Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1970, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIM.MTUDAGUR 26. NÓVBMBER 1070 > > Fa - ItÍLALEIUA\ LFR# -. - ' £>}>■/% \ \ - . -; ‘ y,. 220*22- IRAUPARÁRSTÍG 31j 35555 BILALEIGÁ IIVERFISGÖTU 103 VW Sendifcrðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Hópferðir TH teigu i tengri og skemmri terðir 10—20 farþega bilar Kjartan Ingimariison, sími 32716. LOFTUR HF. LJÓSMYNDASTOFA Ingólfsstrætl 6. Pantið tíma I sima 14772. FÆST UM LAND ALLT 7WORNY er eins og þúsund dásamlegir draumar Sex ferskar, aðlaðandi ilmtegundir og mildir litir fagurra bióma láta drauma yðar verða að veruleika. Hve dásamlegt er að svífa á vængjum draumana yfir burkna lundum blómskrýddra dala, þar sem léttur andvari skógarilms lætur drauma yðar blandast veruleikanum. Morny . . . og draumar yðar rætast. Öi JOHNSON & KAABER” 0 Frumstæð vinnubrögð við sorphreinsun á Akureyri „Velvakandi góður! 1 kvöld vorum við að rifja upp minningar sumarsins og þá helzt dvöl okkar á Akureyri, þar sem allt virtist leggjast á eitt með að gera dvöl okkar sem ánægjulegasta. Þó verður ekki hjá því kom- izt að minnast á atvik, sem kom okkur höfuðborgarbúum býsna spánskt fyrir sjónir. Var það sorphreinsun bæjarins, sem er með eindæmum að áliti okkar, þegna Geirs borgarstjóra. Að sýna þá verkmenningu að losa úr sorptunnum bæjarbúa í bala, hvolfa síðan úr bölunum á bíl- palli, þar sem maður tekur við sorpinu og hrúgar því upp, er algjörlega fyrir neðan virðingu hins norðlenzka höfuðstaðar, sem annars er svo hreinlegur. Við gerum það að tillögu okk- ar, að bæjarstjórnin fari þess á leit við Geir okkar Hallgríms son, að hann eftirláti Akureyr- ingum einn af sínum gömlu en annars svo ágætu sorphreins- unarbílum, þó ekki væri nema vegna innlendra og erlendra ferðamanna, sem flestir eru ó- vanir svo sóðalegum vinnu- brögðum, þótt Akureyringar sjái eigi, hve frumstæð þau eru. Þrir sérfræðingar að sunnan". 0 Nemendafjöldi í hverri bekksögn Guðmundur Friðriksson skrif ar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að bera fram fyrirspurn til menntamálaráðu- neytisins: Eru engar reglur um há- marksfjölda í bekksögnum í skólum hér á landi? Ef svo er, hverjar eru þær? Ef ekki, er þá ekki nauðsyn- legt að setja slíkar reglur? 0 Erfiður skólaferill Ástæða fyrir þessari fyrir- spurn er þessi: Börn úr skólahverfi einu á Vesturlandi hafa átt þennan skólaferil: Skólaganga hófst síðar en al- mennt gerist í bæjum á íslandi, eins og raunar á sér stað með fjölda skólabarna úr sveit á Islandi. Skólaferillinn síðan er fólginn í því, að börnin eru í heimavistarskóla aðra hverja viku, en eiga síðan að vinna á eigin spýtur heima hjá sér hina vikuna. Útkoman mun mjög misjöfn, sem eðlilegt er. Þegar kemur að því, að böm in ætli sér til landsprófs, eru þau send í heimavistarhéraðs- skóla á Norðvesturlandi. Þessi börn, sem hafa átt mjög skamma skólavist, eins og áður segir, eru þar í landsprófsbekk við nám það árið, sem senni- lega er afdrifarikast á náms- ferli þeirra. Nemendafjöldi i þessum landsprófsbekk er 44 nemendur (fjörutiu og fjórir). Þetta eru nemendur, sem: 1. Hafa notið skóla færri ár en aðrir. 2. Hafa verið skemmri tíma ár hvert í skóla en aðrir. 3. Fara fyrsta sinni að heim- an til langrar dvalar. 4. Þurfa að kosta til stórfé, til að þáu geti sótt þennan skóla. 5. Eru í tímum hjá kennur- um, sem mjög margir eru réttindalausir eða hafa skamma reynslu eða nám. Er svo verið að furða sig á því, að færri fari til framhalds náms úr sveitum og bæjum? Neyðaróp: Menntamálaráð- herra! Réttu hlut þessara barna! Guðmundur Friðriksson“. 