Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. april 1960 Spjallað við hans hátign Kláus 1. af Salvatoríu FJÖRUTÍU dögum fyrir páska rennur upp meðal kaþólskra sá skeflilegi tími, er þeir mega ekki neyta kjöts eða stunda holdlega skemmtan, svo að þeir geti af öllum mætti og andagt fylgt Herrans pínu, þá er sú stund rennur upp. Á meðan sá siður var og hét og menn tóku hann alvarlega, þótti þessi tími eðli- lega harla óskemmtilegur og þess vegna tóku menn upp á því að „taka forskot á sæluna“, éta kjöt án afláts og drekka mjöð, en kasta sér síðan í öskuna á degi föstuinngangsins, öskudegi, í iðran og yfirvegun. Þannig hófst kjötkveðuhátíðin. Sjálfur siður. inn um föstuna er nú á tímum ekki tekinn yfirmáta alvarlega, en siðurinn um kjötkveðjuhátið- ina því alvarlegar. Hátíðartímabilið hefst á þrett- ándanum og stendur til öskudags. Er það því i ár nær 2 mánuðir. í þessu tilefni eru árlega kosin prins og prinsessa til þess að koma fram á dansleikjum og mannamótum, veifa fólkinu og yfirleitt „stjórna" hátíðinni. f þetta sinn var kosinn sem prins ' að kynna sér þennan stórbrotna | og merkilega sið þeirra kaþólsku. Til þess að fullnægja þessari fróð' leiksfýsn minni ákvað ég að fá viðtal hjá hans hátign prinsin- um og spyrja hann spjörunum úr um málið. Það er að vísu ekki á hverjum degi, sem maður stend- ur augliti til auglits við svo kon- unglega persónu, en ég herti samt upp hugann, hét á alla mína verndarengla — og bankaði. — Kominn, sagði hans hátign. Hann hafði reyndar átt von á mér. Hálftíma á dag getur hann nú orðið vegna anna mætt í vinnunni hjá fyrirtækinu föður sins, og stundarfjórðung af þess- um hálftíma hafði hann lofað að fórna handa mér. Ég beit á jaxl- inn og gekk vandræðalega inn. Þar sat þá hans hátign og las nótur. Hann á sennilega að syngja eitthvað í kvöld, hugsaði ég. Og á samri stundu varð allt mitt sveitarlega uppburðarleysi rokið út í veður og vind. Hans hátign var þá bara ósköp látlaus náungi, ekkert hátignarlegur eða rogginmannlegur, heldur þvert á móti einstaklega hlýleg- ur og alúðlegur maður. Hann sigldi á móti mér, hristi hönd mína og sagði: — En því miður aðeins stundarfjórðung, því að þá þarf ég að lesa ritaranum mínum fyrir nokkur bréf. Skemmt sér fyrir föstuna. — Allt í lagi, sagði ég, greip til snjáðrar og ódiplómatískrar stílabókar, þar sem ég hafði hrip að niður nokkrar spurningar, og hóf þegar yfirheyrsluna: — Hvað er eiginlega Fasching? spurði ég heimskulega, en svo er kjöt- kveðjuhátíðin nefnd á þessu plássi. Fagrir þegnar Kláusar I. dr. Klaus nokkur Thomas, sem tók sér titilinn „af Salvatoríu", vegna þess að faðir hans, sem er forstjóri eins stærsta ölbrugg- unarfyrirtækis staðarins (hvað annað!), hefur upp á vissa teg- und bjórs að bjóða, er Salvator nefnist. - Gengið á fund prinsins. Er ekki nema eðlilegt, að mót- mælendatrúarmanni frá landi, þar sem er látið sér nægja að borða saltkjöt og baunir daginn fyrir föstuinngang, langi til þass Ja, um það get ég ekkert sagt nemna það, sem öllum er kunn- ugt. Frá fornu fari hafa menn fundið hjá sér löngun til þess að skvetta sér ærlega upp áður en fastan hefst, og það er dansað fram á rauða nótt, sungið og drukkið, — kampavín og bjór- inn freyða, „konfettí“-ræmurn- ar þjóta um skreytta salina, all- ir klæðast fáránlegum og skraut legum búningum o. s. frv. Auð- vitað er þetta líka að meira eða minna leyti orðin verzlunarhátíð eins og jól og páskar, en engu að síður skemmtilegur tími, sem ekki er hægt að lýsa, slíkt verð- ur maður að sjá með eigin aug- um. Þér eigið mikið eftir. — Jáhá, sagði ég, og það hlakk aði í mér, — en hvað segið þér mér um Faschingsnafnið? Vana- lega er þetta þó kallað Karne- val. .