Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 24
24 MORiGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1970 EFTIR FEITH BALDWIN að ekki, Hanna, og hún sneri sér undan, til þess að sjá ekki, hve fegin Hanna varð við þessi orð hennar. vn. Nokkrum dögum síðar hringdi Paul til Kathleen I skrifstofuna. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði gert það og hún var hrædd, er hún þekkti málróm- hans, og hélt að eitthvað hefði orðið að Hönnu. Eða hafði komið skeyti og Hanna hefði ekki treyst sér til að flytja sorg artíðindin sjálf og þvi falið Paul það. — Er nokkuð að? spurði hún og henni hálfsvelgdist á orðun- um. — Nei, ekkert, nema þú far- ir að segja nei. Æ! bætti hann við. — Var ég að hræða þig? — Það er allt i lagi, Paul, en þú hefur bara aldrei hringt til mín í skrifstofuna . . . og ég hélt, að eitthvað væri að. — Fyrirgefðu mér, en það er ekkert á seyði annað en það, að ég er með miða á frumsýningu í kvöld — viltu koma með mér? — Auðvitað, en annars hitti ég þig nú i millitíðinni. — Á morgun, sagði hann í gælutón. Á morgun. — Góða nótt, sagði Kathleen lágt og lagði simann á. Paul var staðinn á fætur. — Ég var rétt að muna, að ég þarf að hitta hund út af manni. Góða nótt, stúlkur, og þakka ykkur fyrir ánægjulegt kvöld. Hann kyssti snöggt ofan á kollinn á Hönnu og veifaði til Kathleen. Og hurðin féll að stöf um á eftir honum. Hanna sagði, nokkru seinna: — Hvert ætlarðu að fara? Kate? — í rúmið, en fyrst þarf ég að ljúka við smávegis, sem Paul tafði mig frá. Hann var hér fyr- ir, þegar ég kom heim. Ég hafði enga hugmynd .. . — Þú ert ekkert hrifin af honum, er það? sagði Hanna. — Nei, vitanlega ekki. — En hann er hrifinn af þér, sagði Hanna. — Já, hann ímyndar sér það, K enwood strauvílin losar y8ur vií allt erfi8i8 Engar •rfiðar' atðður vl8 rekstrl. Kenwood strau- strauborðið. Þér setjiat vélin er með 61 cm vaisi, við Kenwood strauvélina fótstýrð og þér getið slappið af og létið hana pressað buxur, atifað vinna allt arfiðið. — Ken- skyrtur og gengið fré wood strauvélin ar auð- öllum þvotti eins og full- veld I notkun og ódýr f kominn fagmaður. Yður aru frjélsar hendur við val og vinnu. HEKLAhf. taugawegi 170—172 — Slmi 21240. sagði Kathleen og gekk inn i svefnherbergið sitt. Hanna elti hana. Hún stóð upp við hurðina reykjandi og hugsi. Hún sagði: — Þér er þá sama þó ég reyni að ná í hann aftur. Það verður nú ekki auð- velt . . . en — og svipurinn harðnaði . . . ég hef aldrei hætt að hugsa um hann. Það hlýtur að vera einhver leið út úr þessu! Hún starði á Kathleen og það var eitthvert einkenni- legt blik í augunum. Ég kann svo vel við þig, Kate. Þú ert eina konan, sem ég gæti þolað nærri mér nokkurn teljandi tíma. Við förum hvor sínu fram og látum hvor aðra afskipta lausa. Mér fannst í kvöld, þeg- ar hann fór út svona, að ég ætti að hata þig. En það væri heimska. Ég lofaði honum að fara án þess að gera neitt til að hindra það. Það er ekki þér að kenna . . . Ég vildi óska, að ég hefði aldrei þennan mann augum litið. Þú veizt alveg, hvernig þetta er. — Já, sagði Kathleen. — Að vissu leyti veit ég það . . . gangi þér vel, Hanna! — Er þér alvara með það . . . en svo er hann Pat Beli . . . Hún komst ekki lengra. — Ég ætti nú ekki að vera að segja það, ég er líklega hreinskilnari en ég hef gott af. En