Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 11
Föstudagur 28. apríl 1960 MORGVNBLAÐIÐ 11 ýjar námsbækur FJÓRAR bækur liggja á borð- inu fýnr framan mig. Ég hef eignazt þær allar í vetur, þá síð- ustu fyrir fáum dögum. Þær eru allar námsbækur handa börnum eða unglingum. Þó er engin þejrra gefin út af Ríkisútgáfu námsbóka. Höfundar þeirra allra eru kennarar, einn að visu ekki starfandi kennari sem stendur. Ekki get ég betur séð en að á- hugi á starfinu sé það afl, sem knúð hefur til framkvæmda á út- gáfu þessara bóka. Er ánægju- legt að verða var slíks áhuga og ósíngirni, þegar sérhagsmuna- og peningahyggja virðist hertaka hugi fjöldans. Vil ég nú geta þessara bóka allra lítillega. Nefni ég fyrst Vinnubók í landafræði eftir Jón Þórðarson, kennara. Guðmundur í. Guðjónsson skrifaði textann. Um þessa bók hefur nokkuð verið skrifað og yfirleitt eða ein- göngu lofsamlega, og ekki mun mín umsögn verða falskur tónn í þeim samhljómi. Allir þekkja hið gamla, hefð- bundna lexíunám með fylgjandi yfirheyrslu í kennslustund. Næst um allar íslenzkar námsbækur eru sniðnar fyrir þann kennslu- máta. En til er önnur kennsluað- ferð, þar sem nemendur verða sjálfir starfandi í náminu. Er það stundum nefnt starfræn kennsla eða blátt áfram vinnubókaaðferð. Ýmsir íslenzkir kennarar hafa kynnzt þeim aðferðum erlendis og reynt að vinna eftir þeim hér, en hafa þá jafnan hnotið um þann þröskuld, að hentugar náms bækur og önnur nauðsynleg kennslugögn vantaði. Fyrir 10 árum kaus fulltrúa- þing S.I.B. nefnd manna, er finna skyldi lausn á þessum vanda. Sú nefnd gerði ýmsar tillögur, sem fæstar hafa komizt í framkvæmd, en hún hófst einnig handa sjálf um framkvæmdir. Eitt af því var að þýða á íslenzku danska vinnu bók eftir Axel Nielsen, sem talin var hentug handbók fyrir börn við landafræðinám. Jón Þórðar- son kennari við Austurbæjarskól ann og Guðmundur heitinn Páls- son kennari við Melaskólann, tóku þetta að sér. Byrjuðu þeir á að þýða hefti um Evrópu utan Norðurlanda. En Guðmundur féll frá áður en því væri lokið. Jón hélt verkinú áfram, og síðan þýddi hann einnig hefti um Norð urlönd. Var þetta góður fengur fyrir þá kennara, sem létu gera vinnubækur í landafræði. En þó vantaði það, sem mestu máli skipti, bók um ísland. Hún er nú komin og er eingöngu verk Jóns og Guðm. f. Guðjónssonar, sem skrifað hefur alla texta bókar- innar, eins og hann einnig hafði gert í hinum heftunum tveim. Þetta er engin smáræðisbók, tvö hefti í allstóru broti, alls 124 bls. í fjrrra heftinu er þetta: Myndunarsaga íslands, um veð- urfar, almenn landafræði, um at vinnuvegi þjóðarinnar og þróun þeirra, samgöngur fyrr og nú og nokkur atriði úr þjóðfélagsfræði Þetta er yfirgripsmikill fróðleik- ur settur fram með stuttorðri frá sögn, kortum og ýmiss konar upp dráttum, hlutfallsmyndum, skýrslum, töflum og mörgum ljósmyndum. Hér er öllu saman þjappað svo sem vera ber í eins konar handbók, En í þessari bók er margan þann fróðleik að finna sem almenningur grípur ekki upp hvar sem er. Vil ég t. d. benda á töflur um vatnsföll á fs- landi. En töflur hafa löngum þótt þurr fróðleikur og lítt við hæfi barna. Það gegnir þó öðru máli, þegar þær eru gerðar lifandi með myndum, svo sem er sums staðar í þessari bók, t.d. um fiskafla fs- lendinga bls. 43. Ekki hefur höf- undur getað stillt sig um að leyfa skáldskapnum ofurlítið rúm (sjá bls. 26), og er það sízt að lasta. Siðara