Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 24
Íþrótfasíðan er á bls. 22. fwm HMiíMaMfo Kvikmyndaþáttur — Sjá bls. 15. — i 96. tbl. — Föstudagur 29 apríl 1960 Á fjarlægum togaramiðum: Fiskirarmsóknirnar verða að komast á annað stig —* segir dr. Jakob Magnússon fiskifr, f GÆR átti Mbl. sem snöggvast tal af dr. Jakob Magnússyni, fiski fræðingi, en hans sérgrein er karfarannsóknir. Barst í tal hvort hann væri á förum í nokkurn leiðangur, og svaraði hann því til, að svo væri ekki. — Þess yrði þó væntanlega ekki langt að bíða að tekin yrði ákvörðun um það. Dr. Jakob sagði að samkvæmt þeim fjárveitingum til fiskileitar sem nú eru fyrirliggjandi, þá myndi það fé sennilega aðeins nægja til tveggja leiðangra. — Og hvar þykir þér sennilegt Ei afli hans verðmæfastor ? SANDGERÐI, 28. apríl. - Einn Sandgerðisbáta, Jón Gunnlaugsson, hefur verið á Iínu alla vertíðina og mun hann jafnframt vera eini báturinn úr verstöðvum við suðvestanvert landið, sem verið hefur á línu. Skip- stjórinn á þessum báti er Kristinn Magnússon. — Af afla bátsins mun nær und- antekningarlaust hver ein- asti uggi hafa farið til frystingar. Þó báturinn sé ekki aflahæstur, þá eru þeir margir sem telja að aflaverðmæti bátsins sé fyllilega eins mikið og hjá þeim sem eru aflahæstir, ef ekki meiri. Nú er Jón Gunnlaugsson kominn með yfir 700 lesta afla. Hann kom í fyrradag með 11,6 lestir, en þá var Víðir II með hæstan afla, 13,9 lest- ir af netafiski. Sjálfvirk símslöð á Akranesj Á ALÞINGI er fram komin þings ályktunartillaga þess efnis, að ríkisstjórnin hlutist til um, að Landssími íslands komi upp sjálf virkri símstöð á Akranesi á næsta ári. Tillagan er flutt af Daníel Ágústínussyni. í stuttri greinargerð getur hann þess m.a. að nýtt póst -og símahús verði væntanlega tekið í notkun á Akranesi í sumar og geti atbeini ríkisstjórnarinnar greitt fyrir því að sjálfvirk símstöð, sem þar er fyrirhuguð, verði sett upp í hús- inu. Skólaslita- fagnaður SKÓLASLIT Verzlunarskóla Is- lands verða næstkomandi laugar dag 30. apríl kl. 11,00 árdegis í Austurbæjarbíói og lýkur þar með 55. kennsluári skólans. Venja hefur verið mörg undan- farin ár að Nemendasamband Verzlunarskólans haldi hóf á skólaslitadaginn, þar sem gaml- ir og ungir nemendur minnast skólans og hafa þá afmælisár- gangar fært skólanum gjafir og árnað honum heilla. Að þessu sinni verður hófið haldið í Sjálfstæðishúsinu næst- komandi laugardag og hefst það með borðhaldi kl. 18,30. að leitað verði? Það er ekki einlægt hægt að finna ný fiskimið. Auk þess er takmarkað hve langt íslenzkir togarar geta sótt til ísfiskveiða, því svo takmarkaður er úthalds- tími þeirra sem kunnugt er. — Nú er fullleitað við Græn- land? Telja verður að svo sé, þótt stöku blettir kunni ennþá að vera ókannaðir; en þar er þó ekki talið að um mikla móguleika sé að ræða umfram það sem nú þeg- ar er þekkt. Að vísu hefur lítið verið reynt við veiðar syðst und- an austurströnd Grænlands, þótt þar hafi karfa orðið vart að ráði í leitarleiðöngrum. En þar er að- staða til veiða mjög erfið vegna þess hve botninn er slæmur. Ég myndi frekar segja að fiskí rannsóknir okkar á fjarlægum miðum verði nú að komast á ann að stig. Við verðum að afla okk- ur meiri þekkingar á fiskigöng- unum á þessum veiðisvæðum. Reyna að fá sem öruggasta vitn- eskju um það, á hvaða tíma árs fiskigöngur eru á hinum ýmsu fjarlægu veiðisvæðum hvort held ur er vestur við Grænland eða vestur á Nýfundnalandsmiðum,' m.ö.o. fylgjast með hvar og hve- nær fisk er að finna á kunnum stöðum. Þá verður líka, sagði dr. Jakob, að reyna nýjar veiðiaðferðir. Væri hugsandi að reyna að ná karfanum í flotvörpu, t.d. á veiði svæðinu syðzt útaf austurströnd Grænlands, sem ég minntist á áðan ,svo og við Nýfundnaland. Þar hefir oft lóðað töluvert á karfa uppi í sjó. En svo ég víki aftur að spurn- Skýfall í liádeginu UM hádegisbilið í gær gerði stórrigningu, slíka að hún var einna líkust skýfalli á heitum sumardegi. Skýfallið var að mestu liðið hjá að 30—40 mín. liðnum, en í kjölfar þess sigldi dálítil rigning fram undir nón- bil. Veðurstofan upplýsti í gær- kvöldi að hér í Reykjavík hafi mælzt 14 mm rigning í gær, og hefði það mestmegnis verið há- degisdemban. Ef um jafnfallinn snjó hefði verið að ræða í gær, þá hefði