Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1960, Blaðsíða 12
12 MORGTJNBLAÐIÐ Föstudagur 28. aprfl 1960 JMinrgptfttliIiKMfr 'CTtg.: H.f Arvakur Reykjavík IVamkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti l Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askríftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HOTANIR OJÓRÉTTARRÁÐSTEFN- UNNI í Genf var ekki fyrr lokið en brezkir togara- menn hófu upp hótanir um ]?að að setja löndunarbann á íslenzkan fisk í Bretlandi og krefjast herskipaverndar í ís- lenzkri fiskveiðilandhelgi. — Sjálfir útgerðarmenn brezkra togara munu þó ekki ennþá liafa sett fram neinar slíkar Icröfur, a. m. k. er ekki vit- að um þær, þegar þetta er xitað. Ummæli Hare f>að verður að sjálfsögðu «kki félag yfirmanna á brezk- um togurum, sem tekur á- kvörðun um það, hvernig Bretar snúast við niðurstöð- um Genfarráðstefnunnar. Þá ákvörðun hlýtur ríkisstjórn landsins að taka. Af ummæl- um Hare, fiskimálaráðherra, í gær virðist hún a. m. k. í bili ekki ætla að opna „vernd- arsvæði“ innan 12 mílna tak- markanna, enda þótt látið sé að því liggja, að herskip kunni að koma brezkUm lancý helgisbrjótum til hjálpar. — Bretar drógu togara sína af Islandsmiðum þegar Genfar- ráðstefnan hófst til þess að spilla ekki málstað sínum meðan á henni stæði. Á henni gerðist það síðan, að fulltrúar Bretlands féllust á tillögu Kanada um 12 mílna fiskveiðitakmörk með því skilyrði, að brezkum togurum yrði tryggður 10 ára „sögu- legur réttur“ til þess að fiska á ytri 6 mílunum. Frá þessum 10 árum buðu þeir þó íslend- ingum síðar verulegar tilslak- anir. Ófyrirsjáanlegar afleiðingar Eins og kunnugt er hefur fjöldi annarra þjóða ákveðið hjá sér 12 mílna fiskveiðitak- mörk eða landhelgi. Bretar hafa ekki gert tilraun til þess að fiska undir fallbyssuvernd innan fiskveiðitakmarka neinnar þessarar þjóðar. Ef brezka stjórnin sendi herskip sín að nýju á íslandsmið, væri það svo fáránleg ráða- breytni, að hún hlyti að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar og áhrif á sambúð íslendinga og Breta, og raunar á allt andrúmsloftið í alþjóðamái- um. SKILNINGSLEYSI CÚÐASTLIÐINN sunnudag birtist forystugrein í Tímanum, þar sem sagði í upphafi: „Ekki er það nokk- urt efamál, að aldrei hefur komið fyrir Alþingi frv., sem er önnur eins „öfugmæla- kássa“ og frv. ríkisstjórnar- innar um innflutnings- og gjaldeyrismálin“. í fram- haldi af þessu segir svo greinarhöfundur, að ríkis- stjómin ætli að losa þjóðina við haftakerfið, en í staðinn búi hún henni mikla dýrtíð, háa vexti og ætli að fara ránshendi um sjóði kaupfé- laganna. Framboð og eftirspurn Sumum ætlar að ganga erfiðlega að skilja, að þjóðin hefur ekki meira til skipt- anna en það sem hún sjálf aflar. Þess vegna er ekki hægt að koma á frelsi, til dæmis í gjaldeyrisviðskipt- um og fjárfestingarmálum nema fyrst hafi verið komið á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Sé eftirspurnin meiri en framboðið, þá verð- xir áhuginn svo mikill fyrir því, að komast yfir raunveru- leg verðmæti í skiptum fyr- ir pappírskrónur, að flestar vörutegundir myndu fljót- lega ganga til þurrðar. Til þess að slík þróun leiði ekki til algjörs hruns peninga- kerfisins, og þar með upp- lausnar þjóðfélagsins, var áð- ur gripið til haftanna, en það ástand þekkjum við alltof vel. Hefur gefizt vel Þess vegna er frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem miðar að viðskipta- og fram- kvæmdafrelsi, ekki nein „öf- ugmælakássa“, svo að notað sé nýyrði Tímans. Frum- varpið miðar að því að taka upp sömu efnahagsmála- stefnu og nú hefur ríkt hjá öllum nágrannalöndum okk- ar um árabil og hefur gefizt mjög vel. í þessari stefnu er fólg- in einasta von íslenzku þjóðarinnar um að geta lifað fullkomlega frjálsu lífi í framtíðinni, bæði efnahagslega og stjórn- málalega. UTAN UR HEIMI inarðleg rödd sem kommúnistastjórnin þoldi ekki FNN ein rödd hefir verið þögguð i hinu rauða Kína Mao Tse-Tungs — ein hin einarðasta rödd, sem þar hef- ir heyrzt á undanförnum ár- um. — Hér er um að ræða hinn gáfaða og virta vísinda- mann, Ma Jing-Sjú, rektor Peking-háskóla, sem nú stendur á áttræðu. — Þessi einarði, gamli embættismað- ur hefir nú verið „fjarlægð- ur“, eins og svo margir aðr- ir, sem hinir kommúnisku stjórnendur hafa ekki kært sig um, að þjóðin hlýdd* á. Hann hefir líka óhræddur látið ýmislegt fjúka, sem síð- ur en svo hefir fallið í kram- ið hjá