Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1970 19 Páll Aðalsteinsson Minning ströndum, fegurðar og þroska. Farðu hei'll. Dóra mín, ég votta þér börn- um þínum, tengdabörnum og barnabörnum samúð mina. Valdimar Indriðason. í DAG vefur Akranes örmum jarðneskar ledfar eins sína bezta manns. Glæsilegur og ungur að árum kom hann þangað, en lét sér eikki naegja að setjast á þann friðarstól, sem honum í emibættis legu tilliti var búinn. Því olli hugsj ónaáhugi hans og sá innri eldur, sem honum brann í brjósti. Öll sín mestu manndómsár kom hann sem forystumaður við sögu staðarins flestum öðrum frem- ur, og fræddi samtímis börn hans, vknsæll og vel látiiran, hátt á fjórða áratug. Snemma tók Hálfdán Sveins- son ástfóstri við tvær helztu fé- lagsmáliahireyfiingar almennings; verkalýðs- og samvinnusamtök- in, og sameinaði markmáð beggja til hamingjusamtara mannlífs í hugsjón jafnaðarstefnunnar, eins og svo margir af samtíðarmönn um hans, einkum á þrdðja tug ald arinnar. Leiðir margra þeirra hér lendis skildi að vísu síðar af ýms um ástæðum, sem hér verður ekki vikið að, en það haggar ekki þeirri staðreynd, að einmitt þessi þráeiini 'hljómur tiil hæriri markmiða hafi lengi ómað í brjóstum margra, og fari jafnvel enn þann dag í dag fullvel sam- an í forystu margra þeirra „vel- ferðarþjóðlfélaga“, sem standa okkur næst menningarlega, þótt í þessum efnum hafi ógæfu al- mennings á íslandi „orðið allt að vopni“. Þannig varð Hálfdán, þessi vestfirzki dáðadrengur, leiðandi maður á sviði verkalýðs- og sam vinnumála, og jafnframt í öðrum opinberum málum á Akranesi, þar sem hann varð bæjarstjóri um skeið og forseti bæjarstjórn ar árum sarnan. Hvar sem hann kom nærri setti drenglyndi hans og góðmennska svip á alla sam- fundi, enda maðurinn vel af guði gerður; í senn fríður og karl- mannlegur, ritfær vel og mælsk ur í bezta lagi. Þegar svo við bættiist, hversu viðfeldiinn og hjartahlýr maður Hálfdán var, yljaður af djúpstæðri hugsjóna glóð, var ekki að furða að ekki fengi dulizt, hversu óvenju vel hann var til foringja fallinn. Það er mikið lán almennings samtöikum, ekki sízt á áfaka- og uinwó'tstíimjuim, aið eignaisit for- svars'menn slíkrar gerðiar sem Hálfdán Sveinsson var. Mann- kostir þeirra gera hvort tveggja: ýmist að draga úr eða beinlínis kxMna í veg fyrir margan vand- amn.. Þetta gerist eins og af sijálfu sér, og því sést mönnum gjarna ytfir, hvað hér er á ferð. Því er sjaldnast virt og þakkað sem skýldd. Samt gat ekki hjá því far ið, að Há'lfdán yrði vinsæll mað ur og sökum mannkosta sinna viðurkenndur af andstæðingum jatfnt sem skoðanabræðrum. Það miumu því verða margir, sem fýlgja honum til grafar í dag og syrgja þennan góða dreng. Eg efast um, að nokkur maður á lífsleið minni hafi verið mér nærstæðari í lífsviðhorfi en Hálf dán Sveinsson, og geðþekkur að sama skapi. Skiptir þar engu imáil'i, að fWdkispólitísk sanmsitaiðia okkar rofnaði fyrr en skyldi. Þótt „útleggingar“ okkar varðandi suma menn og málefni stönguð ust nokkuð á um skeið, og það skipti persónulegum sköpum, man ég ekki til þess, að skoðanir okkair SkilptuBt noiklkiru sinni í grundvailaratriðum eða um kjarna nokkurs máls. Þetta gilti á ótrúlega mörgum sviðum mann l'egra viðhorfa, og langt út yfir „dægurþras og ríg“. Sjálfur á ég því á bak að sjá hugljúfum og kærum vini, sem ég hlakkaði alltaf til að hitta, hvar sem var. Þótt beinar samstarfsleiðir okkar Hálfdánar Sveinssonar greindust, höguðu atvikin því samt svo, að síðasta áratuginn ' Mttumst við jafnan árlega á aðal fundum tryggingafélaga sam- vinmiumamina, þar seim hamn mætti sem fulltrúaráðsmaður frá upphafi, alltaf, þegar hann gat því við komið. Þar sem ann ars staðar setti hann svip á um- hverfið með persónutöfrum sín um til orðs og æðis. Veit ég fyrir 'vist, að allir sakna hans úr þeirri sveit söfeum máiefnalegs áhuga, ljúfmennsku hans og hjartaMýju. Ég sakna mjög þessa ágæta vinar míns og svellur mörg minn ing í huga ... Ég sendi ágætai og