0 Hverjir hafa þörf fyrir klám? „Móðir“ skrifar (utan af landi). „Velvakandi góður! Leyfist mér að leggja orð I belg varðandi klámmyndir? Fyrst vil ég taka það fram, að mér þykir sjálfsagt, að i efstu bekkjum skyldunámsins séu börn frædd um starfsemi kynfæra sem annarra líkams- hluta. En varla þykir nauðsyn- legt að útskýra starfsemi vöðva með kvikmyndum um aflraun- ir. Sú skoðun heyrist oft, að þeir, sem eru andvígir klámi, séu kynferðilegar vanmetakind ur. Skarpleg ályktun! Er það ekki algilt lögmál, að fólk sæk ist eftir því, sem það vantar? Æskilegt væri, að þeir, sem af einhverjum ástæðum hafa þörf fyrir klám, ættu að því greiðan aðgang, og ekki tel ég, að það skaði neina fullþroska mann- eskju. EN allt frelsi verður að takmarkast, þar sem það byrj- ar að skaða aðra. Fyrir okkur, sem erum kláminu andsnúin, er þetta mergur málsins. Við er- um þeirrar ákveðnu skoðunar, að ruddalegar lýsingar á lík- amlegu samneyti gefi ungling- um ranga hugmynd um og spilli möguleikum þeirra til að njóta til fulls þess unaðar, sem heilbrigt kynlíf samfara and- legri ást getur veitt þeim síðar. Skyldi sú mær, sem hefur 16 vetra horft á „Táknmál ástar- innar“, geta átt eftir að mæta unnusta sínum með eftirvænt- ingu í órólegu hjarta? Skyldi ungur sveinn á Islandi eiga eftir að yrkja ástarljóð eins og Ferðalok? 0 Svik við æskuna Ó, hvað mig tekur það sárt, að við skulum þola þessi svik við æskuna. Af hverju er ekki hlustað á orð beztu og vitrustu manna eins og biskupsins? Af hverju er ekki framfylgt ský- lausum landslögum? Af hverju? Móðtr“. 0 Hvenær má fara að safna í bálköstinn? G. F. G. skrifar: „Kæri Velvakandi! Núna er byrjað að safna í bálköst í bæjarbrennuna um áramótin, fyrir 1. des. Brýtur bærinn nú þá reglu, að ekki megi fara að safna í áramóta- brennur fyrr en 1. des. Ef strák ar fara að safna I áramóta- brennu fyrir 1. des., þá koma vörubílar frá bænum og taka allan bálköstinn. Geturðu nokk uð gefið mér skýringu á þvl, hvers vegna bærinn byrjar að safna í áramótabrennu fyrir 1. des? G. F. G“. — Nei, það get ég ekki, en kannski einhver annar. 0 Vísa Eftirfarandi visa hefuir Vel- vakanda borizt: Freymóður á fremsta bekk í fomum bretaskála aldinn leit það ungur fekk ekki að sjá og mála. 0 Áskorun á Háskólabíó Velvakanda hefur borizt á- skorun á Háskólabíó um að sýna oftar hina viðfrægu og umtöluðu kvikmynd „La Reti- gieuse“, sem hkfi verið sýnd í einn eða tvo daga án sérstakr- ar kynningar, svo að fólk hafi ekki áttað sig á því, hvaða mynd væri þarna á ferð. 0 Umsóknir enn teknar S.l. þriðjudag birtist hér i þessum dálki bréf frá föður í Keflavík, þar sem hann ræddi um styrki til foreldra, sem eiga börn, er þurfa að stunda nám utan heimabyggðar, og kvað hann auglýsingu um umsóknir hafa farið fram hjá sér. Vei- vakandi hafði samband við Menntamálaráðuneytið, og fékk þar þær upplýsingar, að um- sóknarfrestur væri að visu út- runninn, en ennþá bærust þó umsóknir til ráðuneytisins, og hefði þeim verið sinnt fram að þessu. Væri því reynandi fyrir þennan föður í Keflavík, svo og aðra þá, sem auglýsingin fór framhjá, að senda umsókn til ráðuneytisins og vita, hvort ekki sé enn einhverja úrlausn þar að fá. Borgfirðingafélagið í Bvík Skemmtun fyrir eldri Borgfirðinga verður í Tjarnarbúð sunnudaginn 29. þ.m. og hefst kl. 14. STJÓRNIN. Bómullarnærföt Oskadraumur . allra kvenna 2ja herb. jarShæð í Hlíðunum, sér- inngangur, sérhiti. 3ja herb. fokheld íbúð við Tunguheiði í Kópavogi. íbúðin er ein stofa, 2 svefnherb., eldhús og bað. Sérþvotta hús á hæðinni. Beðið eftir láni hús næðismálastjórnar. 3ja herb. íbúð á 4. hæð í háhýsi við Sólheima. íbúðin er ein stofa, 2 svefnherb., eldhús og bað. Fallegt útsýni, 3ja herb. íbúð á 1. hæð í Skjólunum. íbúðin er 2 stofur, 1 svefnherb., eld hús og bað. íbúðin er nýstandsett með nýjum teppum. íbúðin er laus. Útborgun 550 þús. kr. 3ja herb, íbúð í Kópavogi. íbúðin er ÍBUDA- SALAN GÍSLI ÓLAFSS. ARNAR SIGURBSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BfÓI SÍMI 12180. HEIMASÍMAR 83974. 36349. 2 stofur, hol, 1 svefnherbergi, eld- hús og bað. Bílskúr fylgir. íbúðin er laus. Ný 4ra herb. íbúð á 4. hæð í háhýsi við Kleppsveg (Sæviðarsund). íbúðin er 1 stofa, 3 svefnherb., eldhús og bað. Falleg íbúð. Raðhús í Fossvogi. Húsið er að mestu fullklárað. Skipti á 4ra til 5 herb. íbúð koma til greina. Einbýlishús í smíðum á Flötunum. — Húsið selst tilbúið undir tréverk og málningu og pússað að utan. Tveir bílökúrar fylgja. Höfum ávallt eignir sem skipti koma til greina á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.