Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1970 MORGUNBLiAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMIBER 1970 15 Útgefandi hf. Án/akur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulitrúi Þorbjörn Guðmund'sson. Fréttastjóri Bjöin Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. LAXÁRVIRKJUNARMÁLIÐ l\eila Laxárvirkjunarstjórn- ^ ar og landeigenda við Laxá og Mývatn hefur nú þegar haft djúp og varanleg áhrif á afstöðu manna til náttúruvemdar og mann- virkjagerðar. Hún hefur skýrt þau sjónarmið, sem liggja að baki þörf okkar fyrir að vemda umhverfi okkar, náttúruna og lífið í kringum okkur og á hinn veginn þeirri nauðsyn að reisa mannvirki til þess að bæta lífskilyrði fólksins. Þegar ráðizt verður í stór- framkvæmdir á næstu árum verður athugun á áhrifum þeirra á umhverfið vafalaust mjög stór þáttur í öllu undir- búningsstarfi. Að þessu leyti hefur deilan um Laxárvirkj- un orðið til góðs. í sjálfu deilumálinu, hefur sá árang- ur þrátt fyrir allt náðst, að aðilar hafa rætt alvarlega saman og kannað grundvöll fyrir sáttum. Landeigendur hafa þegar náð umtalsverð- um árangri í baráttu sinni, þar sem fyrri áætlanir um Gljúfurversvirkjun eru úr sögunni. Jóhann Hafstein, forsætis- og iðnaðarráðherra, hefur tekið frumkvæði um að leiða deiluaðila saman til fundar. Á þessum fundi lagði ráðherrann fram tillögu um samkomulagsgmndvöll, sem Laxárvirkjunarstjórn hefur fallizt á. Þar er gert ráð fyr- ir tveimur áföngum virkjun- arframkvæmda. Fyrri áfang- inn er sá, sem nú er unnið að, en ágreiningur um þann áfanga er til meðferðar hjá dómstólum. Um síðari áfanga segir í tillögu forsætis- og iðnaðarráðherra: „í síðari á- fanga virkjunarframkvæmda, að undangengnum sérfræði- legum rannsóknum á vatna- svæði Laxár, sem ráðuneytið beitir sér fyrir, enda verði þær jákvæðar með tilliti til framkvæmda og taldar full- nægjandi að dómi sýslunefnd ar Suður-Þingeyjarsýslu og landeigendafélagsins, felst stíflugerð með allt að 23 metra vatnsborðshækkun, auk háspennulína, en við- bótarafl yrði þá 12MW . . .“ í þessari tillögu Jóhanns Hafsteins er gert ráð fyrir, að sérfræðilegar rannsóknir fari fram á vatnasvæði Lax- ár áður en endanleg ákvörð- un er tekin um síðari virkj- unaráfanga. Og jafnframt er það lagt á vald sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu og land eigenda að kveða upp úr um það, hvort þessir aðilar telji niðurstöður hinna sérfræði- legu rannsókna fullnægjandi og af þeim sökum fært að hefja framkvæmdir við síð- ari áfanga virkjunarinnar. Landeigendur töldu sig ekki geta fallizt á þessar tillögur Jóhanns Hafsteins og ástæðan kemur fram í upphafi grein- argerðar þeirra þar sem seg- ir: „. ... félagið getur hvorki gengið til samninga um né samþykkt neinar virkjunar- framkvæmdir við Laxá, fyrr en virkjunaraðilar hafa full- nægt þeirri sjálfsögðu skyldu að leggja fram skýlausa álits- gerð sérfræðinga um áhrif rennslisvirkjunarinnar á náttúrujafnvægi, sem og fiskiræktarmöguleika alls Laxár- og Mývatnssvæðisins. Landeigendafélagið hlýtur því að setja fram þá eðlilegu kröfu að frestað verði öllum virkjunarframkvæmdum við Laxá, þar til skýrsla sérfræð- inga liggur fyrir um áhrif virkjumarframkvæmda, en þá fyrst væri fenginn umræðu- grundvöllur til hugsanlegra samninga um viðbótarvirkj- un í Laxá.