elskulegri eiginkonu han-s, henni Dóru minni, og myndar legu bömunum þeirra, mínar innilegustu samúðarkveðjur með ástarþökk fyrir ljúfar og eftir- minnilegar samverustundir. — Hann sjálfan langar mig til að kveðja með þeirri spurn, sem lát inn sameiginlegur vinur okkar beggja, séra Sigurður Eimairs- son varpaði fram í fögru kvæði, þegar hann leit I anda möguleika lífsins í fegurð heims ins til þess að „fara ljósmóður- höndum“ um mannlífsgróðurinn — eins og Hálfdán Sveinsson sjálfur gerði meðan hann mátti: Var „ekki gaman að eiga þess kost að orka þar nokkru í haginn, og mega svo rólegur kveðja að kvöldi með kærri þökk fyrir daginn?“ Baldvin Þ. Kristjánsson. Látinn er Hálfdán Sveinsson. Hans verður ávallt saknað. Otför Hálfdáns verður gerð í dag frá sóknarkirkju hans á Akranesi. Ég hafði kynni af Hálfdáni um mörg ár, en einkum hin síð- ari og vorum við þá báðir rosknir að árum og reynslu. Hann var um' árabil í banka- ráði Útvegsbanka fslands og hin siðustu varaformaður. En fyrst kynntist ég vini mín um Hálfdáni Sveinssyni í sím- tali frá Reykjavík til Akraness. Ég var þá i hugleiðingum um framboð til Alþingis, og mér bauðst að spreyta mig í þeirri tíð í Dalasýslu. Ég hafði þá aldrei komið þar i sveit, og spurði minn formann hvert ég ætti að snúa mér til þess að fá þessi fáu atkvæði, sem flokkurinn fékk venjulega. Svarið var á hraðbergi. Tal- aðu við hann Hálfdán, hann gef ur þér öll ráð og þau góð. Þessi saga var ekki löng, en mér var hún sannfærandi, og ég fór í leiðangurinn. Hálfdán sagði mér að ég fengi ekki mörg atkvæði, en mörgu góðu fólki ætti ég eftir að kynn ast, því Dalamenn væru dreng- ir góðir og sú hefir orðið reynsla mín í lífinu. Hálfdán Sveinsson, sem nú er horfinn sjónum okkar, er harm- dauði allra er þekktu hann og minningin lifir á björtum himni fegurðar og eilífs lífs. Hans örlög voru að kveðja þennan heim í djúpum svefni, en hans bíður björt framtíð. Öllum aðstandendum votta ég einlæga samúð. Adoif Björnsson. Ef þú hefur átt í æsku vin, jafnaldra og sessunaut í skóla fer ekki hjá þvi, að ótal minn- ingar komi upp í hugann, þegar faðir hans fellur frá. — Þú minnist þess, að foreldr ar þínir og foreldrar hans sett- ust ungir að á sama stað og deildu einu húsnæði við upp- haf lifsbrautar, sem faðir hans og faðir þinn gengu saman í sams konar starfi um áratuga skeið. Þú minnist þess, að faðir hans var lærifaðir þinn, kenndi þér að lesa á bók og draga til stafs og studdi þig fyrstu skrefin á langri skólabraut. — — Ef þú hefur þetta í huga skilurðu, hvers vegna ég kveð Hálfdán Sveinsson með sökn- uði. ________Bjöm Þ. Guðmundsson LESIÐ jRlor0tmþIntiií> DDGIEGR Þau sorgartíðindi spurðust s'íð astliðinn sunnudag, að Páll Aðal steinsson, skipstjóri í Grimsby, hefði farizt í bílslysi í Englandi þá um morguninn. Hann verðúr jarðaður í Grimsby í dag. Páll fæddist 29. júh 1916 i Reykjavík. Foreldrar hans voru hinn kunni togaraskipstjóri Aðalsteinn Pálsson og fyrri kona hans, Sigríður Pálsdóttir. Voru þau bæði ættuð frá Hnífs- dal og áttu ættir sínar að rekja til harðfengra sjósóknara og at- orkumanna í marga ættliði. Að Páli stóðu þvi- styrkir stofnar, og sjómennskan var honum í blóð borin. Frá því að Páll var langt inn- an við fermingu, var hann hvert sumar með föður sínum, sem þá var skipst-jóri & Belgaum, um borð í togaranum, og fjórtán ára var hann orðinn þar fullgildur háseti. Þar var hann í skiprúmi til 16 ára aldurs. En þá urðu þáttaskil í lifi hans. Fór hann þá til Englands til verzlunar- náms, en sjómennskan mun hafa heillað hann, og að ári liðnu hvarf hann frá þvi námi og réðst á brezkan togara. Þar með var lífsstarf hans ráð ið. Fram til ársins 1937 var hann svo háseti og síðar bátsmaður á brezkum togurum, nema á ár- inu 1934 og 1935 var hann tvær vertíðir með föður sínum á Belg- aum. Árið 1938 lauk hann stýri- mannsprófi í Bretlandi og varð stýrimaður á brezkum togurum. Árið 1939 lauk hann svo skip- stjóraprófi þar og var síðan skip stjóri á