Pat er ekki mað- ur handa þér, Kate. — Þú þekkir hann ekkert. — Nei, sjálfsagt ekki. Hefur Paul nokkurn tíma beðið þín? Eitt gat hún gert fyrir Hönnu. Hún gat logið. — Nei, auðvit- Hún svaraði strax: — Þvi mið ur, Paul, það er mér alveg ómögulegt. Hún Hanna var að tala um þessa frumsýningu í morgun og hún mundi gjarnan vilja fara. — Sjáðu til, sagði Paul, — ég hélt, að við hefðum gert með okkur samning. — Ekki minnist ég þess, sagði hún. — En þú vildir gera hann, það get ég alveg svarið, sagði hann með ákafa. — Kannski þá, - sagði hún dræmt, — en ekki lengur. — Hvað hefur talið þér svona hughvarf . . . er það stórat- vinnureksturinn? spurði hann hvasst. — Nei. Æ, við skulum ekki vera að tala um þetta, ég hef engan tíma til þess. Og mér þyk- ir leitt að geta ekki komið i kvöld. Hún lagði simann á og er hún leit við sá hún Pat standa úti við gluggann og snúa að henni baki. Hún hafði ekki heyrt þeg ar hann kom inn. Þótt hann væri stórvaxinn, var hann létt- ur á fæti eins og köttur. — Ég heyrði ekki til þín, sagði hún. — Þvi tók ég eftir. Lenti þér eitthvað saman við McClure? — Nei, vitanlega ekki. Til hvers ættum við að fara að rif- ast? Hann hringdi bara til mín til þess að bjóða mér á frum- sýningu í kvöld. — Og þú afþakkaðir? —- Já, þú hefur sjálfsagt heyrt til mín. Fokhelt einbýlishús í Norðurbœnum í Hafnarfirði Til sölu á góðum stað við Þrúðvang í nýja hverfinu í Norður- baenum. Glæsilegt einnar hæðar einbýlishús, 122 fm. með 5 herb. íbúð og 50 fm í kjallara. Húsið selst f fokheldu ástandi. ARNI GUNNLAUGSSON, hrl., . Austurgötu 10, Hafnarfirði, sími 50764, kl. 9,30 til 12 og 1—6. BISON SPÓNAPLÖTUR nýkomnar. Þykktir: 8—10—12—16—19—22 mm Y Vandvirkir smiðir nota eingöngu BISON SPÓNAPLÖTUR TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF KLAPPARSTÍG 1 - SKEIFAN 19 Hæflleikar þínir til uppbyggingar eru í bámarki þessar stundirnar. Nautið. 20. apríl — 20. maí. Það er bezt að hrófia sem minnst við fjármálunum í dag. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Þú færð geysilega gagniegar upplýsingar í dag, en mátt ekki hag- nýta þér þær alveg strax. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. Þú getur orðið öðrum að meira gagni með því að sinna eigin heilsu og hugðarefnum fyrst. Ljóniö, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að einbeita þér fyrst og fremst að málum, sem þú getur gengið frá einn. . Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Ef þú vilt þegja yfir skoðunum þínum og kanna málin, getur út- 1 koman orðið gagnleg. Vogin, 23. september — 22. október. ! Það er eitthvað órólegt heima fyrir. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú skalt fremur kanna málefni, sem þér er hugleikið að hrinda í framkvæmd, en að hefjast handa strax. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Samvinna gengur vel. en einkamálin hafa komið óþægilega við þig. Þú verður að kynna þér eitthvað nánar. Eyddu smávegis í vinar- gjöf. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú ert óánægður með fjárhaginn. Fjölskyldutengsl eru með lélegra móti. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þér gengur alveg sæmilega í diag. Þú skalt vinna kerfisbundið og nákvæmlega, eyða aðeins meiru og fá mciri hagnað af starfi. