandi netja- tjón Grindavíkurbáta á föstu- daginn langa, þá vill skipstjóra- og stýrimannafélagið „Ægir“ biðja blað yðar að birta eftir- farandi: Félagið verður að lýsa undr- un sinni yfir fréttaflutningi út- varpsins og sumra dagblaðanna, þar sem skipstjórarnir á tog- urunum eru sakaðir um að vera valdir að milljóna tóni á netj- um bátanna. Jafnframt er það fullkomlega gefið í skyn, að þar hafi verið um vernkað að yfir- lögðu ráði að ræða og eru for- menn Grindavíkurbátanna born- ir fyrir þessum furðulegu frétt- um. Hvorki útvarpið né dagblöð- in hirtu um að afla sér upplýs- inga frá skipstjórum togaranna varðandi málið, en birtu einhliða frásagnir bátamanna, sem voru óvægir í frásögnum sínum í garð togaramanna. Á skírdag drógu bátarnir net sín, eða það, sem þeir komust yfir að draga af þeim, lögðu þau svo aftur, og að minnsta kosti sumir þeirra færðu þau um leið utar. Þó vissu þeir vel, að á föstudaginn langa yrði ekki ró- ið. Á laugardag mun róður hafa verið fyrirhugaður ef veður leyfði. Á páskadag er ekki róið. Það mun vera óþekkt alls staðar meðal fiskimanna, að fleygja þannig veiðarfærum sín- um í sjó, án nokkurs eftirlits, nema hjá íslenzkum fiskibátum, Norðmenn koma t. d. með öll net í land daglega. Þessi spurning hlýtur að | vakna, og óskast svarað af rétt- um aðilum: Hvaða rétt eiga yfir- gefin veiðarfæri eins og hér var um að ræða? Ekki viljandi. Þar sem að því er vikið, að togararnir hafi viljandi farið yfir netin, þá eru slíkar aðdrótt- anir óafsakanlegar frá mönnum, sem verður að ætla að þekki til málanna. Hvaða togaraskipstjóri mundi láta sér detta í hug að fara vilj- adi yfir netjatrossurnar, því þó hann hugsaði aðeins um sjálfan sig, en léti netin lönd og leið, þá mundi það eyðileggja veiði- tíma hans sjálfs. Þegar veitt er með „flotvörpu“ þá er aðeins um næturveiði að ræða og hver mín- úta dýrmæt, það væri því sízt ábatavon fyrir togarann að liggja við að greiða netjatrossurnar úr vörpunni þann stutta tíma sem einhver aflavon er. Bólfærin slitin. Á aðfaranótt laugardagsins fyrir páska gerði vonzkuveður á þessum slóðum, svo að flestir tögarnir urðu að hætta veiðum og bátunum gaf ekki á sjó. í slíku veðri er hætt við að ból- færin slitni af án þess að togar- ar komi þar við sögu — eða hafa Grindavíkurbátar aldrei orðið fyrir slíku fyrr? í þessu tilfelli er það einmitt þetta sem skeður, að bólfærin slitna af vegna náttúruafla, en ekki af völdum togaranna. Ef vikið er að meintu afla- tjóni bátanna; þá var það eftir útvarpsfréttum metið eftir því hvað „morkumar" voru margra nátta, en þeð gefur tilefni til nokkurra hugleiðinga. Þegar Grindavíkurbátar fóru að draga net sín á annan dag páska, var ekki um að ræða minna en fjögra nátta „morkur" í þeim, sem þýðir að ekki einn einasti fiskur var vinnsluhæfur, aðeins mjölvinnsluefni. Það var því um óeðlilega lítil verðmæti að ræða miðað við aflamagn. Lélegt hráefni. Þó að fiskur sem er veiddur í net sé aðeins einnar nætur gam all, er vafasamt hvort nokkur hluti hans getur náð því að vera fyrsta flokks. Talsvert af honum drepst fljótlega eftir að hann kemur í netin. Sá fiskur, sem dreginn er dauður verður allt af dökkur, þar sem blóðið hefur náð að storkna í honum og