heftið byrjar á frásögn af forsetabústaðnum, Bessastöð- um. Annars er aðalefni þess sýsl- ur landsins. Er lítið kort af hverri sýslu og stuttorð umsögn um hana. Ekki eru prentuð nöfn á kortin, en hreppar merktir með tölum. Þá kemur kafli um Reykjavík og kaupstaði alla á 7. bls. Þar eru margar smámyndir. Loks er kort af Færeyjum og ýmislegt um þær á síðustu blað- síðum bókarinnar. Sá kafli finnst mér að þyrfti síðar að flytjast í II. hefti — ætti þar betur heima. í umsögn um sýslurnar er get- ið allra helztu sögustaða, sem þar eru. Þannig er sagan tengd landinu svo sem vera ber. Það er einnig gert í I. a. þar sem er þróun atvinnuveganna og sam- gangna. færi til að prófa þessa bók við kennslu, en auðséð er, að hún gefur talsverða möguleika til starfs um leið og tölur eru kennd- ar og talnahugtök æfð. Börnin fá að lita myndir og teikna. Marg- ar myndirnar gefa tækifæri til umtals og beinnar kennslu í átt- hagafræði. Er það kostur í mín- um augum. í fljótu bragði virðist formið nokkuð fast og bindandi, en vafa laust getur hver kennari sem vill vikið frá þvi, ef hann telur það heppilegra. Mikinn kost tel ég það, hve raðtölunum eru gerð góð skil. Aftur á móti felli ég) mig ekki við upphafssstafaletrið á skýringunum. Varla er þörf á að nota reikningsbækur sem Úr kennslustund í barnaskóla. Heyrt hef ég raddir um það, að þessi bók sé allt of viðamikil og nákvæm. Jú, finna má rök fyrir því, en vel skil ég höfundinn. Þegar hann safnar efninu, er örð ugt að ákveða, hverju sleppa skuli. Þessi bók er ekki eingöngu ætluð börnum heldur einnig unglingum og þar er oft mikill munur á þroska og vinnufærni. Og loks er bókin fyrir kennarann, einskonar handbók og sem slík er hún sízt ofhlaðin fróðleik. Frágangur bókarinnar er mjög vandaður og útlitið glæsilegt. Hin gullfallega rithönd Guðmund ar á sinn þátt í því, en fleira kemur til. Því miður hefur út- lit námsbóka fyrir íslenzka barnaskóla verið þannig, að við kennarar höfum haft ástæðu til að roðna hvert skipti, sem erlend ir stéttarbræður okkar hafa kom ið og handleikið þær. Viðleitni til endurbóta hefur þó gætt hin síðari ár, og er það vel, en hér ber þó hæst. Höfum við nú „sleg- ið“ Dani út, ef þessi bók Jóns Þórðarsonar er borin saman við vinnubók Axels Nielsen um Dan- mörk. Ég dáist að dugnaði Jóns og áræði. Þessi útgáfa hlýtur að vera dýr, og því miður er sala bókarinnar ekki trygg. En barna kennaralaun veita ekki mikið fram yfir nauðþurftir. Ég óska þess, að hann þurfi ekki að íðr- ast dirfsku sinnar. Og þökk sé honum fyrir verkið. í Barnaskóla Akureyrar hefur lengi verið nokkur framsækni í kennsluháttum og lif í skólastarfi öllu. Á Akureyri hefur verið mið depill félagsskapar kennara við Eyjafjörð. Er Kennarafélag Eyja fjarðar langfjölmennasta kenn- arafélag norðan lands. Það gefur út ritið Heimili og skóla^en það er eina tímaritið hér á landi, er sinnir fyrst og fremst öllum þelm málum, er varða skólastarf og uppeldi. Nú hefur þetta félag sent frá sér fjölritað bókarhefti (24 bls..), sem nefnist Leikið og reiknaö. Er það, eins og nafnið bendir til, byrjendabók í reikningi. Bók þessa hefur Þórarinn Guðmunds- son kennari (nú við Gagnfræða- skóla Akureyrar) tekið saman en Einar Helgason teiknikennari hef ur teiknað myndirnar og skrifað lesmál. Ekki hef ég haft tæki- þessa við kennslu greindustu og þroskuðustu byrjenda í barna- skólunum, það gæti jafnvel tafið fyrir