Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1970 Sjómannasíðan í umsjá Ásgeirs Jakobssonar POWER WAGON Björgunarsveitir. bændur, verktakar, ferða- langar og aðrir þið sem þurfið að komast leiðar ykkur, hvað sem á gengur. Þessar traustu og öflugu fjórhjóladrifsþif- reiðar eigum við fyrirliggjandi á hagstæðu verði. — Góð kjör. VÖKULL HF. HRINGBEAUT 121. m ... Þetta er afli úr Sigurði, 240 tonn. Afbragðsfallegur fiskur og það býður hver í kapp við annan. Allir vilja íslandsfisk. Haldið þið væri þokki, ef þessu móðursjúka fólki hér heima tækist með hávaða sínum og látum að stimpla þennan fisk mengaðan, að fá útlendinga til að trúa því að Faxaflóinn, aðaluppeldisstöð- in, væri mengaður. Það var þýzkur togari að selja sama daginn og Sigurð- ur. Hann fékk 80 tonn í úr- gang, sem sagt megnið af afl- anum ónýtt. Fiskurinn leit prýðilega út, en karfinn var I smæsta lagi og það réð úr- slitum. Hann fékk „dán túr.“ Það má ekki mikið út af bera á svona uppboðsmörkuð- um. Hryllingssögur um með- ferð á fiski hérlendis og nú síðast um mengun í Faxaflóa geta haft örlagaríkar afleið- ingar. Það er hægt að segja hlut- ina á marga vegu. Þeir, sem viija bæta um meðferð á fiski l ættu að haga orðum sínum með það í huga, að þau væru þýdd af keppinautum okkar. Að grípa til hryllingssagna til að stugga við fólki getur haft örlagaríkar afleiðingar, þegar um markaðsvöru er að ræða. Þarf ekki að setja lög eða reglugerð um gaspur blaða, útvarps og sjónvarps, þegar útflutningsvarningur á í hlut? Þegar fjölmiðlarnir hafa tekið eitthvert hryllingsefni fyrir til að krydda með tilveru múgsins, hætta þeir sjaldnast fyrr en þetta er orðið að alheimsflogi. Þetta á ekki sizt við um hinn vinsæla dagskrárlið: tortímingu mannkynsins. Maður segir við mann: lastu greinina, sástu þáttinn, hlustað- irðu á lýsinguna á gereyðingar- hættu númer hundrað og eitt — ég held að hún sé sú allra hryllilegasta — tortímingarþátt ur númer hundrað var hrein- asta blávatn hjá þessum. Ef maSur hefusr ekki lesið, séð eða hlustað á tortímingarþátt númer 101, þá fær maður hann endursagðan með in-nfjálgum svip sögumanns samfara sífelldri leit að nægjanlega sterkum orðum til að lýsa hinum hræðilegu enda- lokum, sem taki öllum öðrum endalokum fram í voðalegheit um. Þetta fær blóðið, sem er að storkna af of hægu renns-li í auðveldri og tilbreytingar- lausri lífsbaráttu til að hríslast örlítið hraðar um æðarnar. Kannski er heimurinn að far- ast. Ekki veit ég hvað ofan á verður í því efni. Við, sem lif- um á þessari stundu í heimin- um, eigum öll fyrir höndum að deyja, hvort við deyjum öll í einu eða tínumst upp eitt og eitt í senn, svo sem venja hefur ver- ið, er nánast fyrirkomulagsat- riði náttúruminair, hagræðingax- spursmál. Skiptir þetta nokkru verulegu máli fyrir hvern ein- stakan? Heimurinn deyr í raun- inni um leið og ég og þú. Síðasti tortímingarþáttur fjöl- miðlanna fjaílaði um mengun- ina. Þetta virðist vera einhver Einkennileg- ur draumur Það var þriðju vikuna mína á Sigurði, að mig dreymdi draum, sem mér þykir frásagnar verð- ut. Ég var staddur á ókennileg- um stað með Indverja, grönn- um manni, kviknöktum og spengilegum með vefjarhött. Ekki man ég hvernig á þvi stóð, neama það berst eitthvað í tal milli okkar, mín og Indverjans eins og gengur milli karla að gaman væri nú að það væri kominn kvenmaður. — Það ætti nú að vera hægt að bæta úr því, segir Indverjinn og beygir sig áfram og heldur lófunum flðt- um svonia í rúmlega fets fjarlægð frá gólfinu og hreyfir þá fram og aftur tautandi eitthvað fyrir munni sér. Ég starði undrandi á þessar aðfarir mér óskiljan- legar, en meira varð ég hissa, þegar ég sá