“ Vissulega hafa menn orðið fyrir vonbrigðum með það, að samningar skyldu ekki takast á fundunum í Reykja- vík, en þeir hafa engu að síður gert sitt gagn og er þess að vænta að áfram verði haldið að íeita sætta í þessu deilumáli, sem ristir dýpra en önnur ágreiningsefni, sem upp hafa komið hin síðari ár. Viðræður við EBE ísland er eitt þeirra EFTA- ■* ríkja, sem hafa lýst því yf- ir, að aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu komi ekki til greina en hins vegar er okk- ur nauðsynlegt að tryggja viðskiptahagsmuni okkar, ef Efnahagsbandalagið stækkar og af þeim sökum hafa nú hafizt í Briissel viðræður milli fulltrúa íslands og EBE. Fyrsti fundurinn var í fyrradag en þá gerði Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptaráð- herra, grein fyrir sjónarmið- um og óskum íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Ráðherrann lagði áherzlu á fjögur atriði. Kjami þeirra er, að ef Efna- hagsbandalagið stækki með aðild nokkurra EFTA-ríkja, njóti ísland sömu fríðinda í EBE og það gerir í EFTA og á móti komi, að EBE-ríki njóti sömu fríðinda á íslandi og EFTA-ríki gera, en það eru fyrst og fremst tollfríð- indi. Ég bý nú líkt og einsetu- maður í úthverfi Moskvu. Ég hefi aðeins samband við þá, sem vernda mig fyrir öðrum — og varna öðrum að hafa samband við mig. Ég legg áherzlu á þá at- hyglisverðustu þætti í stjórn Stalíns, sem spilltu ívafi hins sovézka þjóðfélags okk- ar. Það gegnir engu hlut- verki að fjölyrða um hina jákvæðu hlið stjórnar Stal- íns. Ef allt það, sem já- kvætt hefur verið sagt um Stalín, væri minnkað um 80% væri nóg lof eftir til að bera á þúsund mikla menn. Enn eru til þeir menn, sem telja að við eigum allar framfarir okkar Stalín að þakka, sem skjálfa and- spænis skítugum athöfnum Stalíns, og standa teinréttir og hylla þær. Hversu mikill snillingur var Stalín? Hvers konar „Kæri fað ir“ var hann okkur? Hvað bar Stalín ábyrgð á miklu af þvi blóði þjóðar okkar, sem úthellt hefur verið? Svipta ætti burtu yfirbreiðslunni, sem notuð hef- ur verið varðandi þessar spurn ingar og fleiri. Að sjálfsögðu má töluvert gott um Stalin segja. En árang ur okkar, þegar á heildina er lit ið, hefur verið árangur þjóðar- innar, og aflið, sem hefur bor- ið okkur uppi, er runnið frá hugmyndum Leníns. Þrátt fyrir útúrsnúninga Stalíns á afstöðu Leníns og fyrirmælum hans, er MarxLenínismakenningin ennþá framfarasinnaðasta kenn ing heimsins. Hún hefur auðg- að, styrkt og vopnað þjóð okk- ar, og hún hefur gefið okkur styrkinn til þess að öðlast það, sem við höfum. Tilkall Stalins til mjög sér- staks hlutverks í sögu okkar er vel grundvaliað, því að hann var í raun og veru maður mik- illa hæfileika og gáfna. Hann gnæfði vissulega yfir alla um- hverfis hann, og þrátt fyrir gagnrýni mína á aðferðir hans og misnotkun á valdi, hefi ég ávallt gert mér grein fyrir og viðurkennt styrk hans. 1 öllu er laut að persónuleika Stalins var eitthvað aðdáunarvert og rétt, en jafnframt nokkuð grimmilegt. Engu að siður mundi ég greiða því atkvæði að hann yrði dreginn fyrir rétt og dæmdur fyrir glæpi sína, væri hann á lífi nú. Þegar árið 1923 sá Lenin ljós lega fyrir hvert Stalin kynni að leiða flokkinn ef hann héldi embætti aðalritara hans. Hann skrifaði, að enda þótt Stalín hefði á að skipa hæfileikum, s.em hverjum leiðtoga væru nauðsynlegir, væri hann í grund vallareðli sínu ruddi og ekki yfir það hafinn að misnota völd sín. Miðstjórnin tók ekkert til- lit til orða Leníns og afleiðingin varð sú, að öllum flokknum var refsað. Enginn vafi er á þvi, að það var eitthvað sjúklegt við Stalín. Fólk af minni kynslóð man hversu