Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 3
MORGTJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1970 RANNSÓKNASTOFNUN bygg- ingariðnaðarins hefnr hannað flokhunarkerfi fyrir byggingar- iðnaðinn í landinu og hefur nú gefið út um kerfiö, sem að sögn Haralds Ásgeirssonar, forstjóra, er öflugt tæki til hagkvæmrar Hús Rannsóknastofnunar byggin gariðnaðarins að KeldnaholtL Flokkunarkerfi fyrir byggingariðnaðinn upplýsingaöflunar fyrir sérhvem þann, sem við byggingariðnað er riðinn, leggi hann einhveria rækt í að nota það. Rúmar kerfi þetta allar upplýsingar fyrir byggingariðnaðinn, hvort sem þær koma frá Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins eða öðr- um aðilum innlendum og erlend- um. Tilgangurinn með útgáfu flokkunarkerfisins er að auð- velda mönnum að halda til haga og skrásetja öll gögn varðandi byggingariðnaðinn. Gunnlaugnr Pálsson arkitekt, er sá sérfræðingur Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins, »etm séð hefur um undirbúning kerfisins, en það er notað til flokkunar á prentuðu máli, upp- lýsingum um byggimgarvörur, bæklingum, lö-gum og reglugerð- um, stöðlum, teikningum og öðr- um gögnum á teiknistofrun, bæði hjá eihstaklingum og fyriirtækj- um. Á blaðamannafundi að Keldna holti var kerfi þetta kynnt í gær. Það er grundvallað á viður- kenndu sænsku flokkunarkerfi, sem kallað er SfB-'kerfi, en það er skammstöfun fyrir heiti sænskrar nefndar, sem bjó kerf- ið til, Samarbetskommitén för Byggnadsfrágor. Brezka arki- tektasambandið RIBA innleiddi kerfið í Bretlandi árið 1961, en 1968 var það endurbætt og stækkað. Hin endurbætta brezka útgáfa er m eg inu ppista ð a ís- lenzka kerfisins, sem hiotið hef- ur nafnið Rb/SfB. Rb er skamm- stöfun Rannsóknastofnunar bygg ingariðnaðarins. •Á blaðamannafundinum í gær kom það fram að Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins hefði frá upþbafi starfs síns gert sér ljóst að skortur væri á upp- lýsingamiðlun og hefði hann háð framvindu iðnaðarins, en með út- gáfunni ætti að skapast bætt ástand í þessum efnum. Til þess að upplýsingamiðlunin nái til- æt'luðum árangri, verður mót- takandinn að vera fær um að til- einka sér upplýsingar á þeim tíma, sem hann hefur not fyrir þær. Kerfið er ekki gefið út til þess að fullnægja útgáfustarf- semi Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins, sem hlýbur að verða takmörkuð, heldur nær það yfir allia útgáifuistarfsemi, sem snertir byggingariðnaðinn, bæði innlenda og erlenda. Með hinum öru breytingum á framleiðsluháttum og síauknu framboði á hvers konar bygging arvöirum er brýn nauðsyn að góð upplýsingamiðlun sé fyrir hendi. Áður en notandinn tekuir ákvörð un um framkvæmdamáta, vöru- innkaup eða verklýsingu, verður hann að hafa haldgóðar upplýs- ingar varðandi alla þætti verks- ins. Aðalatriðið er þvi að notand inn hafi í höndum réttar upplýs- ingar, áður en ákvarðanir eru teknar. Rb/SfB-kerfið stuðlar að þvi að gera þetta mögulegt og til þess að ná settu marki áformar Rannsófcnastofnun byggingariðn- aðarins að hefja útgáfú á laus- blöðum um ýmsar tæknilegar lausnir í byggingariðnaðinum, og á niðurstöðum ýmissa rannsókna, sem gerðar eru hjá stofnuninni. Hún mun einnig stuðla að því að erlendar upplýsingar og tæknilegar nýjungar í byggingar iðnaðinum verði birtar í sam- ræmi við kerfið. Stofnuniin stefnir að því að fá framleiðendur og innflytjendur byggingarvara til þess að merkja u ppl ýsingagögn og byggingar- vörubæklinga með Rb/SfB-núm- eri til þess að auðveida flokk- un gagna samkvæmt kerfinu og tryggja útgefendum, að þeim verði haldið til haga, til notkun- ar þegar á þarf að halda. Stofn- unin vill gangast fyrir því að sérprentanir verði gerðar á öll- um löguim og reglugerðum, sem varða byggingariðnaðinn, og