brezkum togurum frá 1940 til 1962. Hætti hann þá sjó- mennsku og var ráðinn einn af framkvæmdastjórum útgerðar- fyrirtækisins Boston Deep Sea Fisheries Ltd. Þvi starfi gegndi hann til dauðadags. Seinni árin, sem Páll var skip stjóri, átti hann hlut í togara þeim, er hann stjórnaði, og mun hafa átt hluti í fleiri togurum á tímabili. Af þessu örstutta æviágripi Páls, sem ég nú hef rakið, má ráða, að hér fór óvenjulegur maður. Hann ólst upp í Sjávarborg á Bráðræðisholtinu í Vesturbæn- um við útsýn til Faxaflóans. Allt frá bernskuárum var hann gædd ur óvenjulegu þreki og atorku, mikill fyrir sér, en glaðsinna og hjálpsamur við þá, sem minna máttu sín. Kornungur fer hann utan, áttar sig fljótt á því, að innistörf munu ekki falla hon- um, heldur fetar í fótspor feðra sinna. Hann vinnur sér bæði fé og óvenjulegan frama í öðru landi, einn og óstuddur. Aðeins 24 ára gömlum er honum fengin stjórn á togara. Má geta nærri, að það er ekki á færi margra að afla sér svo ungum slíks trausts á erlendum vettvangi. Páll reyndist og traustsins verð ur. Alla sína skipstjóratíð var hann í röð fremstu aflaskip stjóra. Fór hann þó ekki var- hluta af þeim hættum, sem eru starfinu samfara, þegar hann var með togara öll stríðsárin. Hann var kappsfullur, en kappi hans fylgdi forsjá. Hefur hann vafalaust notið rikulega í starfi sínu þess uppeldis og þjálfunar, sem faðir hans veitti honum ung um. Enda mat hann föður sinn mikils, og var óvenjulega kært með þeim feðgum. Minntist hann hans ávallt með hlýhug og virð- ingu. Hann hafði og ætíð á að skipa úrvals s'kipshöfn, og var það mál þeirra, er til þekktu, að honum héldist sérstaklega vel á mönn- um. Þó mun hann hafa krafizt mikils af hverjum, sem með hon um var, þó mest af sjálfum sér. En með karlmennsku sinni, sam- fara glaðlyndi, hjálpfýsi og drengilegri framkomu við hvern, sem í hlut átti, vann hann sér vinsældir og virðingu, hvar sem hann fór. Á stríðsárunum, á öðru skip- stjórnarári sínu, þá 25 ára, varð Páll fyrir þvi láni að bjarga áhöfn brezka togarans Kimber- ley. Hafði togarinn laskazt illa, er þýzkar flugvélar gerðu árás á skip, er Páll hafði samflot við. Er hann varð þess var, að Kimb erley hafð dregizt afturúr, sneri hann við, og i ofsaroki og stór- sjó renndi hann skipi sínu að hlið hins laskaða togara, sem kominn var að þvi að sökkva, og bjargaði áhöfn hans. Þótti Páll hafa sýnt bæði einstaka lagni og fádæma áræði og kjark. Varð hann kunnur af þessu af- reki í Bretlandi og hlaut fyrir það heiðursmerki M.B.E. Árið 1948 kvæntist Páll Svönu Guðmundsdóttur Valdimars skip stjóra á Bíldudal. Varð það Páli mikil gæfa að eignast þá mætu konu. Var mikið jafnræði með þeim hjónum og þau samhent í hvívetna. Eignuðust þau tvö efnileg börn, Sigríði, sem nú er 19 ára, og Aðalstein, sem er.14 ára, bæði við nám i Englandi. Áttu þau fagurt heimili í frið- sælu umhverfi að 10, Humber- stone Aveue - skammt utan við Grimsby. Þar sat íslenzk gest- risni i fyrirrúmi, og veit ég, að fjölmargir landar þeirra minnast með þakklæti margra ánægju- stunda á heimili þeirra hjóna. Og kunnugt er mér um, að þeir eru ekki ófáir Islendingarnir, sem Páll greiddi fyrir i Englandi á einn eða annan hátt. Nú er Páll horfinn sjónum okkar langt fyrir aldur fram, og söknuður rikir í hugum þejrra, er kynntust honum. En hans verður Jengi minnzt, ekki sízt meðal íslenzkra sjómanna. Hann jók hróður þeirra og hróður Is- lands á erlendum vettvangi Sár harmur er kveðinn að eig inkonu hans, börnum og öðrum ættmönnum. Færi ég þeim og stjúpsyni hans Laurie Little innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Friðriksson. Algiör nýiung KLÆÐNINC HF. er feti framar sem fyrr í vöruvali Það nýjasta í veggklœðningu í dag er hið sœnska veggfilt, sem er bœði hita- og hljóðeinangrandi Það má segja að þetta sé ALCJÖR BYLTINC Nú eru það ekki einungis filtteppi á gólfin, heldur líka filtteppi á veggina Komið skoðið og sannfœrist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.