— Það er komið af orðinu Fast ing eða Fastnacht, þótt sumum kunni að finnast það öfugmæli, sem von er, um þennan tíma, en í rauninni á nafnið líka uppruna lega aðeins við síðustu nóttina fyrir föstuna. Á sjötta hundrað dansleikja. — Kunnið þér að segja frá nokkrum gömlum og skemmti- legum siðum á hátíðinni? — Það er þá ekki nema skrúð- gangan, sem í þetta sinn verður 28. febrúar. Er hún mjög fjöl- breytt og kostuleg, menn láta öllum illum látum, bera gríðar- stórar grímur og skrítnar, blóma vagnar eru dregnir um götumar o. fl. Þá fer og hátiðin að ná hámarki sínu, því að tveimur dögum síðar hefst svo fastan. (Andvarp). Alls eru haldin hátt á 6. hundrað stórballa á meðan hátíðin stendur yfir. —• Og eru það allt búningaböll? — Já, og hans hátign gerist nú heimspekilegur, — það er nú ein hvern veginn árátta hjá mann- fólkinu að vilja helzt dubba sig upp og klæðast skrautlegum og jafnvel óvanalegum og furðu- legum fötum, þegar það gerir sér dagamun, kasta af sér hversdags legum jakkafötum eða kjólum og skemmta sér incognito — — og rasa út. — Einmitt. Og það er ekki nema mannlegt. Karlmenn geta oft klæðzt hinum afkáralegustu búningum, þótt þeir láti sér líka oft nægja að setja upp óvanaleg pottlok, en píurnar hugsa ögn meira um að hafa sig til og vera „sexí“ og klæðast nú langmest hasafengnum teygjubuxum.stund um strápilsum, og setja upp fjólu bláar hárkollur. — En hvernig er þá með ykk- ar siðavöndu kaþólsku? Er ekki • • • • — Nei, blessaðir verið þér, það er daðrað hressilega annað veif- ið. Prinsinn borinn til grafar. — Aha. Hvenær enda svo ó- sköpin og hvernig? — Á sprengidaginn (1. marz). Þá heitir það Hehraus (sem mætti útleggjast: Allir út á götu)). Þá fara allir út á götu og dansa og syngja. Viss liður á dagskránni er þá merkilegur götudans markaðskerlinganna á markaðstorginu Viktualenmarkt. Þykir það fróðleg sjón. — Hvað dansa þær? — Ekki ballett! — Kannski frekar í anda Bakkadynjanna í den tid? — Öllu heldur. Nema hvað hér eru oft kavalérar með í dansin- um, því að menn koma gjarnan þangað til þess að fá sér snúning við þær. — Og síðan er öllu lokið? — Já, þá um kvöldið er allt yfirstaðið, og strax þá um nótt- ina verður prinsinn borinn til grafar. — Hvað segið þér! Það fór um mig hryllingur. — Já, grafinn með sálmasöng og gráti og öllu tilheyrandi, — en auðvitað bara symbólskt. — Það verður átakanlegt. skrifar úr daglega lííínu 3 Hér er bréf frá þjóðleikhús- stjóra: „Kæri Velvakandi! Viljið þér gjöra svo vel að taka eftirfarandi athuga- semd: „Frumsýningargestur“ skrif ar til Velvakanda í gær og líður sýnilega mjög illa út af því að hafa ekki fengið að sitja á sama stól á síðustu frumsýningu Þjóðleikhússins og hann er búinn að sitja á, líklega í síðastliðin 10 ár. Auk þess hefur sá hinn sami geysilegar áhyggjur út af skattahækkun vegna væntan- legs halla leikhússins, sem stafa muni af því að við höld- um upp á 10 ára afmæli þess. Fyrir það fyrsta eiga ekki frumsýningargestir stólana í leikhúsinu heldur kaupa rétt- inn hverju sinni til þess að sitja þar og horfa á sýningu. Síðastliðið haust fengu allir frumsýningargestir leikhúss- ins bréf frá leikhúsinu, þar sem þeim var gefinn kostur á að fá frumsýningarmiða áfram, en tekið fram að þeir hefðu ekki forgangrétt til þeirra ef leikhúsið þyrfti, vegna boðsgesta þess sjálfs, að nota sætin. Auk þess var þeim gert að skyldu að sækja mið- ana fyrir ákveðinn tíma, eða segja til fyrir sama tíma, hvort þeir óskuðu að þeir yrðu seldir öðrum. Þessari skyldu hafa alltof margir frumsýningargestir brugðizt". * Sækja ekki miðana „Það bar að minnsta kosti ekki á því að þeir teldu sig hafa miklar skyldur við leik- húsið nýverið, þegar hið merka kórverk Carmina Bur- ana var flutt, þá brást um það bil helmingur frumsýning argesta og sótti ekki miða sína, og í fyrravetur þegar við höfðum ballettsýningu, ein- göngu með okkar duglega, ís- lenzka ballett, mættu um 25% venjulegra frumsýningargesta