þær flökkaðar og merktar sam- kværnt kerfinu. í þeim tilgangi, að fá almenna viðurkenningu á kerfinu, hefur stofnunin snúið sér til stærstu félagasamtaka byggingariðnaðarins og fengið samþýkki stjóma þesisara aðila um notikun þess: Arkitektafélags Islands, Byggingaverkfræðideild Verkfræðingafélags íslands, Félags íslenzkra byggingarvöru- kaupmanna, Félags íslenzkra iðn rekenda, Landssambandis iðnaðar manna, Meistarasambands bygg- ingamanna og Tæknfræðimgafé- lags íslands. Flokkunarkerfi hefur ma-rga kosti í för með sér fyrir al'Ia starfandi aðila í bygg- ingariðnaðinum. Kerfð er einfalt, ef lögð er einhver rækt í að nota það og Frainhald á bls. 27 «§) KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS opnar nyja verzlun að Laugavegi 66 á morgun Á STAKSTEIIVAR Evrópuþjóð Á fyrsta viðræðufundi fulltrúa tslands og Efnahagsbandalags Evrópn í fyrradag, flutti Gylfl Þ. Gíslason, viðskiptaráðherra, ræðu, sem ástæða er til að vekja athygli á, en þar lýsti hann m. a. stöðu íslands meðal Evrópurikja og sagði: „Fyrstu orð mín í þessu sam- bandi vil ég að séu þau, að við Islendingar erum og viljum halda áfram að vera Vestur- Evrópuþjóð. Við höfum búið í landi okkar í næstum eUefu hundruð ár, á eyju, sem er nyrzt í Atlantshafi, um það bil miðja vegu milli Evrópu og Ameríku. Þegar íslendingar stofnuðu sjálf- stætt ríki á íslandi fyrir meira en þúsund árum, var íbúatala landsius um það bil fjórðungur af íbúatölu Noregs. íslendingar bjuggu í sjálfstæðu ríki, við góð kjör og mjög blómlega menn- ingu frá því á 10. öld og fram- yfir miðja 13. öld. Þá náði Nor- egskonungur tökum á landinu. Síðar varð það dönsk nýlenda í aldir og öðlaðist ekki sjálfstæði á ný fyrr en á þessari öld. Lífs- skilyrði voru erfið á íslandi á þessu timabili. Landsmönnum fjöigaði nær ekkert, og um síð- ustu aldamót voru Norðmenn orðnir 30 sinnum fleiri en ls- lendingar. En þessi litla þjóð varðveitti þjóðerni sitt, talar elztu þjóðtungu, sem töluð er í Evrópu og skóp sjálfstæða m-enn- ingu, er lagt hefur miklu drýgri skerf tii menningar Evrópu en svarar til fólksfjölda þjóðarinn- ar, sem emn í dag er ekki meiri en tvö hundruð þúsund.“ Ný viðhorf Siðar í ræðu sinni g>erði Gylfl Þ. Gíslason grein fyrir þeim breyttu viðhorfum, sem stækkun EBE mundi hafa í för með sér fyrir ísland og sagði: „Við þá stækkun Efnahags- bandalagsins, sem nú er til um- ræðu, skapast alveg ný viðhorf í efnahags- og viðskiptamálum íslendinga. ísland er eins og kunnugt er nýlega orðið aðili að EFTA, og aðlögun þess að evr- ópskri fríverzlun er rétt byrjuð. M«ð inngöngu í EFTA vildi Ís- land ekki aðeins tryggja sér hag- stæðari viðskiptaaðstöðu fyrir þær vörur, sem nú eru aðallega fluttar út, heldur var þar með stefnt að því að skapa möguleika til aukinnar fjölbreytni í iðnað- arframieiðslu, svo að landið væri ekki jafnháð einni atvinnugrein, sjávarútvegi, eins og það hefur verið. Mikilvægt er, að þessi iðn- væðingarstefna komist í fram- kvæmd. Með því að semja við Efnahagsbandalagið um þau vandamál, sem upp kunna að koma, vona íslendingar, að sú þróun, sem hófst með EFTA-að- ildinni, muni eflast og styrkjast við það, að samstarfið nái tii fleiri þjóða. Það skiptir íslend- inga m:klu máli, að þróun við- skipta þeirra við þjóðirnar í Vestur-Evrópu geti áfram orðið m>eð eðlilegum hætti og við- skiptin geti haldið áfram að aukast. Tollar á íslenzkar iðn- aðarvörur gætu kippt fótunum undan nýhafinni iðnþróun ís- lands, en við hana eru miklar vonir tengdar. Aðild stærstu fiskveiðiþjóða Evrópu að Efna- hagsbandalaginu gæti líka þrengt svo að mörkuðum fyrir íslenzk- | ar sjávarafurðir í Efnahags- bandaiagslöndunum, að miklúr | erfiðleikar hlytust af fyrir ís- | l-endinga.“ <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.