hon- um blæðir ekki þó hann sé blóðg aður, sem því miður mun vera misbrestur á að gert sé. Tveggja og þriggja nátta fiskur er því ávallt lélegra hráefni. Það er kominn tími til allra hluta vegna að stemma stigu við hinu taum- lauas kappi sem lagt hefur verið á að drepa gotfiskinn í netunum. Hingað til hefur aflamagnið eitt ráðið, en minna hirt um endan- leg verðmæti, eða tilokstnað. Nú þegar ætti að banna með löggjöf að nokkur bátur fengi að leggja fleiri net í sjó í einu, en hann getur dregið á degi hverjum. Ef Grindavíkurbátar hefðu á skírdag tekið upp öll sín net, eins og þeim bar að gera, í stað þess að láta þau liggja óvöktuð yfir hátiðisdagana, þá hefðu þeir losnað við allt netjatjón, en getað byrjað að liðinni hátíð að koma með að landi óskemmd- an fisk í stað „gúanó“efnisins. Meiri afii. f öðru lagi ef þeir hefðu tekið netin upp, þá hefði um leið opn- azt stórt svæði fyrir togarana, þar sem þeir hefðu fengið mik- inn afla og verðmæti yfir þessa daga, sem hefði orðið drjúgum meira innlegg í þjóðarbúið en raun varð á. Eftir venju, þá hefð1 fiskurinn jafnframt fært sig nær landi, flúið undan vörpum tog- aranna og bátarnir fengið meiri afla nær landi á eftir og notið þar öryggis lögverndaðra átta mílna markanna, þar sem ekki hefði sézt svo mikið sem „reyk- ur“ úr togara. Þegar landhelgin var færð út í fjórar sjómílur, þá lokuðust um leið firðir og flóar, þar sem bát- arnir einir gátu veitt óhultir fyr ir ágangi togara. Við útfærslu fisikveiðimarkanna 1958 í 12 sjó mílur, misstu togararnir mjög stór veiðisvæði og mörg af sín um beztu miðum. Aftur á móti batnaði aðstaða bátaflotans stór lega. Á nokkrum stöðum var þó gerð undantekning með 12 mílna mörkin og togurunum leyft að veiða á vissum svæðum tímabundið og svo er það um hið umdeilda svæði út af Selvogi, en þar mega togararnir veiða upp að átta mílna mörkunum Það hefur verið skilningur tog aramanna, að þessi frávik frá 12 mílunum, séu til þess ætluð að bæta þeim að nokkru það stór- felda tjón, sem þeir urðu fyrir með útfærslu fiskveiðitakmark- anna, og þeim hafi beinlínis verið ætlað þetta belti sem veiði svæði, án þess að bátaflotinn gæti með netjalögnum hrakið þá þaðan burtu. Ef litið er á þetta mál með sanngirni, þá er hlutur bátanna svo stór, að þeir gætu látið sér nægja það, sem þeir hafa án þess að til árekstra þyrfti að koma þann stutta tíma, sem tog- ararnir eru á þessu svæði. Réttur bátanna. Hins vegar ef réttur bátanna er svo mikill, að þeir geti með Framh. á blá. 23. Volkswagen '59 Svartur Volkswagen, skrásett ur í ágúst 1959 og ekinn ca. 2000 km., til sölu, ef viðun- andi tilboð fæst. Tilboð sent Mbl., merkt: „Volkswagen 1959 — 3996“. Klýir hjólbarðar fyrirliggjandi. — 16x4 165x400 560x13 520x14 500x15 560x15 590x15 600x15 640x15 670x15 700x15 710x15 500x16 600x16 825x20 900x20 1100x20 Gúmnúvinnustofa Reykjavíkur. Skipholti 35. — Sími 18955. Rósir afskornar Gróðrastöðin við Miklatorg Sími 19775 og 23598. FLAUELSKAPUR úr breiðriffluðu frönsku flaueli. Litir og snið eftir nýjustu Parísartízku. ★ SUMARKÁPUR úr þýzku poplíni ★ Þrjú snið Níu litir SNIB litir VID ALLRA HÆFI VERfl Stofnsett 1911 — Laugavegi 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.