og allmargir þeirra, meira að segja, undanþágu sig skyld- unni að kaupa miða að frum- sýningu á leikritinu „I Skál- holti" vegna þess að þeir gátu ekki farið í Leikhús- kjallarann á eftir sýningu. Já. það er ekki lítið óréttlæti sem þetta aumingja fólk hefur orðið fyrir, að það skuli hafa þurft að flytja sig á annan stól en það situr venjulega á. Það er nú ekki nein smá- ræðis ábyrgðartilfinning sem frumsýningargestirnir hafa gagnvart Þjóðleikhúsinu! En allir eru nú, sem betur fer, ekki í sama númeri hvað þetta snertir. En hvað um alla þá, sem gjarna vilja koma á frumsýningar en geta ekki komizt að vegna þeirra, sem búnir eru að hafa frum- sýningarmiða í fjölda ára? Hvað mættu þeir þá segja? Nei, það er engin hætta á þvi, þó núverandi frumsýn- ingargestir hætti að koma á frumsýningar, að leikhúsið fari á hausinn vegna þess, því hundruð manna bíða eftir því að komast að. — í athug- un er líka að breyta því fyrir- komulagi, sem nú er, þannig að miðar að frumsýningum verði seldir eins og á aðrar sýningar eða í biðröð“. • Verðgildi eins konfektpoka „Frumsýningargestur” þarf áreiðanlega engar áhyggjur að hafa af því að skattarnir hans eða annarra hækki af eyðslu leikhússins vegna af- mælissýninga þess, þær munu áreiðanlega borga sig. Á sL ári var auk þess rekstrarhagn- aður á leikhúsinu yfir 400 þús. krónur. Sá eini stuðningur, sem Þjóðleikhúsið fær, er hluti af skemmtanaskatti, sem það fólk greiðir aðallega sem fer á böll og í kvikmyndahús, og nemur sem svarar verði eins konfektpoka á mann á ári. Hve margir Islendingar vilja heldur kaupa sér einum kon- fektpoka fleira á ári og vera þá ún Þjóðleikhússine, eða spara kaup á þessum eina og hafa Þjóðleikhúsið eins og það er nú, með leiksýningum, óper um, óperettum, balettum _ og hljóinleikum? Þjóðleikhúsið fær um það bil 3,2 millj. kr. á ári í tekjur af skemmtana- skatti, sem því samkvæmt lög „Hans háheit Klaus I af Salva- tóríu og hennar elskulegheit Kristín I af Schlossrondel“. — — Dýrlegasta stúnd lífs míns! — Svo að maður snúi sér þá að yður og yðar málefnum, eða hvers vegna eru eiginlega kosin prins og prinsessa? — Tja, menn vilja einfaldlega hafa einhverja toppfígúru til þess að geta klappað fyrir, sem á að koma fram, sýna sig, halda ræður og þess háttar. Þeir í Monaco hafa sína Gracíu, — Múnchenarbúar vilja líka sinn prins og sína prinsessu. Þó er þetta ekki ýkjagamall siður. Narrhalla. — Og hverjir koma til greina? Getur póstþjónninn boðið sig Framh. á bls. 23. um ber. Það er öll fórnin, sem þjóðin færir Þjóðleikhúsinu og það er miklu minni styrkur heldur en nokkurt annað rík- is- eða bæjarrekið leikhýs fær x nálægum löndum. Til sam- anburðar má geta þess, að þjóðleikhús Dana fær 11 millj. kr. danskar í styrk á ári, eða sem svarar rúmlega 60 miilj. ísl. kr. Þjóðleikhús Svía og Norðmanna fá sem svarar 22 millj. og óperan í Stokkhólmi fær sem svara 45 millj ísl. kr. á ári, og önnur þjóðleik- hús og bæjarleikhús fá yfir- leitt tilsvarandi. Það er ekk- ert opinbert leikhús til, mér vitanlega, sem hefur nálægt því jafn hagstæðan rekstur og þjóðleikhús vort.” • Gróði af gestaleikjum „Þá er fjargviðrast út af bruðli leikhússins og gjald- eyriseyðslu í sambandi við gestaleikina. En ég get full- vissað þá um, sem á'hyggjur hafa af því, að leikhúsið hefur grætt sem nemur milljónum á gestaleikjum, og meiri hluti gestaleikjanna hefur engan gjaldeyri kostað leikhúsið eða þjóðina. Sem betur fer er það ekki nema lítill hluti Islendinga, er hefur þann smásálar hugsun- arhátt sem þessi „frumsýning- argestur” hefur. Mikill meiri hluti Islendinga myndi jafn- vel vilja fórna meiru en 19 krónum á ári, ef þeir ættu að velja á milli þess að hafa Þjóðleikhúsið með hinu fjöl- breytta listastarfi þess, eða ekkert þjóðleikhús.” G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.