kvemmann taka að myndast undir lófum hans, sem hann hreyfir ofur hægt frá vinstri til hægri og urðu fæt- urnir fyrst til og síðan smáholdg aðist konan upp eftir því sem hann hreyfði lófana flata til hægri. Þegar konan var full- sköpuð upp til axla, hikar hann andartak og segir svo — jú, ætli maður hafi ekki höfuðið með —. Þegar hann hafði fuilskapað konuna, hún var ákaflega vel- limuð og líkamsfögur, greip hann hana upp tyllti henni fram an á sig, likt og svuntu, eða svo fannst mér, — því að hann var svo hár vexti, en hún fremur smá og þarna loddi hún framan á honum án þess nokkuð sjáan legt virtist halda henni kyrri á þessum stað, en hann gekk um og hreyfði sig, eins og laus væri. -— Viltu kenna mér þessa að- ferð, sagði ég, ef ég skyldi verða lengi að heiman. — Nei, sagði hann, það er ekki öðrum ætlað að kunna þess aðferð en þeim, sem kann með að fara. Þið Vesturlanda- búar ofnotið öll lífsins gæði, ef þið hafið gnægð matar, þá étið þið ykkur til óbóta, ef þið haf- ið gnægð drykkjar, þá drekk- ið þið ykkur til óbóta, ef þið haf ið gnægð kvemma þá ... vinsælasti þátturinn i þessum dagskrárlið enn sem komið er. Hryllinigssögurnar drífur hvaðain æva að, og ekki sjáanlegur vott- ur af þurrð enn. Okkar fjöl- miðlar vilja vera þjóðlegir, sem rétt er, og þjóðlegur tortímingar þáttur er mjög vinsælt efni og alls konar inniendir spekingar í náttúruvernd, heilsugæzlu, menningargæzlu og pólitik hafa lagt þessum þætti mikið og si- fellt nýtt þjóðlegt efni, auk þess sean stairfsmeri n fjölmjJðlamnia okkar hafa sig hvergi til sparað á þessu sviði í þjóðlegheitunum. Auðvitað varð að islenzka þessa síðustu hrollveíkju, mengunina í snarheitum og rétt í þann mund, sem íslenzkir fiskveiði- menn voru famir að gera sér vpnir um stórvaxamdi markaðs- möguleilka íslenzks fidks, einimitt af því alð hér við lamd gæti ekki verið um umtalsverða mengun að ræða. Reykjavík er ekki borg í sömu merkingu og erlend ar milljónaborgir og álverksmiðj an í Straumsvík varla nefnandi um leið og Detroit eða Manehest er. Hér eru nokkur þúsund hræður dreifðar um mörg þús- und milna strandlengju, lamdið eyland umlukið stríðum straumi, aðdjúpt er við strönd landsins, særót mikið og veður hörð. Það getur varla nokkur skynberandi maður talað um aðsteðjandi mengunarhættu í lofti eða legi á Islandi ennþá. Það væri nánast skop, að sárgrætilegu vandaimáli fólks i fjölbýlislöndunum. Víst er rétt að vera á verði og stemma á að ósi i þessu efni sem öðrum, en fjölmiðlarnir mega ekki baka þjóð sinni stór- tjón me-ð sefasjúku og ótíma- bæru ýkjukjaftæði um mengun hér við land. Það er að ganga of langt í því hlutverki að krydda líf borgaranna með hryllingssögum. Umboðsmaðurinn í Bremerhaven, Ludwig Jansen, og skipperinn Arinbjörn Sigurðsson. Virðulegir kariar. Ludwig Janssen, jr., stendur þarna á markaðnum með hendur í vösum og fylgist af athygli með uppboðinu. Skip- stjórinn og stýrimaðurinn eru ævinlega báðir á mark- aðnum og oftast einhverjir af skipshöfninni, jafnvel þeir, sem hafa verið að skemmta sér kvöldið áður, því að spenningurinn er mikill. — Verður salan þrjár, fjórar eða fimm milljónir? I þessum mikla afla var enginn fiskur skemmdur og einhvers staðar utan myndarinnar eru þeir lestarmennirnir, Bergur, Ami Konn, Ragnar og Bjartur sprangandi dálitið montnir. Stjáni frændi er sjálfsagt einhvers staðar líka að fylgj- ast með. Og kannski eru líka einhvers staðar menn að koma ofan úr bæ, þó að klukkan sé sex að morgni. Það er margt, sem getur tafið menn á leið til skips. Menn geta lent í náttmyrkri og haf- villum og þurft að bíða birt- ingar. Mengunarhræðslan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.