Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 7
MORGUtNBLiAÐH), FIMMTUDAGUR 26. N-ÓVEMBER 1370 7 Konan í Útskála- kirkju- garði Á leiði einii anstan undir kirkjnnni á Ctskálum í Garði stendur smávaxin kona í hvit- um kiæðum. Iliin sést bæði á nóttn og degri, hana sjá iæði freskir menn og ófresldr, enda er ekki við hana neitt yfirnáttiirlegt. I»etta er líkn- eski af konu með tvö börn. Hún heldur öðrn á hand leggnum. Hitt leiðir hún við hlið sér. Hver er þessi kona? Á hverrar leiði er þettalát lausa en óvenjulega minnis- merki ? Það ætlaði ekki að ganga greitt að fá svar við þessari spiirningn. En IJna í Sjólyst — Völva Suðnrnesja — gaf hér þær iipplýsingar, sem dngðu til þess að komast, á rétt spor. Árið 1830 fluttist til Kefia- vikur frá Flensborg í Hafnar firði danskur maður að nafni Ditlev Thoms-en, 27 ára gam- all, ættaður frá Suður- Jót- landi. Þar syðra gerðist hann faktor fyrir Flensborgarverzl un. Hann var maður ókvænt- ur, en til Keflavíkur fluttist með honum sem „husjomfru og hu.sholderske," stúlka að nafni Gytta Jacobine Fridr- ika Lever, 25 ára, fædd aust ur á Reyðarfirði 25. jan. 1805. Hún var dóttir Andre- asar Frederiks Levers fakt- ors, en móðir hennar var ís- lenzk, Friðrika Rasmusdóttir Lynge. Hún var hálfsystir Soffiu móður Jónassens land læknis. Gvtta Lever dvaldist með foreldrum sínum á Aust- fjörðum og Norðuriandi þar sem faðir hennar var faktor. En suður til Keflavíkur flutt ist hún frá Nesi við Seltjörn, þar hafði hún verið stofu- jómfrú hjá frú Solveigu og Oddi apótekara Thorarensen. Með þeim voru mægðir, því að Stefán bróðir Odds var kvæntur Vilhelminu systur Gvttu 1 tJtskálakirkjugarði stendur hvitklædd kona. Eftir þriggja missera ráðs- konustöðu í Flensborgarhúsi í Keflavik settist Gytta Lev- er í húsmóðursessinn og varð Madame Thomsen. Voru þau Ditiev gefin saman 28. jan. H. Th. A. Thomsen, kaupmað ur í Reykjavík, dáinn 1899. 1832 með dönskum svara- mönnum, faktor og bókhald- ara í Keflavík. Um vorið, þ. 18. júni fædd- ist þeim fyrsta barnið, sonur öfuliburða, hlaut í skemmri skirn nafnið Andreas Fredr- ik, lifði aðeins 10 klukku- stundir. Næsta barnið var dóttir, GAMALT OG GOTT Dritnák og Bervik (Visur frá þvi um 1830). Víkararnir velta sér í veldi og alsælunni, en hún Beivik bölvuð er bygð af ólukkunni. Svar Þó ei sé Bervík burðarik, bágt mun hins að þræta, að litt mun skömmin Skitavík úr skák fyrir henni bæta. fædd 2. júní 1833. Hún var líka skírð skemmri skírn af Ijósmóður, hlaut nafnið Vil- helmína María Þuriður, lifði aðeins skamman tíma. Þriðja barn þeirra Thom- senshjóna var sonur, sem fæddist 14. október 1834. Hann var það hraustur að ekki þurfti að grípa til skemmri skirnar. Var skirn hans látin dragast 3 vikur, því það er eikki fyrr en 6. nóvember sem sr. Sigurður á Útskálum gefur honum nafn: Hans Theódór Ágúst. Hann átti langt líf fyrir höndum og varð einn kunnasti borgari Reykjavikur á sinni tíð. Hann missti móður sína ársgamall, þvi næsta haust, þ. 29. októ- ber andaðist Gytta Thomsen „af brjóstveiki og tæringu" og var jarðsungin á Útskál- um 6. nóvember. Þrem. árum síðar fluttist Ditlev Thomsen til Reykja- vikur með sinn unga son. Þá var