Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 10
r, 10 MORGUNBT,AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1970 st]ái sól- glaðan vetrar- dag Trillumar kúra í nausti í Orfirisey og bíða þess að daginn fari að lengja og trillukarlarnir að komast á ról til þess að ganga í leik með vorinu og þá verður Esjan ekki hvít að sjá, heldur eins og dr. Sigurður Þórarinsson segir i einni af vísunum sín- um: „Akrafjall og Skarðsheiði eins og fjólubláir draumar, ekkert er fegurra en vorkvöld í Heykjavík." (Ljósm. Ól. K. M.) Það er óbrigðult í stilltu vetrarveðri hvað sem kulda liður að æska Reykjavíkur hópast niður á Tjörn. Tjörn- in er hreinasta ævintýri þeirra og reyndar alira þeirra sem hafa hugmyndaflugið í lagi. Tjörnin er hluti af rótgróinni kviku Reykjavíkur, gamalgró in, en samt ætíð síung vegna þess að það er alltaf eitthvað um að vera við Tjörnina. Þar hittum við hóp barna frá barnaheimilinu Drafnar- borg, en tvær fóstrur þeirra gættu þeirra vendilega og öll börnin gengu í halarófu þar sem hver hafði sinn hanka á löngu bandi. aðan farangur, þvi að frostið beit hressilega. Þeir sögðust oft leika sér úti í Örfirisey. „Mér finnst bara búið að byggja of mikið héma,“ sagði sá eldri, Þórður Gíslason 13 ára gamall nemandi í Haga- skóla. „Þetta er eiginlega eini friðsæli staðurinn í borginni, finnst mér,“ sagði þessi ungi maður og' lét kuldann ekki aftra sér frá leik við fjöruna. Vinur hans, Sigurður Gunn- laugsson 12 ára gamall var með honum. Norðan og sunnan á Örfir- isey eru trillumar komnar í naust fyrir veturinn og þar kúra þær og biða vorsins, þegar trillukarlarnir fara að ræskja sig og viðra netin, þeg ar grásleppan og rauðmaginn koma á markaðinn, eins og þeir segja í fiskbúðunum. ÞAÐ ER ekki hægt að segja annað en að haustið hafi ver- ið hagkvæmt Sunnlendingum með yfirleitt björtu og góðu veðri þótt annað veifið hafi gefið í. Öllu meiri vetrargarri hefur verið norðanlands, fyrir austan og á Vestf jörðum. Ólafur K. Magnússon ljós- myndari Morgunblaðsins tók þessar myndir i gær á ferð okkar um borgina í logni og glampandi sól, en nístings- kulda. Cti í örfirisey voru tveir strákar á gangi með bifreið- ar í eftirdragi. Þeir höfðu sjálfir smíðað bifreiðarnar, sem voru af kassabílagerð með vel tálguðum tréhjólum. Þeir voru stoltir piltarnir ungu þar sem þeir óku bif- reiðum sínum á eftir sér og í troginu höfðu þeir innpakk- ÍÍIilll „Heyrðu maður,“ sagði einn 5 ára strákíhnokki við Ólaf, „ætlar þú að setja okkur í Moggann," og svo brosti hann sínu blíðasta. Það var fjöldi krakka á Tjöminni í gær, rjóð í kinnuim ag sælleg, enda var hamazt af miklum krarftii og hitinn réð yfir kuldanum. Senn líður að stytztum sól- argangi, en síðan fer daginn aftur að len.gja eins og venju- lega. Eins og venjulega. Guðfinna Emma rennir sér knálega á skautum og dregur frænda sinn, Hafstein, á eftir sér í þotusieða. Þórður og Sigurður úti í örfirisey í gærdag með bílana sem þeir smíðuðu sjálfir og líkar bet ur við en plastbílana úr búðunum. Fokker Friendship kemur inn til lendingar. Börnin úr Drafnarborg á Tjörninni í gær með fóstrum sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.