dýrðaróðurinn um Stal- in fór stöðugt vaxandi og allir vita hvernig því lauk. Ég sé oft kvikmyndir um Kina i sjón- varpi, og mér virðist sem Mao Tse-tung sé að líkja eftir per- sónudýrkun Stalíns. Loki menn augunum og hlusti á kvað Kín verjar segja um Mao og hugsi sér orðin „Félagi Stalín“ í stað „Félagi Maó“ og þá munu þeir öðlast einhverja hugmynd um hvernig hlutirnir gengu fyrir sig hjá okkur á sínum tíma. Gífuriegar fjöldagöngur voru þá skipulagðar í Moskvu, eins og nú er gert í Peking. Menn eins og Stalín og Maó eru greinilega mjög líkir í einu til- liti: Þeir telja það óhjákvæmi legt að valdi þeirra sé haldið hátt á loft, ekki aðeins til að sveigja fólkið til hlýðni, held- ur jafnframt til þess að fylla það skelfingu í þeirra garð. Við eigum einskis annars úr- kosti en að veita uppreisn æru öllum fórnarlömbum Stalíns. Mörg þeirra voru sett aftur á sinn rétta stað i sögunni á tuttugasta flokksþinginu (1956), en margir bíða þess enn að fá uppreisn æru og á- stæðurnar fyrir dauða þeirra eru enn faldar. Þetta er smán- arlegt — með öllu til skammar! Og nú hafa þeir hafizt handa um að breiða yfir málin fyrir manninn, sem sekur er um öll þessi morð. Ég velti einkum vöngum yfir sumum áhrifa- miklum leiðtogum hers okkar sem eru að reyna að hvítþvo Stalín í ræðum sínum og end- urminningum; reyna að koma honum aftur á stallinn. Þeir eru að reyna að sanna, að ef ekki væri Stalín fyrir að þakka, myndum við aldrei hafa unníð styrjöldina við Þýzkaland Hitl- ers. Avarp til kynslóða FRAMTÍÐARINNAR Röksemdafærslan fyrir stað hæfingum sem þessum er heimskuleg. Myndum við slig- ast undir þýzkum, brezkum eða bandarískum áhrifum nú aðeins vegna þess að Stalín er ekki lengur meðal okkar? Að sjálf- sögðu ekki. Sovézka þjóðin mun ávallt geta sett fram leiðtoga og varið land okkar gegn inn- rásaröflum á sama hátt og við höfum ávallt varið hendur okk ar áður fyrr. Meira að segja nú segir fólk við mig: „Félagi Krúsjeff, kannski ættir þú ekki að vera að segja allar þessar sögur um Stalín." Mertnirnir, sem slíkt segja, eru ekki endilega fyrr- verandi vitorðsmenn í þorpara- skap Stalíns. Þetta er bara gamalt, einfalt fólk, sem vand ist því að tilbiðja Stalín og get- ur ekki sagt skilið við gamlar hugmyndir Stalínstímans. Það er afsprengi galla þeirra, sem voru í flokkskerfinu, varðandi það hvernig flokksmenn voru þjálfaðir og agaðir á meðan Stalín var á lífi. Ég segi þess- ar sögur vegna þess, að enda þótt þær kunni að vera ógeð- felldar, kunna þær að leggja sitt af mörkum til þess að flokk ur okkar hreinsi sig sjálfur. Það, sem ég segi, er ekki slúður né heídur illgjarnt fleip ur. Ég tala sem maður, sem eytt hefur allri ævi sinni í nán- um tengslum við sovézku þjóð ina, og stóð einnig C mörg ár við hlið Stalíns í forystunni. Sem vitni um þessi ár ávarpa ég kynslóðir framtíðarinnar, i von um að þær megi forðast mistök fortíðarinnar. ST.ÍÓRNMÁLAMENNTUN Stjórnmálaleg menntun mín hófst á meðan ég var drengur í litla þorpinu Kalinovka í Don bass, þar sem ég fæddist Kenn arinn minn þar, var kona, Lydia Shchevchenko. Hún var einnig byltingarsinni. Hún hófst handa um að vinna gegn áhrif- um hins stranga trúaruppeldis mins. Móðir mín var mjög trúuð kona. Þegar mér verður hugsað til æskuára minna, man ég Ijós lega eftir dýrlingamyndunum á íkonunum á veggjum timbur- kofa okkar, andlit þeirra dökk leit vegna ósandi olíulampanna. Ég man að mér var kennt að krjúpa fyrir framan íkonana og biðja. Þegar