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Vinir þínir greiða götu þína. Fjármálin skýrast eftir því, sem á líður. — Hvers vegna? Hún svaraði hikandi: — Af því að hana HÖnnu langar að fara. — Vertu nú ekki með nein skátalæti. Hvers vegna? sagði ég. Hann kom að borðinu henn- ar og leit niður á hana, bros- andi. _Augu hans ljómuðu. Hún fór undan í flæmingi: — Kannski var ég lofuð annars staðar. — Já, vitanlega. Þú ferð út með mér, sagði hann. Hún hló. — Þér var nú ekki að detta það í hug fyrr en núna, og kannastu við það! — Ég get náð i miða, og svo sæki ég þig klukkan sjö og við förum fyrst út að borða. Hvað segirðu um það? Og svo kvöld- verð á eftir. Kannski hann Mc- Clure vinur þinn vildi þá fá sér bita með okkur? Hún sagði: — Það veit ég ekki og ekki einu sinni, hvort þau fara saman. Þú ferð full harkalega að þessu, Pat. Hún leit niður á fallegu skóna hans. Hann sagði: — Svona á að fara að því. En auk Kenwood Chef rr allt annaS og miklu melra en ven/uleg hrcerivél Engin ðnnur hrærivél býður upp I ]afn marga kosti og jafn mörp hjálpartœki, aem tengd eru beint é vélina meö einu handtaki. Kenwood Chef hrærivélinni fylgir skál, hrærari, hnoðarl, sleikja og myndskreytt leiðbelningðbók- Auk þess eru fðanleg m.a.: grænmetis- og évaxtakvörn, hakkavél, kartöfluhýðarl, grænmotia- og ávaxtarifjárn, dósahnifur, baunahnífur og afhýðari, þrýstísigti. safapressa, kaffikvörn og hraðgeng évoxta- — gerir alK nema að elda. HEKLA HF. Lflugevegl 170—172 — Siml 21240. þess þurfum við að gera okk- ur dagamun. — Að hvaða tilefni? — Þú gleymir alveg verkun- um, sem drífur að úr öUum átt- um. Og nýja samningnum um neðanjarðarbrautina, eftir nýár ið. — Þú þykist vera nokkuð viss um að fá hann? Hann svaraði kæruleysislega: — Ég hef góða ástæðu til að halda það. Jæja, farðu nú í skástu garmana og svo förum við út að skemmta okkur í kvöld. Þegar hún kom heim, fann hún Hönnu á kafi í fataskápn- um, að fleygja hverjum kjóln- um á fætur öðrum á gólfið. — Hvað stendur til? sagði Kathleen og staðnæmdist í dyr unum. Æ, ég á enga tusku að fara í sagði Hanna æst. •— Jæja, kannski. . . Hún kom auga á grænan flauelskjól, einn fyrsta hlíralausa kjólinn frá El- oise. — Þessi er nýr, sagði hún, — en mér er bara bölvanlega við þennan lit. — Þú hefur aldrei verið í honum og mér finnst liturinn yndislegur. En hvað stendur til hjá þér? — O, sagði Hanna, óþarflega kæruleysislega, — ekki annað en það að hann Paul var að bjóða mér á frumsýninguna í kvöld. . . og mikið varð ég hissa! Hún þaut inn í litlu kompuna þar sem hún teiknaði, velti tveimur teikniborðum, steig ofan á teiknibólu, bölvaði og kom svo aftur með bögglað vindlingabréf, Hún sagði: — Ég hefði nú fremur búizt við, að hann byði þér. — Ég fer með honum Pat, sagði Kathleen og gekk inn í sitt svefnherbergi til þess að að gæta fötin sín. Á því sviði gat hún ekki keppt við Hönnu og kærði sig heldur ekki um það. Hún hugsaði: Ég hef aldrei ver ið í gljákjólnum. . . hann er of hátíðlegur. En það þarf hann ekki að vera í kvöld. Hann hef ur aldrei séð hann. Hún tók kjólinn niður, þetta var einfald ur kjóll rauðleitur og með málm plötum og fór vel við hárið á henni. Hún hafði þótzt eyðslu- söm þegar hún keypti hann, en nú var hún fegin að hafa gert það. Hún stakk höfðinu út úr dyr undm og sagði: — Ef þið Paul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.