snjódýptin verið nær 30 cm — Af þessu má marka hve t úrkoman var gífurleg. — Hvergi annars staðar á landinu rigndi svona gífurlega. ingunni um fiskileit á fjarlægum miðum, þá vitum við að sökum fjarlægðar á Nýfundnalandsmið, þá er það svæði sem togararnir geta sótt á til ísfiskveiða tak- markað. Og af því við erum að ræða þessi mál, vil ég nota tækifærið og vekja athygli ráðamanna á því, að aðkallandi er fyrir oss íslendinga að eignast fullkomið rannsóknarskip til fiskileitar og rannsóknarstarfa, því um ófyrir- sjáanlegan tíma munum við eiga alla afkomu okkar undir fiski- veiðum. Þjóðir sem eiga ekki nærri því eins mikilla hagsmuna að gæta á þessu sviði, láta þessi mál sig miklu meira skipta en við íslendingar. Við svo búið má skiljanlega ekki standa sagði dr. Jakob Magnússon að lokum. I Keppir I hér ■ LINDA Petersen er að ■ verða ein bezta bringu- jJ sundskona heims. Hún kem jj ur hingað í naestu viku og j§ keppir á sundmóti ÍR ásamt 2 öðrum úr hópi bezta sundfólks Dana. Linda hefur stórlega bætt tíma sína að undanförnu og i í gær bárust þær fréttir að hún hefði náð 1:19.8 í 100 m bringusundi og 2:52.9 í 200 m bringusundi. FERÐAMANNASTRAUMUR sumarsins til og frá íslandi er hafinn. Millilandaflugvélar Flug- félags íslands hafa verið nær undantekningarlaust fullsetnar að undanförnu og Birgir Þór- liallsson, framkvæmdastjóri ut- anlandsflugsins, sagði í gær, að aldrei hefði verið pantað jafnmik ið af farmiðum fyrirfram og nú, mikill fjöldi ferða í sumar væri nú fullskipaðar. Sagði Birgir ennfremur, að Hrafnhildur Guðmunds- dóttir á að mæta henni. Hrafnhildur er í hraðri framför og síðustu tímar hennar eru 1:23.6 og 2:59.6 á áðurnefndum vega- lengdum. greinilega væri að vakna mikill áhugi erlendis fyrir íslandi, því stór hluti vænt- anlegra farþega væru útlending- ar. Nú strandar allt sem fyrri daginn á hótelskortinum. Mikill fjöldi útlendinga, sem ætlað hefði til Islands í sumar, hefði orðið að hætta við það vegna þess að hótelin eru þegar setin, sagði Birgir. Hjá Loftleiðum munu flutning- ar einnig hafa vaxið mikið að undanförnu eins og alltaf á vor- in, frá Bandaríkjunum austur yfir hafið til meginlands Evrópu. NÚ MUNU 55 menn vera skráðir til sjóstangaveiðikeppninnar, sem fram fer í Vestmannaeyjum í lok maí-mánaðar. Njáll Símonarson, fulltrúi Flugfélagsins, sagðist hafa það fyrir satt, að yfir 100 útlendingar hefðu sótt þetta veiði mót, ef aðbúnaður hefði verið í Vestmannaeyjum til að veita þessum fjölda móttöku. Kvaðst Njáll þess fullviss, að Stór- þjófnaður upplýsist ENN hafa innbrotsþjófarnir þrír viðurkennt mikinn peningaþjófn að, sem þeir frömdu í byrjun janúar síðas'tliðnum. Hér er um að ræða innbrot og þjófnað í Áhaldahúsi Reykjavíkurbæjar. Aðfaranótt 9. janúar brutust þeir þar inn og fundu lykilinn að pen ingaskáp í skúffu er þeir gerðu leit í skrifstofunni. í peninga- skápnum voru 15000 krónur í reiðu fé og stálu þeir því. f skrif- borðsskúffu einni fundu þeir svo til viðbótar 5000 krónur í pen- ingum. Mun þessi peningajýjófn- aður þeirra vera einn mesti sem menn þessir frömdu á þeim sex mánuðum sem þeir stunduðu kerfisbundið innbrot og rán hér í bænum. á næstu árum yrðu slík mót hér- lendis mjög fjölsótt, einungis af hægt yrði að veita ferðamönnum viðtökur. Aðalvandamálið væri sem fyrr skortur á hótelrými . Til keppninnar í vor eru skráð- ir 35 útlendingar, 13 Bretar, 10 Frakkar og 12 Bandaríkjamenn. Af íslendingum verða 12 frá Reykjavík, 4 frá Akureyri og 4 frá Vestmannaeyjum. Munu um 10 bátar verða leigðir í Eyjuin til keppninnar, sem á að standa í fjóra daga. ( i Hætt við dansleik í þjóðleikhúsinu Á FUNDI í Þjóðleikhúsráði í gær bar Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, fram þau tilmæli frá ríkisstjórninni ■ að Þjóðleikhúsið hætti við fyrirhugaðan dansleik á sviði m sínu hinn 17. júní nk. En áformað hafði verið að byggja j§ trégólf yfir nokkurn hluta salar leikhússins og hafa þar ■ veitingar. m Mjög mikil gagnrýni hefur komið fram á þessari ráða- ■ gerð. — 1 Þjóðleikhúsráð mun hafa samþykkt það einróma að ■ verða við tilmælum ríkisstjórnarinnar um að hætta við m fyrirhugaðan dansleik. » * 00i0-0:0 0:0:0::0::0, # l M argir hœtta við Sslandsferð Yfir 100 vilja keppa í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.