reikningsnáminu. Allt öðru máli gegnir um hin miður greindu og þau ,sem seint þrosk- ast. Þar er einmitt nauðsyn slíkra vinnubragðá, sem þarna er gert ráð fyrir. Ekki veit ég um verð bókarinnar, en það skiptir nokkru máli, þar sem börnin verða að kaupa hana sjálf, en það er hins vegar ekki hægt að gera að skyldu. Önnur fjölrituð reikningsbók hefur komið frá Akureyri á þess um vetri Er það mikið safn hugar reikningsdæma'— alls 400 dæmi — eftir Jóhannes Óla Sæmunds- son, námsstjóra. Þessum 400 dæm jim er skipt í 25 kafla eftir aðferð um og eðli. Geta fyrirsagnir kafl- anna hugmynd um þessa aðgrein ingu: Að helminga og tvöfalda, Klukkan og tíminn, Kaup og vinna, Meðaltal, Mælt og vegið, Er dýrt að reykja, Hvað kostar maturinn o.s.frv. Almennt mun of lítið gert að því að æfa börn í hugarreikningi. Því eru margir fullorðnir broslega úrræðalausir cf eitthvað þarf að reikna, en blý antur ekki við höndina, eða blað. Vel væri, ef litla reikningsbókin hans Jóhannesar Óla yrði til þess að styrkja þennan þátt reiknings- kerinslunnar - hugarreikninginn. Þá kem ég að síðustu bókini, en það er Íslandssöguvísur eftir Örn Snorrason, kennara á Akur- eyri. Útg. er Norðri, en bókin er prentuð í Prentverki Odds Björns sonar. Þetta er nýstárleg bók og skemmtileg. Ýmsir hafa reynt að setja margskonar fróðleik í rím til þess að gera mörmum auð- veldara að festa hann í minni. Þetta er ekki vandalaust, enda hafa margar slíkar tilraunir tek- izt miður vel. En sumar hafa þó náð tilgangi. Mörgum hefur vísa Halldórs Briem um núþálegu sagnirnar hjálpað til að muna þær. Íslandssöguvísur eru hvorki meira né minna en 145 talsins og ná yfir alla söguna (þá, sem kennd er í barnaskólunum). Það er ótrúlegt, hve mikið efni er bundið í þessum stuttu vísum. Öllum helztu ártölunum er komið þar fyrir og raunar miklu fleiri Framh. á bs. 14. Viðarull vcentanleg Tekið á móti pöntunum. O. V. JOHANNSSON & CO Hafnarstræti 19 — Símar 12363 og 17563. Bifreiðarstjóri óskast Bifreiðastjóri á aldrinum 25—35 ára, reglusamur og duglegur getur fengið atvinnu hj,á opinberri stofnun nú þegar. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og meðmælum ef til eru sendist til afgreiðslu blaðs- ins fyrir 3. maí n.k. merkt: „Duglegur bifreiðastjóri — 3229“. Húseignin nr. 2 við Frakkastíg er til sölu. Eignarlóð og hita- veita. Upplýsingar gefnar á skrifstofu minni en ekki í síma. KRISTJAN GUÐLAUGSSON, hrl., Hafnarstræti 11 (efstu hæð). ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja hluta af barnaskóla við Hamrahlíð. Uppdrátta og skilmála má vitja í skrif- stofu vora, Traðarkotssundi 6, gegn 500 kr. skila- tryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar. 4 herbergja fokheld íbúð er til sölu í Álfheimum. Upplýsingar gefnar í skrifstofu minni, Hafnarstræti 11 (efstu hæð) en ekki í síma. KRISTJAN GUÐUAUGSSÓN, hrl., Vil skipta á Ford Consul ‘SS keyrður að 23.000 km. fyrir Opel Record ’60 eða Ford Taunus ’60. Milligjöf staðgreiðsla. Upplýsingai í síma 2-39-42 eða 3-55-55. Búðarinnrétting hentug í tóbaksbúð eða snyrtivörubúð. Til sýnis og sölu í dag og á morgun. NÝJA BlÓKJALLARANUM (inng. frá Austurstræti). TILKYIMIMIIMG um atvinnuleysisskráni igu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20, dagana 2., 3. og 4. maí þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Reykjavík, 29. apríl 1960. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.