okkur var kennt að lesa, lásum við biblí- una. Lydia Shchevchenko beindi mér inn á braut, sem flutti mig á brott frá þessu öllu. Löngu fyrir bytlinguna var ég mikill lestrarhestur. Þegar ég las „Germinal" Emile Zola, taldi ég að hann væri ekki að skrifa um Frakkland heldur námuna, sem ég Vann í ásamt föður mín um. Hlutskipti verkamannsins var hið sama í Frakklandi og Rússlandi. Ég las mestmegnis verkamannablöð og blöð sósíal- demókrata. Ég las Pravda (sem þá var neðanjarðarblað) um leið og það hóf göngu sina 1915, þegar ég var málmverka- maður í rafalaverksmiðju Pas- tukhov-námunnar. Starf mitt við Pastukhov- námuna var eitt af mörgum sem ég vann eftir að ég var rekinn fyrir að hafa tekið þátt í verkfalli 1912. Fyrstu alvar- legu pólitísku umræður mínar fóru fram árið 1915. Ég varð Bolsheviki, meðlimur í Komm- únistaflokknum eftir bylting- una og nokkru síðar gekk ég í Rauða herinn sem pólitískur starfsmaður og áróðursmaður. Ég er stoltur af því að geta sagt að ég naut þeirra forrétt- inda að gegna þjónustu í hin- um dýrðlega her okkar á hin- um fyrstu og hættulegustu ár- um hins unga Sovétlýðveldis. Frá því í janúar 1919 og til loka borgarastyrjaldarinnar þoldi ég marga erfiðleika í röð um Rauða hersins. HEIMKOMAN Þegar ég sneri frá vígstöðv- unum heim til Donbass 1922 höfðu erfiðir tímar gengið í garð. Sultur var í námunum og meira að segja komu upp ein- staka mannátstilvik. Þorpin voru jafnvel ver farin en nám- urnar. Fyrsta kona mín, Galina, lézt í hungursneyðinni 1921. Dauði hennar olli mér mikilli hryggð. Ég sat eftir með tvö börn I umsjá minni, Leonid og Juliu. 1924 kvæntist ég aftur, Ninu Petrovna. Þessi fyrstu ár sovézks valds voru ár baráttu, erfiðleika og sjálfsfórna. En fólkið trúði enn á flokkinn. Flestir okkar undir gengust skortinn af fúsum vilja vegna þess að við töldum að við yrðum að kreista síðasta dropa framleiðninnar úr því, sem við höfðum á að skipa í því augnamiði að iðnvæða land ið eins fljótt og kostur var. Við urðum að ná kapítalistunum ef við ætluðum að lifa. Það krafð ist stundum fórnunar siðferði- legra meginreglna jafnt og af- neitunar veraldlegra gæða að ná þessu takmarki. En yfirleitt lagði þjóðin þessar þjáningar á sig fyrir flokkinn. Á þessum tímum þurftu menn ekki að búast við því sem kommúnistar að verða launað fyrir fórnirnar. Nú er þetta ekki lengur svo. Auðvitað eru enn til menn með „prins- ipp“ meðal kommúnista, en þar eru einnig margir án nokkurs slíks, skósleikjandi embættis- menn. Nú er Flokksskírteinið alltof oft mörgum ekki annað en von handhafa þess um að finna sér þægilega hillu I sósx- ölsku þjóðfélagi okkar. Um þessa mundir tekst klókum mönnum að ná miklu meira af þjóðfélagi okkar en þeir leggja þvi til. Þetta er ein helzta plága nútímans. Ég er ekki með þessu að segja, að ekki hafi verið viss hópur tækifærissinna meðal verðandi kommúnista á fyrstu árum byltingarinnar. Þetta var svo sem til, en ekki neitt í svip uðum mæli og nú á sér stað. Jafnskjótt og ég sneri aftur frá vígstöðvunum gerði Yuz- ovka flokksdeildin mig að að- stoðarframkvæmdastjóra Ruc- henkov-námanna. Ég hafði unn ið þar tíu árum áður, þegar námurnar voru í eigu fransks fyrirtækis. Mér var boðin fram- kvæmdastjórastaðan við Pastu- khov-námurnar, en ég bað þess í stað um að verða leystur und- an flokksskyldu minni svo að ég gæti lagt stund á nám við Verkamannaskólann í Yuzovka. Hin nýja efnahagsmálastefna Lenins gerði ráð fyrir að virt- ur yrði