ráðskona hjá honum mág kona hans, jómfrú Anna Lev er. Ditlev gerðist kaupmaður i Reykjavík, en fórst með póst skipinu „Sölöven" undír Svörtuloftum í nóvember 1857. Sonurinn, H. Th. A. Thomsen hélt verzluninni áfram og síðan hans sonur, Ditlev yngri. „Magasínið" al- kunna var kennt við þessa feðga. Ekki er nú vitað hvor þeirra, Ditiev maður Gyttu eða Ágúst sonur hennar, hef ur reist henni minnismerkið í Útskálakirkjugarði. Það hef- ur staðið þar svo lengi, sem elztu menn muna þar suður- frá. Og þarna mun það standa áfram og minna þá, sem í þennan garð ganga, á löngu liðna tíð. Það minnir á rækt- arsemi við látna eiginkonu og móður, sem missti börnin sín ung og smá, og það minn ir á sorg og dauða í fína hús- inu faktorsins, sem stjómaði útlendri verzlun á Suðurnesj um, iöngu áður en Keflvik- ingar hófu sjálfir að höndla. G. Br. Spakmæli dagsins Fagir hlutir eru réttir og sann HER ÁÐUR FYRRI ir, fagrar gerðir geðjast þvi guðunum. Innri rödd vísar mönnum á, hvað sé fagurt, og æðsta spekin er að treysta þess ari innsýn og láta leiðast aí henni. Æðsti dómur þess, hvað sé rétt, felst í eigin brjósti. Treystu sjálfum þér! Arístvteles. VIÐTÆKJAVINNUSTOFAN HF. er nú 1 Auðbrekku 63. Simi 42244 Var áður að Lauga- vegi 178. EROT AMALMUR Keupi alían brotamálm teng- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatúni 27, simi 2-58-91. TIL SÖLU vegne broafliftnings faftegur t»ainnevagn, fttið notaður, eiininig létt borðstof uihúsgögri og fitei'ra. Upplýsmgar < síme 3502L TIL SÖLU Vö setlýa S áaa fasteigna- tryggt sikiuildebréif að upp- hæð 250 þ. kr. Tílboð ósik&st sent Mbl. fyrir 28. þ. m. menkt „Skulidabréf 6123." UNG REGLUSÖM HJÓN bamtoiis óska eft'w 2|ja táil 3ja “hedb. íbúð í Rvík eðe nógr. til teigu. Góðri umgemgni heitið. Tiiboð sendiist Mbl. menkt „Örugg gmiðsta — 8400". TIL SÖLU NÝLEGUR OG VEL ' með farinn danskor Skantfia bamevagn. Léttur og rúm- góður á 5000 kr. Emnig órvot- aður, mjög vandaður þýzkiur kvenkjóll nr. 38, stórt númer, á 1500 kr. Uppf. í s. 51754 eftrr kl. 6 á kvöldin. Kona óskast fil ræstingar í Þjóðleikhúskjallaranum frá og með næstu mánaðamótum. Upplýsingar í dag og á morgun milli kl. 16 og 18. Sendisveinn á eigin vélhjóli óskast til að starfa allan eða hálfan daginn. Leiga fyrir vélhjólið greiðist auk launa. Upplýsingar gefnar á skrifstofum okkar að Saetúni 8. O. JOHNSON & KAABEB H.F. Sumarbústaðal önd í Mosfellssveit Nokkur somarbústaðalöod á fallegum stað í Reykjahverfi, fást leigð til 25 ára tíl að byrja með. Góður jarðvegur til radctunar — heitt vatn á sumrin — umsjón og eftirfit að vetri. Þeir sem geta lánað nokkra fjárupphæð til 10 ára eða lagt fram 1. veðréttarfasteignaveð ganga fyrir i útblutun. Lysthafendur sendi upplýsingar um ofanritað, ásamt öðrum uplýsingum sem gefa landeiganda tækifæri til afi velja sam- staett fólk í sambýli á umræddar lóðir. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 30. nóv. n.k. merkt: „Skógrækt — 6131". Sýning á jóla- skreytingum - Yfir 100 tegundir skreytinga - Opnuð á morgun - Opin til sunnudagskvölds OFHÐ TIL KL 22 ALLA DAGA VIKUNNAR. Blómaval GRÓÐURHÚSINU SiGTÚNI StMI 36770.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.