Mao og félögum hans. ★ Sjú En-Lai, sem löngum hefir verið mikill aðdáandi Ma Jing- Sjú, sótti gamla manninn til Hong-kong árið 1949 til þess að fá honum yfirumsjón með mennt un hagfræðinga og annarra efna- hagssérfræðinga og vera nánasti ráðunautur stjórnarvaldanna um efnahagsuppbyggingu landsins. — Virðist allt hafa gengið árekstra verið því að þakka, að Sjú En- Lai hélt yfir honum hlífiskildi, að hann var ekki sviptur trúnaðar- -p: % v: f irtAO — engin gagnrýni þoluo. \ Einn vitrasti visinda j maður Kína, Ma Jing-Sjú, rektor Pek ing-háskóla, heíir verið „fjar- lægður" — af því \ að hann sagði Mao Tse-Tung og hans nótum óhræddur Lil syndanna.... lítið næstu 8—9 árin, en síðan víkur sögunni til ársins 1958. ★ BORGARALEG VILLA * í janúar það ár sendi Ma Jing- Sjú frá sér bók, sem þegar í stað var stimpluð með slagorðum . kommúnista — „borgaraleg 1 villa*.. — Það mun aðeins hafa stöðum sínum þá þegar og lát- mn hverfa af opinberum vett- vangi. En í átökum stjórnvald- anna við menntamenn og andlegr ar stéttar menn í Kína, sem í æ ríkara mæli virðast snúast til and | stöðu við hið kommúniska skipu- lag, hefir hinn valdamikli Sjú ekki getað bjargað gamla mann- inum. ★ AN.DÚÐ Á MÚGHUGSUN Skoðanir sinar og kenningar, sem nú hafa jafnframt orðið eins konar grafskrift hans, setti Ma Jmg-Sjú fram í grein, sem hann fékk birta í tímaritinu „Hsin Sjen-sje“ 1. nóvember 1959. Með greininni var birt athugasemd ritstjórnarinnar, sem tjáði and- stöðu sína við efni hennar. — Hinn virti vísindamaður beindi hér ýmsum örvum að Mao Tse- Tung og „hirð” hans — og má segja, að greinin öll hafi verið djúptæk gagnrýni á hið pólitíska og efnahagslega ástand í Kína, jafnframt því, sem settar voru fram kenningar um framtíðar- skipan mála. Höfuðáherzluna lagði Ma Jing- Sjú á að undirstrika það, að nú- tíminn gerði fyrst og fremst kröf ur um raunveruleg gæði hlut- anna — magnið skipti minna máli. Sem sagt, fremur lítið og gott en mikið og slæmt. Þarna var gamli maðurinn að lýsa and- úð sinni á múghugsun stjórnar- valdanna, þótt ekki væri það reyndar beinum orðum sagt. <>(/ BANDARÍSKI flotinn hefir ) undanfarið gert víðtækar til- 1 ) raunir með hinar svonefndu . Polaris-eldflaugar, sem eru l meðallangdrægar og geta bor ' ið kjarnorkuhleðslu í oddin- i um. Er m. a. ætlunin að búa ) kafbátaflotann eldflaugum 1 ) þessum, en unnt á að vera að skjóta þeim úr kafi. — Fyrir skömmu tókst í fyrsta skipti að skjóta Polarisflugskeyti ) þannig frá kafbát undir yfir- i borði sjávar — og þótti til- raunin heppnast vel. — Mynd in sýnir, er eldflaugin skýzt , úr kafinu og þýtur upp í I loftið. Óbeint gagnrýndi hann einnig um mæli Mao Tse-Tungs þess efnis, að enda þótt Kína myndi verða fyrir miklum búsifjum í kjarn- orkustyrjöld, eins og önnur lönd, yrðu „alltaf, jafnvel þótt 300 milljónum Kínverja yrði útrýmt, eftir aðrar 300 milljónir til þess að stjórna heiminum". — Það er, þegar aðrar þjóðir væru alger- lega lamaðar, eða nær þurrkað- ar út, myndi enn vera eftir helm ingur kínversku þjóðarinnar, sem þá gæti farið sínu fram að vild. — Jing-Sjú skrifaði m. a.: ★ MANNVIT OG KUNNÁTTA —Á því getur enginn vafi leik- ið, að brjótist styrjöld út á ný, verður það mannvitið og kunn- áttah, sem úrslitum ræður — ekki höfðatalan. Það yrði barátta milli einstakra heila, en ekki hinna fjolmennu fylkinga. — Er hægt að gera sér vonir um að lifa af kjarnorkuárás, ef maður nýtur ekki hinna fullkomnustu varna, sem nútímatækni getur veitt? spyr hann — og segir síðan til svars: — Ef svo er ekki, mun hver slík árás ekki skilja 20,30 eða 60 þúsund eftir í valnum — heidur 60 milljónir eða meira. Jing-Sjú sló því föstu í grein sinni, að á hinum tækniþróuðu tímum okkar, byggðist valdið ekki fyrst og fremst á „blóði og jörð“, eins og hann komst að orði, heldur á frjóum huga, uppfinn- ingasemi, tæknilegri kunnáttu og víðtækum vísindarannsóknum. ★ Jing-Sjú mun hafa það fyrir, er hann skrifaði greina og birti, að það mundi vérða, sem nú er fram komið. 1 henni er að finna eins konar afsökunarbeiðni „til gamals vinar frá 1949“ (Sjú En- Lai) — en jafnframt undirstrik- ar hann, að það geti aldrei komið til mála, að hann falli frá skoð- unum sínum eða afturkalli það, sem hann hafi sagt. — Hann lýk- ur greininni með þessum orðum: ★ EKKI SANNFÆRA MED VALDI — Gagnrýnendur eiga að leggja staðreyndirnar á borðið, vega Framh. a 1 bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.