einkaeignarréttur manna og endurvakningu milli stéttarinnar, þar á meðal kúl- akkanna. Að sjálfsögðu var hér um nokkurt undanhald að ræða á vígstöðvum hugmyndafræð- innar, en þetta hjálpaði okkur við að komast yfir áhrifin frá borgarastyrjöldinni. Jafnskjótt Krúsjeff og Stalín á einum af fyrstu fiindum sínum, skönimu eftir 1930. Krúsjeff (þriðji frá vinstri í fremstu röð) með öðrum meðlimum stjórnRiálanefndar og flokks- nefndar í tækniskólanunt í Yuzovka (síðar Donetsk), 1923—1924 eftir að liann hafnaði frant- kvæmdastjórastöðunni við Pas takhov-námurnar. Á borðanum að baki hópsins standa slagorð- in: „Öreigar allra landa sameinizt.“ og nýja efnahagsmálastefnan var innleidd tóku öngþveitið og sulturinn að þverra. Borgirnar lifnuðu við. Framleiðslan tók við sér og verð lækkaði. Slag- orð flokksins á þessum tímum voru „Lærið að verzla“. Okk- ur var ætlað að vinna bug á einkakaupmönnum með þeirra eigin aðferðum, en ekki með því að grípa til stjórnunarlegra aðgerða gegn þeim. En árang- ur okkar varð ekki mikill í þessum efnum. Ég minnist þess að er ég bjó og vann í Yuzovka fór ég á markaðstorgið nær daglega. Ég fór ávallt beina leið í samvinnu félag verkamanna. Jafnskjótt og ég kom inn í verzlunina, sagði hinn gamli vinur minn og formaður samvinnufélags- ins, Vanya Kosvinsky, við mig eitthvað á þessa leið: „Jæja, ég býst við að þú sért kominn til að skamma mig einu sinni enn, er það ekki? Hvað get ég gert? Við gerum allt, sem við getum, en einkakaupmennimir fá samt sem áður fleiri viðskiptamenn." Síðar gegndi ég ýmsum stöð- um í Yuzovka-flokksdeildinni og í desember 1925 var ég kjör- inn fulltrúi til 14. flokksþings- ins í Moskvu. STALÍN SÉDUR 1 FYRSTA SINN Fyrsta morguninn eftir að við komum til Moskvu reyndi ég að fara i sporvagni til Kreml, en ég vissi ekki hvaða leið ég átti að taka, og þetta endaði með því að ég villtist. Eftir þetta fór ég snemma á fætur og gekk til Kreml. Ég sleppti meira að segja morgun- verði til að vera viss um að ná í gott sæti. Ég fékk nú tækifæri til að líta Stalín eigin augum i fyrsta sinn. Mér þótti mikið til hans koma. Einhverju sinni bað Fé- lagi Moiseyenko um að Félagi Stalín leyf ði að hann yrði mynd aður með sendinefnd okkar. Ljósmyndarinn, sem hét Petr- ov, tók að gefa okkur leiðbein- ingar um hvert við ættum að horfa, hvernig við skyldum snúa höfðinu o.s.frv. Skyndi- lega sagði Stalín: „Félagi Petrov hefur unun af þvi að skipa fólki fyrir. En nú er slíkt bannað hér. Eng- inn má nokkru sinni skipa öðr- um fyrir verkum framar." Við tókum þetta allir alvarlega og okkur hlýnaði um hjartaræt- urnar vegna hins lýðræðislega anda, sem hann hafði sýnt. Mest af þvi, sem ég sá og heyrði um Stalín á þessum fyrstu árum féll mér vel í geð. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að hugmyndafræðileg afstaða Stalíns hafi verið rétt. Við gerð um okkur grein fyrir því, að miskunnarlaus barátta gegn andstöðunni var óhjákvæmileg. Á. 15. flokksþinginu (1927) gáfu nokkrir fulltrúanna for- sætisnefnd þingsins stálkúst. Rykov, sem var forseti, flutti ræðu og sagði: „Ég afhendi stálkúst þenn- an hér með félaga Stalin, svo hann geti sópað burt óvinum okkar með honum.“ Hann treysti því greinilega að Stalín mundi nota kústinn af skyn- semi. Rykov gat naumast séð það fyrir að honum yrði sjálf- um sópað burtu með þessum sama kústi, (Aleksei Rykov, forsætisráðherra á eftir Lenín, var skotinn 1938).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.